Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 C 13 VATNSKRANAR í ^ VARSJA eftir Rune Bech ÞAÐ STREYMIR gulleitt úr vatnskrönunum. Það lyktar af klóri og aukaefnum, og bragðið hefur athyglisverðan keim: Það minnir örlítið á kolanámusalt, dálítið á þvag, og á ýmsa þung- málma. Það skilur eftir gult lag á hvítum baðkerum. Bezt er að þvo sér ekki upp úr því. Bezt að bursta ekki tennur með því. Bezt að sjóða það áður en það er not- að. Raunar bezt að nota það alls ekki. Vatnið í Varsjá. Því er dælt upp úr ánni Wislu, sem er opið rennandi skólpræsi alls Póllands. Fyrst rennur áin gegnum Krakow þar sem í hana bætist frárennslið frá salernum borgarinnar. Þarnæst gegnum námuhéröðin með þeirra skolvatni blönduðu jarðsöltum. Og loks fram- hjá verksmiðjum og stálverum þar sem henni bætast smurolía, efna- fræðilegar blöndur, þungmálmar. Áin endar svo í vatnskrönum borg- aranna í Varsjá, útþynnt með nokkrum tonnum af klóri og um 12 tegundum af ýmsum hreinsi- ' vökvum. Þetta hljómar eins og vondur draumur. En þetta er raunveruleik- inn hjá tveimur milljónum Pólveija í einni af stærstu höfuðborgum Austur-Evrópu. Vatnið sem notað er í Varsjá í barnamat og síðdegis- kaffið er eitt versta vatn Evrópu - eitt skelfilegasta dæmið um van- rækt og hirðuleysi sem kommún- isminn útdauði sýndi náttúru og umhverfi. Hver morgunn við vatns- hanann minnir grimmilega á arfinn frá umhverfisóþrifnaði kommúnist- anna. í Prag og Búdapest er ástand- ið svipað - sönnun þess að þrátt fyrir lýðræðislegar og pólitískar umbætur er Austur-Evrópa enn saurgaður sorphaugur Evrópu. En Varsjárbúar eru eftir áratuga reynslu orðnir vanir húðkvillum og hafa lært að búa við aukabragðið. Gott ráð þegar drukkið er te er að setja sneið af sítrónu út í - hún drepur mest af óbragðinu. Verra er með magasýkingar hjá ferða- mönnum. En verst er það sem allir forðast að ræða eða hugsa um: langtímaáhrifin og krabbameins- hættan hjá þjóð sem daglega inn-' byrðir talsvert magn af klóri og hreinsiefnum í mat og drykk. Dælurnar slokra og rymja við vatnstökuna á bökkum Wisla-árinn- ar rétt sunnan við miðborg Var- sjár. Flókið kerfi af leiðslum og dælum myndar rana sem liggur út í grábrúnt vatn árinnar. 405 lítrar á sekúndu. Hvít froða á yfirborðinu sogast með grænum þörungunum í vatninu inn í líffærakerfi stórborg- arinnar. Gamalt ryðgað reiðhjól liggur á barmi árinnar við vatnsinn- takið. Þar er skilti sem bannar fólki að baða sig. „Menn eru stundum móðursjúkir vegna drykkjarvatnsins. Það stafar af þekkingarleysi og tilfinninga- semi,“ segir forstjóri vatnsveitu Varsjár, Robert Latawiec, þegar hann fer með fréttaritara Morgun- blaðsins um 40 hektara svæði sitt, sem er steinsnar frá íburðarmikla ameríska skýjakljúfshótelinu Marr- Af gíf urlegri umhverfis- menguní Austur-Evrópu iott í Varsjá. „Ef til vill er heppilegt að sjóða það áður en það er gefið kornabörn- um, en það er enn ósannað að það sé skaðlegt fullorðnum," segir hann, sem sjálfur hefur „drukkið beint úr krananum í áraraðir án þess að bíða tjón af“. Robert Latawiec er verkfræðing- ur um fertugt og á nafnspjaldi hans má lesa að hann sé með próf í ensku. Hann er bersýnilega í upp- námi yfir þeirri vanþóknun sem framleiðsla hans mætir. Að sjálfsögðu gæti vatnið verið betra, ef við hefðum ráð á því. En það höfum við ekki. Ég hef ferðast víða um heim og séð allar nýju aðferðirnar. En þær kosta peninga. Og hvaða peningamenn ættu svo sem að hafa áhuga á vatnsbirgðum sveitarfélaganna," spyr hann og bendir á að allt sé gert til að auka vatnstöku í vatninu Zalew Zegrz- ynskie, sem gert er af mannavöld- um milli ánna Bug og Narew, en þær eru ekki heldur allt of hreinar. Um þriðjungur af vatni Varsjár- borgar kemur nú þaðan. Inni í skrifstofu sinni dregur Latawiec fram skrá yfir á annan tug efna sem hellt er í vatnið til að drepa skæðustu gerlana: „Ég get ábyrgst að vatnið er laust við alla hættulegu gerlana þegar það kemur úr krönunum. Um bragðið og litinn má að sjálfsögðu alltaf deila," viðurkennir hann. Á sumrin þarf sérstaklega að nota meira af klór þar sem hitinn eykur gerlaíjöldann í ánni. Venjulega hella starfsmenn hans hálfu öðru tonni af klóri út í vatnsleiðslur Varsjár á dag. Eftir að farið var að hleypa vest- rænum vörum inn í landið hafa margir Pólveijar keypt sér svo- nefndar virkar kolefnissíur til að setja á vatnskranana: „Það lætur menn búa við falskt öryggi," segir hann. „Síurnar hjálpa vissuiega meðan þær eru ferskar og nýjar. En það verður að skipta oft um þær, og það vita fæstir Pólveijar. Sé ekki skipt um þær fara þær að skila af sér öllum uppsöfnuðu úr- gangsefnunum og gera vatnið enn méngaðra,“ segir hann. Það er grátbroslegt að næsti nágranni vatnsveitunnar við Koszykowa-stræti er húðsjúkdóma- sjúkrahús V arsjjir. Þar þekkir Wieslawa Gozdá yfirhjúkrunar- fræðingur allt of vel til mikils magns af klóri og efnasamböndum í vatninu: „Margir sem þvo sér upp úr vatn- inu verða að sætta sig við þurra húð og kláða. Við teljum að óvenju- mikil tíðni ofnæmis í Varsjárbúum stafi af áhrifum vatnsins á húðina eða neyzlu á klóri og efnasambönd- um í matvælum," segir hún Morg- unblaðinu, og kvartar yfir því að flestir Pólverjar telji að klórinn hverfi sé vatnið soðið: „Svo auðvelt er það ekki. Það verður að sjóða mjög iengi og síðan að standa óhreyft í að minnsta kosti sólarhring, og samt verða þung- málmarnir eftir í vatninu. Margir búa við falskt öryggi.“ Wieslawa Gozda tekur daglega á móti sjúklingum á spítalanum, sem eiga við afleiðingar mengaða vatns- ins að stríða. Sjálf þvær hún sér ekki úr vatninu né drekkur það. Þess í stað sækir hún vatn í plast- brúsa úr einum af 16 opinberum bráðabirgðakrönum sem komið hef- ur verið upp í milljónaborginni og flytja hreinna jarðvatn úr lind sem er á 200 metra dýpi undir Varsjá. Þessir kranar eru oftast í nánd við ljósmyndastofur, sem þurfa hreint vatn við framköllun á filmum. Á laugardögum og sunnudögum þeg- ar borgarbúar eiga frí geta biðraðir fólks með tóma brúsa vérið langar. Þeir eru heppnir sem ekki þurfa að bíða lengur en í hálftíma. Það er löngu orðinn hluti af borgarmynd- inni í Varsjá að sjá fólk burðast með hvítu plastbrúsana. Þó hefur vatnsveita Varsjár sýnt fram á að aðeins örfáir þúsundustu hlutar vatnsnotkunarinnar koma frá þess- um 16 vatnskrönum. Lang flestir láta sér nægja kranavatnið eins og það er. „Einu sinni í viku förum við upp í sveit til foreldra minna og förum í alvöru bað,“ segir hún og harmar að yfirvöld í Varsjá skúli ekkert gera til að fjölga opinberu krönun- um með jarðvatninu, til að fækka þeim sém verða bakveikir af brúsa- burði. Vatnsveitustjórinn kallar brúsa- æðið móðui'sýki: „Brúsarnir eru sannkallaðar gerlasprengjur," segir Robert Latawiec. „Menn taka þá með sér heim og stilla þeim ef til vill upp við hliðina á ofninum þar sem brúsarnir eru geymdir svo dög- um skiptir. Strax eftir sólarhrings géymslu er mun meira af gerlum í þeim en vatninu sem við dæjum út í leiðslurnar. Að vísu er vatnið laust við klór og efnablöndur, en gerla- myndunin getur orðið gífurleg,“ segir hann. Á veðurstofu Varsjár tekúr Jan Dojlido deildarstjóri reglulega sýn- ishorn af kranavatninu, og hann hefur áhyggjur af því sem vatns- veitan ætlar Pólveijum að drekka: „Klór og krabbameinsvaldandi lífræn efni í vatninu eru oft tvisvar og þrisvar sinnum meiri en reglur WHO, Heilbrigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, mæla fyrir um,“ segir hann. Jafnframt sýna ógnvekjandi spár heilbrigðisráðu- neytisins að fyrir árið 2000 verði fjórði hver Pólveiji kominn með krabbamein, auk þess sem meðal- ævi karlmanna í Póllandi er að kom- ast niður fyrir 65 ár, meðan hún er 73 ár á Norðurlöndum. Dojlido er ekki í neinum vafa um að meng- unin - þar á meðal vatnið - á sök- ina. Hann segir ástandið' sorglegt. Hvað varðar vatnsnotkun hans sjálfs notar hann bæði kolefnissíu og suðu. Hann ráðleggur mæðrum að baða ekki börnin nema þær hafi soðið vatnið í að minnsta kosti 15 mínútur. „Vandamálið í heild á rætur að rekja til mengunarinnar í Wisla- ánni,“ segir hann, og vísar til þeirr- ar hrollvekjandi ferðar sem áin leggur að baki á leið sinni frá því hún sprettur upp hrein og tær í Karpata-fjöllum þar til ferðinni lýk- ur í ósunum við Eystrasalt þar sem áin er orðin að líflausu skólpi. Marg- ar stórborgir á leið hennar veita afrennslisvatni sínu óhreinsuðu í ána, allar námurnar í Slesíu dæla daglega 7.000 tonnum af saltúr- gangi í ána, að sögn umhverfisráðu- neytisins, og verksmiðjur dæla efn- um og úrgangi í ána. „Hún er orðin að risaskólpræsi alls Póllands. Og samt nota menn vatnið - nokkrum hundruðum kíló- metra eftir öll ósköpin - sem drykkjarvatn rnanna," segir Jan Dojlido. 40% af skólpi í Póllandi renna burtu óhreinsuð. Alþjóða- bankinn og pólsk yfirvöld hafa sam- ið metnaðargjarna áætlun um hreinsun árinnar - en áratugir munu líða áður en hún skilar árangri. Þangað til mun gulleitt vatn Varsjár áfram streyma úr krönun- um til andlitsþvottar og í síðdegis- kaffið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.