Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 B 11 Þrír þýzkir kostagripir bornir saman Þýzku bílatímaritin, Mot og Auto Motor und Sport, þykja stundum full hlutdræg og höll undir þýzka framleiðslu til þess að alveg sé mark á þeim takandi, þegar þýzk- ir bílar er bornir saman við bíla annarra þjóða. En þegar þeir bera saman sína eigin bíla er síður von á slíkri slagsíðu og slíkur saman- burður er raunar mjög vísindalega unninn; Bílunum gefín stig eftir þáttum, sem taka mið af 1) yfir- byggingu, 2) vél og drifrás, 3) þægindum, 4) aksturseiginleikum og 5) rekstri. Auto Motor und Sport tók á síð- astliðnu ári til samanburðar þijá þýzka gæðagripi, Mercedes 260 E, BMW 525i og Audi 100 2,8 E. Eftir okkar skilgreiningu eru þeir allir í flokki lúxusbíla. I form- álá var þess getið, að ekki væru gefin stig fyrir „útlit“ eða „feg- urð“ og í því sambandi var vitnað í orð þýzka 15. aldar málarans Albrechts Durer, sem sagði: „Schöriheit, was ist das?“- Feg- urð, hvað er það? Bretinn á gam- alt orðtak, sem segir að fegurðin búi í augum þess sem horfir. Hún er með örðum orðum eitthvað, sem engin mælistika verður lögð á og þessvegna vékst blaðið alveg undan því að leggja slíkt mat á þessa keppinauta. Hitt er svo ann- að mál, að oft er reynt að leggja mat á hönnun; það er talað um góða og miður góða hönnun og þá með tilvísun til þess hver ætl- unin var og hvort hönnuðinum hafi tekizt að ná settu marki. En einnig það er mjög umdeilanlegt. Hér er ekki rými til að fara yfir þann samanburð, sem Auto Motor und Sport gerði í smáatrið- um; aðeins skal vikið að niðurstöð- um hinna fyrrnefndu þátta, svo og heildarniðurstöðu. Lengd bíl- anna er á bilinu 4.72-4,79 (Audi er lengstur) en stærðin má heita nákvæmlega sú sama. í 1. þætti um yfirbyggingu er litið á rými og farangursrými, öryggi, útbúnað og frágang. Nið- urstaða: Audi vinnur með 91 stigi á móti 91 hjá Benz og 83 hjá BMW. í öðrum þætti um vélarafl og drifrás er litið á hröðun, eyðslu, gang vélar, gírkassa, sjálfskipt- ingu og fleira. Þar urðu Audi og BMW jafnir með 92 stig, en Benz varð að láta sér nægja 85. í þriðja þætti er litið á þægindi og metin atriði svo sem fjöðrun, sæti, upphitun/jafnhitabúnaður, stjórntæki og hávaða. Niðurstað- an varð sú, að Benz vann þennan þátt með 95 stigum, BMW var alveg á hælum hans með 94 stig, en Audi fékk 86. í fjórða þætti er hugað að aksturseiginleikum og þar koma við sögu atriði eins og hegðun í beygjum, stefnufesta/viðkvæmni fyrir hliðarvindi, lipurð, vinnsla og hemlar. Niðurstaða varð sú, að hér var Audi beztur með 95 stig, BMW fékk 92 og Benz 90. I fimmta þætti var litið á rekst- arhliðina og þar koma við sögu kaupverð, endursala, fastakostn- aður, ábyrgð og bensíneyðsla. Niðurstaðan hér var aftur sú, að Audi fékk bezta útkomu með 94 stig, BMW fékk 93 og Benz 89. Þá kemur að lokaniðurstöðu, sem fengin er með því að leggja stigatölu hinna einstöku þáttaT saman. Þá kemur í ljós, sem kannski hefur komið einhveijum á óvart, að hinn nýi Audi 100 er sigurvegari með 459 stig. í öðru sæti er BMW 525 með 454 stig, en Mercedes Benz 260E verður að gera sér að góðu að reka lest- ina með 450 stig. ■ Spillir radarinn heilsu löggunnar? í Bandaríkjunum hefur stærsta fagfélag löggæslumanna, Fratern- al Order of Police, farið þess á leit við Bandaríkjaþing að það láti rannsaka þau áhrif sem lögregluradarar liafa á þá sem við þá vinna. í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna hefur lögregla hætt að nota við hraðamælingar radartæki sem komið er fyrir r lög- reglubílum þar sem grunur leikur á að tengsl séu milli notkunar tækjanna og þess að lögreglumenn sem við þau hafa unnið hafa fengið sortuæxli í augu og andlit. Framleiðendur tækjanna neita því að þau auki hættu á krabbameini en nýlegar rannsóknir á rafsegulsviði tækjanna þykja benda til að um samband þarna á milli kunni að vera að ræða. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns fylgist lögreglan hér á landi með þessu máli vestra enda eru líkir radarar notaðir við hraðamæl- ingar þar og hér. Ómar sagði að engar ráðstafanir hafa verið gerð- ar vegna þessarar umræðu enda hefði ekkert komið fram hér sem kallað hefði á það. Ómar Smári sagði að hingað til hefði því verið haldið fram að geislun frá hraða- mælingaradar væri álíka og frá einni ljósaperu en ef annað kæmi á daginn þyrfti að sjálfsögðu að bregðast við því. ■ Ahrif styrjaldar á val fjölskyldubifreiðar EIN AF afleiðingum Persaflóa- styijaldarinnar er sú að nú keppast Kúvætar allir sem einn við að kaupa fjórhjóladrifna bíla og jeppa. Sala jeppa og fjórhjóladrifinna ökutækja í Kúvæt hefur ríflega tvöfaldast samanborið við sölu fyr- ir innrás íraka. Flestir telja að ástæðan sé einkum sú að margir óttist aðra innrás og vilja því skipta á lúxusvögnunum og öku- tækjum sem treysta má að komist um torfærna eyðimörkina. Margir þeirra sem reyndu að flýja yfir eyðimörkina á sínum tíma, sátu fastir í eðalvögnunum og vilja ekki eiga það á hættu á ný. Nú er svo komið að stór fjór- hjóladrifinn bíll sem tekur allt að sjö farþega þykir nauðsynlegur á hveiju heimili og er einnig orðinn stöðutákn. Meira að segja nokkrir meðlimir furstafjölskyldunnar hafa íjárfest í slíkum tækjum. Þá þykir bráðnauðsynlegt að bílarnir séu búnir ýmsum aukaútbúnaði, svo sem gylltum hjólkoppum. Einhveijir telja þó að þessar auknu vinsældir séu ekki tilkomn- ar af ótta við nýja innrás, þó svo að ástæðurnar séu ef til vill tengd- ar styijöldinni. Sumir telja að áhrifin af komu Bandaríkjamanna í stórum og öflugumjeppum sínum er þeir ráku flótta íraka séu þess eðlis að hrifningin sitji enn í íbúum landsins. Aðrir benda á að víða um heim hafí stórir og öflugir bílar notið mikilla vinsælda og að engin ástæða sé til annars en að ætla að slík tíska berist einnig til Kú- væt. Þeir benda á að kaupenda- hópurinn sé breiður, allt frá 18 ára upp í 50 ára, og að um helm- ingur kaupenda sé kvenkyns. Það vilja þeir túlka sem aðferð kvenn- anna til þess að storka samfélagi þar sem kvenfólk má sín enn lítils. Niðurstaða Auto Motor und Sport: Audi 100-. fékk flest stig, BMW 525 var annar og Mercedes Benz 260 rak lestina. 44% féllu á ökuprófi í Kaupmannahöfn TÆPLEGA helmingur þeirra féllu, sem þreyttu ökupróf á síðasta ári á Kaupmannahafn- arsvæðinu í Danmörku. Af þeim 26.964 sem fóru í verk- legt próf féllu 11.864, eða 44%, en það er 2% aukning frá árinu áður. Alls gengust 19.371 und- Hjólharöar í stað kola PORTLAND sementverksmiðjan í Álaborg í Danmörku ætlar að kynda sementsofna verksmiðj- unnar með 25 þúsund notuðum hjólbörðum á næstunni í stað kola sem annars eru notuð. Forsvarsmenn verksmiðjunnar telja að með því að brenna gömlum hjólbörðum megi minnka kolanotk- unina um 10-25%. Komið verður upp sérstökum móttökustöðvum fyrir hjólbarða, sem síðan verða flokkaðir áður en búinn verður til salli úr þeim. Óskemmdir stofnar úr hjólbörðunum verða sendir í end- urvinnslu, en restin hökkuð niður og notuð til brennslu, sem veldur minni mengun en brennsla kolanna. ir skriflegt ökupróf, og á því féllu 31%, eða rúmlega sex þúsundmanns. Samtals voru gefin út eða end- urnýjuð 17.074 ökuskírteini í Kaupmannahöfn í fyrra, og er það mesti fjöldi síðan 1988. Vegna aksturs undir áhrifum áfengis voru 848 sviptir ökuleyfi, og 24 misstu leyfið vegna ógætilegs aksturs. Innkölluð voru samtals 683 ökuskírteini, þar af voru inn- kölluð 166 skírteini vegna sjúk- dóms ökumanns og í 507 tilfellum voru skírteinin innkölluð vegna vanhæfni viðkomandi í umferð- inni. Af þeim voru 450 látnir gang- ast undir hæfnispróf, og féllu 147 þeirra eða gáfust upp. Lögregla tók 550 ökumenn sem voru við akstur þrátt fyrir að hafa misst ökuleyfið tímabundið, og 94 voru handteknir fyrir að aka eftir öku- leyfíssviptingu. ■ Sektuöu látinn ökumann ÁRVÖKULIR stöðumælaverðir í Oklohoma City í Oklohoma fylki í Bandaríkjunuin festu nýlega 12 sektarmiða við bíl sem lagt var ólöglega í þrjá daga í borginni. Hins vegar létu þeir það fara fram hjá sér að ökumaðurinn sat allan timann látinn undir stýri. Talsmaður lögreglunnar í borg- inni sagði að rannsókn hefði leitt í ljós að ökumaðurinn, sem var 67 ára gamall, hefði látist úr hjarta- slagi. Að gefnu tilefni gaf hann svo út þessa yfirlýsingu: „Það er ekki til þess ætlast að stöðumælaverðir rannsaki mál. Þeir eru ekki lög- regluþjónar." ■ Dodge Intrepid frá Chrysler-verksmiðjunum, sem mikla athygli vakti á bílasýningunni í Detroit. Nýjar geröór ff rá Chrysler Á DETROIT-bíIasýningunni sem nýlega var haldin í Bandaríkjunum vöktu helstu tromp Chrysler-verksmiðjanna, Dodge Intrepid, Chrysl- er Concorde, Eagle Vision og Chrysler New Yorker, geysilega at- hygli. Crysler New Yorker kemur á markaðinn vorið 1993, en hinar gerðirnar þijár eru væntanlegar í september næstkomandi, og er um svokallaða LH-stallbaka að ræða. LH-gerðirnar verður hægt að fá með tvenns konar vélum; annars vegar OHV 3,3 lítra V-6 vél, og hins vegar nýrri 3,5 lítra V-6 vél, sem er rúmlega 200 hestöfl í 24 ventla útgáfu. Ódýrustu gerðirnar munu kosta tæpa eina milljón kcóna í Bandaríkjunum, en dýrasta gerðin af Dodge Intrepid mun kosta um eina og hálfa milljón. Talsmenn Chrysler-verksmiðjanna segjast reiðubúnir að selja um 200 þúsund bíla af LH-gerðinni á ári, en mögu- legt er að framleiða um 300 þúsund bíla árlega í verksmiðjum fyrirtæk- isins í Ontario í Kanada. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.