Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C gI.tU.80.irg. SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fylgjum breytt í fegrunarlyf LEGKÖKUR-sem falla til við fóstureyð- ingar í Rússlandi eru notaðar við fram- leiðslu andlitskrema sem m.a. franska fyrirtækið Roe selur konum til þess að berjast við hrukkur og sprungur í and- liti. Flestar kökurnar koma frá sjúkra- húsi númer 19 í Pétursborg í Rúss- landi, risastórri fóstureyðingarstöð sem seldi franska lyfjafyrirtækinu Merieux í Lyon 34.400 kökur í fyrra. Stöðin fær 12,5 franka, jafnvirði 134 ÍSK, fyrir kíló- ið og hafa vel þegnar gjaldeyristekjurn- ar verið notaðar til kaupa á lækninga- tækjum og lyfjum. Merieux fær að með- altali 19 tonn af legkökum á dag víðs vegar að úr heiminum og notar þær til lyfjagerðar. Hluti þeirra er seldur öðr- um rannsóknarstofum til lyfjagerðar en í því skyni er framleiddur úr þeim sér- stakur legkökukraftur, en að sögn tals- manns Roc er hann notaður í þrenn hrukkukrem fyrirtækisins, Skin Energ- ising Concentrate, Night Revitalising Cream og Eye Contour Treatment Gel. Freddy Laker aftur í loftið BRESKl flugfrömuðurinn Sir Freddy Laker, sem á sínum tíma sagði stóru flugfélögunum stríð á hendur og inn- leiddi ódýr fargjöld á flugleiðinni milli Bretlands og Bandaríkjanna, hefur haf- ið flugrekstur að nýju, áratug eftir til- komumikið gjaldþrot Laker-flugfélags- ins. Nýja félagið ber sama nafn að við- bættu nafni Bahamaeyja þar sem heim- ili þess verður. Hefur Sir Freddy leigt tvær 173 sæta Boeing-727 þotur og gert samninga um að flytja hálfa milljón túr- ista á ári milli Bandaríkjanna og Bahamaeyja. Þoturnar munu fljúga 34 ferðir á viku, flestar milli Orlando á Flórída og eyjunnar Grand Bahamas. Dauði Mengele sannreyndur SANNAÐ þykir að Jósef Mengele, eng- ill dauðans, sem stjórnaði aftökum á 400.000 gyðingum í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í seinna stríðinu, hafi beðið lægri hlut fyrir manninum með Ijáinn árið 1979. Er það niðurstaða rannsókna á jarðneskum leifum manns sem grafnar voru upp úr kirkjugarði í Brasilíu árið 1985. Við samanburðar- rannsóknir reyndust DNA-erfðavísar úr núlifandi skyldmennum Mengele ná- kvæmlega eins og þeir litningar, sem fundust í jarðnesku leyfunum. Með þessu er talið að kveða megi niður kvik- sögur um að Mengele sé enn á lífi. Bresku þingkosningarnar: Harðar árásir á Kinnock á lokaspretti baráttunnar London. Reuter, The Daily Telegraph. BRESKU stjórnmálaflokkarnir liófu um helgina lokasókn sína vegna þingkosninganna sem fara fram níunda apríl. íhaldsmenn beindu spjótum sínum að Verkamannaflokkn- um og formanni hans Neil Kinnock. Sögðu þeir flokkinn óhæfan um að stjórna Bret- landi og kæmist hann til valda myndi það hafa í för með sér að efnahagssamdráttur- inn yrði að allsheijar kreppu. Verkamannaflokkurinn á hinn bóginn sagði að ef hann kæmist til valda myndi hann setja á laggirnar skoskt þjóðþing í kosningaþætti íhaldsflokksins í breska sjónvarpinu á föstudagskvöld voru kjósendur spurðir hvort þeir gætu „treyst" Neil Kinnock, manninum sem hefði skipt um skoð- un varðandi þjóðnýtingu, Evrópu og einhliða kjarnorkuafvopnun. Þá lögðu allir helstu for- ystumenn íhaldsflokksins áherslu á það í viðtölum og á kosningafundum á föstudag og laugardag að Kinnock væri enn gamall sósíalisti innst inni og flokki hans væri ekki treystandi fyrir stjórn efnahagsmála. Bentu þeir máli sínu til stuðnings á mikið verðfall á hlutabréfum síðasta miðvikudag eftir að skoðanakannanir sýndu örugga forystu Verkamannaflokksins. Verkamannaflokkurinn kynnti aftur á móti ýmis áform sem hann sagðist ætla að gera að veruleika næði flokkurinn meiri- hluta. Ber þar hæst breytingar á skattkerf- inu, skoskt þjóðþing og að því yrði lýst yfir þegar í þessum mánuði að Bretar hygðust undirrita hinn félagslega sáttmála Evrópu- bandalagsins Niðurstöður fimm umfangsmikilla skoðanakannanna verða birtar í dag, sunnu- dag, og er þeirra beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Könnun, sem einungis náði til London, og birt var á föstudag, sýndi bæði íhalds- flokkinn og Verkamannaflokkinn með 40% fylgi og Frjálslynda demókrata með 18%. Samkvæmt þessari og öðrum nýlegum könnunum yrði því líklegasta niðurstaða kosninganna sú að hvorugur stóru flokkanna fengi hreinan meirihluta á þingi og yrði því að leita eftir stuðningi Fijálslynda demó- krata. John Major forsætisráðherra hefur útilokað hvers konar samstarf við Fijálslynda og Neil Kinnock, formaður Verkamanna- flokksins, neitar því að hann sé farinn að gera hosurnar grænar fyrir flokknum með stjórnarsamstarf í huga. Paddy Ashdown, formaður Fijálslyndra demókrata, hefur sett það sem skilyrði fyrir því að flokkur hans styðji minnihlutastjórn eða taki þátt í stjórnarsamstarfi að sú stjórn myndi breyta kosningakerfinu þannig að teknar yrðu upp hlutfallskosningar í Bret- landi. „Ef úrslit kosninganna eru ekki ótvíræð og Major og Kinnock reyna að mynda minni- hlutastjórn mun þrennt gerast: Það verður enginn efnahagsbati, ríkisstjórnin mun standa á brauðfótum og það vei-ður kosið í annað sinn á þessu ári,“ sagði Ashdown á föstudagskvöld. TÆKNIN REYNSLAN ÞEKKINGIN Islendingar horfa nú til fjarlægari físki- miða í kjölfar minnk- andi kvóta 10 Ætli það sé , . ekki þrjoskan... HÉRER ^jill ENN VERID AÐ DREPA ■ FÖLK ífremstu víglínu á átaka- svæðum Júgóslavíu BREYTT EVRÓPA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.