Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 8
Q 'Y £(>(M SJIAM ,<!S HUDA'JtlVIKUH GI(t/ UHÍ’FOÍIOI/; g - (3----- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 Doktor Leslie Harris segir frá hruni þorsk- stofnsins, mistökum við stofnstærðarmat, rányrkju EB og tregðu stjórnmálamanna til að fara að tillögum fiskifræðinga Morgunblaðið/HG Táknræn mynd fyrir stöðuna, allir bundir við bryggju. Þorskveiðikvóti og þorskveiðar á norðursióð við austurströnd Kanada 1980-1991 Heildarþorskkvóti Afli Kanadamanna r Afli EB-þjóða 300 Þús. tonn 250 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 eftir Hjört Gíslason ÍBÚAR Nýfundnalands standa nú frammi fyrir þeirri vá, að hafa gengið svo nærri helzta þorskstofni sínum, norðurslóðar- þroskinum, að óvíst hvort hann nái sér á strik á ný. Mistök voru gerð, þegar þeir hófu stjórn fisk- veiða í kjölfar útfærslu landhelg- innar í 200 mílur. Þorskstofninn var metinn of stór og of miklar veiðar leyfðar. Stjórnvöld fóru ekki að ráðleggingum og viðvör- unum fiskifræðinga, þegar mis- tökin komu í ljós og gáfu áfram út umtalsverða kvóta. Kvótinn var loks skorinn niður nú í vetur og þorskveiðar úthafsflotans bannaðar. En enginn er einn í heiminum. Meðan sjómenn á Nýfundnalandi ganga aðgerðar- lausir heima fyrir liggja tugir skipa frá Evrópubandalaginu rétt utan 200 mílna markanna og taka tugi þúsunda af þorski á landgrunni Kanada, þorski sem heimamenn reyna að vernda og byggja upp með gífurlegum fórnum enda er framtíð þeirra í húfi. Doktor Leslie Harris er einn þeirra vísindamanna, sem hafa kannað stöðu norðurslóðar- þorsksins. Morgunblaðið ræddi við hann á Nýfundnalandi á dög- unum og var Harris ómyrkur í máli. ér virðist að þorsk- stofninn hafi aldrei staðið verr og það veldur mér sérstökum áhyggjum hvað hrygningarstofninn er orðinn smár,“ segir Harris. „Al- gjör auðn ríkir nú innan lögsögu okkar norðanverðri, út af Labrador, svæði 2J, en fyrir 20 árum var stærsti hluti stofnsins þar. Á næsta svæði þar fyrir sunnan, 3K, er auðn- in ekki algjör. Árgangurinn frá 1987 og hugsanlega 1986 er þar í afar litlum mæli, en nánast ekkert annað, enda hefur ekki komið góður árgangur síðan 1987. Vöxtur hjá þeim árgang er í ofan á lag afar hægur, kannski vegna sjávarkulda, kannski af öðrum orsökum. Það, sem eftir er af þorskinum, virðist vera inni á svæði 3L, og leyfar hrygningarstofnsins á nefinu utan 200 mílnanna, inni á 3M, þar sem erlend skip geta komizt að honum. Ástandið er því vægast sagt afar slakt.“ Hvers vegna er það svo slakt. Var staðan ekki talin góð fyrir nokkrum árum. STOFNSTÆRÐIN RANGT METIN ,4ú, staðan var talin mjög góð, en raunin reyndist önnur. Ég held að stofnstærðin hafi ætíð verið metin of mikil. Líklega hefur svo verið gert allt frá árinu 1977, þeg- ar við hófum rannsóknir og stjórnun á þessum veiðum. Þá var meira af fiski i sjónum en talið var og í fram- haldi þess, var vöxtur stofnsins ranglega metinn. Því var sá vöxtur, sem við töldum okkur sjá, alls ekki raunverulegur, heldur var einfald- lega um slæma útreikninga að ræða. Nú virðist mér því að við súpa seyðið af ofveiði úr slökum árgöngum og lækkandi sjávarhita. Á síðasta ári mældist hér meiri sjáv- arkuldi en nokkru sinni áður og lík- lega verður þetta ár einnig slæmt, því veturinn hefur verið afar harð- ur. Allt árið hefur sterkur vindur af norðvestan úr Ishafinu ráðið ríkj- um og við það safnast upp kaldur sjór inni á landgrunnini. Þessi vind- ur vinnur á móti straumi hlýrri sjáv- ar, sem kemur með austan áttum inn úr Atlantshafinu. OKKAR EIGIN OFVEIÐI VEGUR ÞUNGT Sé einn einstakur þáttur tekinn út sem orsakavaldur er það okkar eigin ofveiði, sem staðið hefur lengi. Norðurslóðarþorskurinn þolir ekki veiði sem byggist á fiskveiðidán- arstuðlum, sem notaðir eru úr hlýrri sjó. Það eru of háir stuðlar, vegna hægs vaxtar og óvissarar nýliðun- ar. Við aðstæður hér þarf því hlut- fallslega stærri hrygningarstofn til að standa undir veiðinni en í hlýrri sjó, til dæmis Norðursjónum eða Barentshafinu. MIKIL OFFJÁRFESTING Við vitum auðvitað ekki hve mik- ið er hægt að ganga á stofninn, þannig að hann nái sér á ný við betri aðstæður. Þrýstingur á stofn- inn er mikill vegna offjárfestingar í sjávarútveginum. Veiðigetan er langt umfram veiðiþol stofnsins og afkastageta í fiskvinnslu miklu meiri en þörf er á. Þetta hvort tveggja veldur of miklum þrýstingi á þorskstofninn og að auki liggur afar stór floti erlendra skipa á mörkum landgrunnsins. Þessi floti tekur aðallega tvo stofna, sem leita þangað út í fæðuleit eða til hrygn- ingar, en það eru norðurslóðar þorskurinn og ýmis flatfiskur. Þá er ótalin áhrif vaxandi sela- stofna á fiskinn, en hver þau eru, er ekki vitað með vissu. Sel hefur fjölgað mjög ört og hann er nú kominn á svæði, sem hann hefur lítið verið á áður og það bendir til þess að minnkandi fæða sé á hefð- bundnum svæðum hans svo sem loða og heimskautaþorskur. Selur- inn flytur sig bæði lengra út og sunnar og étur annað hvort þor- skinn beint eða er skæður keppi- nautur hans um fæðuna. Við vitum að vöðuselastofninn telur um 3,5 milljónir, en það sem skiptir meira máli fyrir þorskstofninn er að blöðruselnum fjölgar líka hratt og stofninn telur nú um hálfa milljón. Hann kafar dýpra og fer lengra út en landselurinn og étur meira af bolfiski eins og þorski og jafnvel grálúðu. Það er margt sem ekki er vitað um fæðu selanna og viljum því ekki kenna selnum um of um ástandið, því þáttur þeirra er kannski ekki miirill. Áhrifin eru þó örugglega einhver og gætu líka verið mikil. Kannski hefur heim- skautaþorskurinn flutt sig sunnar einhverra hluta vegna og selurinn komið á eftir honum. HÖLDUM OFVEIÐINNI ÁFRAM Hvað sem hverju líður og hvaða skýringar við reynum að finna, er staðreyndin sú, að þorskstofninn stendur afar illa og við höldum of- veiðinni áfram. Það er reyndar bann við veiðum stærri skipa þar til í haust, en frá vordögum verður væntanlega tekið mikið á heima- slóðinni ogeitthvað kemur af þorski sem aukaafli á fjarmiðum. í septem- ber verður síðan farið yfir stöðuna og nýir kvótar gefnir út, verði eitt- hvað til skiptanna. Mín skoðun skoðun er að ekkert verði til að úthluta. EB SKAMMTAR SÉR KVÓTA NAFO hefur nú gefizt upp á því að gefa út kvóta utan kanadísku lögsögunnar, en fiskveiðinefndin hefur nú í fimm ár í röð bannað allar þorskveiðar utan 200 mílna markanna. EB-þjóðirnar hafa ein- faldlega virt bannið að vettugi og sett sína eigin kvóta. Síðan hafa einstakar þjóðir hundsað þessa „EB-kvóta“ og fiskað langt umfram j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.