Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 EF vagninn eyóileggs*, fæst eidiviður. Ef uxinn drepst, fæst kjöt. TATARÍSKUR MÁLSHÁTTUR Mamounia í Marokkó % Einn af yfirmönnum La Mamounia hótelsins í Marra- kesh, Mohammed E1 Oumri hikaði ekki við að til- kynna að hótelið ætti enga keppinauta í Marokkó. Það væri einstakt. Það er elsta og virtasta hótel lands- ins, vígt 1923, og hróður þess hefur fyrir löngu spurst Iangt út fyrir Iandsteinana og í ferðahandbókum er það talið upp með merkisstöðum í borginni, rétt eins og söfn og sögufrægar byggingar. Margt stórmenni hefur gist það og ein svítan heitir eftir gömlum fasta- gesti, breska stjórnmálamanninum Winston Churc- hill. V) Það er margt sem mælir með * hótelinu. Sumir sækjast S kannski eftir að búa á hóteli 5 eins og La Mamounia til að geta sagt frá að þar hafi þeir nú búið, líkt og Dana- ■ drottning, Gina Lollobrigida, 25 Margaret Thatcher og mýgr- útur af frægu fólki. Aðrir S kunna einfaldlega að meta að búa í fallegu umhverfí. ■nl Um 1920 kom Frakki nokkur til Marrakesh um ■JT vetur, fann að loftslagið var J notalegt fyrir Evrópubúa, ■S keypti stóran aldingarð og reisti þar hótel á nokkrum árum. Garðurinn varð víðfrægur og á síðustu öld var hann gefinn sol- dánssyni í brúðargjöf. An garðsins ekkert hótei, segja innanbúðar- menn á hótelinu. Hótelið var gert upp í hólf og gólf 1986. Hótelið er í útjaðri gamla borg- arhverfisins, rétt innan við borg- armúrinn rauða sem vindur sig í kringum gamla bæinn. Utan hans eru pálmalundir svo langt sem augað eygir. Hótelið lætur ekki ffiikið yfir sér við fyrstu sýn. Við götuna er hlið á veggnum, sem umlykur hótelið og þar eru litlar búðir. Þar inni af er fallegur garð- ur í arabískum stíl, aðkeyrslan og svo sjálft hótelið, sem er risastór bygging, þegar betur er að gáð. Anddyrið firnastórt en stúkað nið- ur, svo stærðin leynir á sér. Alls staðar eru starfsmenn í ara- bískum klæðnaði með fes og þama eru setustofur, veitinga- staðir og aðrir samkomustaðir. Þegar gengið er í gegnum húsið kemur að sundlaug og stórri ver- önd. Þar fyrir aftan eru þijú hús, sem hægt er að leigja ef herberg- in duga ekki og lengra í burtu eru tennisvellir, golfvöllur og önn- ur íþróttaaðstaða, að ógleymdum garðinum, sem geymir þetta allt. Þetta er griðastað- ur, lokaður af frá umheiminum og for- vitnum augum, þar sem fátækt og eymd víða í gamla bænum rétt við hótelvegg- ina er ijarlæg. Hótelið hefur upp á að bjóða svo margt Inngangurinn að hótelinu að engin þörf er á að sækja neitt utan þess. Nátthrafnar geta kom- ist í næturklúbb eða diskótek, að ógleymdu spilavítinu. Þarna eru fimm veitingastaðir, svo þeir mat- glöðu geta kannað marokkska matargerð í viðeigandi umhverfi með tónlist, magadansi og öðru tilheyrandi og hvíit sig yfir frönsk- um og ítölskum mat þess á milli. í litlum fallegum búðum er að finna innlendan listiðnað, fornmuni, úrvalskonfekt og fleira. Til minningar um dvölina á hótel- inu má kaupa matarstell, hnífa- pör, glös, öskubakka, slæður og fleira með nafni og merki þess. Herbergin eru 171 að tölu og öll innréttuð í stíl þriðja áratugar- ins, þegar ferðamenn fóru með Austurlandahraðlestinni og stór- brotnum glæsiskipum, þar sem kampavínið flaut og sparifötin voru hvunndagsföt. Odýrustu 2ja manna herbergi kosta um 14 þús.kr. og snúa að inngangi hót- elsins með útsýni yfir borgina. Næsta verð er um 19 þús. ef út- sýnið er yfir borgarmúrana. Dýr- ust eru herbergin með útsýni yfir garðinn, 25 þús. Flest hafa svalir og sjálfsögð þægindi eins og bar, íjölrása sjónvarp, síma og baðher- bergi, en morgunmatur er ekki Garðarnir við Mamounia innifalinn. Öll herbergin eru eins innréttuð. Svíturnar eru af ýmsum gerð- um, brúðarsvítan er í hvítu og bleiku, veggir fóðraðir fagurlega. Þar er himnasæng og nuddpottur með meiru. Nóttin kostar 90 þús. krónur. Nútímasvítan svokölluð er á tveimur hæðum og þar kost- ar veran 100 þús. Alls konar þjón- usta býðst allan sólarhringinn, sérstakar blómaskreytingar og upp í heila hljómsveit. Það mundi æra stöðugan að tíunda allan lúx- usinn. Eins og áður er nefnt, eru þijú einbýlishús í garðinum. Hvert þeirra er um 400 m2, ásamt 100 m2 garði. Þarna eru 3 svefnher- bergi og hvers kyns þjónusta er innan seilingar, auk sérinngangs og bílskúrs. Verðið fyrir slíkan munað er um 130 þús. fyrir nótt- ina. Hótelið býður upp á þriggja nátta pakka, sem þeir kalla brúð- kaups- eða brúðkaupsafmælis pakka. Hvort slíkt tilefni er ein- hver skylda fylgir ekki sögu, en þar er innifalið evrópskur morg- unverður, máltíð á marokkskum veitingastað á hótelinu, kampa- vínsflaska og ávaxtakarfa, auk blóma, ferðar í hestvagni og að vera sóttur og keyrður í viðeig- andi farartæki við komu til og brottför frá Marrakesh. Ódýrasti pakkinn kostar um 34 þús. fyrir tvo. Sá dýrasti er á brúðhjónasvít- unni og kostar um 90 þús. Allt verð eru lauslega reiknað og er breytilegt eftir árstímum. Af öllu því sem hótelið hefur upp á að bjóða má ekki gleyma aðstöðu til ráðstefnuhalds. Þarna er hægt að hýsa allt frá 30-400 manna ráðstefnur og fundi, með hvers konar tækniaðstöðu, sam- hliða túlkun og öðru, sem tilheyr- ir nútíma ráðstefnuhaldi. Fyrir- tæki eins og IBM, Pepsi Cola, Canon, Mercedes verksmiðjumar og fleiri kunn stórfyrirtæki hafa notað þessa aðstöðu og þá er ráð- stefnugestum gjarnan boðið upp á gistingu á hótelinu. Það eitt ætti að gera ráðstefnuna eftir- minnilega. Það er því úr mörgu að velja á hóteli eins og Mamounia og verð- ið fyrir venjulegt herbergi er ekki mikið hærra en það er á ýmsum hótelum í borg eins og Kaup- mannahöfn eða Stokkhólmi, en umhverfið er öllu stórbrotnara. Það ber að hafa í huga að allt verðlag á hótelinu er margfalt miðað við það sem gerist víða í borginni, þar sem bolli af ljúf- fengu mintute fæst fyrir um 20 kr. Þeir sem kjósa að eyða nokkr- um dögum á sögufrægu glæsihót- eli, hugsanlega undir sama þaki og frægt fólk, eiga von á góðu. Þeir sem kjósa persónulegt og notalegt hótel, stynja ekki af hrifningu yfir hóteli eins og La Mamounia. ■ Sigrún Davíðsdóttir. Markús Örn Antonsson borgarstjóri bauð þátttak- endum síðdegisstund í Höfða. A sýningunni skoðuðu menn bæklinga, hlýddu á fyrirlestra og báru sainan bækur sínar. / „Við viljum sýna að við vinnum í alvöru" „Ég held að ég geti sagt að það var ánægja með þetta frumkvæði og margir sögðu að þeim fyndist að héðan í frá ætti þetta að verða árlegur viðburður. Við vildum sýna að við hér erum alvörufólk og það fylgir full alvara því sem við erum að gera þó við séum ekki stór í þessum bransa,“ sagði Sigurður Skagfjörð hjá söludeild Flugleiða þegar Ferðablað leitaði eftir upplýsingum um hvernig kynning og söluátak til að efla sölu farmiða yfir Norður-Atlantshaf frá Skandin- avíu hefði gengið. Þessi kynning var á fimmtudag og föstudag í síð- ustu viku og á laugardag var sýningin svo opin almenningi og var aðsókn mikil. Þá voru uppákomur alls konar og þekkt bandarísk hljóm- sveit, The Gangplank Ragtime Band, kom fram þá og spilaði einnig fyrir gesti kynningarstefnunnar. Sigurður sagði að 55 ferðaskrif- stofumenn frá Skandinavíu liefðu sótt kynninguna. í fyrra seldu ferða- skrifstofur og söluskrifstofur Flug- leiða í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi ferðir vestur um haf fyrir um 600 milljónir kr. og Flugleiðir leggja kapp á að auka söluna enn frekar. Því var einnig boðið hingað 34 sölu- aðilum frá Bandaríkjunum, voru það fulltrúar frá llugfélögum, hótelum, bílaleigum, ferðamálaráðum, ferða- heildsölum og öðrum sem ferðaþjón- ustu tengjast. Sigurður sagði að kynningin hefði farið fram í formi sýninga sem bandarísku fyrirtækin settu upp á Höfða á Loftleiðum og éinnig voru fyrirlestrar um nokkur svæði í Bandaríkjunum, m.a. fluttu fulltrúar ur ferðamálaráðum Flórída, Mary- land og New York erindi og ræddu hvaða kostir væru á hvetjum stað fyrir ferðamenn. Ferðaskrifstofufólk hér sótti einn- ig þessa sölu- og kynningarstefnu og Sigurður sagðist ekki í vafa um að menn hefðu farið héðan ánægðir og fróðari. Það yrði mjög spennandi að fylgjast með hvernig þetta skilaði sér. Á dagskránni voru einnig ýmsar kynnisferðir fyrir útlendingana hér svo þeir fengju nasaþef af Reykjavík og næsta nágrenni. Efnt var til myndarlegra matarboða og Markús Örn Antonsson borgarstjóri bauð gestum síðdegisstund í Höfða. ■ j.k. Stærstu lönd Asíu Land Ferkm Kína 9.590.961 Indland 3.287.590 S audi-Arabía 2.149.690 Indónesía 2.042.012 íran 1.648.000 Mongólía 1.565.000 Pakistan 803.943 Tyrkland 780.576 Burma 670.552 Afganistan 647.497 Thailand 514.000 írak 434.924 Japan 371.313 Jemen 322.968 Filippseyjar 300.000 Til samanburðar ísland 103.000 Eyjan cina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.