Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR suNNUDAGui: 29. MARZ 1992 TILVALIN FERMINGARGJÖF Nú er vorverð á hinum vinsælu SWATCH símum SWATCH símarnir eru til í 10 mismunandi litum Verð frá kr. 3.742 T/EKNI / Er bensínbíllinn búinn ab vera VETNISEM ELDSNEYTI VARLA líður á löngu uns úr verður skorið um hvert verði framhald bensínbílsins. Þótt við ökum öll um á bensínbílnum, er hann eins og gamall forstjóri, sem er þegar búinn að fá upp- sagnarbréfið frá stjórn fyrirtæk- isins. Enn hefur hann forskot í framleiðslu- og rekstrarkostnaði á þá sem á eftir honum koma, en aðeins er spurning um tíma að honum verði settar skorður af umhverfisástæðum eða að hann fari að hökta á gangi sínum vegna þverrandi olíubirgða heimsins. Nú þegar aka tveir arftakar hans um götur í tilraunaútgáfum, eða í römmustu alvöru. Þeir eru rafbíllinn og annar sem hefur ekið á ýmsum vetnissamböndum á til- tölulega lítið breyttri vél. Það sem einkum hefur orðið fyrir valinu er metanól, vín- andi og \ hreint vetni. Að rafbíln- um slepptum — en hann er óskrifað blað — er ekki ólíklegt að vetnisbíllinn sigri í sam- keppninni um að erfa hlutverk bens- ínbílsins. Hann er sá eini sem er gefur alls enga mengun frá sér, þar eð vetnisvélin framleiðir vatn úr vetni og úr súrefni an<lrúmsloftsins. Það vegur ákaflega þungt á metun- um þegar fram í sækir á áratugum æ alvarlegri mengunar að útblást- urinn mengi ekki með koltvísýringi og því fylgi ekki tilheyrandi röskun á loftslagi jarðarinnar. Framleiðsla og geymsla Ekki er nóg að. bílvélin brenni án mengunar. Aðferðin í heild er vitaskuld ekki mengunarlaus nema sjálf vetnsiframleiðslan við raf- greiningu úr vatni sé það einnig. Meðal helstu iðnþjóða heims er það enn svo, að verulegur hluti orku- framleiðslu fer fram við brennslu kola, með tilheyrandi koltvísýrings- mengun. Sú orkuframleiðsla er grundvöllur sjálfrar vetnisfram- leiðslunnar. Lítið er á því að græða að flytja mengunarvaldandi brennslu yfir á fyrra stig, nema hvað skárra er að henda reiður á útblæstri skaðlegra efna í stórum stíl á einum stað í orkuverum en dreifðri brennslu bílanna í stóðborg- um og þjóðvegum heimsins. Bíllinn Vetnið þarf að geyma í fljótandi formi við tvö hpndruð fimmtíu og þriggja gráða frost. Þetta er vegna þess að loftkennt vetni er svo rúm- frekt að ógerlegt er að hafa _það í tank í bíl venjulegrar gerðar. I loft- kenndu ástandi er orkuinnihald vetnis á rúmeiningu tuttugu sinnum minna en bensíns. Þrátt fyrir að vetnið sé fljótandi er það pláss- frekt. BMW-vei'ksmiðjurnar þýsku hafa útbúið bíl með nærri hundrað lítra eldsneytisgeymi, sem er ein- angraður með trefjaplasti á milli állaga. Geymirinn vegur 400 kg og kostar sem stendur 1.400.000 kr. í framleiðslu. Tap vegna uppgufun- ar er samt nokkuð. Bíllinn ekur 300 km á áfyllingunni, semsé ekki öllu minna en bensínbíllinn. En það hef- ur einmitt verið einn meginlöstur allra arftaka bensínbílsins að hafa ekki getað ekið jafnlangt honum á áfyllingunni. Framleiðslan Lönd eins og ísland sem eru með ónýtta virkjunarmöguleika myndu leysa framleiðsluvandann með vatnsorku. Ekki mun fjarri lagi að tvöfalda þyrfti afköst virkjana landsins til að knýja þannig öll far- artæki til lands og sjáv.ar sem knú- in eru bensíni og olíu sem stendur. Eins og áður er nefnt myndi meng- un annarra þjóða vegna þessa máls lítið breytast, ef kolabrennsla væri grundvöllur vetnisframleiðslunnar. Aðrir meginkostir eru kjarnorku- framleiðsla með tilheyrandi áhættu og geymslvanda eldsneytis. Bót et' ekki veruleg af aðferðinni nema grundvallarorkuframleiðslan kæmi frá endurnýjanlegri orku, líkt og vatnsorkunni. Vatnsorkan dregur skammt, ef litið er á orkubúskap mannkyns í heild. Önnur mikil orka sem endurnýjast er sólarorkan. Lík- legt er að komið verði upp stórum sólarorkuverum í sólríkum löndum til framleiðslunnar. Áætlanir um slíkt eru uppi. eftir Egil Egilsson Góðar fréttir fyrir sem tekur lýsi — og VÍTAMÍNUS VÍTAMÍNUS inniheldur hvorki A- né D- vítamín og er ætlað fólki sem tekur lýsi og vill að auki fá önnur bætiefni, en í lýsi er mikið af A- og D-vítamínum og er ofneysla þeirra ekki æskileg. Ein tafla af VÍTAMÍNUS eða VÍTAPLÚS gefur 100% ráðlagðan dagskammt af helstu vítamínum og málmsöltum (steinefnum) fyrir fullorðna.* * Samkvæmt Manneldisráði.íslands OMEGA FARMA HF íslenskt almenningshlutafólag um lyfja- og vltamínframloiðslu fóik alla hina VÍTAPLÚS BIOMEGA vítamín fást í apótekinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.