Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 26
JMtfrgtmlilafrUt ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVINNUAUa YSINGAR Utgefendur bóka og tímarita Miðaldra maður, fær í Norðurlandamálum og íslensku vill taka að sér þýðingar, próf- arkalestur eða önnur störf við útgáfu á rituðu máli. Svör óskast lögð inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Ú - 12280“. Skrifstofustarf 25 ára gömul stúlka óskar eftir vinnu sem fyrst. Skrifstofu- og ritaraskólamenntun og vön skrifstofustörfum. Upplýsingar í síma 43942 (Þuríður). „Au pair“ - ísland Ég er 18 ára sænsk stúlka frá Malmö sem óskar eftir „au pair" starfi á íslandi. Ég tala fyrir utan sænsku, ensku og svolítið í dönsku og vonandi fljótlega einhverja íslensku. Ég hef undanfarið unnið sem Ijósmyndari en er hætt núna og gæti því byrjað fljótlega. Ef einhver hefur áhuga vinsamlegast hafið samband í síma 90 46 40 306508 eða skrif- ið til: Johanna Rylander, Ö. Förstadsgatan 16:3, 211 31 Malmö, Svíþjóð. Atvinna óskast Viðskipta- og þýskumenntuð ung kona óskar eftir framtíðarstarfi. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. merkt: „V - 347“ fyrir föstudaginn 10. apríl. Framkvæmdastjóri Óskum að ráða framkvæmdastjóra til starfa hjá framleiðslu- og innflutningsfyrirtæki í Reykjavík. Fyrirtækið er í eigu traustra aðila. Starfssvið: Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri fyrirtækisins. Samningagerð og er- lend innkaup. Tilboðsgerð. Stefnumörkun og mótun framtíðarmarkmiða í samvinnu við stjórn. Við leitum að hæfum einstaklingi í þetta mikilvæga starf, sem hefur þekkingu og reynslu af stjórnunarstörfum. Æskileg menntun á sviði tæknifræði og við- skipta/stjórnunarfræði. Sérstök áhersla á skipulega og markvissa stjórnun. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar: „Framkvæmdastjóri - 115“ fyrir 15. apríl nk. Hagvaneur h if Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir „Au pair“ - Bandaríkin „Au pair“ óskast í 1 ár frá og með maí '92 á gott heimili í New Jersey. Verður að vera orðin 20 ára. Upplýsingar gefur Kathrin í síma 901-908 996 2652. Verkstjóri Ungt og öflugt verktakafyrirtæki óskar eftir verkstjóra í framtíðarstarf. Starfssvið er umsjón framkvæmda þar sem að jafnaði starfa 10-15 menn. Æskilegt er að starfs- maðurinn hafi a.m.k. 6 ára reynslu af verk- stjórn. Æskileg menntun: Vélfræðingur, vél- virki eða húsasmiður. Góð laun í boði fyrir réttan starfsmann. Með umsókn skal fylgja yfirlit yfir störf síðustu ára. Umsóknum skal skila til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 10. apríl nk. merktum: „HV - 7936“. Tæknifræðingur Ungt og öflugt verktakafyrirtæki óskar eftir véla- eða skipatæknifræðingi til framtíðar- starfa. Starfssvið er m.a. aðstoðarmaður framkvæmdastjóra, markaðsöflun og yfirum- sjón með vélbúnaði félagsins. Leitað er að starfskrafti sem hefur frumkvæði í starfi og á gott með að vinna í samstarfi. Góð laun eru í boði fyrir réttan starfsmann. Með umsóknum skal fylgja yfirlit yfir störf síðustu ára. Umsóknum skal skila til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 10. apríl nk. merktum: „HV - 7948“. Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir leiðbein- endum til starfa við Vinnuskólann sumarið 1992. Starfstíminn er frá 1V júní til 31. júlí. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í verkstjórn, við ýmis verkleg störf, og/eða vinnu með unglingum. Vinnuflokkar skólans starfa að þrifum, gróðurumhirðu og léttu við- haldi t.d. á skólalóðum eða leikvöllum. Einnig er óskað eftir leiðbeinendum fyrir hóp fatlaðra ungmenna sem þurfa mikinn stuðn- ing í starfi. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, sími 622648. Þar eru einnig veittar upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. VinnuskóH Reykjavíkur. Innflutningsaðili Við leitum að innflutningsaðila á dönskum vörum til skreytinga, bæði á borð og annað innan veggja heimilisins. 4 litir fáanlegir. Vinsamlegast hafið samband við: ABM Line, Niels Bohrsvej 24, 8670 Lásby, Danmörku. Telefax: +45 86951907. Matvælafræðingur HAGKAUP óskar eftir að komast í samband við matvælafræðing til að sjá um mælingar og eftirlit með ferskvörum í verslunum fyrir- tækisins. Það er skilyrði að viðkomandi hafi yfir að ráða aðstöðu til að gera rannsóknir. Tilboðum skal skilað til skrifstofu HAG- KAUPS, Skeifunni 15, fyrir 10. apríl nk. HAGKAUP & Vinnuskóli Mosfellsbæjar auglýsir eftir leiðbeinendum til starfa við Vinnuskólann í sumar. Æskilegt er að um- sækjendur hafi reynslu í stjórnun og þekk- ingu á verklegum störfum í garðyrkju. Nánari upplýsingar veitir garðyrkjustjóri Mosfellsbæjar, Hlégarði, í síma 666218. Umsóknareyðublöð liggja frammi á af- greiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Hlégarði. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Garöyrkjustjóri. HEILSUGÆSLUSTÖÐINÁ ÍSAFIRBI Hjúkrunarfræðingar Óskum að ráða nú þegar heilsugæsluhjúkr- unarfræðinga eða hjúkrunarfræðinga við heilsugæslustöðvarnar á: ísafirði - Tvo í fastar stöður (100% stöðu- hlutfall). Suðureyri v/Súgandafjörð - Einn í fasta stöðu (100% stöðuhlutfall). í boði eru húsnæðishlunnindi, staðaruppbætur á laun, flutningsstyrkur. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri og/eða framkvæmdastjóri alla virka daga frá kl. 8.00- 16.00 í síma 94-4500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.