Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA/VEÐUR fUNNUDAGUR 5. APIÍÍL 1992 9 „Faðir, fyrirgefþeim..." Það hefur löngum reynst mönnum erfitt að skil- greina hvað hið illa er í raun og veru eða hvaðan það er komið. Hitt er auðveldara, að benda á illskuna í heiminum, því miður. Verk hins illa'blasa við hvert sem litið er og þó margir reyni að vinna gegn því virðist baráttan á stundum næsta von- laus. Allt það illa sem yfir heim- inn gengur á sér reyndar margar og mismunandi orsakir. Sumt stafar það af breytni okkar mannanna, og það ekki lítið. En ekki er hægt að skella skuldinni eingöngu á vond verk manna. Það kemur jafnvel fyrir, eins og við öll vitum, með ser fynr náunga okkar, án þess þó að slíkt hafi verið ætlun okkar. Við þekkjum ijöldamörg dæmi um þetta hvort tveggja. Hver kann- ast ekki við áfengisneyslu, stríðni barna er brýtur niður leiksystkini sem fyrir verða, svik, lygi, öfund, allt þetta sem spillir svo fyrir okkur í lífinu? Að ekki sé talað um óréttlætið, launamisréttið, stéttaskiptinguna, fátæktina í þriðja heiminum, styijaldir ald- anna, og allar þessar hræðilegu, endalausu hryllingssögur af með- ferðinni á fólki í fyrrum ríkjum austantjaldslandanna. Getum við eitthvað gert? Kunnum við ráð við einhveiju af þessu? Er þetta okkur að kenna? Er ekki nær að benda á Guð og spyija hvernig á öllum þessum hörmungum standi í heimi sem á að vefa góður heimur hans? Endalaust má rekja þræði myrkursins í heiminum. Það birtist hvar sem er, einnig í öllu því sem við á engan hátt getum nokkuð gert að. Engum er um að kenna falli hann í valinn vegna sjúkdóma. Enginn getur gert að náttúru- hamförum sem leggja heilu byggðirnar í eyði. Enginn ætlar sér að verða áfengi að bráð er hann tekur fyrsta sopann. Er þetta ekki skeytingarleysi Guðs að kenna? Verðum við ekki að segja eins og ísraelsmenn forðum er þeir höfðu verið sigraðir og herleiddir af óvinum sínum í Babylon: „Drottinn, hversu lengi ætlar þú að yfþrgefa okkur?“ Já, vel á minnst, ísraeismenn hinir fornu! I Gamla testamentinu er að finna fjöldann allan af dæmi- sögum er reyna að útskýra tilvist hins illa í heimi sem Guð hefur skapað góðan. Eina þeirra þekkir hvert mannsbarn. Það er sagan af ævintýri þeirra Adams og Evu í Edens fínum rann. Þið munið, höggormurinn tældi þau til þess að rísa upp gegn Guði með þvi að borða af skilningstré góðs og ills. Markmiðið með uppreisninni var að þau gætu orðið eins og Guð. Þessi saga, þó að gömul sé, segir margt sem enn nýtist okkur andspænis ^rfiðum spurningum eins og þeim sem við í dag glím- um við. Höggormurinn í sögunni er tákn hin* illa. Freistingin sem Adam og Eva falla fyrir er sú að þau geti orð- ið eins og Guð með því að bijóta gegn honum. Þessi dæmisaga á við öll ill verk manna i heiminum. Þau miða að því að gefa manninum guðlegt vald. Tökum dæmi af læknunum í Austur-Þýskalandi er drekktu fyrirburum í fötu vegna þess að of mikið vesen var fyrir ríkið að annast þá. Tóku þeir sér ekki guðlegt vald? Féllu þeir ekki fyr- ir freistingunni fornu úr Eden „þið munuð verða eins og Guð“? Vissulega urðu þeir eins og högg- ormurinn, guðinn sem þeir lutu. Margur maðurinn þráir að ríkja og drottna. Sú þrá hefur steypt og mun steypa enn fleiri í glöt- un. Glötunin er hvorki skáldleg né trúarleg. Hún er raunveruleg. Hversu mörgum steyptu félag- arnir Stalín og Hitler ekki í glöt- un? Hversu mörgum steypa heróínbarónar Suður-Ameríku ekki í glötun? Svo mætti lengi telja. Auðvitað svara þessar vangaveltum fæstum spurning- um okkar um hið illa. Þær benda aðeins á kjarna þess og hitt að það er blekking að afneita því eins og sumir góðviljaðir spá- menn nýrrar aldar gera um þess- ar mundir. Öll höfum við heyrt boðskap þeirra í útvarpi, sjón- varpi, blöðum og tímaritum: „Ef þið þroskið ykkar innri mann munuð þið finna að þið eruð guð- leg í innsta eðli ykkar og að hið illa er aðeins misskilningur sem þú, guðinn, getur ráðið bót á.“ Að ímynda sér að hið illa sé ekki staðreynd, eða að maðurinn geti ráðið bót á því með eigin verkum, er eins og að slökkva á fréttatíma sjónvarpsins og segja um leið að þar með hætti allt þetta voðalega sem fréttirnar segja frá, að vera til. En það hverfur ekki. Er þá engin lausn undan þessu óskiljan- lega myrkri sem smeygir sér um bjarta veröld Guðs? Alla vega engin auðveld og alls ekki sú að loka augunum fyrir tilvist hins illa. Fyrsta skrefíð fram á við er að viðurkenna eigin vanmátt, við- urkenna að ein og sér getum við ekkert gert. Að því búnu getum við snúið okkur til Guðs og tekið við hjálp hans. Sú hjálp felst reyndai' í því að Guð fyrirgefur okkur allt það illa sem við höfum gert gegn honum og náunga okkar. Við fáum að byija upp á nýtt eins og óskrifað blað ef svo má að orði komast. En fyrirgefn- ing Guðs er ekki gefin kæruleys- islega. Hún er dýru verði keypt. Hann kinkar ekki aðeins kolli, geispandi, um leið og hann segir: „Allt í lagi góði, þér er fyrirgef- ið“. Fyrirgefning hans er fengin fyrir blóð, pínu og dauða Jesú Krists. Því að til þess að hægt sé að fyrirgefa þarf að takast á við hið illa og bijóta það á bak aftur. Annars er fyrirgefningin einskis virði. Með því að gerast maður gekk Guð inn í átök okkar við hið illa. Við hlið þjófsins sigr- aði hann hið illa á krossinum. Á dauðastundu bað Jesús þannig: „Faðir, fyrirgef þeim, þeir vita ekki hvað þeir gera.“ Þess vegna hefur fyrirgefning Guðs merk- ingu. Hún kemur lagi á það sem var sundrað, reisir við það sem var hrunið. Fyrirgefning Guðs er þannig hvorki einhver falleg kenning eða fróm ósk. Hún um- byltir veröldinni, okkur hveiju og einu. Þar sem þjáningin, sjúk- dómarnir og óréttlætið nísta, þat’ tekur fyrirgefning Guðs á sig mynd hins krossfesta Jesú Krists er gengur inn í víti lífsins með okkur, til þess að leiða okkur þaðan út í ljósi Guðs. Ef við tök- um raunverulega mark á þessari fyrirgefningu verðum við að lifa og starfa á sama hátt og hún. Ekki með því aðeins að hvetja alla til þess að vera ljúfa og góða. Heldur með því að reisa við hinn fallna, styrkja hinn örvæntingar- fulla, bijóta niður hið illa og byggja upp réttlætið. Auðvitað getum við kosið að stinga höfðinu í sandinn. Auðvitað getum við kosið að halda á loft frómum óskum um kærleika og blíðu meðal manna og látið þar við sitja. En þannig starfar fyrir- gefning Guðs ekki. Hún lýsir af andliti hins krossfesta Guðs sem gengur inn í þjáninguna, hér og nú, og þurrkar hana út. að við segjum eitthvað eða gerurn sem hef- ur hræðilegar afleiðingar í för KRISTNIA KROSSGÖTUIVI Þórhall Heimisson VEÐURHORFUR í DAG, 5. APRÍL YFIRLIT í GÆR: Yfir norðaustanverðu landinu er 990 mb smálægð, sem þokast austnorðaustur. 1020 mb hæð er yfir Grænlandi. Um 500 km suðsuðaustur af Hvarfi er 988 mb lægð á hægri austurleið. HORFUR Á MÁNUDAG: Austan- og suðaustanátt fremur hæg, dálítil rigning eða skúrir sunn- an- og suðaustanlands, en lítilsháttar él eða slydduél annarsstaðar. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Norðanátt og él á Norðausturlandi, en annars hæg breytileg átt og úrkomulítið. Frost víða á bilinu 1-6 stig, kaldast norðan til. Svarsími Veðurstofu íslands — veðurfregnir: 990600. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6.00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Akureyri 4 alskýjað Reykjavík 2 úrkoma Bergen rt léttskýjað Helsinki 3 rigning Kaupmannahöfn 3 alskýjað Narssarssuaq ^6 heiðskírt Nuuk rtO snjókoma Ósló 0 alskýjað Stokkhólmur 1 þokumóða Þórshöfn 3 léttskýjað Algarve 10 þrumuveður Amsterdam 5 skúr Barcelona 10 þokumóða Berlín 4 þokumóða Chicago 0 léttskýjað Feneyjar 10 rigning Frankfurt 4 hálfskýjað Staður hiti veður Glasgow 0 skýjað Hamborg 3 skýjað London 2 skýjað Los Angeles 17 mistur Lúxemborg 3 þokumóða Madrid 6 rigning Malaga 10 rigning Mallorca 10 alskýjað Montreal 0 skýjað NewYork 4 Hálfskýjað Orlando 10 léttskýjað Paris vantar Madeira 14 léttskýjað Róm 15 hálfskýjað Vín 2 skýjað Washington vantar Winnipeg H-1 heiðskírt TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus A stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir Heiðski'rt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. * El 4 V Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka A / / / zzz Þokumóða Hálfskýjað * / * 9 5 5 Súld / ■ * / * Slydda oo Mistur 'irtV \ Skýjað / * 7 * * * 4 Skafrenningur \ Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavik dagana 3. apríl til 9. apríl, að báðum dögum meðtöldum, er í Vesturbæjarapóteki, Melhaga 20-22. Auk þess er Háaleitisapótek, Háaleitisbraut 68, opið til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnudag. Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarnarnes og Kópavog i Heilsuverndarstöö Reykjavik- ur við Barónsstig frá kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og helgidaga. Nánari uppl. i s. 21230. Lögreglan i Reykjavík: Neyðarsimar 11166 og 000. Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga daga 10-16, s. 620064. Tannlæknavakt - neyðarvakt um helgar og stórhátiðir. Simsvari 681041. Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami simi. Uppl. um lyfjabúðir og læknaþjón. í símsvara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram i Heilsuverndarstöð Reykjavikur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskirteini. Alnæmi: Læknir eöa hjúkrunarfræðingur veitir upplýsingar á miðvikud. kl. 18-19 i s. 91-622280. Ekki þarf að gefa upp nafn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra i s. 28586. Mótefnamælingar-vegna HIV smits fást að kostnaðarlausu í Húð- og kynsjúkdómadeild, Þverholti 18 kl. 9-11.30, á rannsóknarstofu Borgarspitalans, virka daga kl. 8-10, á göngudeild Lands- pitalans kl. 8-15 virka daga, á heilsugæslustöðvum og hjá heimilislæknum. Þag- mælsku gætt. Samtökin 78: Upplýsingar og ráðgjöf i s. 91-28539 mánudags- og fimmtudagskvöld kl, 20-23. Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein, hafa viðtalstima á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi Krabbameinsfólagsins Skógarhlið 8, s.621414. Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718. Mosfells Apótek: Opið virka daga 9-18.30. Laugard. 9-12, Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12. Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12. Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 61100. Apótekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14. Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardögum kl. 10-14. Apótek Norður- bæjar: Opið mánudaga - fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjónustu i s. 51600. Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100. Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstudag. Laugardaga, helgidaga og almenna fridaga kl. 10-12. Heilsugæslustöð, símþjónusta 4000. Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um læknavakt fást i simsvara 1300 eftir kl. 17. Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. - Apótekiö opið virka daga til kl. 18.30. Laugardaga kl. 10-13. Sunnudagakl. 13-14. Heimsóknartimi Sjúkrahússins kl. 15.30-16 og kl. 19-19.30. Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Neyóarathvarf opið allan sólarhringinn, ætlað börn- um og unglingum að 18 ára aldri sem ekki eiga i önnur hús að venda. Opið allan sólarhringinn. S. 91-622266. Grænt númer 99-6622. Símaþjónusta Rauðakrosshússins. Ráðgjafar- og upplýsingarsimi ætlaður börnum og unglingum að 20 ára aldri. Ekki þarf að gefa upp nafn. Opið allan sólarhringinn. S: 91-622266, Grænt númer: 99-6622. LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, Ármúla 5, opið kl. 12-15 þriðjudaga og laugardaga kl. 11-16. S. 812833. G-samtökin, landssamb. fólks um greiðsluerfiöleika og gjaldþrot, Vesturvör 27, Kópa- vogi, opið 10-14 virka daga, s. 642984, (simsvari). Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s. 622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingar: Mánud. 13-16, þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Áfengis- og fikniefnaneytendur. Göngudeild Landspitalans, s. 601770. Viðtalstimi hjá hjúkrun- arfræðingi fyrir aðstandendur þriðjudaga 9-10. Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 611205. Húsaskjól og aöstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Stigamót, Vesturg. 3, s. 626868/626878. Miðstöð fyrir konur og börn, sem oröið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Virka daga kl. 9-19. MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Pósth. 8687 128 Rvík. Símsvari allan sólar- hringinn. S. 676020. Lifsvon - landssamtök til verndar ófæddum börnum. S. 15111. Kvennaráðgjöfin: Simi 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.30 og 20-22. Vinnuhópur gegn sifjaspellum. Tólf spora fundir fyrir þolendur sifjaspella miðviku- dagskvöld kl. 20-21. Skrifst. Vesturgötu 3. Opið kl. 9-19. Simi 626868 eða 626878. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Siðumúla 3-5, s. 82399 kl. 9-17. AL-ANON, aðstandendur alkohólista, Hafnarstr. 5 (Tryggvagötumegin). Mánud,- föstud. kl. 9-12. Laugardaga kl. 10—12, s. 19282. AA-samtökin, s. 16373, kl. 17-20 daglega. FBA-samtökin. Fullorðin börn alkohólista. Fundir Tjarnargötu 20 á fimmtud. kl. 20. I Bústaðakirkju sunnud. kl. 11. Unglingaheimili ríkisins, aöstoö við unglinga og foreldra þeirra, s. 689270 /31700. Vinalina Rauða krossins, s. 616464 og grænt númer 99-6464, er ætluð fullorðnum, sem telja sig þurfa að tjá sig. Svarað kl. 20-23 öll kvöld. Skautar/skíði. Uppl. um opnunartíma skautasvellsins Laugardag, um skiðabrekku i Breiðholti og troðnar göngubrautir í Rvi"k s. 685533. Uppl. um skiðalyftur Bláfjöll- um/Skálafelli s. 801111. Upplýsingamiðstöð ferðamála Bankastr. 2: Opin vetrarmán. mán./föst. kl. 10.00- 16.00, laugard. kl. 10.00-14.00. Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á stuttbylgju: Utvarpað er óstefnuvirkt allan sólarhringinn á 3295,6100 og 9265 kHz. Hádegisfróttum er útvarp- að til Norðurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 15790 og 13830 kHz. og kvöldfréttum. Daglega kl. 18.55-19.30 á 11402 og 13855 kHz. Til Kanada og Bandarikjanna: Daglega: kl. 14.10-14.40 á 15770 og 13855 kHz. Hádegisfréttir. Daglega kl. 19.35-20.10 á 15770 og 13855 kHz. kvöldfréttir. Daglega kl. 23.00- 23.35 á 15770 og 13855 kHz. Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardög- um og sunnudögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku. ísl. timi, sem er sami og GMT. SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar Landspitalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin. kl. 19-20.. Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Fæðingardeildin Eiríksgötu: Heimsóknartimar: Almennur kl. 15-16. Feðra- og systkinatimi kl. 20-21. Aörir eftir samkomulagi. Barnaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspitalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Geðdeild Vifilstaðadeild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Landa- kotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: Heimsóknartimi annarra en foreldra er kl. 16-17. - Borgarspitalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnar- ) búðir: Alla daga kl. 14-17. - Hvitabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúkrunarheimili. Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 - Laugardaga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Heilsuverndarstöðin: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kkl. 15.30-16.00. - Klepps- spitali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. - Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspítali: Heimsóknartimi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St. Jósefs- spítali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili í Kópa- vogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikurlæknishér- aðs og heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðurnesja. S. 14000. Keflavik - sjúkrahúsið: Heimsóknartimi virka daga kl. 18.30- 19.30. Um helgar og á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri - sjúkra- húsið: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1; kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusimi frá kl, 22.00-8.00, s. 22209. BILANAVAKT Vaktþjónusta. Vegna biíana á veitukerfi vatns og hitaveitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami simi ó helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230. Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936 SÖFN Landsbókasafn Íslands: Aðallestrarsalur opinn mánud. - föstud. kl. 9-19 og laugar- daga kl. 9-12. Handritasalur mánud.-fimmtud. kl. 9-19 og föstud. kl. 9-17. Útlánssal- ur (vegna heimlána) mánud.-föstud. kl. 9-16. Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú veittar i aðalsafni, s. 694326. Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155 Borgarbóka- safnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðgkirkju, s. 36270. Sólheima- safn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opih sem hér segir: mánud. - fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn - Lestrarsalur, s. 27029. Opinn mánud. - laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s. 27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud. - föstud. kl. 15-19. Bókabilar, s. 36270. Viðkomu- staðir viðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið i Gerðubergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11. Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12. Þjóðminjasafnið: Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudag kl. 12-16. Leiðsögn um safnið laugardaga kl. 14. Árbæjarsafn: Opið um helgar kl. 10-18. Árnagarður: Handritasýning til 1. sept., alla virka daga kl. 14-16. Ásmundarsafn i Sigtúni: Opið alla daga 10—16. Akureyrí: Amtsbókasafnið: Mánud.-föstud. kl. 13-19. Nonnahúsalladaga 14-16.30. Náttúrugripasafnið á Akureyri: Opið sunnudaga kl. 13-15. Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. Sýningarsalir: 14-19 alla daga. Listasafn islands, Frikirkjuvegi. Opið alla daga 12-18 nema mánudaga. Sumarsýning á islenskum verkum i eigu safnsins. Minjasafn Rafmagnsveitu Reykjavíkur við rafstööina við Elliðaár. Opið sunnud. 14-16. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti: Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Húsdýragarðurinn: Opinn virka daga, þó ekki miðvikudaga, kl. 13-17. Opinn um helgar kl. 10-18. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn opinn daglega kl. 11-16. Kjarvaisstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964. Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16. Náttúrufræðistofa Kópavogs: Lokað vegna breytinga. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.-fimmtud. kl. 10-21. Föstud. 10-19. Lesstofan opin frá mónud.-föstud. kl. 13-19. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Opið laugard. og sunnud. kl. 14-18 og eftir samkomu- lagi. S. 54700. Sjóminjasafn islands, Hafnarfirði: Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-18. Bókasafn Keflavíkur: Opið mánud.-miðvikud. kl. 15-22, þriðjud. og fimmtud. kl. 15-19 og föstud. kl. 15-20. ORÐ DAGSINS Reykjavik simi 10000. Akureyri s. 96-21840. SUNDSTAÐIR Sundstaðir í Reykjavik: Þessir sundstaðir: Laugardalslaug, Vesturbæjarlaug og Breið- holtslaug eru opnir sem hér segir: Mánud. - föstud. 7.00-20.30, laugard. 7.30- 17.30, sunnud. 8.00—17.30. Sundhöll Reykjavikur: Mánud. - föstud. kl. 7.00-19.00. Lokað i laug kl. 13.30—16.10. Opið i böö og potta fyrir fullorðna. Opið fyrir börn frá kl. 16.50-19.00. Stóra brettiö opið frá kl. 17.00-17.30. Laugard. kl. 7.30-17.30, sunnud. kl. 8.00—17.30. Garðabæn Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30. Laugard. 8.00-17 og sunnud. 8-17. Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga - föstudaga: 7.00-21.00. Laugardaga: 8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00-17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar: Mánudaga — föstudaga: 7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30. Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga - fimmtudaga: 7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helg- ar: 9-15.30. Varmórlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga - fimmtud. kl. 6.30-8 og 16-21.45, (mánud. og miðvikud. lokað 17.45-19.45). Föstudaga kl. 6.30-8 og 16—18.45. Laugar- daga kl. 10-17.30. Sunnudaga kl. 10-15.30. Sundmiðstöð Keffavíkur: Opin mánudaga - föstudaga 7-21, Laugardaga 8-18. Sunnu- daga 9-16. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga - föstudaga kl. 7-20.30. Laugardaga og sunnu- daga kl. 8-16.30. Siminn er 41299. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga - föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnu- daga 8-16. Simi 23260. Sundlaug Seltjamarnoss: Opin mánud. - föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10- ' 17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.