Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1992 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Umgjörð- inni verður að breyta ÞORBERGUR Aðalsteinsson og Einar Þorvarðarson eru tilbúnir að halda áfram með landsiiðið fram yfir heims- meistarakeppnina 1995 að vissum skilyrðum uppfyllt- um. Þeir leggja áherslu á að breyta umgjörðinni og aðlaga að þörfum leik- manna. Þorbergur, þú ert tilbúinn í áframhaldandi slag, en eru allir leikmennirnir sem voru í Austurríki tilbúnir að halda áfram? „Þetta er hópurinn fyrir Sví- þjóð í stórum dráttum, en við höfum ekki sest niður og ákveð- ið neitt með framhaldið. Hins vegar er ljóst að ýmsu þarf að breyta. Það þarf að velja 20 manna hóp með HM 1995 i huga og allir sem voru í Austur- ríki eru inni í myndinni, hafi þeir áhuga. Síðan eru einhvetjir yngri í viðbót og menn detta út eins og gengur, því það er enginn sjálfsagður í landslið. Síðan þurfum við að hafa mark- vissa uppsetningu á því hvað við ætlum að fara langt 1995 og hvemig við ætlum að fara að því. Það þarf að vera á hreinu að akkur sé fyrir leikmann að vera í landsliðinu. Að menn fái bónus fyrir að leika fyrir Ís- land. Sem dæmi má nefna að taki maður þátt í 70% verkefna á sex mánaða tímabili fái við- komandi eitthvað fyrir sinn snúð. Það þarf að semja við at- vinnurekendur, ekki eitt ár í einu heldur jafnvel þijú ár fram í tímann. Það þarf að koma leikmönnum fyrir á vinnustöð- um. Það þarf að tala við stjórn- endur skólanna, fara með strákunum til námsráðgjafa til að hjálpa þeim að stunda nám- ið þrátt fyrir margar eyður vegna landsiiðsins. Það þarf að gera umgjörðina eins og hún er hjá atvinnumönnum. Ef menn fara út í atvinnu- mennsku á að liggja fyrir að þeir þurfa að taka þátt í ákveðnum verkefnum með landsliðinu og undan þeim verð- ur ekki komist. Og svo fram- vegis og svo framvegis. Við verðum auðvitað að láta reyna á hvað við komumst langt með þetta. Fjárhagsstaða HSÍ hefur batnað verulega, en spumingin er hvort við getum fylgt þessu eftir. Það kostar mikla vinnu, en þetta þarf að gera.“ Gróf vinnuáætlun - Hefur verið gerð áætlun varðandi landsliðið til 1995? „Já, í stórum dráttum. Hún miðaðist við að komast á HM í Svíþjóð, en 3. maí verður dreg- ið í riðla. Þá verður hægt að loka áætluninni varðandi næsta ár. Þá vitum við með hvaða lið- um við verðum með í riðli, hvaða þjóðir koma til greina varðandi æfingaleiki. Okkur hefur verið boðið í leiki erlendis og eitt mót, en ég vil helst taka þátt í tveimur mótum erlendis tíl viðbótar fyrir HM. Einhveij- ir landsleikir verða heima, en ég legg áherslu á mót eriendis og ekkert annað. Slðan er spumingin hvenær Evrópu- keppnin fer af stað.“ Morgunblaðið/KGA Við fórum yfir erfiðan þröskuld FYRIR ferð landsliðsins í B-keppnina í Austurríki, þar sem tak- markið var að ná einu af fjórum efstu sætunum og tryggja ís- landi farseðilinn í HM-keppnina i Svíþjóð 1993, sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, að framundan væri lifróður - til að gera ísland aftur að A-þjóð í handknattleik. Það var svo sannarlega mikill öldugangur hjá landsliðsmönnunum að settu marki, en þrátt fyrir að hressilega hafi á móti blásið lögðu leik- mennirnir ekki árar í bát. Þeir náðu landi og framundan er sigl- ing til Svíþjóðar. Án efa verða margar mótbárur á leið landsliðs- ins sem fyrr. „Ferðin til Austurríkis var mjög lærdómsrík. Við vorum allir að fara yfir mjög erfiðan þröskuld í íslenskum hand- knattkleik. Okkur tókst það sem við ætluðum okkur og erum bjartsýnir - framtíðin er svo sannarlega björt og það eru stór- kostleg kaflaskipti framundan," sagði Þorbergur Aðalsteinsson m.a. í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hann segir frá gangi mála í sambandi við undirbúning og mótlæti og hvað gerðist í B-keppninni í Austurríki og hvers vegna. Island hafnaði í þriðja sæti í keppn- inni, en úrslit einstakra leikja sýndu að ekkert má út af bregða og mhb eins manns dauði er Eftir Steinþór Guðbjartsson og Sigmund Ó. Steinarsson annars brauð. En er landsliðsþjálfarinn ánægður með ferðina til Austurríkis þegar hann lítur til baka? „Ég er ánægður að því leyti að við náðum tilsettu takmarki — við náðum því að verða A-þjóð á ný og verðum með í heimsmeistarakeppninni í Sví- þjóð. Það er þáttur sem ég er mjög ánægður með.“ Sóknarteikurinn sat á hakanum - Margt var aðfinnsluvert í leikj- um íslenska liðsins og ferðin kostaði blóð, svita og tár. Hver er skýringin? „Síðastliðin tvö ár höfum við gert okkur ljóst að þetta yrði mjög erfitt. Ef við förum lauslega í gegnum að- draganda undirbúningsins fyrir B- keppnina þá held ég að allt sem gerð- ist í Austurríki eigi sér skýringar. Ef við byijum á varnarleiknum og markvörslunni, þá er ekki hægt að loka augunum fyrir því að markverð- irnir stóðu sig mjög vel. Markvarslan og varnarleikurinn er þáttur sem við Einar Þorvarðarson höfum lagt höf- uðáhersluna á. Sóknarleikurinn hefur setið meira á hakanum og fyrir því eru margar ástæður. Byijum á vinstra horninu. Þar ætluðum við að byggja á Jakob Sig- urðssyni og Konráði Olavsyni. Jakob, sem var fyrirliðinn í hópnum, meidd- ist síðastliðið haust og setti það strik í reikninginn. Júlíus Jónasson átti að vera númer eitt vinstra megin fyrir utan, Héðinn Gilsson hægri hönd hans og Einar Gunnar Sigurðsson lærlingurinn. Júl- íus var nánast ekkert með allan undir- búningstímann og við áttum í geysi- legum erfiðleikum með félagslið hans á Spáni. Júlíus var því ekki í neinni æfingu í sambandi við sóknarleik- kerfi og annað slíkt og óvissan í sam- bandi við Spánveijana setti hann auðvitað úr jafnvægi. Hann kom beint til Austurríkis og meira að segja eftir að mótið hófst. Héðinn hefur verið hjá þýsku fé- lagsliði í tvö ár og verið afar óhepp- inn með þjálfara. Þá hefur hann átt við þrálát meiðsl að stríða og er Ioks- ins núna að ná sér á strik, en er ekki í fullri æfingu og á mikið eftir. Einar Gunnar Sigurðsson, sem er einn framtíðarmanna okkar, fór með til að læra. Hann kemur að öllum lík- indum til mpð að leika mikið í þess- ari stöðu í framtíðinni. í desember var ákveðið eftir miklar vangaveltur að Gunnar Gunnarsson og Gunnar Andrésson yrðu ieikstjórn- endur í hópnum, en skömmu síðar meiddist eldri leikmaðurinn, Gunnar Gunnarsson. Hann gat lítið verið með í jólaæfingunum og komst ekki með á mót í Austurríki í janúar. Það var ekki fyrr en rétt fyrir B-keppnina að hann var aftur með.“ Þá gerðist óhappið „Hægri vængurinn fyrir utan er erfiðasta staða okkar. Kristján Ara- son er vinstrihandarmaður okkar númer eitt og það er langt í næsta mann. Allir, sem fylgjast með hand- knattleik á Islandi, voru sammála um að við yrðum að fá Kristján með til Austurríkis og í janúar var hann til- búinn í slaginn. Hann fór þá með okkur á æfingamótið í Austurríki og gekk vel, bæði varnar- og sóknarlega séð. Allt lofaði góðu — allir vita að þegar Kristján er inni á vellinum er sóknarleikurinn eins og hann er best- ur, því Kristján er hugmyndaríkur og yfirburðamaður í tækni. Það var þá sem mér fannst lokahlekkurinn í keðjuna væri kominn, en síðan varð óhappið; Kristján meiddist. Við héld- um undirbúningnum áfram, en vorum í miklu tímahraki. Kristján virtist ekki ætla að ná sér. Þegar vika var eftir af undirbúningnum var ljóst að hann myndi ekki ná sér fullkomlega til að leika í sókninni. Við höfðum notað Bjarka Sigurðsson til að leysa hann af og höfðum Bjarka einnig til vara fyrir Valdimar Grímsson. Eg gerði mér fyllilega ljóst að Bjarki, einn fyrir utan hægra megin, myndi ekki klára sjö leiki. Hvað var þá til ráða? Jú, við höfðum samband við Sigurð Sveinsson. Sigurður sló til og fór með okkur til Austurríkis á síð- ustu stundu, en hann var ekkert með okkur í undirbúningnum. Ekkert! Engu að síður skilaði hann sínu frá- bærlega og á þakkir skildar. Við höfðum Valdimar Grímsson úti á hægri kantinum ásamt Bjarka. Á línunni voru við með Geir Sveins- son og Birgi Sigurðsson. Vandamálið hjá okkur var að við höfðum ekki þá menn, sem áttu að sjá um sóknarleikinn, síðustu tvo mánuðina í lokaundirbúningnum. Því náðist aldrei að æfa sóknarleikinn eins og við vildum, en sóknarleikurinn er alltaf fínpússaður í lokaundirbún- ingnum — meira og minna. Vanda- málið var ekki aðeins að við gætum ekki æft leikaðferðir saman, heldur gerðist það gegn Noregi að við lékum með þijá leikmenn fyrir utan, Sigurð Sveinsson, Gunnar Gunnarsson og Júlíus Jónasson, sem höfðu aldrei leikið fyrr saman. Því miður. Við vissum að hveiju við gengum og völdum ákveðna leið. Við treystum vörninni og vorum bjartsýnir varð- andi markvörsluna. Markverðirnir voru á uppleið og höfðu sýnt og sann- að að þeir gætu gengið í gegnum keppnina. Og síðan vissum við að við gætum staðið okkur nægilega vel sóknarlega til að ná settu marki. Þetta var leið sem var valin, en ekki einhver. önnur.“ Reyndum að ná leikkerfum heim og saman í Austurríki — Það hefur því verið undirbún- ingnum að kenna að þú reiddist við leikmenn, þegar þú varst að láta þá æfa leikkerfi á æfingu morguninn fyrir leikinn gegn Dönum og sagðir; „Ef þið getið ekki gert þetta á æf- ingu, þá getið þið það ekki í leiknum í kvöld.“ Þú varst sem sagt að slípa leikkerfin í mótinu sjálfu? „Það gefur augaleið að við höfðum engan tíma fyrir mótið og því vorum við að reyna að koma þessu heim og saman á síðustu stundu. Við höfðum farið í gegnum ein fimmtán til tutt- ugu sóknarkerfi - og vorum að reyna að taka út ijögur til fimm kerfi. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað þetta hefur verið erfitt. Það segir sig sjálft þegar maður hefur ekki leik- mennina heima - þá er ekki hægt að fara yfir leikkerfin." - Hvers vegna áttu leikmennirnir svona erfitt með að komast inn í leik- kerfin? „Þjálfari þarf að hafa þá leikmenn, sem eiga að leika saman í mótum, til að æfa sóknarleik í einum fjörutíu til fimmtíu landsleikjum. Það verður að hafa sömu sex til sjö mennina inni á vellinum hvað eftir annað. Við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.