Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNÚDAGUR 12. APRIL 1992 DANMÖRK GESTIR í dönskum fermingarveislum eru oft á milii 10 og 30, alira nánustu ættingjar, og aldrei er um stórveislur að ræða. Oft er þriggja rétta máltíð og síðan kaffi, kökur og líkjör, og kostar matur oft frá 1.400 ísl. kr. til 2.700, eftir því hvort veisla er haldin heima eða á veitingastað. Sem dæmi um fermingargjöf frá foreldrum má nefna hjól eða tölvu, en verð gjafar er oft á bilinu 10 til 30 þúsund ísl. kr. Ættingj- argefaoftastfyriru.þ.b. 2-5.000 ísl. kr. Ekki er talið nauðsynlegt að fara á Ijósmynda- stofu í tilefni fermingar, en þeir sem það kjósa geta fengið átta myndir fyrir tæpar 3.000 ísl., ogborga 1.500 ísl. kr. meiraef þeir viljafá fleiri og stærri myndir. Yfirleitt eru vörur aldrei auglýstar sem tilvald- ar fermingargjafir en þó mun vera eitthvað um að vörur sem kosta milli 20 og 30 þús. ísl. kr., séu auglýstar á þessum tíma. Þess má geta, að á mjög kristnum svæðum eins og til dæmis á Jótlandi er miklu minna gert úr veislum og öðru tilstandi fyrir ferming- ar. hönd ef þeir geta. í Bandaríkjunum er það siður þegar vinir koma sam- an að hver og einn komi með köku eða annað og virðist barnalegt stolt ekkert há þeim.“ íslendingar eru afar stoltir og halda sína veislu hvað sem raular. . Þegar fólk var spurt hvernig það færi að því að mæta þeim auka- kostnaði sem fermingarveislur hefðu í för með sér var því svarað til, að skutdir og annað fengi að sitja á hakanum. Ekki er það held- ur óalgengt að þeir sem úr minnstu hafa að spila leigi oft sali og haldi góða veislu. „Ég held að langflestir íslending- ar haldi aðeins veislu fyrir sína allra nánustu, 30 til 40 manns,“ segir sr. Hreinn. „Þetta er enn minna í sniðum í Danmörku þar sem ég þekki til. Þar er það einungis fjöl- skyldan sem kemur saman, kannski 20 til 30 manns. Ég var líka I mörg- um brúðkaupum dönskum þar sem voru kannski aðeins fleiri gestir og snyrtilega raðað til borðs. Við erum öllu stórtækari." Sr. Frank hefur svipaða sögu að segja frá Finnlandi. „Eg dvaldi hjá presti sem var að ferma og fór einn- ig í fermingarboð með honum. Var það með allt öðrum blæ en hér gerist. Fyrir hina allra nánustu var haldið kaffiboð og gjafirnar ekkert í líkingu við þær sem hér eru gefnar. Það er samkeppni á öllum sviðum hér á landi og ég held að fermingar- veislur séu þar ekki undanskildar. En fermingarveislur eru þó fyrir utan erfidrykkjur, oft eina tækifær- ið sem stórfjölskyldan getur hist.“ , Sr. Vigfús Þór segir að fólk megi ekki hætta að hittast. „Fermingin er gleðinnar dagur og veisla af hinu góða. Marteinn Lúther hafði ekkert á móti veislum, en líklega ekki gert ráð fyrir að þser yrðu í líkingu við það sem hér gerist.“ í LANDILÚTHERS En hvernig skyldu þeir fagna fermingu barnsins í landi Lúthers? Heidi Rabe, blaðamaður í Brem- en í Norður-Þýskalandi, og Eva Gottschall meinatæknir og sóknar- nefndarformaður í Freiburg í Suður-Þýskalandi spurðust fyrir um það hjá vinnufélögum, vinum, ætt- ingjum og nágrönnum hvernig fermingarveislum og öðru sem henni tengdist væri háttað og drógu síðan helstu atriði saman. Og á Norðurlöndum fóru nokkrir Islendingar sem lengi hafa verið búsettir þar ytra á stúfana fyrir Morgunblaðið. Dagbjörg Baldurs- dóttir félagsráðgjafi í Bryne, sem er skammt frá Stavanger, kannaði fermingar í Noregi, í Svíþjóð kann- aði Sigrún Guðmundsdóttir hjúkr- unarfræðingur í Gautabórg þau mál, og í Danmörku Trausti Bald- ursson líffræðingur í Óðinsvéum. Þess ber að geta að ætíð eru til undantekningar frá öllum siðum og venjum, en ætla má að yfir heildina sé þetta svipað. Eftir því sem næst NOREGUR ALGENG tala veislugesta í Noregi er um 30 manns, en stundum færri. Norðmenn eru oft bæði með mat og kaffi í sömu veislunni svipað og Þjóðveij- ar. Ef keyptur er matur frá veislueldhúsi kostar hann um 900 ísl. kr. fyrir manninn. Oft er farið út að borða ef gestir eru ekki fleiri en 12. Margar stúlkur vilja fermast í norska þjóð- búningnum og fá hann þá ífermingarg- jöf frá foreldrum. Hann er þó ekki gefins, kost- ar um 60 þúsund krónur íslenskar, þ.e. ef hluti hans er saumaður heima. Annars fá börn gjarn- an gjafir frá foreldrum sínum fyrir um það bil 20 þús. ísl. kr. Afar og ömmur gefa oft um 9.000 ísl. kr. og aðrir ættingjar frá 3-5.000 ísl. kr. Algengt er að vinir og nágrannar sem ekk'i eru boðnir í veisluna sendi kort með pen- ingum, 500-1.000 ísl. kr. í dagblöðum er fermingarfatnaður oft auglýst- ur og einnig auglýsa gullsmiðir fermingargjaf- ir, en að öðru leyti er lítið um „fermingartilboð" í dagblöðum. í norska sjónvarpinu eru ekki auglýsingar. Ekki er algengt að fara á Ijós- myndastofu í tilefni dagsins, en það er þó að sjálfsögðu hægt og kosta 12-14 myndir af stærðinni 9x12 tæpar 6.000 ísl. kr. Morgunblaðið/Árni Sœberg Foreldrarnir Sigfús Tómasson og Oddfríður Jónsdóttir ásamt fermingarbarninu Sigríði Grétu Sig- fúsdóttur. ENGINN FRIÐUR FORELDRAR fermingarbarna hafa í mörgu að snúast þessa dagana og segja þau hjónin Oddfríður Jónsdóttir leikskóla- stjóri og Sigfús Tómasson vélsljóri sem ferma nú elsta barn sitt af þremur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, að undirbúningur fyrir ferminguna hafi staðið á fjórða mánuð. Við gerðum lítið fyrir jólin, biðum með stórhreingern- ingar og að mála þar til núna,“ segir Sigfús, „en þótt við höfum verið upptekin af undirbúningi fermingarveislunnar síðustu mán- uði þá held ég að hún sé ekki stærri að umfangi en þegar elsti bróðir minn fermdist fyrir 25 árum.“ Tæplega 50 manns koma í veisluna og áætlar Oddfríður að hún muni kosta milli 40 og 50 þúsund. „Marsipanterta kostar tæpar 10 þús. krónur og snitturn- ar um 15 þús. krónur. Annars baka ég allt sjálf og reikna með að efni í tertur, og drykkjarföng kosti ekki minna en 20 þúsund. Síðan má reikna með kostnaði við servíettur, kerti og annað. Ég get nefnt, að ég var að hugsa um að kaupa tvö fermingarkerti sem ég sá á 1.500 krónur, en það var fermingarbarnið sjálft sem þvert- ók fyrir slíkt óþarfa bruðl.“ Oddfríður saumar bæði kjól og kápu á dóttur sína og dragt á sjálfa sig, en efnið í allt saman hafði hún keypt þegar það var á góðu verði í janúar. Hún segist þó vita þess dæmi að fötin á ferm- ingarbarnið og á fjölskylduna geti kostað um 70 þús. krónur. „Síðan ætlum við að fara á ljós- myndastofu því okkur langar að fá fjölskyldumynd í leiðinni, en gjaldið fyrir myndatökuna og raunar allt sem tengist ferming- unni finnst okkur of hátt. Það er eins og allir séu að reyna að græða á manni. Það eru þessi utanað- komandi áhrif, auglýsingar og annað, sem eru truflandi og í raun er enginn friður." Oddfríður segir að þetta sé orð- in spuming um lífsgæðakapp- hlaup og meting. „Fjölmiðlar eru fullir af auglýsingum þar sem fólk er hvatt til að kaupa tölvu á 100 þúsund krónur eða hljóm- flutningstæki á 50 til 70 þúsund krónur handa fermingarbarni. Mér skilst að mörgum börnum þyki sjálfsagt að fá fermingar- gjafir fyrir fimm til fimmtán þús- und krónur, jafnvel hest. Ég spyr bara, hvað halda þessir krakkar eiginlega að þeir séu?“ Sigfús segir að mikið hafi líka borið á því að kokkar frá hinum ýmsu veislueldhúsum hafi hringt heim til þeirra og boðið fram þjón- ustu sína, einnig hafi sölubækl- ingar og afsláttarmiðar streymt inn um bréfalúguna. „í sjálfu sér þykir mér mjög gaman að halda góða veislu og þetta er kjörið tækifæri fyrir stór- fjölskylduna að hittast. Hins veg- ar tel ég að þetta tilstand sé al- mennt komið út í tóma vitleysu. Fólk spennir bogann of hátt og er lengi að jafna sig eftir ferming- ar. Sumir segja að bniðlið sé eink- amál hverrar fjölskyldu, en þegar metingur er kominn inn í dæmið er þetta ekki lengur neitt einka- mál. Ég neita því ekki, að ég hef líka spurt sjálfan mig hvort prest- arnir vilji öðrum fremur halda í þessa fermingarvertíð? Oddfríður segir að gjarnan megi innheimta fermingarfræðsl- ugjaldið um haustið en ekki rétt fyrir fermingu eins og gert er, þegar útgjöld eru hvað mest. „En ég er mjög ánægð með þann fermingarundirbúning sem dóttir okkar hefur fengið og við höfum verulega notið þess að taka þátt í honum með henni. Fræðslan sem þau fá núna er mun meiri en sú sem við fengum þegar við fermd- umst og tel ég það vera mikla framför." að senda út boðskort fyrir ferming- ar. Auðvitað er það aukinn kostnað- ur en ef aðrir eru með boðskort er sjálfsagt að vera með þau líka. ís- lendingar kæra sig ekki um að vera öðruvísi en aðrir. Ljósmyndarar verðleggja vinnu sína með afar mismunandi hætti. Á einni stofunni í Reykjavík kosta 12 myndir 14.250 kr. en á annarri 6.800 kr. Kunnugir segja þó að um svipaðar myndir sé að ræða. Það merkilegasta er þó að menn verða hvort sem þeim líkar betur eða verr að borga fyrir 12 myndir. Á einni stofunni var þó hægt að fá sex myndir fyrir átta þúsund. Hringt var á fimm ljósmyndastofur og spurt hvers vegna menn þyrftu endilega að fá þessar 12 myndir sem enginn hefði síðan not fyrir, og var svarað að það þyrfti að klæða börnin í kyrtla og að þetta væri erfiður aldur. GJAFAKRÖFUR Þessi erfiði aldur virðist því skapa fjölda manns atvinnu og veitir víst ekki af. Það sem helst virðist þó fara fyrir brjóstið á mönnum og einkum foreldrum sem borga brús- ann eru kröfur í sambandi við gjaf- ir og veislu. í litlu þjóðfélagi er oft erfitt að gera hlutina á annan hátt en náung- inn og virðist það loða við íslend- inga að apa allt eftir næsta manni. Sr. Frank kemst ágætlejga að orði þegar hann segir: „Við Islendingar teljum okkur trú um að við séum miklir einstaklingshyggjumenn, en í raun erum við múgsálir." Ergir það marga foreldra að hlut- ir sem kosta frá 50-100 þúsund krónur skuli vera auglýstir sem til- valdar fermingargjafir. Eflaustget- ur efnað fólk gefið barni sínu gjöf fyrir þessa upphæð og ætti engum að koma það við, en hið versta er, að meðal barna og unglinga á ís- landi ríkir oft sami metingur og hjá fullorðna fólkinu. Enda læra þau það sem fyrir þeim er haft. Ung- menni sem fermdust fyrir fimm árum upplýstu að þau hefðu verið á nálum í veislunni, eða allt þar til peningabunkinn var orðinn nokkuð bærilegur. „Við kviðum því að fá kannski minna en vinif okkar höfðu fengið." Sr. Frank segir, að þegar það komi fram í fjölmiðlum að ferming- arbörnum þyki eðlilegt að fá háar peningaupphæðir, hest eða utan- landsferð að gjöf, hafi það vissulega áhrif. „Einnig auglýsingar í fjöl- miðlum, eins og til að mynda þegar tölvur eru auglýstar sem tilvaldar fermingargjafir. Áhrifagjörn böm spyija sig eflanst, ef einhveijir fá þetta, því þá ekki ég?“ Sr. Hreinn telur að þótt eitthvert barn fái hest í fermingargjöf, þá hafi það hvort eð er átt að fá hann, það hafi aðeins verið beðið með það fram að fermingu. Margir foreldrar taka þó harða afstöðu gegn auglýsingum af þessu tagi og segir ein móðir á Suðurnesj- um sem nú er að ferma: „Vita for- eldrar hvað þeir eru að gera börnum sínum þegar þeir rétta þeim gjafir sem kosta allt að 100 þúsund krón- um? Ef bömin mín vilja eignast svo dýra hluti, verða þau að vinna fyrir þeim sjálf." Þótt fermingartilboð af þessu tagi komi illa við marga foreldra sem hafa fullt í fangi með sjálfa veisluna, má þó segja að þau hafi komið sér vel fyrir aðra kaupendur sem biðu einmitt eftir hagstæðum kjörum á ákveðnum vörutegundum. Annað sem þreytir foreldra ferm- ingarbarna eru sölubæklingar frá ýmsum fyrirtækjum sem vilja selja föður fermingarbarnsins vinnu og vörur af öllu tagi en bæklingar eru flestir stílaðir á hann. Að sögn Sr. Franks hafa sölumenn reynt að fá lista yfir væntanleg fermingarböm, en prestar tekið þá ákvörðun að láta slíka lista ekki í té, þannig að aðrar leiðir virðast farnar í því sam- bandi. VEISLUGLEÐI Algengur fjöldi gesta í fermingar- veislum á íslandi virðist vera frá 30 til 80 manns. Samkvæmt upplýs- ingum frá Biskupsstofu fermast í kringum 4.000 böm á landinu öllu og ef miðað er við 40 gesti í hverri veislu, taka um 160 þúsund Islend- ingar þátt í veisluhöldum í apríl- mánuði. „íslendingar eru afar veisluglöð þjóð,“ segir sr. Vigfús Þór. „Ferm- ingarveislurnar eru til dæmis ekki stórar í sniðum miðað við margar afmælisveislur sem við höldum. En það em erfiðir tímar hjá fólki núna og ættu íslendingar að vera vak- andi fyrir því og rétta fram hjálpar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.