Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDÁGUR 12. APRÍL 1992 C 13 VÍNARBRÉF Tékknesk sveit í EITT AF því sem er svo furðulega skemmtilegt fyrir eyjaskeggja er að koma á meginlandið og geta fyrir- hafnarlaust keyrt úr einu landi i annað í sunnudagsbíltúrnum. Þegar komið er að landamærum Austur- ríkis og Þýskalands er enginn augljós mun- ur á löndunum, þó hann komi reyndar fljót- lega í ljós, þegar nánar er að gáð. Mállý- skurnar eru aðrar, klæðnaður og matur öðruvísi. Þegar kom að landamærum Þýska- lands og Tékkóslóvakíu blasti munurinn við. Þýska landamærastöðin var nýleg og snyrtileg, sú tékkneska niðurnídd og drasl- araleg. Ryðgaðir staurar, málningin farin að flagna og annað eftir því. Allt eitthvað svo innilega úr sér gengið. Eftir þriggja tíma ökuferð í gegnum þetta tékkneska landshorn, að næstu landamærastöð, sást að fyrstu kynnin af landinu voru forsmekk- ur þess sem átti eftir að blasa við. Okumaðurinn í fína, þýska Bensinum á undan mér var lengi á tali við landamæra- vörðinn tékkneska. Það virtist ekki einfalt að sleppa inn í landið. Þegar loksins kom að mér var komin álitleg biðröð. íslenska vegabréfíð vekur alltaf athygli, íslendingar eru sjaldgæf tegund. Eftir að hafa lesið vegabréfið spjaldanna á milli, leit vörðurinn kankvís á mig og spurði hvernig við hefðum það á íslandi. Þó ég hafi heyrt að útlitið þyki dökkt heima fyrir, kunni ég ekki við að fara að rekja það fyrir honum. Erfiðleik- ar í landi, þar sem flestir eiga nokkurn veginn það sem þeir þurfa og meira til, eru léttvægir miðað við það sem gerist í Tékkó- slóvakíu. Ég sagði því að við hefðum það gott en hvað með ykkur í Tékkóslóvakíu? „Við höfum það ekki gott,“ sagði vörðurinn og brosti Ijúfsáru brosi. Þá skyldi ég af hveiju bílstjórinn á undan var svo lengi að komast í gegnum landamærin. Þó Tékkana vanti allt til alls, hafa þeir tíma til að taka fólk tali. Þýsku og austurrísku verðirnir mega varla vera að því að brosa, hvað þá meir. Tékknesku vegirnir voru heldur hrörlegir eftir þá þýsku. Strikin eru máluð með máln- ingu, sem líkist veggjamálningu og er fljót að mást af, ekki þessi hvíta seiga blanda sem við þekkjum. í stað strika með endursk- insmerkjum meðfram veginum eru málaðir hvítir ferningar á trén við veginn eða rekn- ar niður hvítar stikur, þar sem tijánna nýtur ekki við. Innfæddir hafa verið fljótir að taka við sér í sölumennskunni. Fyrstu þijátíu kíló- metrana eftir iandamærin var töluvert um sölubúðir, sem fólk hafði komið sér upp við hús sín og það í skyndi, því víðast voru þetta aðeins borð með varningi á. Mest bar á tékkneskum kristal, sem hefur borið hróð- ur einmitt þessa svæðis svo víða. Ég stopp- aði þar sem ég þóttist sjá hunangskrukkur. Tvær kílóakrukkur, önnur með ljósu, hin með dökku hunangi, stóðu innan um krist- al, vínflöskur og ávaxtabrennivín. Roskinn maður og annar yngri stóðu við borðið. í Vín hafði verið vorveður, þarna voru snjóflekkir. Um morguninn vartveggja gráðu frost sagði sá roskni mér. Þeir töluðu hrafl í þýsku, sá yngri með stöku ensku orði og voru skrafhreifir, rétt eins og landa- mæravörðurinn. ísland könnuðust þeir ekki við, þegar þeir heyrðu nafnið, en þegar þeir sáu hnattstöðuna á kortinu í minnisbók- inni minni, rönkuðu þeir við sér. Þeir sögðu að margir Danir legðu leið sína þarna um, slangur af Svíum, fáir Norðmenn, en íslend- inga höfðu þeir ekki séð fyrr. Ljósa hunang- ið var akurhunang, það dökka skógarhun- ang og aðeins dýrara. Að sjálfsögðu var boðið upp á að bragða, áður en gert var út um kaupin. Báðar tegundir fijótandi og undur bragðgóðar. Þessi tvö kíló kostuðu sem svarar 600 ÍSK. flugsýn Þegar íjær dró Jandamærunum sáust ekki fleiri söluborð. Á veginum var bókstaf- lega engin umferð. Lítil sveitaþorp voru á stangli. Þar sást enginn hreyfing. Kannski voru allir að borða bak við gluggatjöldin úr nælonblúndunum, sem prýddu flesta glugga. Nýlegu húsin voru ljót, ömurleg byggingarlist uppfærð af andlegum og efn- islegum vanefnum. Þau virtust niðurnídd, jafnvel áður en þau voru almennilega kom- in upp. Gömlu húsin voru hlýleg og falleg, niðurnídd á virðulegan hátt, ekki á sama subbulega háttinn og þau nýlegu. Víða liðaðist reykurinn upp úr reykháfum. Við mörg húsin voru eldiviðarstaflar. Eftir fjöllin tóku við hæðir og hólar og lág fjöll. Akrar skiptust á við skóglendi. Við ein vegamótin stóð minnismerki, engin hús voru nálægt. Tveir risastórir, stein- steypubjálkar hölluðust að þeim þriðja, sem stóð í miðjunni. Uppi á honum var stór stytta af háleitri, framsækinni og hvetjandi kvenpersónu, með kyndil á lofti, eins og þruma úr heiðskíru iofti. Minnismerkið var á hæð við þriggja hæða hús. Flest húsin þarna í sveitinni eru einlyft, svo hlutföllin voru hrikaleg. Niðri við vatn nokkurt var víðfeðm barokkbygging, líklega gamalt klaustur með kirkju innan múranna. I kring stóð gömul húsaþyrping, trjágarðar og akr- ar. Þögnin þarna dundi á hlustunum, en yfir henni klingdi barnarómur, sem barst inn úr garðinum. Sveitin andaði ró og kyrrð. Yfirbragðið var svo fallegt, engin umferð. Augað gat ótruflað notið landslagsins. En það var annað, sem jók á friðsemdina. Þarna eru engin auglýsingaskilti. Ég er svo samdauna skiltamenningunni eða réttara sagt ómenn- ingunni að ég leiði vart hugann að henni dags daglega. En eftir að hafa reynt hvern- ig það er að njóta lands, sem er laust við skiltin, þá er ekki annað en hægt að fínna muninn. Taka eftir, hvað skiltin eru í raun ágeng við hugann, sem stöðugt les þau, þó áhuginn sé enginn á að nema boðskap þeirra. Þegar nær dró Budejovitsje hvarf sveita- bragurinn. Fjórir tröllauknir tunnuturnar kjarnorkuvers gerðu sveitina eins og sögu- svið í framtíðarskáldsögu. Séð úr fjarlægð virtist aðeins vera ein gerð húsa í Budejo- vitsje, risastórar hvítar blokkir, sem teygðu sig í allar áttir. í nálægð kom í ljós að húsagerðirnar voru fleiri, en mest blokkir. Breiðholtið er eins og hátindur húsagerðar- listarinnar í samanburði við húsin þarna. Þegar kom að landamærunum, blasti við löng röð flutningabíla. Við skipulögð landa- mæri nágrannalandanna eru sérstakar og rækilega merktar akreinar fyrir slík farar- tæki og aðrar fyrir fólksbíla. Þarna var ekkert slíkt. Ég kom aftast í röðma og leist ekkert á. Bílstjórinn á tmkknum fyrir fram- an var ekki lengi að bregða sér út og benda mér á að keyra fram fyrir. Þar tóku við hlýlegir landamæraverðir, sem kvöddu með bros á vör. Hinum megin stóð austurrískur þumbari. Handan við hann blasti fyrsta skiltið við: „Test the West“, „Reynið ve- strið", auglýsing frá búð með tollfrjálsan varning. Kyrrðin var á enda, bílarnir æddu eirðarlausir eftir veginum. Skiltin æptu að vegfarendum. I stuttri heimsókn til Regensburg í frírík- inu Bæjaralandi komst ég ekki til að ganga mikið um, en nóg til þess að tvisvar var ég vitni að því að innfæddir bókstaflega gengu á samferðarfólk mitt, af því þeim fannst við standa fyrir gangstéttinni. Það var ekki verið að víkja um hálft skref, óánægjusvipurinn lýsti hugarfarinu. Ég get ekki státað af djúpstæðri þekkingu á lífinu í Tékkóslóvakíu, en flugsýn af land- inu vekur upp vangaveltur um hvort ekki sé hægt að eignast eitthvað, án þess að missa annað í leiðinni. Það þýðir auðvitað ekki að ætla sér að geyma tékknesku sveit- ina sem minjasafn yfir fallna hugmynda- fræði, en mikið er landslag án auglýsinga- skilta mikil hugarfróun. Sigrún Davíðsdóttir Stjörnubíó sýnir myndina „Krókur“ STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni „Krókur". Með aðalhlutverk fara Dustin Hoff- man og Robin Williams. Leik- stjóri er Steven Spielberg. Pétur Banning er fertugur, bandarískur lögfræðingur sem á allt: Elskulega konu, tvö heilbrigð börn og blómlegan starfsferil. En hann hefur glatað svolitlu mikil- vægu, barninu í sjálfum sér, upp- runa sínum og æsku. Hann gefur sér þó tíma til að fara með ijöl- skyldu sína í heimsókn til ömmu sinnar í Lundúnum. Ekki grunar hann að þar muni erkióvinur hans koma til sögunnar, ræna börnunum hans og fara með þau á dularfullan stað úr löngu liðinni fortíð. Pétur Banning verður því að takast á við ótta sinn og velja heima álfa, haf- meyja og sjóræningja ístað grimmi- legs fjármálaheims. í Huldulandi verður hann að hætta lífi sínu og standa andspænis erkióvini sínum, Kobba Króki, sem svífst einskis til að ná fram hefndum. Eitt atriði úr myndinni Krókur. Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar leitar að nýju starfsfólki: Ráðunaut á sviði málefna vinnumarkaðarins Ráðunaut á sviði æðri menntunar og rannsóknar Ráðunautur á sviði málefna vinnu- markaðarins Ráðunauturinn á að sjá um verkefni tengd skipulagi og stjórnun, þar á meðal skrif- stofuvinnu fyrir ráðhe'rranefndina, emb- ættismannanefndina og mismunandi vinnuhópa o.s.frv. á sviði málefna vinnu- markaðarins. Síaukin samvinna á sér stað milli þess sviðs sem sér um vinnuinarkaðsmál og þess sem fer með vinnuumhverfismál. Ráðunauturinn gæti því einnig þurft að taka að sér verkefni á sviði vinnuumhverf- ismála. Umsækjandi verður að hafa reynslu af málum tengdum vinnumarkaðinum, jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi, auk þess að hafa haldgóða þekkingu á samtök- um vinnumarkaðarins. Nánari upplýsingar veitir Leif Chr. Hansen, deildarstjóri, eða Jorgen Kappel, ráðunautur. Ráðunautur á sviði æðri menntunar og rannsókna Ráðunauturinn á að sjá um verkefni tengd skipulagi og stjórnun og þar með leggja sitt af mörkum til framþróunar norrænnar samvinnu á sviði æðri menntunar og rann- sókna. Ráðunauturinn á einnig að sjá til þess að sú framþróun eigi sér stað á breið- um grundvelli með tilvísun til evrópskrar og alþjóðlegrar þróunar. Umsækjandi verður að hafa reynslu af málum tengdum háskólum og rannsókn- um, jafnt innanlands sem á alþjóðagrund- velli. Nánari upplýsingar veitir Risto Tienari, deildarstjóri, eða Peter Uffe Meier, ráðu- nautur. Sameiginlegt fyrir bæði störfin: Umsækjanda ber að hafa góða fræðilega menntun og reynslu af starfi hjá hinu opinbera eða einkaaðilum. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi gott vald á dönsku, norsku eða sænsku, jafnt skrif- lega sem munnlega. Auk ensku er góð þekking á þýsku og frönsku einnig kost- ur. Starfið felur í sér talsverð ferðalög um Norðurlöndin. Ráðning er tímabundin með samningi til fjögurra ára og ákveðnum möguleikum á framlengingu. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á starfsleyfi á meðan á samningstímanum stendur. #innustaðurinn er í Kaupmannahöfn. Nánari upplýsingar um ráðningarskilmála veita Annelie Heinberg, ritari fram- kvæmdastjórnar, og Judy Feldborg, ritari. Síminn í Kaupmannahöfn er + 45 33 11 47 11. Umsókn ber að skila á umsóknareyðu- blöðum skrifstofunnar. Þau er hægt að - fá með því að senda inn miðann hér fyrir neðan. Einnig er hægt að fá þau afhent í afgreiðslu skrifstofunnar á neðanskráðu heimilisfangi. Umsóknarfresturinn rennur út 4. maí 1992. Umsókn sendist til: Nordiska Ministerrádet Store Strandstræde 18, DK-I255 Köbenhavn K Merkið umslagið „tjansteansökan" Norrœna ráöherranefndin cr samvinnusloOnm fyrir rikissljórnir Noróurtynda. Samvinnan nar vlir alla mcginþa’lli fclags- mála. Framkvanndancfnd ráöherrancfndarinnar cr skipi i Jimm scrdci/dir, cina JJárhags- og sijórnunardcild. cina itpp/ýs■ ingadci/d og skrifslofu aóalriiara. Ég óska eftir að fá umsóknareyðublöð send til: Nafn r i i | Heintili i zz I I L Sendist til: / Nordiska Ministerrádet, Store Strandstræde 18, DK-1255 Kobenhavn K. | Merkið umslagið „tjiinsleansökan"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.