Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 lék hann undir hjá þér í keppninni? „Nei. Burkni er í nokkrum lamasessi um þessar mundir, okkur vantar trommuleikara. Við höfum verið að flytja tónlist í anda Led Zeplin og Janis Joplin. Ekkert frumsamið enn sem komið er. En við stefnum hærra og ætlum á fulla ferð með vorinu. Við unnum hljómsveitar- keppni á Nillabar í Hafnarfirði á dögunum og unnum þar 50 tíma í stúdíói. Ég fékk einhveija stúdíótíma fyrir sigurinn í þessari keppni, þannig að við förum örugglega af stað að semja eigið efni með plötu í huga,“ segir Margrét. Og að lokum, telur hún að sigur- inn í söngkeppninni geti orðið stórt skref fram á við fyrir hana sem söngkonu? „Það gæti farið svo og það vona ég. Það er all nokkur auglýsing í svona sigri. Keppnin verður í Sjónvarpinu, um Páskana held ég. Þetta er hvatning til eitthvað af viti. Kýla svo- þetta, það er svo margt framundan sem bíður manns.“ HESTAMENNSKA NÁÐI JAFNVÆGINU Á ÖÐRUM DEGI ÞRETTAN ara strakur að norðan vakti mikla athygli á norðlennsku hrossahátíðinni sem haldin var í Reiðhöllinni hér fyrir sunnan fyrir skemmstu. Troðfull Reiðhöll sá hann leika miklar kúnstir á hest- baki. Raunar væri nær að segja hestbökum, því hann lét sér ekki nægja að sitja einn, heldur tvo. Og raunar gott betur. Hann sat þá ekki, heldur stóð hann þá! Þetta var Isólfur Líndal Þórisson frá Lækjarmóti í Víðidal og Morgunblaðið spurði hann hvort að þetta atriði hafi ekki kostað mikla æfingu. Eg var ekki svo voðalega lengi að ná tökum á þessu. Þetta er spuming um að ná tökum á jafnvæginu. Ég náði því á öðrum degi eftir að ég byijaði að æfa. En þetta er hættulegt. Maður fékk byltur og ég æfi alltaf með hjálm. Það er aðeins þegar ég sýni, að ég set borðann um höfuðið," sagði ísólfur. Hann hefur áður sýnt, bara ekki þetta atriði. Hann sýndi í fyrra, einnig í Reiðhöllinni, en þá lét hann hrossið brokka í hringi á meðan að hann ýmist stökk af klárnum eða á hann aftur. Svo lét hann hrossið hneigja sig og elta um allt. Hvaða aðstöðu hefur ísólfur til að æfa svona atriði? Það er skemma heima á Lækjarmóti og svo fer ég út á Þingeyrar. Þar er reiðhöll sem fæ að æfa í. Ég er í þessu alla daga allt árið. Ég er fæddur og uppalinn héma og hef verið að snúast í kring um hross síðan að ég var smátittur," svarar ísólfur Líndal Þórisson. ísólfur Ieikur listir sínar í Reiðhöllinni á dögunum. Morgunbhðið/Valdimar BLOT Þorrablótin að renna sitt skeið TÓNLIST Hvatning'til að gera eitthvað af viti Það var margt um manninn á Hótel íslandi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson. E 18 ÁRA bráðefnileg söngkona úr Menntaskólan- um í Reykjavík, Margrét Sigurðardóttir, sigraði nýverið í Söngkeppni framhaldsskólanna, en keppnin fór fram á Hótel íslandi. Keppendur voru alis 22 talsins hvaðanæva af á landinu og keppni hörð og spennandi. g söng lagið „Leitin að látúns- barkanum" sem Stuðmenn voru með. Pabbi benti mér á lagið þegar ég var að spá í þetta og mér leist vel á lagið. Það er þess eðlis, að ef maður getur eitthvað og nær sér á strik, þá sýnir það fram á það svo um munar. Lagið spannar vítt radd- svið, er mjög „grand“ og stefnir hátt,“ sagði Margrét í samtali við Morgunblað- ið. Hvort hún hefði átt von á því að sigra, sagði Margrét: „Alveg eins, vegna þess að lagið býður upp á grand atriði. En það voru marg- ir hæfir og góðir flytjendur þarna og ýmsir þeirra ekki síður sigurstranglegir. En sigurinn kom mér skemmti- lega á óvart.“ Margrét er ann- ars söngkona í hljómsveit sem heitir Burkni. Hvað með Burkna, TÍMI þorrablóta er á enda, en þó eru alltaf nokkrir hópar sem draga sín blót af einni ástæðu eða annarri fram á góu. Við segjum hér frá tveimur nýlegum þorra- blótum í Vesturheimi. Það fyrra hélt íslendingafélagið Isafold í norður Flórida, nánar tiltekið í Jacksonville. Um 200 manns komu til blótsins, sumir alla leið frá Missisippi og Suður Karólínu, en alla leið frá „gamli landurinn“ kom hljómsveit Björgvins Halldórssonar sem lék fyrir dansi við góðar undirtektir. Frá íslandi, nánar tiltekið frá SS, kom að auki maturinn, enda engan þorramat að hafa í Bandaríkjunum. Þess má geta, að sljórn Isafoldar skipa þau Sverrir Th. Magnús- son formaður, Helen Magnússon varaformaður og Helga Halldórsdóttir Sur ritari. Happa- drættið í undirbún- ingi í Was- hington. Síðara þorrablótið sem við greinum frá fór fram í Washington á góu, eða 7. mars síðast liðinn, og var hiti um 25 stig. „Ymsum þykir sjálfsagt skrít- ið að þorri skuli blótaður þegar góa er gengin í garð en allt á sína skýringu. Janúar og febrúar eru aðal- vetrarmánuðirnir í Washington, sem liggur á svipuð- um breiddarbaug og Miðjarðarhaf. Á þessum tíma er allra veðra von og til að koma í veg fyrir að Ingi- mar Eydal og félagar þyrftu að borða þorrámat fyr- ir 250 manns á Keflavíkurflugvelli var þorrablótið haldið í mars,“ segir Sigurborg Ragnarsdóttir í Was- hington sem sendi Morgunblaðinu línu. Páll Péturs- son stjórnaði þessari veislu sem stóð fram eftir nóttu og Tómas Tómasson sendiherra hélt aðalræðu kvölds- ins. Kjötbúðin Borg sá um matarföng. Að sögn Sigur- Gestir á þorrablótinu á góu taka til matar síns. ■i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.