Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 18
18 morgunbláðíð SKOÐUIM SUNNÚDAGUR 5. APRÍL 1992 TIÐNIHJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMA FER LÆKKANDIÁ ÍSLANDI eftir Nikulás Sigfússon Á þessari öld hefur orðið mikil breyting á dánarorsökum íslend- inga. Á fyrstu áratugum aldarinn- ar voru kransæðasjúkdómar nán- ast óþekktir en upp úr 1930 fór dánartíðni vegna þeirra ört vax- andi. Á sjöunda áratugnum var svo komið að hjarta- og æðasjúkdómar voru valdir að dauða um það bil 50% allra karla. í þessum sjúk- dómaflokki voru kransæðasjúk- dómar langalgengasta dánarorsök- in eða í yfír 30% tilvika, heilablóð- fall í um 10% tilvika og ýmsir aðr- ir hjarta- og æðasjúkdómar voru dánarorsök í nokkrum prósentum. Meðal kvenna var þróunin svipuð en kransæðastífla hefur þó alla tíð verið miklu sjaldgæfari meðal kvenná er meðal karla. Þessar breytingar á sjúkdóma- tíðni sem áttu sér stað hér á landi voru ekkert einsdæmi heldur má segja að mjög svipuð þróun hafi orðið víðast hvar í hinum vestræna heimi. Á undanförnum áratugum hafa farið fram víðtækar rannsóknir, einkum á sviði faraldsfræði, til þess að reyna að finna orsakir þessara sjúkdóma svo hægt yrði að beita varnaraðgerðum eða lækningum. Þó enn sé margt óljóst í þessu efni hafa þessar rannsóknir leitt í ljós fjölmarga sk. áhættuþætti þessara sjúkdóma og þannig skap- að möguleika á forvarnaraðgerð- um. I ljós hefur komið að áhættu- þættirnir eru mismunandi frá einu landi til annars bæði hvað varðar algengi þeirra og vægi og það er því nauðsynlegt að rannsaka þessa þætti í hverju landi fyrir sig til þess að hafa traustan gi-unn til að byggja á forvarnaraðgerðir og heil- brigðisþjónustu yfirleitt. I þessum tilgangi kom Hjarta- vernd upp rannsóknarstöð árið 1967 og þar hafa síðan farið fram víðtækar hóprannsóknir til þess að kanna þróun og útbreiðslu hjarta- og æðasjúkdóma og áhættuþátta þeirr- Orsakir hjarta- og æðasjúkdónia — áhættuþættirnir Rúmlega 400 áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma eru nú þekktir og stöðugt bætast fleiri við. En þrátt fyrir þennan mikla fjölda eru það einkum þrír sem skipta verulegu máli; há blóðfita, sígarettureykingar og hár blóð- þrýstingur. Rannsóknir Hjartaverndar leiddu fljótlega í ljós að meðal okk- ar íslendingar var blóðfita (kólest- eról) há í samanburði við aðrar þjóðir. Algengi hækkaðs blóðþrýst- ings (háþrýstings) var svipað og hjá nágrannaþjóðum en margir gengu með dulinn háþrýsting og meðferð var oft ábótavant meðal þeirra sem voru á meðferð. Um 1970 var ástandið þannig að um 15-20% miðaldra íslendinga voru með hækkaðan blóðþrýsting, um 30% með hækkaða blóðfitu og sígarettur reyktu um 38% karla og 45% kvenna. Hvaða þýðingu hafa nú þessir áhættuþættir? Rannsóknir Hjarta- verndar sýna að karlmaður sem reykir um einn pakka af sígarett- um á dag eykur á hættu sína á að deyja úr kransæðasjúkdómi um Nikulás Sigfússon „Rannsóknir Hjarta- verndar sýna að karl- maður sem reykir um einn pakka af sígarett- um á dag eykur á hættu sína á að deyja úr kransæðasjúkdómi um nærri 250%, ef efri mörk blóðþrýstings hækka um 10 mm eykst áhætta um 10% og ef blóðfita hækkar um 10 mg% eykst áhætta um 11%. Meðal kvenna eru áhrifin svipuð, þó fylgja sígarettureykingum enn meiri áhætta en meðal karla, pakki á dag fjórfaldar áhætt- una.“ nærri 250%, ef efri mörk blóðþrýst- ings hækka um 10 mm eykst áhætta um 10% og ef blóðfita hækkar um 10 mg% eykst áhætta um 11%. Meðal kvenna eru áhrifin svipuð, þó fylgja sígarettureyking- um enn meiri áhætta en meðal karla, pakki á dag fjórfaldar áhættuna. Ef tveir eða fleiri áhættuþættir koma saman eykst áhættan enn verulega, viss margföldunaráhrif koma í ljós. Þannig er áhætta karla sem bæði reykja og hafa hátt kól- esteról um það bil fjórum sinnum meiri en þeirra sem hvorugan áhættuþáttinn hafa. Hafa áhættuþættir breyst? í um 25 ár hefur verið fylgst með helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma hér á landi. Sem betur fer hafa allir helstu áhættu- þættir hjarta- og æðasjúkdóma færst verulega í betra horf. Sígar- ettureykingar hafa minnkað um þriðjung meðal karla og einnig hefur nokkur minnkun átt sér stað meðal kvenna. Blóðfita (kólesteról) hefur lækkað verulega sérstaklega meðal kvenna og einnig hefur blóð- þiýstingur lækkað mikið hjá báð- um kynjum vegna bættrar með- ferðar. Útreiknuð áhætta á dauða vegna kransæðasjúkdóms hefur minnkað um 35% sl. tvo áratugi vegna þessara breytinga á áhættu- þáttum. Tíðni hjarta- og æðasjúkdóma fer lækkandi Hefur raunveruleg lækkun á dánartíðni orðið í samræmi við þetta? Til þess að fylgjast sem ná- kvæmast með breytingum á tíðni kransæðastíflutilfella hefur Rann- sóknastöð Hjartaverndar skráð öll slík tilfelli á öllu landinu bæði meðal karla og kvenna síðan 1981. Þessi skráning er hluti af sk. MONICA-rannsókn, fjölþjóðlegri rannsókn á vegum Álþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar. Á.meðfylgjandi mynd (mynd 1) má sjá að á tímabilinu 1981-’86 lækkaði dánartíðni úr kransæða- stíflu um 34% meðal karla (íjoldi kransæðadauðsfalla meðal kvenna er of lítill til þess að marktækar tölur fáist á þessu tímabili) sam- kvæmt MONICA-skráningunni. Samkvæmt heilbrigðisskýrslum hefur orðið veruleg lækkun á dánartíðni bæði meðal karla (17%) og kvenna (12%) frá því um 1970. Meðal karla er þessi lækkun bund- in við tímabilið frá 1981. (Mynd 2.) Það er einnig athyglisvert að dánartíðni vegna heilablóðfalls (slags) hefur farið stöðugt lækk- andi hér á landi allt frá 1951. (Mynd 3.) Þessi lækkun nemur um 50% meðal karla og 60% meðal kvenna. Ætla má að batnandi meðferð vegna háþrýstings eigi þarna veru- legan hlut að máli þar sem háþrýst- ingur er einn aðaláhættuþáttur heilablóðfalls. Framtíðarhorfur Dánartíðni, nýgengi og heildartíðni kransæðastíflu meðal íslenskra karla á aldrinum 25-74 ára árin 1981-1986. Monica rannsókn á íslandi. Mynd 1. Tíðni kransæðastíflu pr. 100.000 karla árin 1981-’86. Heildartíðni (ný og endurtekin tilfelli) lækkar um 23%, nýjum tilfellum fækkar um 19% og dánartíðni lækkar um 34%. Kransæðadauðsföll á íslandi 1951-’88. Stöðluð tíðni karla og kvenna. Mynd 2. Miðað við tímabilið 1966-’70 fækkar dauðsföllum vegna kransæðastíflu um 12% meðal kvenna en 17% meðal karla. Dánartíðni vegna heilablóðfalls. Aldursstöðluð tíðni 35-85+ ára. Stöðluð tíðni heilablóðfalls (slags) frá 1951. Lækkunin er um 50% meðal karla en 60% meðal kvenna. Reynsla undanfarinna 10-20 ára bendir eindregið til þess, að með breyttum lifnaðarháttum, t.d. minni reykingum, betri matarvenj- um, aukinni hreyfingu og betra eftirliti með blóðþrýstingi, sé hægt að draga verulega úr tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Það er auðvitað best fyrir ein- staklinginn ef hægt er að koma í veg fyrir að hann veikist. Ýmsum sjúkdómum hefur tekist að útrýma algerlega á undanförnum áratug- um. Þeir þrír áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma sem áður eru nefndir útskýra sennilega um 80% allra dauðsfalla vegna þessara sjúkdóma. Það er því enn hægt að ná betri árangri í baráttunni við þá og ekki sakar — nú á tímum sparnaðar í heilbrigðisþjónustu — að foi'varnaraðgerðir vegna hjarta- og æðasjúkdóma eru ekki mjög kostnaðarsamar. Höf'undur cr yfirlæknir Rannsókimstödvar Hjarta verndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.