Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 16
GKI .Ilíl'lt .(i H'JOAU'JM/lJíi (ilQ/.JrJ'/.'IOHOí/ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5i APRÍL 1992 SOFFÍA ÁRNADÓTTIR, GÆÐASTJÓRIHJÁ KASK, í VIÐTALIVIÐ MORGUNBLAÐIÐ, EN HÚN ER ÚTGERÐARTÆKNIR OGIÐNREKSTRARFRÆÐINGUR, MÓÐIR, EIGINKONA OG FYRRUM SJÓMAÐUR með þeim afleiðingum að kjötsúpan, kartöflurnar, sykurinn og mjólkin, sem á matarborðinu voru, fleytti kerlingar á gólfinu og ég, kokkur- inn, lá kylliflöt í öllu gúmsinu. Þá hafði „karlhvelvítið" verið að fara fyrir Fontinn en honum hafði láðst að láta mig vita. Hann heyrði illsku- öskrin í mér og eftir að öll lætin voru yfirgengin, kallaði hann í mig niður og spurði hvort ekki væri allt í stakasta lagi í eldhúsinu. „Nei,“ æpti ég um leið og ég hét því að hætta samstundis, en var auðvitað búin að gleyma því þegar heim kom.“ Eins og aður sagði, ætlaði Soffía að taka sér frí frá skóla um hríð.en „amma var ekki mjög ánægð með þá þróun mála. Hún kallaði á mig til sín og tilkynnti mér það að hún væri búin að fá inni fyrir mig í MH. Þá hafði sú gamla upp á sitt eins- dæmi sótt um skólavist fyrir mig. Eg varð því að gjöra svo vel að dusta rykið af skólatöskunni, á þeim tíma þegar maður var loksins farinn að fá pening og farinn að lifa góðu lífi.“ Stúdentsprófinu lauk Soffía á ljórum árum, eins og flestir aðrir, og fór á sjó í sumarleyfum til þess að hala inn peninga fyrir veturinn. Að því búnu tók hún sér þriggja ára hlé frá námi, eða þar til hún fór í Tækniskóla íslands, fyrst í útgerðar- tækni, þar sem hún var eina konan í bekknum, og síðar í iðnrekstrar- fræði. í millitíðinni vann hún m.a. í Búnaðarbankanum, Hraðfrystistöð Þórshafnar og Sjávarafurðadeild Sambandsins. eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur HÚN ER útgerðartæknir og iðnrekstrarfræðingur, móðir og kona mannsins síns. Hún hóf nám í Fiskvinnsluskólanum í vetur til„að komast nær slor- inu“, eins og hún orðar það,þvi„fín“ skrifstofuvinna er ekki beinlínis efst á óskalistan- um hjá henni. I byrjun janúar sá hún auglýsta lausa stöðu gæðastjóra í frystihúsi KASK austur á Höfn í Hornafirði og þar var komið kærkomið tæki- færi til að komast „niður á gólf“, þar sem hin eiginlega þjóðarframleiðsla fer fram. Hún hringdi austur til að for- vitnast, en aðhafðist ekkert frekar í málinu þó henni hafi fundist starfið mjög áhugavert. I þann mund er umsóknarfrest- urinn var að renna út, sendi hún inn umsókn, án þess að ræða málið nokkuð við sinn ektamann. „Og til að gera langa sögu stutta, fékk ég starfið, og var því tilneydd til þess að segja honum frá þessu „leyndarmáli" mínu. Ég brá á það ráð að gefa honum í glas um kvöldið og hóf síðan mína sögu. Ég átti ekki beint von á því að hann tæki þessu neitt sérstaklega vel. Hann vill nefnilega ekki ana út í neitt að óathuguðu máli. En viti menn, minn maður var bara hæstánægður.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg. % í jTt > * • ' ' ' ‘ S'offía Árnadóttir tók við starfl gæðastjóra hjá KASK 1. mars sl., og var því rétt búin að koma sér fyrir í rúm- góðu raðhúsi ásamt fjögurra ára gamalli dóttur sinni austur á Höfn í Hornafirði þegar við Morgunblaðs- menn heimsóttum hana þangað upp úr miðjum mánuðinum. Eiginmanninn, Gunnar Þorláksson, fær hún hinsvegar ekki til sín fyrr en farfuglarnir fara að láta á sér bera með vorinu, en hann hefur sl. tvö ár verið stýrimaður á Kóp GK frá Grindavík. „Eg hef hugsað mér að þvinga hann til þess að vera heima hjá sér í sumar því ég býst við að það verði nóg að gera hjá mér eftir að humarvertíðin hefst. Hann gæti til dæmis kynnst dóttur sinni örlítið nánar og sinnt húsverk- unum. Mér finnst alveg komin tími til að snúa þessum hlutverkum svo- lítið við. Eg hef haft mjög lítið af honum að segja síðan við kynnt- umst. Þú veist, þessir sjómenn eru aldrei heima hjá sér.“ Þrítugur Þórshafnarbúi Soffía er fædd og uppalin austur á Þórshöfn á Langanesi og sleit þar barnsskónum, eins og hún kemst að orði. Foreldrar hennar eru Árni Helgason útgerðarmaður á Þórshöfn og Þórunn Þorsteinsdóttir símstöðv- arstjóri þar í sveit. Þó Soffía sé ung að árum, rétt búin að halda upp á þrítugsafmælið sitt með pompi og prakt, eru afrek hennar bæði stór og mörg, eins og móðursystir hennar komst að orði í tækifærisræðu, sem hún flutti á meðan afmælisfagnaður- inn stóð sem hæst. „Tíræðu gamal- menni á mestu athafnaárum þjóðar- innar hefði varla tekist að lifa svo fjölbreyttu lífi, sem þessi þijátíu ár þín sýna,“ sagði Lilla móðursystir. Og segja má að í þeim orðum fel- ist nokkurt sannleiksgildi. Soffía var ekki há í loftinu þegar hún fór að fara niður á bryggju á Þórshöfn til þess að stunda dorgveiðai'. Og átta ára gömul var hún farin að impra á því við karl föður sinn hvort hann tæki hana ekki með sér á sjó, svona túr og túr, á þorsknótina sem þá var stunduð. „Karlinn var nú yfirleitt heldur seinn til svarsins þessu fylgdi alltaf töluverð spenna fram eftir kvöldi. Yfirleitt fór það þó svo að hann drattaðist með mig með sér.“ Soffía sjómaður Síðar á lífsleiðinni átti Soffía eftir að gerast sjómaður, en hún hefur stundað ýmsar veiðar svo “Sem snur- voð, línu, net, síld og rækjuveiðar á hinum og þessum bátum. Eftir skyldunámið datt Soffíu og vinkonu hennar í hug að bregða undir sig betri fætinum og var þá stefnan tek- in á Færeyjar þar sem þær höfðu fengið vinnu á hóteli við að vaska upp og skafa kartöflur. „Þó það hafi ekki verið vel séð heima, þá ákvað ég að hvíla mig á námi í eitt ár, og sjá svo til. Um haustið, eftir að ég kom frá Færeyjum, komst ég í há- setapláss hjá karlinum, honum pabba, á Fagranesi ÞH 123, 50 tonna stálbát, og fórum við á snurvoð. Ég var reyndar búin að nauða töluvert lengi um pláss. Karlinn sagði alltaf þvert nei. Mig minnir að ég hafi hótað því að sækja um pláss á öðrum bátum og að lokum gekk þetta. Ég reyndi að vinna á við aðra um borð enda hef ég aldrei þolað það að mér sé hlíft bara vegna þess að ég er kona í „karlastarfi". Ég hef heldur aldrei fundið fyrir sjóveikfog þakka það því hversu ung ég var þegar ég fór að fara á sjó. Karlinn hældi mér náttúrulega aldrei í minni áheyrn, en ég var vör við það að hann sagði við aðra að ég gæfi strákunum um borð svo sem ekkert eftir. Ég var oft ósköp þreytt þetta fyrsta haust mitt á sjó. Ég var kokk- ur og einu sinni vorum við búin að vera að veiðum sunnan við Langa- nesið og vorum á heimstími. Það var leiðindaveltingur og búið að vera talsvert stríð á dekkinu fyrr um daginn. Ég var með kjöt og kjötsúpu í kvöldmatinn. Allir voru búnir að borða og ég hlakkaði til að geta stungið mér í koju eftir uppvaskið. í þann mund er ég var að fara að taka leifarnar af matarborðinu, kem- ur ekki þessi svakalegi veltingur Á „fraktara" En hún hafði nokkuð lengi gengið með það í maganum að komast í siglingar á fraktara. Beint úr vinnu í Búnaðarbankanum rölti hún niður á skrifstofu Víkurskipa í pilsi, fínum jakka og háhæluðum skóm og sótti um hásetapláss á flutningaskipi. „Ég held að ráðningastjóranum hafi ekk- ert litist á mig í fyfstu. Hann horfði á mig frá hvirfli til ilja, glotti síðan við mér og spurði hvort ég hefði nokkurt tímann migið í saltan sjó. Hann sagði að ekkert pláss væri laust eins og væri, en ég skyldi vera í símasambandi. Og það tók ég bók- staflega því ég lét þá ekki í friði fyrr en ég var komin í pláss. Ég hætti í Búnaðarbankanum, fór til Þórshafnar óg tók að mér unglinga- vinnu þar, hringdi annan hvern dag og bað meira að segja mömmu um að hringja ef ég sá fram á það að komast ekki sjálf í síma. Ég var ekkert á því að gefast upp. Loksins kom kallið. Ég var búin að fá háseta- pláss á Hvalvíkinni. Ég stökk upp í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.