Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. APRIL 1992 ERLENT INNLENT Slitnaði uppúr samninga- viðræðum Á fundi samninganefndar Al- þýðusambandsins síðastliðið laug- ardagskvöld kynnti Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusam- bands íslands, hugmyndir að kja- rasamningi, sem endurspegla mat hans á því sem hann taldi unnt að fá vinnuveitendur til að sam- þykkja. Vinnuveitendur sam- þykktu hugmyndirnar ekki og óeining var um þær innan Alþýðu- sambandsins, einkum innan Verkamannasambandsins, og slitnaði upp úr viðræðunum að- faranótt sunnudags. Dæmi um að útgerðarmenn afskrifi fastan kvóta við úreldingu skipa I málflutningi í tveimur málum um skattameðferð fiskveiðikvóta, sem ríkisskattanefnd hefur fengið til úrskurðar, kom fram að dæmi eru um að útgerðarmenn afskrifi fastan kvóta skipa að fullu við úreldingu þeirra. Ríkisskattstjóri hefur haft þá meginreglu að lang- tímakvóta beri að afskrifa á sama hátt og skip eða um 8% á ári. Endurskoðunardeild ríkisskatt- stjóra hefur unnið að samræmingu mála sem skattstjórar hafa tekið upp vegna kvótamála. Úrbætur í loðdýrarækt Nefnd, sem Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, skipaði síðastliðið haust leggur til að Rík- isábyrgðarsjóður aflétti veðtrygg- ingum vegna tæplega 300 milljóna króna skuldbreytingalána loðdýra- bænda og að ríkissjóður taki jafn- framt að sér að greiða vexti og afborganir af lánunum. Einnig er lagt til að stofnlánadeild landbún- ERLENT Arásir á sendiráð í Líbýu ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti á þriðjudag að beita Líbýustjórn refsiaðgerðum vegna þess, að hún hefur ekki framselt tvo leyniþjónustumenn, sem sakaðir eru um að hafa grand- að Pan Am-þotu yfir Lockerbie í Skotlandi 1988. Ber öllum ríkjum að ijúfa flugsamgöngur við Líbýu, hætta vopnasölu þangað og sjá ttl, að Líbýustjórn fækki verulega í starfsliði sendiráða sinna á er- lendri grund. í Líbýu var brugðist við samþykktinni með því að efna til mótmæla fyrir framan sendiráð þeirra ríkja, sem hana studdu, og var venesúelíska sendiráðið gjö- reyðilagt. Er haft eftir erlendum sendimönnum í Líbýu, að aðgerð- irnar hafi augljóslega verið skipul- agðar af stjórnvöldum. Á skyndi- fundi öryggisráðsins á fimmtudag voru árásirnar á sendiráðin for- dæmdar og þess krafist, að Líbýu- stjórn stöðvaði þær. Aðstoð við Rússland GEORGE Bush, forseti Bandaríkj- anna, tilkynnti í vikunni, að Banda- ríkjastjórn styddi áætlun um al- þjóðlega aðstoð, sem nemur 24 milljörðum dollara, við Rússland. Er aðstoð við Úkraínu og önnur samveldisríki einnig fyrirhuguð en engar tölur hafa verið nefndar um hana. Sagði Bush, að nauðsynlegt aðarins afskrifi a.m.k. jafn háa upphæð og að leitað verði eftir að lánardrottnar gefi eftir lán með samsvarandi hætti. Aðild að EB ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði við umræður á Alþingi í vik- unni að enginn vafi léki á því að aðild að Evrópubandalaginu væri ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Hann sagði að ekki væri ástæða fyrir íslendinga að leggja inn að- ildarumsókn nú til að sjá hvernig tekið yrði á sérkröfum og að það væri ekki gert vegna þess eins að önnur EFTA-ríki og Norðurlönd væru á leið í aðildarsamninga. Frekari niðurskurði á Landspítala frestáð Á fundi í stjórn Ríkisspítalanna í vikunni bar Árni Gunnarsson, formaður stjórnarinnar, fundar- mönnum þau boð frá heilbrigðis- ráðherra að fresta ætti frekari niðurskurði á starfsemi spítalans. Forráðamenn Landspítala hafa þegar gert ráðstafanir sem skila 300 milljóna króna sparnaði, en þá átti eftir að taka ákvörðun um 100 milljóna króna niðurskurð til viðbótar og hefur- heilbrigðsráð- herra óskað eftir því að aðgerðum vegna þessa yrði frestað um a.m.k. viku. Breýtingar á ríkisbönkum í hlutafélög til umræðu í frumvarpi Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra um stofnun hlutafélaga um rekstur Lands- banka og Búnaðarbanka er gert ráð fyrir að við sölu hlutabréfa sé skylt að gæta þess að hlutafjáreign dreifist sem mest og að ríkissjóði sé óheimilt að selja einum aðila meira en sem svarar tíl 'h% eignar í hvoru félaginu. Viðskiptaráð- herra segist vilja flytja málið sem stjórnarfrumvarp enda sé meiri- hluti fyrir því í stjómarflokkunum. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra segist vilja bíða til haustsins með frumvarpið og að fyrst þurfi að setja lög sem banni einokun og hringamyndanir og ■ koma þannig í veg fyrir að vald í bönkum geti safnast á fáar hendur. væri heimsfriðarins vegna að koma í veg fyrir efnahagslegt hrun í Rússlandi og tiyggja framgang lýðræðislegra umbóta. Var yfirlýs- ingu Bush fagnað víða um lönd og ekki síst í Rússlandi. Beregovoy í stað Cressons EDITH Cresson sagði af ,sér emb- ætti sem forsæt- isráðherra FYakklands á fimmtudag. og skömmu síðar var tilkynnt, að eftirmaður henn- ar yrði Pierre Beregovoy fjármálaráðherra. Hafði verið búist við, að Francois Mitterrand forseti stokkaði stjórn- ina upp eftir mikinn ósigur sósíal- ista í héraðsráðakosningunum síð- ustu tvær helgar. Beregovoy nýtur mikils trausts í fjármála- og at- vinnulífmu en vandinn, sem við er að glíma, er ærinn, mikið atvinnu- leysi og samdráttur í efnahagslíf- inu. Segir Beregovoy, að baráttan gegn atvinnuleysinu verði for- gangsverkefni stjórnar sinnar og hann hefur fækkað í ráðherraliðinu og yngt það upp. Mjótt á mununum í Bretlandi KANNANIR á fylgi bresku stjórn- málaflokkanna birtast nær dag- lega og sýna, að styrkur stóru flokkanna, íhaldsflokks og Verka- mannaflokks, er svipáður þótt sá síðarnefndi hafi yfirleitt vinning- inn. Eru vaxandi líkur á, að hvor- ugur þeirra fái hreinan meirihluta í kosningunum 9. apríl og þá virð- ist samsteypustjórn vera eina lausnin. Hefur slík stjórn ekki set- ið í Bretlandi síðan á dögum fyrr heimsstyrjaldar. Frakkland: Cresson verður ekki einni kennt um vanda sósíalista Edith Cresson kemur af fundi Francois Mitterrand Frakklandsfor- seta en þar var ákveðið að hún segði af sér sem forsætisráð- herra Frakklands. AFSÖGN Edith Cresson, for- sætisráðherra Frakklands, á fimmtudag kom fæstum á óvart. Cresson, sem var fyrsta konan til að gegna forsætisráð- herraembætti í Frakklandi, tókst á rúmlega tíu mánaða valdaferli sínum að verða óvin- sælasti forsætisráðherra Frakklands í sögu fimmta lýð- veldisins til viðbótar því að vera sá sem sat skemmstan tíma í embætti. Itrekað sögðust ein- ungis tæplega 20% Frakka bera traust til hennar í skoðana- könnunum og þegar Sósíalista- flokkurinn fékk 18,3% atkvæða í kosningum í síðasta mánuði var talið óhjákvæmilegt að hún yrði látin víkja. Minna liafði fylgi flokksins í kosningum ekki verið siðan í lok sjöunda áratugarins. Skipan Edith Cresson í emb- ætti kom verulega á óvart á sínum tíma enda ferill hennar langt frá því að vera sléttur og felldur. Að sögn Francois Mitterrands forseta átti hún að hleypa „nýju lífi“ í stjórnina. Hið gagnstæða reyndist þó verða raunin. Fyrstu dagana voru Frakkar mjög upp með sér yfir því að hafa loks konu sem forsætisráðherra en þegar Cres- son fór að láta til sín taka þyngd- ist á þeim brúnin. Madame 19% Fyrsta ræða hennar sem for- sætisráðherra í þinginu var al- mennt kölluð „le flop“ í frönskum fjölmiðlum og ekki tók betra við. Það varð að þjóðartómstundaga- mani að tala iila um forsætisráð- herrann og mistök hennar og undir lokinn var hún almennt köll- uð „Madame nítján prósent" með tilvísun í vinsældakannanir. Hún móðgaði Breta með því að segja breska karlmenn upp til hópa vera homma, Japana með því að líkja þeim við maura og ærði franska fjármálamenn er hún sagði að sér væri „andskotans sama“ um hlutabréfamarkaðinn. Þá olli hún miklu uppnámi í Frakklandi með því að leggja til að ólöglegir inn- flytjendur yrðu fluttir úr landi með leiguflugvélum. Embættis- menn kvörtuðu yfir að hún fylgd- ist ekki með og læsi ekki skýrslur og framkoma helsta ráðgjafa hennar, Abel Famoux, vakti al- menna furðu. Þó Farnoux hafi ekki gegnt neinu formlegu emb- ætti gaf hann út yfirlýsingar í allar áttir líkt og hann væri að- stoðarforsætisráðherra. Það sem kannski helst varð Cresson að falli var að hana virt- ist skorta pólitíska næmni. Gott dæmi um það var þegar hún fór í jarðarför innflytjenda sem látist hafði í óeirðum en ekki jarðarför fransks iögreglumanns sem einn- ig féll. Sjálf kennir Cresson því um hvernig fór að hún hafi ekíri feng- ið það svigrúm sem hún þurfti til að stjórna. Flokkurinn hafi ekki stutt nægilega við bakið á henni og hún hafi ekki fengið að reka ráðherra sem hún vildi losna við. Einnig hafi hin stranga fjármála- stjórnJ’ierre Beregovoy, ráðherra efnahagsmála, takmarkað mjög athafnamöguleika ríkisstjórnar- innar. Vissulega væri það líka of mik- il einföldun að kenna Edith Cres- son alfarið um óvinsældir sósíal- ista. Þær voru þegar til staðar, þó ekki í sama mæli, er hún tók "við embættinu. Meðal helstu ástæðna óvinsældanna er líka hið mikla atvinnuleysi, en um þijár milljónir Frakkar eru nú án at- vinnu, og svo þreyta í garð Mit- terrand, sem verið hefur forseti síðan 1981. Ekki má heldur gleyma óteljandi hneykslismálum tengdum fjárreiðum Sósíalista- flokksins sem grafið hafa ræki- lega undan trausti hans. Töfralausnir ekki til forsætisráðherra Pierre Beregovoy, bíða flókin úr- lausnarefni. Hann verður að reyna að endur- heimta eitthvað af fyrri vinsæld- um sósíalista áður en kosið verður eftir rúmt ár. Meginverkefni nýju stjórnar- innar verður að sögn forsætisráð- herrans að vinna gegn atvinnu- leysi en möguleikarnir til þéss eru mjög takmarkaðir. Beregovoy er mjög stoltur yfir því að vera eini franski fjármálaráðherrann sem aldrei hefur fellt gengið og komið á minni verðbólgu en í Þýska- landi. Það er því ólíklegt að hann leyfi nýjum fjármálaráðherra að sýna af sér einhvers konar ævin- týramennsku. Eitt af því sem háir hvað mest nýfjárfestingum í frönsku atvinnulífi er hið háa vaxtastig en við því geta frönsk stjórnvöld lítið gert. Vaxtastigið ræðst af ákvörðunum þýska Bun- desbankans í Frankfurt og skila- boðin þaðan eru að vextir verði ekki lækkaðir í bráð til að halda þýskri verðbólgu í skefjum. Það er því ekki nema von að Beregovoy segist ekki hafa neinar „töfralausnir". Hann nýtur al- mennrar virðingar og enginn ef- ast um hæfileika hans en margir hafa efasemdir um hvort hann sé rétti maðurinn til að hleypa því „nýja lífi“ í stjórnina sem hana bráðvantar og Edith Cresson tókst ekki að skapa. Þegar eru farnar að heyrast raddir. t.d. frá Jean- Pierre Chevenement, fyrrum varnarmálaráðherra, og Komm- únistaflokknum, sem minnihluta- stjórn sósíalista er háð stuðningi frá, um að ríkið verði að eyða meiru. „Það verður ekkert nýtt líf ef handjárnin verða áfram á,“ sagði Chevenement. Eina huggun sósíalista þessa stundina er að hægriflokkarnir eiga einnig við sín innri vandamál að stríða. Þrátt fyrir að Bandalag- ið fyrir Frakkland (UPF), sem er bandalag flokks nýgaullista (RPR) og miðjuflokksins UDF, hafi náð mest fylgi allra flokka í kosningunum í síðasta mánuði, töpuðu hægriflokkarnir 7% fylgi miðað við síðustu kosningar. Þeim hefur heldur ekki tekist að setja niður gamla ríginn milli Jacques Chirac, fyrrum forsætisráðherra, og Valery Giscard d’Estaing, fyrr- um forseta, og því óljóst enn hvort flokkunum tekst að sameinast um einn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar. Næstu þingkosningar á að halda í síðasta lagi í júní á næsta ári, Mitterrand hefur gefið í skyn að fyrir þann tíma ætli hann að leggja áherslu á tvö stór mál. Annars vegar staðfestingu Ma- astricht-sáttmálans um samein- ingu Evrópu og hins vegar að frönsku stjórnarskránni verði breytt þannig að þingið fái meiri völd og sjö ára kjörtímabil forset- ans verði stytt. Ef hann lætur verða af þessu gæti hann með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu endurnýjað umboð sitt til að stjórna landinu það sem eftir lifir kjörtímabilsins og hugsanlega einnig komið af stað ágreiningi í röðum hægrimanna. Þá er talið að líklegt að forsetinn muni einn- ig gera breytingar á kosninga- löggjöfinni þannig að tekin verði upp á ný hlutfallskosning í stað meirihlutakosningar í tveimur umferðum. Það yrði til þess að Þjóðarfylking Le Pens og flokkar græningja myndu komast inn á þing og mun erfiðara yrði fyrir hina hefðbundnu mið- og hægri- flokka að ná völdum. Á alþjóðavettvangi hafa margir áhyggjur af því að ljóst þykir að jafnt ríkisstjórn sem forseti I|,rakklands muni áfram sýna veruleg veikleikamerki á næstu mánuðum. Þetta er ekki síst alvar- legt vegna þeirra mikilvægu ákvarðana sem taka verður á næstunni, t.d. varðandi stefnuna gagnvart fyrrum Sovétríkjunum. Og mun veik frönsk stjórn þora að taka af skarið í GATT-málinu og taka ákvarðanir sem kynnu að verða mjög óvinsælar meðal mikilvægra þrýstihópa innan- lands? Hins nýja Frakklands, BAKSVIÐ eftir Steingrím Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.