Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 „£g erekki cá stela- þvi • Eg erá& þáö natr húsina minuu." Ast er... 3-/3 ... að dást hvort að öðru í speglinum. TM Reg. U.S Pat Otl.—all rights reserved ® 1992 Los Angeies Times Syndicate Þú ert heppinn að eiga svona handlaginn mann. Minn maður getur ekki einu sinni sett vatnsrör saman... BREF ITL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Prósíur Frá Ólafi Gíslasyni: Brándur nokkur Jóhannesson, barnauppfræðari, kvartar í Morg- unblaðinu 3. janúar sl. yfir stöðnuð- um ljóðasmekk mínum og þjóðar- innar. Hann kastar gömlum og úr- eltum þjóðskáldum út í ystu myrkur og tilnefnir ný. En undrið við þjóð- skáld Brands er að þau hafa aldrei á ævi sinni ort ljóð, kunna það ein- faldlega ekki, og að sögn hans les ekki nokkur maður verk þeirra. Öllum er frjálst að bulla í bundnu máli sem óbundnu, en það er ólíð- andi að nafnþjófar fái að svíkja sig inn á ljóðið eins og hin ólesnu nú- tímaþjóðskáld gera með því að teygja á prósum sínum á langveginn með handafli uns hann verður á blaði ljóði líkur, en án allra annarra einkenna ljóðs, kallandi fyrirbrigðið ljóð og sig sjálf ljóðskáld. Og yfir þessa fölsun blessa svo allskonar tegundir af sjálfskipuðum menning- arvitum. Og nú fer að nálgast sú tíð að allt megi kalla ljóð sem párað er, — nema ljóð. Og í skjóli vanskap- aðs og lágkúrulegs ljóðamats stefnir nú óðfluga í það að allir íslendingar verði þjóðskáld, — óles- in! Þessa svikamyllu verður að stöðva, en markmið hennar er að útrýma ljóðinu og troða þessum geðslega umskiptingi, teygða prósanum, í sæti þess. Skáld hinna teygðu prósa verða að undirgangast það að þetta viðrini þeirra hljóti eðlilega •sjdrn og afleggja stolið nafn. — Ólafur Tryggvason hefur stungið upp á nafninu prósur, í flt., en þá yrði það prósa í et. og kæmi saman við prósann í flestum föllum. Prósíur væri heppilegra heiti og nægjanlega aðgreinanlegt frá prósanum. Utkoma í orðabók: Prós- ía = teygður prósi. Brandur segir skáld hinna teygðu prósa, öðrum fremur, gamansöm í verkum sínum. Hann mætti tilgreina dæmi upp á slík og verða af frægur að endem- um. Nei, ef eitthvað er drepleiðin- legt, er það þessi óendanlegi, ein- kennalausi prósíunjálgur er hlykkj- ast þrotlaust áfram fyrir augum vorum með tilbreytingarlausu, slím- kenndu skriði, - og bókmenntafræð- ingur á hverri kryppu og í hverri lyppu! — Brandur nefnir nokkur smáljóð mín af léttara taginu, sem hann sá í blaði, úr stefjabókunum Nýjar áttir ’89, Tygin nýju ’90 og Eitt tigið ný ’91 og segir þau ekki vera ljóð heldur „laglega orðaðan samsetning um lítið efni“. Þó ljóðin í bókum þessum séu af ýmsum toga, er höfuðtilgangur þeirra flestra sá að vekja sofendur af vanans svefni. Þar segir vinur til vamms á kröft- ugu máli í „laglega orðuðum" stutt- ljóðum. í nýstárlegu, knöppu, formi er borinn fram raunhæfur boðskap- ur sem bendir fingri til betra lífs. Þar fær stétt Brands m.a. þarfar Frá Kristínu Jónsdóttur: Eins og kunnugt er, má oft heyra rætt um agaleysi og vafasamt fram- ferði ungs fólks, bæði hérlendis og erlendis. Þessi mál eru einnig þrá- faldlega rædd í blöðum og þar koma oft fram harkalega ádeilur á ungu kynslóðina. Ég vil leyfa mér að vera annarr- ar skoðunar. Ég tel ungu kynslóðina vera betur innrætta og umburðar- lyndari en hina eldri. Kunnur sál- fræðingur hefur og bent á það í blaðagrein, að fyrir nokkrum ára- tugum hafi verið algengt, að van- gefið fólk og sérkennilegt, sem varð fátt til vamar, væri lagt í einelti, og gerð hróp að því á götum úti, og algengt hafi verið, að það yrði fyrir árásum unglinga. Sálfræðing- urinn taldi, að mjög hefði dregið úr slíku í seinni tíð. ábendingar, svo og þjóðskáld hans. Ef ég vissi heimilisfang Brands væri ég búinn að senda honum ein- tök af bókum mínum, honum til heilsubótar. í staðinn læt ég honum í té lítið sýni þar sem verðlaunasýk- in er tekin fyrir: Andans örbirgð að fela/ enn tekst, þó snilldinni hraki,/ með aðstoð vitsmunavéla/ að Verðlaunaíjallabaki./ Hugarins hjóm ekki þvingar/ höfuð sem full eru af sagi,/ því við erum vitleysing- ar/ í verðlaunaþjóðfélagi. Ljóðaunnendur! Mætið með penna ykkar í skírnarveisluna! Stöðvum óvini ljóðsins! Myndum samtök því til verndar og undirbú- um með því jarðveginn fyrir ljóð- snillinga framtíðar! ÓLAFUR GÍSLASON Neðrabæ, Bíldudal. Fleiri dæmi_ af svipuðum toga mætti nefna. í nýlegum æviminn- ingum merks manns segir nokkuð af fátæktarbasli hans á kreppuár- unum, en þá var hann meira af vilja en mætti að reyna að afla sér menntunar. En þar er m.a. frá því skýrt, að sumir skólabræðra hans hafi orðið að láta ein jakkaföt duga nokkra vetur. Einn skólapiltanna hafi orðið að ganga í sömu skónum, — svonefndum hnöllum, — sína skólatíð. En þessi fótabúnaður hafi orðið skopmyndaefni tveimur son- um viðkomandi skólameistara, sem töldu sig efni í listamenn. — Slíkt mundi tæplega gerast nú. Sem sagt: Mín skoðun er sú, að heimurinn fari ekki að öllu leyti versnandi. KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Unufelli 23, Reykjavík. Unga kynslóðin er bet- ur innrætt og umburð- arlyndari en sú eldri Víkveiji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI \ Þegar er farið að bollaleggja um hvemig safnahúsið við Hverf- isgötu verði best nýtt, þegar Lands- bókasafnið verður flutt í Þjóðarbók- hlöðuna. Meðal þeirra hugmynda, sem hreyft hefur verið, er að það verði gert að móttökuhúsi fyrir rík- isstjórn landsins. Yíkveiji hefur ekki orðið þess var að ríkisstjórnir undangenginna ára- tuga — eða einstakir ráðherrar — hafi skort húsnæði til að taka á móti gestum, enda í mörg hús að venda hér í borginni. Satt best að segja fínnst honum að finna megi safnahúsinu þarfara hlutverk. Talað er um að dagpeningar ráð- herra og annarra ráðamanna séu ferðahvetjandi. Hætt er við að sér- stakt ;móttökuhús verði á sama hátt veisluhvetjandi. XXX Hér um árið var gert sérstakt „átak“ er beindist að því að draga úr reykingum landsmanna. Voru reykingar þá m.a. alfarið bannaðar innandyra í ýmsum stofn- unum eða aðeins leyfðar á afmörk- uðum svæðum. í framhaldi af því gaf á ákveðn- um stöðum að Iíta reykjandi fólk standandi í gættum eða á gang- stéttum fyrir dyrum úti. Bar það merki þess að fyrirmælin um reyk- ingabann voru tekin alvarlega. En þetta var aðeins í byijun. Að minnsta kosti er langt síðan Vík- veiji hefur séð fólk híma utandyra við reykingar á stöðum þar sem slíkt var algengt í upphafi „átaks- ins“. Við skulum vona að orsökin sé sú að þeir „úthýstu“ hafi bætt ráð sitt og hætt að reykja — en ekki því að slakað hafi verið á klónni og nú sé bara púað innandyra eins og áður. xxx Mörgum þótti sem ísraelsmenn kynnu litla mannasiði er þeir notuðu opinbera heimsókn forsætis- ráðherra til ísraels til þess að af- henda honum bréf með ásökunum á íslenskan ríkisborgara um hina verstu glæpi. Ekki vakti það síðar furðu hvaða tími var valinn þar sem þeir hljóta að hafa vitað um þessa „glæpi“ í nokkra áratugi, eða allt frá því að frásögn af þeim var að finna í bók, sem KGB gaf út á sín- um tíma til að klekkja á þeim sem börðust gegn innlimun Eystrasalts- ríkjanna í Sovétríkin. Og ekki nóg með kurteisina, í kjölfarið fylgja nánast fyrirmæli til íslenskra stjórnvalda um hvernig á málinu skuli haldið. Þau eiga að afla gagna í söfnum í Tallinn í Eist- landi, Stokkhólmi og Helsinki og einnig ræða við einhveija í Norður- Ameríku, sem geti borið vitni gegn sakborningi. Ekki er minnst á að einnig þurfi að leita vitna, sem gætu haldið uppi vörnum fyrir sak- borning. En hvemig er það, þegar svona alvarlegar ásakanir eru bornar fram, þarf ekki ákærandi að hafa undir höndum pottþéttar sannanir — og hafa þær tiltækar til afhendingar? x x x Gyðingar hafa notið mikillar samúðar heimsins eftir helför nasista gegn þeim, meðal annars íslendinga. Nú í fyrsta sinn hefur Víkveiji orðið var við nokkrar efa- semdir í afstöðunni til þeirra. — Þeir voru hroðalega leiknir — en það eru takmörk fyrir því hve lengi er hægt að nærast á hatri og hefni- girni. Hér hjá okkur þykir betra að sekur sleppi en að saklaus sé dæmd- ur. Hjá þeim virðist þetta þveröf- ugt: Betra er að nokkrir saklausir þjáist en að einn „sekur“ sleppi við refsingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.