Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 17
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1992 minn Trabant og ók sem leið lá suð- ur á bóginn. Hvalvíkin var í svokölluðum „tramp“-siglingum. Spenningurinn við þetta allt saman var sá að mað- ur vissi aldrei hvar maður lenti næst og við fengum allt upp í vikustopp á hverjum stað. Við sigldum um öll heimsins höf, vorum mikið við Mið- jarðarhafið, fórum til Spánar, Rott- erdam, Sikileyjar, Englands, Norð- urlandanna, Kanda og Mexíkófló- ans. Og síðast en ekki síst, þá kynnt- ist ég manninum mínum um borð, en hann var þar fyrsti stýrimaður. Astin kom upp í einum af þessum túrum, nánar tiltekið á Sikiley, þar sem stýrimaðurinn uppgötvaði há- setann eða hásetinn stýrimanninn. Það er ekki alveg á hreinu." Puttunum fórnað Ollu gamni fylgir þó einhver al- vara og eftir sex mánuði á Hvalvík- inni lenti Soffía háseti í því að slas- ast. „Við vorum að koma með síld- artunnur til Norðfjarðar og ætlaði ég að drífa þetta af, en ekki fór betur en svo að lestarlúgurnar rúll- uðu yfir þijá putta á mér með þeim afleiðingum að þeir brotnuðu allir og ég sé ekki fram á að ná þeim í samt lag aftur. Ég varð að vonum alveg svakalega svekkt því í frí- stundum spila ég svolítið á orgel. Jafnframt var fyrirséð að ég þyrfti að vera frá vinnu í að minnsta kosti þrjá mánuði. Þetta skeði um mið- nætti og vegna verkfalls opinberra starfsmanna var ekki svarað hjá sjúkrabílnum. Skipstjórinn brá því á f jMér finnst ósköp heimilislegt að geta farið í kaupfélagið til að versla, heilsað öll- um og spjallað um daginn og veginn og fískeríið. f f það ráð að senda út neyðarkall þarna í Norðfjarðarhöfn. Ég fór á sjúkra- húsið þar sem að gert var að sárum mínum og átti ég svo að fara rakleið- is suður daginn eftir til frekara eftir- lits. Þegar ég kom um borð, þá var verið að tína saman fyrir mig dótið mitt. Ég var alveg miður mín. Ég vissi nefnilega að næst væri ferðinni heitið til Grikklands. Þegar skip- stjórinn sá auman svipinn á mér spurði hann hvort ég treysti mér með skipinu suður _með viðkomu í nokkrum höfnum. Ég var náttúru- lega kvalin, en hafði meðferðis deyfi- töflur, og lét slag standa. Auðvitað færi ég með skipinu suður. Útsend- arar mömmu voru í hverri höfn, sem við komum til, og buðust til þess að keyra mig rakleiðis í flug suður til frekara eftirlits. Ég var hinsvegar ekkeit á því, sagði að mér liði bara ágætlega og hefði hugsað mér að sigla áfram suður með skipinu. Enda vissi hvorki mamma né aðrir um að ég var farin að slá mér upp um borð. Þegar mamma hinsvegar frétti af því, varð henni á orði: „Já, það endar náttúrulega með því að þú fórnar öllum puttunum fyrir ein- hvern strákvitleysing." Groddahúmor Söffía segir að um borð í fiskiskip- um ríki gjarnan töluverður grodda- húmor meðal sjómanna. „Það þýðir því ekkert annað en að vera grodda- legur á móti. Einu sinni kom pabbi niður í matsal og sá hvar áhöfnin sat undir einni blárri. Ég, 16 ára unglingurinn, starði auðvitað á þetta eins og allir hinir. Karlinn fór að tvístíga og sagði svo við mig: „Jæja, Soffía mín, ertu ekki orðin þreytt. Ætlarðu ekki að fara að koma þér í koju.“ Annars voru karlagreyin ósköp góð við mig. Ég get ekki sagt ann- að. Yfirleitt fann ég ekki fyrir því að ég væri eina konan um borð þó ég sjálf hafi stundum saknað ann- arra kvenna til að kjafta við á frí- vöktum. Stundum fannst mér þeir ekki vera alveg eins og þeir ættu að sér að vera þegar þeir voru að fíflast sín á milli, eflaust vegna þess að þeir vildu hlífa mér. Það var líka allt í lagi að hafa pabba sem yfir- mann. Hann öskraði jafnt á mig sem aðra. Þó fannst mér ég kynnast honum upp á nýtt á sjónum. Hann er allt annar „karakter“ á sjó eða í landi - mun léttari úti á sjó. Annars vorum við einu sinni þrjár konurnar á Hvalvíkinni einu sinni. Ég var kokkur, Hólmfríður Guðjónsdóttir háseti og Inga Fanney Egilsdóttir stýrimaður. Skipið gekk þá undir nafninu Kvennaathvarfið." Hýrunni eytt „Einu sinni ákváðum við vinkon- urnar að fara á netavertíð austur til Hafnar í Hornafirði í heilan vet- ur. Við réðum okkur hvor á sinn bátinn og bjuggum á verbúð á kvöld- in og um helgar. Þetta var því al- gjört verbúðalíf á okkur. Við fórum á böll í Sindrabæ og víðar um helg- ar enda hafði maður náttúrulega gott upp. Um vorið ákváðum við vinkonurnar að fara suður til þess að halda upp á vertíðarlokin enda nóg til af seðlum. Við vorum í bæn- um í þijár vikur og eyddum hýr- unni, eins og strákarnir segja. Við lifðum sem sagt í vellystingum og ég man að mamma þurfti að lána mér pening fyrir farseðlinum aftur heim. Heldurðu að þetta hafi verið vit! Stundum hefur skort nokkuð á kvenlegheitin í mér. Eitt sinn er ég var að koma af síldarvertíð, dubbaði ég mig upp í mitt fínasta púss og ætlaði að fara út að kvöldi til með vini mínum. Rétt áður en við lögðum í ’ann kippir hann í mig og spyr hvort ekki væri nú skemmtilegra að ég hristi síldarhreistrið af veskinu mínu áður en við færum út úr dyrun- um.“ „Blíðar konur" Þá segir Soffía að margt beri að varast í erlendum höfnum, „en ég var yfirleitt í góðum hönduín hjá skipsfélgöum mínum. Þó kom það fyrir að maður lenti inn á „vafa- sama“ staði erlendis með vinnufélög- unum og að vonum var ég stundum höfð með í ráðum um val á konum, sem vildu ólmar selja þeim blíðu sína.“ Soffía segir að oft hafi það hvarfl- að að sér að leggja fyrir sig sjó- mennsku, en það væri auðvitað erf- itt viðureignar þegar upp væri kom- in íjölskylda. „Sjórinn togar alltaf í mig. Auðvitað fylgir sjómannsstarf- inu hörkuvinna, en svo er líka um mörg önnur störf í landi. Maður er þó laus við allt stress úti á rúmsjó sem gjarnan fylgir landkröbbunum. Þetta er þægilegt og áhyggjulaust líf. Ég vil hvetja kvenfólk til að fara á sjó ef það hefur löngun og kjark. Ég myndi hiklaust leyfa dóttur minni að fara á sjó ef hún færi fram á það. Hún yrði vitaskuld að ráða því sjálf. Aftur á móti vill Gunni senda hana á húsmæðraskóla. Um þetta erum við hjónin að þrátta þessa dagana, þó barnið sé ekki nema fjög- urra ára gamalt". Heimahagar „Nei, það þarf ekki hörkutól. Það þarf aðeins dugnað,“ segir Soffía þegar hún er spurð að því hvort ekki þurfi hörkutól í sjómannsbrans- ann. „Ég er bæði þijósk og gjörn á óþolinmæði ef hlutirnir ganga ekki einn, tveir og þrír. Annars er ég mjög róleg í verunni og þarf dálítið mikið til þess að reiðast. En ef ég reiðist, þá reiðist ég. Ætli ég hafi ekki komist þetta á skapinu og þrjóskunni. Ég held það.“ Soffía segir það hafa verið alveg frábært að fá að alast upp úti á landi, þar sem næg atvinna var fyrir skóla- krakka í sumarfríum og segist alveg geta hugsað sér að búa til frambúð- ar í sínum heimahögum, á Þórshöfn, ef atvinna byðist. „Mér finnst ósköp heimilislegt að geta farið í kaup- félagið tii að versla, heilsað öllum og spjallað um daginn og veginn og fiskeríið. Þetta gerir maður ekki í Reykjavík," segir Soffía Arnadóttir að lokum. Nemendur úr Listdansskóla Þjóðleikhússins. Ballett í Þjóðleikhúsinu Ballett Ólafur Ólafsson Nemendasýning Listdansskóla Islands. Höfundar dansa: Árni Pétur Guðjónsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Ivgenia Gold, Mar- grét Gísladóttir, María Gísla- dóttir, Nanna Ólafsdóttir, Sylvía von Kospoth, Unnur Guðjóns- dóttir. Tónlist: Ýmsir höfundar. Ljós: Páll Ragnarsson. Búning- ar: Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Maggý Dögg Emilsdóttir og búningar úr búningasafni Þjóð- leikhússins. Framkvæmdastjóri: Salvör Nordal. Skólstjóri: Ingi- björg Björnsdóttir. Frumsýning: Þjóðleikhúsið 31. mars 1992. Um síðustu áramót urðu straum- hvörf í menntunarmálum listdans- ara á Islandi. Þá var Listdansskóli Þjóðieikhússins lagður niður eftir 40 ára starf og um leið stofnaður Listdansskóli íslands. Listdans- skólinn er nú orðinn sjálfstæð stofnun, sem ætti að vera betur í stakk búinn til að korna til móts við aukna ijölbreytni í listdansi og auknar kröfur. Var það löngu tímabært, að skólinn öðlaðist meira frelsi og sjálfstæði. Hvernig til tekst er svo undir stjórnendum skólans komið. Þessi ballettsýning var því fyrsta sýning skólans á sviði eftir skipulagsbreytingar, en forsýningar með fleiri atriðum höfðu áður farið fram í húsnæði skólans við Engjateig. Efnisskráin var ijölbreytt og samanstóð af 15 óskyldum döns- um. Um 80 nemendur skólans komu fram. Það var til marks um það að kennarar þekktu efnivið sinn, að enginn hópufinn var að gera hluti, sem hann réð ekki við. Kennarar eiga að draga það besta fram í nemendum sínum, án þess að ofgera þeim og það virtist tak- ast. Atriðin 15 koma úr ýmsum átt- um, hvert ofaní annað. Þegar þannig háttar til, er erfitt að byggja upþ stemmningu í salnum. Þó voru nokkur atriðanna, sem virkuðu sterkar en önnur. Má þar t.d. nefna tvo rússneska dansa í þjóðlegum stíl; annar litríkur, þokkafullur og ágætlega dansaður kvennadans, hinn drengjadans. Vöktu strákarnir verðskuldaða at- hygli fyrir fími og látbragð. Mar- grét Gíslasdóttir hefur samið tvo nútímadansa á sýningunni: „Curs- um Perficio" og „Dansað á föst- unni“. Dansar Margrétar virkuðu sterkt og væri gaman að sjá hana sem danshöfund reyna sig í lengra verki. „Dansað á föstunni" var vel dansaður, þó nokkuð hafi skort á að hópurinn myndaði samtaka heild. Báðir dansarnir voru dimmir og ijós lítið notuð. Reyndar á það við um alla sýninguna og lítill metnaður lagður í þann þátt. En klassískur ballett er sá grundvöll- ur, sem skólinn byggir á. „Glettui'“ eftir Maríu Gísladóttur er mjög hraður dans, sem gerir miklar kröfur til tækni dansaranna. Stúlk- urnar komust vel frá því verkefni. Þó verður sá sem þetta ritar að viðurkenna, að honum finnst tón- list Gershwins og táskór ekki fara vel saman — en það er önnur saga. „Blái valsinn“ eftir Ingibjörgu Björnsdóttur var líka snotur klass- ískur dans og ágætlega dansaður. í vetur hefur verið gerð tilraun með hópa í svokölluðu dansleik- húsi. Eiginlega byijaði þessi til- raun á síðasta vetri, en afrakstur- inn getur að líta á sýningunni. „Tilbrigði 27“ og „Tilbrigði 33“ voru hreint kostuleg atriði og á annarri bylgjulengd. Sylvía von Kospoth og Arni Pétur Guðjónsson sömdu þessi sérstæðu atriði. Segja má að „Tilbrigði 33“ hafi fjarað dálítið út, en „Tilbrigði 27“ var heilsteyptara verk. Nemarnir fóru á kostum í þeim báðum. Það ei' lýsandi fyrir þær kröfur, sem gerð- ar eru til dansara í dag, að þeir þurfa að standa klárir á þessu öllu; klassískum ballett, karakterdansi, nútímadansi, spunadansi — meira að segja á framsögn og jafnvel söng. Af sýningunni má giögglega sjá þá flölbreytni, sem í dag stendur nemendum í listdansi til boða. Það mátti sjá marga efnilega dansara. Tíminn verður að leiða í ljós, hvað úr þeim verður. Nemendum og kennurum ber að þakka fyrir ánægjulega sýningu, sem verður endurtekinn þann 7. apríl í Þjóð- leikhúsinu. Lítil gólfþvottavél fyrir stór gólf! Mikið úrvai af gólfþvottavélum, bónvélum ræstivögnum, gólfbónum, nreinsiefnum o.fl. Hreinlætisróðgjafar RV aðstoða þig við að finna réttu lausnina. Líttu við og prófaðu! Þekking - Úrval • Þjónusta REKSTRARVÖRUR Réltarhálsi 2-110 R.vik. • Simi: 91- 685554 Ný námskeið að hefjast KARATE KWON-DO JUDÓ AIKIDÓ Mörkin 8, austast v/ Suðuriandsbraut, s. 679400 Fullkomin líkamsræktartaeki á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.