Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 56 þúsund kronur á sðlarhring í London í nýjasta hefti breska ferðaritsins Business Traveller kemur fram að London er dýrasta borg heims fyrir menn í viðskiptaerindum. Gisting á góðu hóteii, máltíðir og þjónustugjöld kosta 523 pund, eða um 56 þúsund krónur. Tókýó hefur mánuðum saman verið dýrust en verðlag hefur ekki hækkað þar jafnmikið og í Bretlandi. Sams konar útgjöld í Tókýó eru samkvæmt blaðinu um 1.500 krónum lægri. Þriðja dýrasta borg heims er Stokkhólmur með rúmlega 52 þúsund krónur á sólarhring. Fjórða er New York, síðan París, Madrid, Seoul, Taipei, Ósló og Kaupmannahöfn. Á sama tíma í fyrra var Stokk- hólmur dýrasta borgin, þá komu Tókýó, New York, London, París, Kaupmannahöfn, Ósló, Madrid, Genf og tíunda var Helsinki. Eftir þessu að dæma hefur verðlag á Norðurlöndunum hækkað tiltölu- lega minna en í London og Tókýó. Fyrir nokkrum árum voru ýmsar borgir í Miðausturlöndum taldar dýrastar, svo sem í Saudi-Arabíu, Kúveit, Abu Dhabi og Dubai. Þar hefur verðlag staðið að mestu í stað síðan í Flóastríðinu. Þar er verð nú hæst í Tel Aviv og Abu Dhabi. Af Afríkuborgum var Abidjan á Fílabeinsströndinni dýrust í mars í fyrra en Casablanca í Marokkó hef- ur skotið henni langt aftur fyrir sig. Dýrasta borg Suður-Ameriku nú er Caracas í Venesúela en var í fyrra Sao Paulo í Brasilíu. Um þetta leyti í fyrra taldist Bogotá í Kólumbíu ódýrust með 107 dollara og hún er það enn. Hliðstæð- ur kostnaður er 115 dollarar. Aðrar ódýrar borgir nú eru Túnisborg, Lima, Lusaka og Colombo. Sé listi BT skoðaður vandlega virðist sem hlutfallslega mest hækkun á árinu hafi orðið í Prag í Tékkóslóvakíu. Flugfreyjur - Ijotar og Ijóngáfaðar? I NÝJU frétta- bréfi Alþjóða- samtaka flugfar- þega, IAPA, sem margir íslend- ingar eru í, segir að hæstráðandi Thai Airways, Kaset Rnjanil, hafi látið hafa það eftir s.;r að gáfaðar konur séu sjaldan fal- legar. Rojanil lét þessi orð falla þegar kvartað var undan því að flugfreyjur hjá thailenska flug- félaginu væru ekki nógu álitleg- ar og fríðar sýn- um. Á formanninum mátti skilja að á næstunni yrði stefnt að því að breyta þessu og flugfreyjur yrðu valdar eftir svipuðum reglum og í fegurð- arsamkeppni. Þar með vonaðist hann til að kvörtunum linnti. Ferðablaðið hafði samband við Má Gunnarsson, starfsmannastjóra Elugleiða, og spurði hann álits á þessum orðum. Már sagði að honum þætti með miklum ólíkindum að menn létu aðra eins vitleysu út úr sér. „En eftir þessu að dæma virðist Thai státa af ljóngáfuðum flugfreyjum,“ sagði hann og hló við. Már sagði að hjá Flugleiðum væri lagt allt upp úr því að finna flugliða sem væru hæfir í starfí, létu farþegum iíða vel í ferðum og hefðu tungumálakunn- áttu. Áður en fluglið- ar eru ráðnir sækja þeir nám- skeið hjá Flugleið- um eins og kunn- ugt er. Síðan er valinn hópur úr og úr honum það fólk sem ráðið er. Starfsmenn gangá því í gegnum margar síur, að sögn Más. Hann- sagði að hann héldi að það heyrði til undantekninga ef það viðhorf réði sem kom fram hjá hæstráðanda Thai. „Eg hef aldrei heyrt nokkurn mann kvarta undan útliti flugfreyja. Aftur á móti hef ég margsinnis heyrt viðskiptavini fara lofsamlegum orð- um um hæfni þeirra og hlýlegt við- mót,“ sagði Már Gunnarsson. ■ Naiyaporn Nakthong flug- freyja hefur háskólapróf í rekstrarhagfræði og almanna- tengslum. Nú er spurningin, er hugsanlegt að hún sé for- ljót og ljóngáfuð og missi vinnu hjá Thai? OF lítið loft í hjólbörðum eykur bensíneyðslu, jafnvel um mörg pró- sent. Það er betra qð hafa of hóan þrýsting en of lóggn. BÆKLINGUR FRÁ IÐNAÐ- AR- OG VIÐSKIPTARÁÐU- NEYTINU Umferðaróhöpp í Kópavogi 1991 Hverjir slasast í umferðinni í Kópavogi? (skv. tölum umferðorróðs) Hvenær dags verða óhöppin? Hvenær vikunnar verða óhöppin? 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 LÖGRFGLUNNI í Kópovogi barst tilkynning um somtals 513 umferðaróhöpp ó sfðasto óri, en um helmingur þessoro óhoppo, eðo 255 tilkynningor, voru ofgreiddor ón sérstokrar skýrslugerðor of hólfu lögreglu. Þoð vor þó oftost með því oð viðkomandi oðilar fylltu sjólfir út tjónstilkynningar, og komo þessi óhöpp því ekki til skróningor hjó umferðarróði. Lögreglon í Kópovooi hefur reynt eftir fremsta megni oð skró nouðsynlegustu upolýsingor um öll óhöpp sem tílkynnt erú til lögreglu í því skyni að geta hart yfirsýn yfir rounverulego slysotíðni í beenum. I þeim íiðlego 500 umferðoróhöppum sem tilkynnt voru til lög- realunnar í Kópovogi órið 1991 var um slys ó fólki oð ræðo í 62 tilvikum, og olls vor tala slosoðra 87. Ekkert bonoslvs vor ó órinu í Kópovoai, en of þeim 87 sem slösuðust votu 10 taldir mikið slasoðir, og 77 töldust hofa hlotið minni meiðsl, somkvæmt skróningu umferðarróðs. Hverfa hvarfakútarnir meó kjarasamningum? MEÐ reglugerð, sem að óbreyttu mun taka gildi hér á landi þann 1. júlí I sumar, verða reglur um leyfilegt hámark mengandi efna í útblæstri bíla hertar til samræmis við það sem þekkist í öðrum vest- rænum löndum. Flestallir bílar sem fluttir verða inn til landsins eftir 1. júlí þurfa að vera útbúnir svokölluðum hvarfakút (katalysat- or), búnaði sem allmargir bíleigendiur hér á landi þekkja þegar af eigin raun. Einhver óvissa kann þó að vera um hvort þessi reglu- gerð taki gildi á fyrrgreindum tíma, þar sem fram hefur komið í tengslum við kjarasamningaviðræður þær sem aðilar vinnumarkaðar- ins eiga nú í, að jafnt vinnuveitendur og verkalýðsfélög vilji fresta gildistöku reglugerðarinnar vegna áhrifa hennar á verð nýrra bíla. En hvarfakútarnir eru einnig umdeildir annarra hluta vegna og í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins er fjallað ítarlega uin kost og löst í því sambandi. Sagt auka bensíneyðslu í Neytendablaðinu er haft eftir Einari Vali Ingimundarsyni um- hverfisverkfræðingi að kútarnir virki ekki sem skyldi þegar bílar eru kaldir og gangi á innsogi en þá sé bensíneyðsla og mengun frá bílum mest. I þessu sambandi er nefnt að búast megi við að kútar verði óvirkir 10-20% aksturstímans við dæmigerðan akstur á götum Reykjavíkur en eins og fyrr segir ræðst virkni kútanna af hitastigi og er talið að eftir aðstæðum þurfi að aka 3-7 kílómetra áður en hita- stigið nær 300 gráðum og efna- hvörfin gera sitt gagn. Annað sem talið hefur verið kút- unum til lasts er það að þeir stuðli að aukinni bensíneyðslu en þessu er mótmælt með þeim rökum að tapið megi vega upp með beinni innspýtingu. Þá er fullyrt að hvarfa- kútamir stuðli að því að bílar verði dýrari í framleiðslu en á móti er sagt að kútarnir verði eins og hver annar búnaður bílsins og í framtíð- inni verði bílarnir dýrari án kútanna en með þeim. Hvarfakútar eru hluti af útblást- urskerfum bíla. Þeim svipar til hljóðkúta í útliti og er komið fyrir á pústgreininni framan við hljóðkút- ana. Utblásturslofti vélarinnar er því veitt í gegnum hvarfakútinn og virkni eðalmálma inni í kútnum veldur því að þar ummyndast hin skaðlegu efni í útblæstrinum — kolmónoxíð, kolvetni og köfnunar- efnisoxíð — og breytast í efni sem síður skaða umhverfið, eins og vatnsgufu, koldíoxíð og hreint köfn- unarefni. Sé lofti og blýlausu bensíni blandað í réttu hlutfalli inn á vélina er talið að hvarfakútar nái að fjar- lægja allt að 90% þeirra efna sem ætlast er til. Það er þó háð að- stæðu, einkum hitastigi þar sem nokkrar mínútur geta liðið frá því vél er ræst þar til hitastigið í kútn- um er orðið um 300 gráður en þá fyrst nær búnaðurinn fullri virkni. Nauðsynlegt er að nota blýlaust bensín þar sem blý dregur úr virkni hvarfakútanna og gerir þá óvirka með tímanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.