Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 35
E- MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ IAðAftAd'll<i/. : ! / 'i'.iw SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 Sumarið 1964 kom Filippus prins (Hertoginn af Edinborg) til íslands. Hann skoðaði sig um, m.a. á Mývatni. A myndinni sést prinsinn fremst í bátnum við fuglaskoðun. Meðal áhafnar bátsins má þekkja þrjá leyniþjónustumenn þar af tvo breska og einn þýskan. Síðhærðir og „rotinpúruleg- ir“ róttæklingar gera aðsúg að bifreið William Rodgers, þáverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna í maí 1972. Tóbaksreykur hylur andlit Ólafs Thors, forsætisráð- herra, þar sem hann hlýðir á útskýringar Bjarna Guðmundssonar, blaðafull- trúa, um sögu Þingvalla ásamt kollega sínurn frá Vestur-Þýskalandi, dr. Konrad Adenauer í október 1954. SIMTALIÐ... ER VIÐ BJÖRGVIN GUNNARSSONÁHUGAMANN UM GARÐYRKJU _____ AUKINNÁHUGl MEÐAL KARLMANNA góða 27721 „Já, Garðyrkjufélagið kvöldið.“ Já þetta er hérna á Morgunbiað- inu, Guðrún heiti ég og'mig lang- aði að forvitnast' örlítið um garð- rækt. Er ekki kominn tími til að fólk fari að undirbúa sig fyrir sum- arið í garðinum? „Jú, jú. Þeir sem hafa gróður- hús geta farið að sá fyrir sumar- blómunum eða matjurtunum, það er akkúrat rétti tíminn til þess núna.“ En þeir sem ekki hafa gróður- hús? „Ja, þeir geta nú kannski lítið gert annað en að klippa og snyrta eftir föngum. Nú svo er þetta ágætur tím! fyrir vetrarúðun. Það hefur komið vel út að úða á ve- turna því það hefur til dæmis mun minni áhrif á fuglalífið en þegar úðað er á sumrin. Það hefur að vísu stundum verið erfitt að fá þetta efni á réttum tíma því það má ekki úða með því eftir að það fer að koma út á tijánum." En hvenær er of seint að klippa? „Það er aldrei of seint að klippa gerði til dæmis, það má gera það meira og minna allt árið í kring. Það verður reyndar mikið snyrti- legra ef það er klippt jafnt og þétt. Til dæmis er ágætt ef maður er með litlar plöntur að láta þær vaxa svoiítið fyrst og klípa svo bara rétt bláoddinn af greinunum því þá skiptir vaxtarbrodd- urinn sér í tvennt og maður fær plöntuna þéttari og nær jörð- inni en ella. Annars hef ég verið á mörg- um fyrirlestrum hjá garðyrkjufræðing- Björgvin um og engir tveir segja það sama, svo ég fer nú aðallega eftir því sem hefur reynst mér best.“ Hvernig heldurðu að garðar komi almennt undan vetrinum? „Ég held að ástandið á görðun- um eftir veturinn sé almennt gott enda er tæpast hægt að telja þetta neinn vetur. Svo er það nú þannig að ef sumarið er gott þá þola plönt- urnar mikið betur veturinn.“ Þannig að þær ættu að vera í ágætu formi í sumar eftir góða sumarið í fyrra? „Já, við skulum segja það!“ Finnst þér áhugi á garðyrkju hafa aukist undanfarin ár? „Já, tvímælalaust. Einkum meðal karlmanna, það þótti hneisa hér áður fyrr ef karlmaður sást dunda sér við blóm. Maður sér líka mikið fieiri og fallegri garða en áður og nú er líka meira gert til þess að hafa fjölbreytt úrval af fræjum. Fyrir 1970 var nánast ómögulegt að fá plöntur og fjölær fræ. Maður þu'rfti þá að sníkja hjá þeim sem höfðu þannig plöntur í garðinum hjá sér. Reyndar er mik- il samvinna hjá okkur i Garðyrkju- félaginu og við skiptumst á plönt- um og upplýsingum." Hvernig er það að sjá plönturn- ar sínar eyðileggjast í vondu veðri? „Alveg hörmung. Ég var til dæmis með mikið af dalíum í sumar á svölunum og búinn að fara með þær eins og börnin mín, bera þær út og inn og svo kom þetta mikla rok um miðjan ágúst og allt hrundi. En það þýðir ekkert að hai-ma það, maður verður bara að bytja aftur.“ 4 „Hvaða taska er þetta? Hvaða manneskja? “ spyr Gunnvör í hlut- verki Hellen Keller í leikritinu „Kraftaverkið". FÁUM gleymist Ijáning Gunnvarar Braga á hlutverki Helen Kell- er, þegar hún var aðeins 13 ára. Leikritið var sýnt í Þjóðleikhús- inu ’64-’65 og sýndi átök foreldra og kennara við að ná sam- bandi við blint og heyrnarlaust stúlkubarn. Það var ekki auðhlaup- ið að finna ungan Islending í slíkt hlutverk. En Gunnvör Braga var valin, sló í gegn og lýsti því síðan yfir að hún ætlaði að verða leikkona og ekkert, annað! Heyrum hvað Gunnvör segir eftir 28 ár. Gunnvör Braga á skrifstofu þeirra hjóna. Yoru þetta einu sporin á svið- inu, Gunnvör? „Nei, blessuð góða, ég er alltaf á fullu, leik á hverjum degi á leik- sviði lífsins. En að öllu gamni slepptu,“ segir Gunnvör hlæjandi, „þá fór maður að lifa lífinu, eiga börn, koma sér upp heimili og hafði svo mikið að gera að tíminn flaug. Nú er ég með þtjá unglinga á skemmtilegasta aldrinum, sá yngsti að fermast í vor.“ - Hvers vegna varst þú valin? „Pabbi og mamma eru nteð fyrstu stofnféiögum Leikfélags Kópavogs. Klemens Jónsson þekkti okkur og sagði í Þjóðleik- húsinu: „Hvers vegna ekki að prófa litla villidýrið úr Kópavogin- um?“ Mamma gætti mjög minna hagsmuna. Skrifaði undir samn- ing fyrir mína hönd sem er örugg- lega fyrsti leiksamningur barns á íslandi! Samkvæmt honum átti ég að fá 650 kr. fyrir hverja sýn- ingu, 75 kr. fyrir livetja æfingu. *>_-_______________________________ HVAR ERU ÞAU NÚ? GUNNVÖR BRAGA LÉK HELEN KELLER AÐEINS ÍIÁRA ífiillu starfi á leiksviði tífsins Og auðvitað var alveg rétt að tryggja öryggi mitt.“ - Hafði hlutverkið einhver áhrif á þig? „Hvort það gerði! Að ganga inn í sögu Helen Keller varð sá póll sem gjörbreytti mér sem barni. í heilt ár má segja, að ég hafi búið í leikhúsinu. Var við æfingar allt sumarið. „Hellen Keller" var síðan upphafsverk leikársins ’64. Leik- húsið tók allan tíma minn það árið. Maður varð að vera duglegur við heimanámið, því ég gat ekk- ert stundað skólann." - Var ekki erfitt að ná náminu upp aftur? „Nei, mér finnst ég hafa lært meira á þessu eina ári en nokkurn tíma á skólabekk. Ég kynntist líka svo yndislegu fólki. Helga Valtýs- dóttir og Valur Gíslason voru „for- eldrar mínir“. Kristbjörg Kjeld kennarinn og hún var svo sannar- lega strangur kennari," segir Gunnvör kýmileit. Arndís Björns- dóttir sem lék frænkuna sagði mér margar skondnar sögur úr leikhúslífinu. Leikhúsið átti mig alla næstu árin. Ég var orðin 16 eða 17 ára þegar ég hætti að smygla mér inn á sýningar með því að koma mér vel við dyraverði og miðasölufólk! Það var mikil gæfa fyrir mig að fá hlutverk í þessu leikriti,” segir Gunnvör með áherslu. „Börn ættu að fá fleiri tækifæri til að kynn- ast leiklistinni, því slík tækifæri skila sér í miklu þakklæti til lista- gyðjunnar. Eg elska að fara í leikhús. Og i vetur er búið að sýna mörg skemmtileg stykki í Þjóðleikhús- inu sem gaman er að sjá þessa efnilegu nýju leikendur okkar spreyta sig a. Þótt margir segi Rómeó og Júlíu gamaldags ástar- rullu skemmtu unglingarnir mínir sér býsna vel yfir því í nýja bún- ingnum.“ - Hvað starfarðu núna Gunn- vör? „Fyrir 9 árum keyptum við hjónin pínulítið hreingerningafyr- irtæki sem hefur vaxið töluvert í höndum okkar og nú sjáum við um þrif hjá mörgum stofnunum og fyrirtækjum. Ég er sem sagt „ræstitæknir", en hefði kallast „skúringakelling“ áður! Mér finnst gaman að þessu starfi sem veitir tækifæri til að kynnast mörgu ágætisfólki, m.a. í Kringl- unni sem ég sé .alltaf fyrir mér sem „stærsta leiksvið landsins!"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.