Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 B 9 Blómauppboð í fullum gangi. Ó, Hú Tulípanaland Túlípanar, lírukassar og bjór er eitthvað af því fyrsta er kemur í hug fólks þegar minnst er á hið blauta Holland eins og landinu er lýst I Islandsklukku Laxness. Á seinni árum hefur einnig færst í vöxt að menn tengi landið verslun og viðskiptum ýmis konar. Þannig niá til dæmis reikna með því að meirihluti þeirra tæplega 30.000 Islendinga er fóru um Schiphol-flugvöll á síðasta ári hafi lagt upp í ferðalagið í þeim tilgangi að gera innkaup fyrir fjöl- skyldúna enda ekki undarlegt þegar tekið er tillit til þess að vöruúrval er gott í borginni og þar má oft og tíðum gera afar hagstæð innkaup. Hollensk baðströnd Ferðalangarnir vilja þó oft gleyma því að Holland er meira en Amsterdam og fleira er hægt að gera en að rölta um verslanir. Má í því sambandi nefna að aðeins um 40 km suðvestur af höfuðborg- inni er 25.000 manna borg sem byggir afkornu sína nærri ein- göngu á ferðamönnum yfir sumar- tímann. Borgin sú heitir Noord- wijk og stendur við eina stærstu baðströnd Hollendinga. Á veturna er mikið um ráðstefnuhald í Noordwijk en á túlípanatímanum í sumarbyrjun flykkist þangað fjöl- skyldufólk, mest annars staðar að úr Hollandi og Þýskalandi, til þess að slappa af og njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Ákaflega vinsælt er að liggja á ströndinni og sleikja sólskinið en staðsetning borgarinnar í einu mesta blómaræktendahéraðinu gerir stuttar skoðunarferðir einnig ákjósanlegar. Geimurinn Meðal þess sem borgin sjálf hefur upp á að bjóða er eitt full- komnasta geimvísindasafn í Evr- ópu, Space Expo. Mönnum kann að virðast eðli safnsins full alvar- legt meðan sólin skín úti en það er langt í frá. Á safninu er rakin saga geimvísinda með mjög lifandi og skemmtilegum hætti þannig að bæði böm og fullorðnir ættu að hafa gaman af. Má þar nefna að í safninu má sjá líkön af gervi- tunglum í fullri stærð, kvikmynd um rannsóknir í geimnum og sýningarbás til útskýringar á þyngdarleysi. í skemmtilegri minjagripaverslun í safninu er lögð áhersla á að hægt sé að kaupa bæði ódýra og dýra minjagripi fyrir alla. 15 milljónir blóma boðnar upp daglega Ekki langt frá Noordwijk (VBA i Aalsmeer) er stærsta blómaupp- boð í heimi. Sem dæmi um umfang þess má nefna að húsnæði þess nær yfir 630.000 fm svæði, þar vinna 1.700 starfsmenn og 15 milljónir blóma em boðnar upp á hverjum degi. Starfsemin er í gangi allan sólarhringinn. Á nótt- unni, milli kl. 3 og 4, koma blóma- bændurnir með blóm á markaðinn, um fimm-leytið koma kaupend- urnir til að kanna gæði blómanna og fyrsta blómauppboðið hefst kl. 6 á morgnana. Þá koma kaupend- urnir sér fyrir í básum sínum og fylgjast með uppboðsklukku sem slær þeim blóm á um það bil 4 sekúndna fresti. 350 heildsalar og kaupmenn eiga fasta bása á blómauppboðinu en 80% blómanna er flutt úr landi. Um það bil 200.000 gestir koma árlega til að fylgjast með blómauppboðinu. Blóm, blóm, blóm Og áfram með blóm. Stolt Hol- lendinga í ár er heimsins stærsta blómasýning á 8.000 fm svæði í Zoetermeer 10. apríl til 11. októ- ber. Þegar ég var þar á ferð fyrr í mánuðinum var lítið annað að sjá en göngustíga, mold, gijót og einstaka gróðurhús en þegar sýn- ingin hefst er reiknað með að þar verði hægt að sjá 35.000 tegundir af jurtum. Reyndar er réttara að tala um skemmtigarð í þessu sam- band en blómasýningu því auk jurtanna verður fjöldinn allur af skemmtilegum uppákomum á svæðinu. Má þar nefna litla jám- brautarlest fyrir böm, leiksýning- ar, tónleika og sitthvað fleira. Búist er við að hver íjölskylda eyði að minnsta kosti 5 tímum í garðinum. Rétt er að geta þess hér í fram- hjáhlaupi að Hollendingar rækta mikið grænmeti og seldu til dæm- is 2.164 tonn af því til íslands á síðasta ári. Mest var selt af lauk eða 530 tonn, en einnig töluvert af eplum (206 tonn) og perum (159 tonn). Minnst er flutt inn af tómötum (104 tonn) og gúrkum (300 kg). Grænmetið er boðið upp á svipaðan hátt og blómin í upp- boðssölum í Zoetermeer. Um l. 000 bændur standa að uppboð- inu þar -sem boðnar eru upp um 100 tegundir af grænmeti og allt- af eru nýjar tegundir að bætast við. Mestur hluti grænmetisins er ræktaður við lífræn skilyrði og gerðar eru strangar kröfur um gæði. Amsterdam Ekki má skilja svo við Holland að ekki sé minnst á höfuðborgina Amsterdam og hvað hún hefur upp á að bjóða. Má í því sambandi minnast á listasöfn borgarinnar og nefni ég hér sérstaklega Sted- elijk-safnið (Picasso, Monet, Deg- as o.fl), Ríkissafnið (Rembrandt m. a.) og Vincent van Gogh-safnið. Þá er gaman að kynna sér fyrrum húsakynni Önnu Frank og fjöl- skyldu hennar í Amsterdam. En ferðum á listasöfn ber ætið að stilla í hóf og eitt af því skemmti- legasta sem hægt er að gera í Amsterdam er að fá sér leigt reið- hjól og virða fyrir sér borgina á hjóli. Svo er notalegt að koma sér fyrir á litlu kaffihúsi og virða fyr- ir sér íjölskrúðugt mannlífíð á götunum. Um kvöldið er svo hægt að bregða sér á krá, dansstað eða jafnvel spilavíti í miðborginni. Veitingastaðimir eru líka áhuga- verðir og má að öðmm ólöstuðum mæla sérstaklega með japanska veit- ingastaðnum á Krasnapolsky-hót- elinu á Damtorgi. Fyrir bjóráhuga- menn er vert að geta sérstaklega heimildarsafns um Heinekenbj órfram- leiðslu í miðborg- inni. Þar kostar bjórinn 2 gyllinni. Ekki er ólíklegt að Islendingar líti í verslanir í Hollandi, einkum ef tekið er tillit til þess að verðlag er þar oft 20-30% lægra en á Fróni. Sem dæmi má þá nefna að Levis-gallabuxur kosta um 150 gyllinni í Amsterdam eða um 4.800 kr. en Levis 501-gallabuxur kosta tæplega 7.000 kr. á íslandi. Vöruúrvalið er líka gott, verslun- arfólkið afar liðlegt og fagfólk á sínu sviði. Einnig er heilmikil skemmtan fólgin í því að rölta um markaði í Amsterdam í góðu veðri. Þar má finna flest sem hugurinn girnist. Á heimleiðinni er svo óhætt að mæla með einni ódýrustu fríhöfn í heimi, á Schiphol-flug- velli. ■ Anna G. Ólafsdóttir. 15 milljónir blóma eru boðnar upp á dag á stærsta blómauppboði í heimi. FERDIR UM HELGINA Að Reynivöllum ÚTIVIST fer 6. áfanga Kirkju- göngunnar sunnudaginn 22. mars. Kl. 10.30 verður farið frá Umferðarmiðstöðinni og ekið að Meðalfelli í Kjós og gengið um Laxárnes að Bollastöðum og þaðan gömlu þjóð- leiðina að Reyni- völlum. Að lok- inni heimsókn í Reynivallakirkju verður gengið áfram að Vindási. Kl. 13 er för frá Umferðarmiðstöð- inni og ekið að Bollastöð- um og sameinast sá hópur morgunhópnum. Stansað verður við Árbæjarsafn og Kaupfélagið í Mosfellsbæ í báðum ferðum. Hafnarganga í tilefni þess að Reykjavíkur- höfn verður 75 ára á þessu ári verða famar nokkrar gönguferðir til kynningar á lendingar- og hafnaraðstöðu í Reykjavík gegn- um aldirnar og á flutningaleiðum á landi til hafnarinnar. Fyrsta gangan verð- ur laugardaginn 21. mars. Lagt o verður af stað frá Miðbakka, framan við Hafnarhúsið, og gengið á stór- straumsfjöru þar sem gamla strandlínan lá fyrir 1914 og út í Grandahólma. í Granda- hólma er talið að verslunar- hús hafi staðið fyrr á öldum og kaupskipin verið svínbundin þar út af. Til baka verður gengið þar sem alfaraleið út á Örfíriseyjar- granda lá og að Hafnarhúsinu. Þetta er fróðleg gönguferð við allra hæfi. Ekkert þátttökugjald. Hótel Hekla skammt frá Costa Brava HOSTEL Hekla er lítið hótel í eigu íslendings, Magnúsar Kristjánssonar, í ferðamanna- bænum Tossa de Mar á Costa Brava ströndinni á Spáni. Magn- ús hefur ver búsettur þarna í 30 ár og í bæklingi frá hótelinu segir að þar sem hann sé öllum hnútum kunnugur á Spáni gæti þetta verið hagstæður áningar- staður islenskum ferðamönnum. Ferðablaðið sló á þráðinn til Magnúsar að forvitnast um hvað væri í boði hjá Heklu. Hann sagði að þetta væri lítið fjölskylduhótel með alls tíu herbergjum, flest eru tveggja manna og fjögur hafa sér- bað en þijú baðherbergi era á göngunum. Hann sagðist hafa byijað með hótelið fyrir 28 áram en það væri varla fyrr en á allra síðustu áram að íslendingar hefðu látið sjá sig. „Áður vora þeir allir í hópferðum en nú er meira um að fólk fljúgi til meginlandsins og fái sér bíl og ákveði sjálft sína ferðatilhögun og þar með gisti- staði,“ sagði Magnús. Tossa de Mar er lítið og vinalegt þorp með 3.500 íbúum yfir vetrar- tímann en íbúar fara upp í 40-50 þúsund yfír ferðamannatímann. Verð á tveggja manna herbergj- um með baði er 6 þús.pesetar, sem lætur nærri að vera tæplega 3.000 kr. Herbergi án baðherbergis kost- ar 5 þúsund peseta. Ef rnenn óska geta þeir fengið morgunverð en Hostel Hekla. Magnús sagði að gestir hans vildu borða á þeim veitingastöðum sem þeim dytti í hug og hann teldi ekki ástæðu til að hafa mat. Þó væri hægt að útbúa snarl að ósk gesta, svo sem hamborgara eða samlokur. Athugið sértilboð í flughöfnum FLESTAR stærstu flughafnir hafa ákveðin sértilboð öðru hverju og ættu flughafnargestir að kynna sér þau og oft eru gefn- ir út sérstakir bæklingar um þessi tilboð sem stundum eru hin hagstæðustu. Ferðablaðinu hef- ur verið sendur bæklingur Schipol-flugvallar fyr- ir marsmánuð og áhugamenn um demanta geta til mánaðamóta fengið hring úr 18 karata gulli með demanti fyrir 3.600 krónur og 7 demanta sett kostar 25.800 en venjulegt verð þess er um 34 þúsund. Meðal annarra tilboða eru Gucci- slæður á 6.400 krónur í stað 8.000, súkkulaðiaskja frá Anton Berg fyrir 1.200 krónur, eða um 400 kr. ódýr- ari en alla jafna, og lítil Panasonic- útvarpstæki á 8.400 krónur sem er 2 þúsund krónum lægra en venju- lega. ■ GENGIS- SKRÁNING 9. mars 1992 AlSÍr dínar 2,6986 Ástralía dollar 45,2171 Bahrein dínar 158,6261 Bolivia bolivíanó 15,7920 Costa Rica kolon 0,4378 Equador sukra 0,0460 Gíbraltar pund 102,8690 Hondúras lempíra 10,9929 Indland rúpía 2,1887 ísrael sikill 24,9198 Jemen ríal 4,6157 Kína yan 10,8953 Kýpur pund 128,0261 Líbanon pund 0,0511 Madagaskar franki 0,0332 Marokkó dírham 6,9225 Mexíkó peso 0,0198 Nígeria naíra 3,9849 Sierra Leone leone 0,1377 Súdan pund 0,6641 Sýrland pund 2,9518 „ Tékkóslóvakía kómna 2,0471 Thailand baht 2,3340 Víetnam dong 0,0052

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.