Morgunblaðið - 20.03.1992, Page 3

Morgunblaðið - 20.03.1992, Page 3
B 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 Fyrsta tónlistarhátíð vorsins hetst í Vín í dag í DAG, föstudag, hefst „Fyrsta vorhátíð Vínar“ og verða fimmtíu tónleikar haldnir fram til 10. maí. Meginþema hátíðarinnar er að birta í tónlistinni sem flutt er hefðir evrópskrar tónlistar og nýjar stefnur og ferska strauma, að því er segir í tilkynningu um hátíð- ina. Af upptalningu má sjá að úrvals listamenn koma fram á vorhá- tíðinni og hljómsveitir lítt kunnar úr Austur-Evrópu munu einnig flytja verk. Hátíðahljómsveit Búdapest, Fíl- harmoníusveit Vínar, Fílharmoníu- sveit Slóveníu, Moskvu kammer- sveitin og Sinfóníuhljómsveit Vínar- borgar eru meðal þeirra sem fram koma. Einnig eru einleikarar frá Rúmeníu, Búlgaríu og Ungveija- landi og Samveldi sjálfstæðra ríkja. Hápunktur hátíðarinnar er óp- eran „Osud“ eftir Leos Janacek. Ekki verður þó eingöngu nútíma- tónlist flutt á hátíðinni, líka verk eftir Friedrich Smetana, Franz Liszt, Bela Bartok, Hindemith og Stravinsky. Þegar Vorhátíðinni lýkur hefst svo Vínarhátíðin sem stendur fram til 14. júní. ■ Ríkisóperan í Vínarborg. Menn af 58 Mnðernuni komu í febrðar í FEBRÚARMÁNUÐl komu alls 10.925 til landsins með flugvélum eða skipum og er það fjölgun um 1.011 frá því í febrúar 1991. Út- lendingar voru 4.510 og voru þeir 270 fleiri en í fyrra. Islendingar voru 6.415 en voru 5.674 í febrúar fyrir ári. Af útlendingum voru flestir frá af 58 erlendum þjóðernum til ís- Bandaríkjunum eða 1.108 og þar lands. í skránni eru ríkisborgarar næst frá Bretlandi, 761. Svínar Samveldis sjálfstæðra ríkja taldir voru 744, 571 frá Danmörku og með Sovétríkjunum. ■ 387 frá Noregi. Alls komu menn Lyf sem eykur lifslíkur fyrirbura er notað á Barnaspítala Hringsins ' UNDANFARIÐ eitt og háift ár hefur fyrirburum á vökudeild Land- spítalans verið gefið lyfið Surfactans. Það bætir lífslíkur þessara litlu barna til muna frá því sem áður var. Fleiri fyrirburar lifa og færri fá króníska lungnasjúkdóma í kjölfarið. „Þetta er óneitanlega breyting til hins betra. Ondunarerfiðleikar eru alvarlegustu vandamál fyrirbura og í kjöifarið koma oft önnur vandamál," segir Hörður Bergsteinsson sem er læknir á vökudeild Barnaspítala Hringsins. Innan lungnablöðrum hjá heilbrigðum fullþroska ein- staklingum er þunn himna fitu- efnasambanda, sem kölluð eru surfactant. Hlut- verk surfactantá er að halda lung- um fullum af lofti og auðvelda þann- ig flutning súrefn- is yfir í blóðið. Ef surfactant er ekki í einstakl- ingum í nægjan- legu magni, sem er mjög algengt hjá fyrirburum, fá þeir öndunar- erfiðleika, blána og þurfa súrefni. Það eru að sögn Harðar 34 ár síðan menn gerðu sér grein fyrir því að öndunarörðugleikar hjá fyrir- burum stöfuðu af skorti á surfactant. Á næstu árum þar á eftir voru gerðar tilraunir með tilbúin surfact- ant. Þær mistókust. Á áttunda áratugnum voru gerð- ar tilraunir með surfactant sem unnið var úr dýr- um og mönnum. Þær. gáfu góðan árangur. Hörður segir að á síðasta áratugi hafi verið gerðar mjög víð- tækar rannsóknir á náttúrulegum surfactant og einnig tilbúnum með góðum árangri. „Hér á landi hafa þessar framfarir orðið til þess að nú er til- búinn surfactant gefinn öllum fyrirburum með öndunarörðugleika sem eru 1500 grömm eða minni við fæðingu og einnig öðrum börnum sem þurfa þess með. Þetta hefur leitt til þess að lífslík- ur barnanna eru mun betri. Minni líkur eru á ýmsum vandamálum, sem eru algeng hjá þessum börnum og Iegutími á sjúkrahúsi styttist einnig.“ ■ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Þóroddur Gunnlaugsson frá Akureyri við einn bíla sinna sem hannaður er á Selfossi. Teiknaði rútubifreiðar fyrir júgóslavneska f ramleiðendur Selfossi. FLUTTAR hafa verið til landsins rútubifreiðar sem eru frumteikn- aðar og hannaðar hér á landi, á Selfossi. Byggt var yfir bifreiðarn- ar í Júgóslavíu, samkvæmt kröfum íslensku kaupendanna. Rúturn- ar eru með skemmtilegu yfirbragði og kaupendum hér á landi hefur líkað vel við þær. Það var Guðmundur Laugdal Jónsson bifreiðasmiður sem frum- teiknaði rúturnar, en hann hefur teiknað og smíðað fjölda rútubif- reiða með Guðmundi Tyrfingssyni hópferðaleyfishafa á Selfossi. Einnig teiknaði hann og smíðaði eigin húsbíl sem hann notar til ferðalaga. Þeir Guðmundamir hafa byggt yfir 14 rútur á undanförnum árum og hafa verið nánast þeir einu sem staðið hafa að slíkri iðn- aðarstarfsemi á landinu. Upphafið að frumteikningunum fyrir Júgóslavana var að Guð- mundur fór ásamt væntanlegum kaupendum rútubifreiðanna í skoðunarferð til Júgóslavíu og Þýskalands þar sem rútur voru skoðaðar og pantanir gerðar. Þess var krafist að rúturnar stæðust íslenskar kröfur og Guðmundur fór með sínar teikningar, sem hann vann að heima í borðstofu, til Gornja Radgona í Júgóslavíu þar sem bílarnir voru smíðaðir. Þar fóru hann og verkfræðingur verk- Guðmundur Laugdal Jónsson með bílateikningarnar við borðstofuborðið heima hjá sér á Selfossi. smiðjunnar yfir teikningarnar og samræmdu þær framleiðsluháttum þeirra og kröfum íslendinganna. „Við ættum alveg að geta gert þetta sjálfir hér heima en miðað við verðið hjá Júgóslövunum þá erum við dýrari, en það er heilmik- ill markaður hér heima fyrir svona bíla,“ sagði Guðmundur Laugdal. Hann benti á að bílasmíði hefði blómgast hér fram til 1965 og eft- ir 1970 hefði hún lagst niður. Einn- ig sagðist Guðmundur vita til þess að rútuyfirbyggingar í Evrópu færu víða fram í smáum einingum sem ættu að geta orðið fyrirmynd hér á landi. „Það er mín skoðun að það sé unnt að gera þetta hér heima en það þarf sjálfsagt heilmikið fjár- magn til þess að koma slíkri verk- smiðjuframleiðslu af stað,“ sagði Guðmundur Laugdai. Þóroddur Gunnlaugsson, hóp- ferðaleyfishafi á Akureyri, er einn þeirra sem keypti rútubifreiðar, teiknaðar af Guðmundi og smíð- aðar í Júgóslavíu. Hann kvaðst mjög ánægður með bílana og að þeir stæðust allar kröfur sem hann gerði. ■ Sig. Jóns. Saab kynnir bfl án hefðbundins stýris SÆNSKU Saab-verksmiðjurnar hafa þróað bíl án hefðbundins stýrishjóls, en í stað þess er bilnum stýrt með tölvutengdum stýripinna. Hugmyndina að þessu fengu verkfræðingar verk- smiðjanna að láni frá tækni sem notuð er í nýrri orrustuþotu sem þeir hafa hannað. Þeir telja að þessi búnaður geti bæði verið öruggari og þægilegri í notkun en hefðbundinn stýrisbún- aður, en þeir viðurkenna þó að að hann geti ruglað bæði far- þega og vegfarendur í rýminu. í frumgerð bílsins sem nýlega var kynnt situr ökumaðurinn vinstra meginn í bílnum og heldur um stýripinnan með hægri hendi. Skynjarar flytja upplýsingar um stöðu bílsins til tölvu, sem síðan sendir boð eftir örmjóum vírum til vökvakerfis sem breytir stefnu bílsins. ökvakerfi þetta, sem kallað hefur verið virk stýring, hefur verið þróað sem hluti af rannsókn- arverkefni sem helstu fyrirtæki í Evrópu hafa unnið að í því skyni að auka öryggi og draga úr um- hverfislegum áhrifum umferðar. Að sögn verkfræðings hjá Saab- verksmiðjunum hefur stýripinninn ýmislegt fram yfir hefðbundinn stýrisbúnað. Til dæmis að mögu- legt er að hanna mælaborðið á sem örruggastan hátt með tilliti til árekstra, en þá veldur stýrið oft á tíðum alvarlegum áverkum. Þá verði aksturinn allur afslappaðri, þar sem ökumaðurinn þarf aðeins að hreyfa höndina lítilsháttar við stjórn bílsins og þarf ekki að lyfta handleggjunum. ■ Samdráttur í breskum bílaidnaði FRAMLEIÐSLA nýrra bfla í Bret- landi dróst sanian um 4,5% í fyrra miðað við áiið áður, og stóðu Bret- ar þá langt að baki Frökkum og Itölum hvað bflaframleiðslu snertir. Mestur varð samdrátturinn í framleiðslu lúksusbíla á borð við Jaguar og Rolls-Royce, eða um 50%, þótt þar sé ekki um mikinn fjölda bíla að ræða. Japönsku Nissan verk- smiðjurnar í Bretlandi, sem eru til- tölulega nýjar á breskum framleiðsl- umarkaði, juku hins vegar fram- leiðslu sína um 63,5%. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.