Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 Séó yfir fundarsal borgar- stjórnar. REYKJAVIK FÆR RÁÐHUS Súlur utandyra, bor ■ Róóhúsinu hafa söi ■ mióju fundarborói Þakgluggar eru yfir hverjum Róðhúsið við Tjörnina verður formlega opnað næsfkomandi þriðjudag 14. apríl klukkan 15. Eru þó fjögur ór liðin fró því Oavíð Oddsson forsætisróðherra, þóverandi borgarstjóri í Reykjavík, tók fyrstu skóflustunguna að Róðhúsi Reykja- víkur, þann 14. apríl 1988. Efnt var til hugmyndasamkeppni um hönnun Róðhússins og bórust 38 tillög- ur. Fyrstu verðlaun hlaut tillaga arkitekt- anna Margrétar Harðardóttur og Steve Christer. I umsögn dómnefndar segir meðal annars: „Tillagan er sérstök að því leyti að höfundur léttir mjög ó horni Tjarnargötu og Vonarstrætis. Þegar kom- ið er að aðalinngangi seytlar vatn til beggja handa og mó efast um útfærslu þessarar hugmyndar við íslenskar að- stæður. Aðalinngangur leiðir fólk ó mjög sérstæðan hótt inn í húsið. Þegar komið er inn í forsal skrifstofubyggingar blasir Tjarnarmyndin við.“ Að sögn Stefóns Hermannssonar aðstoö- arborgarverkfræðings, kom til kasat óður óreyndrar íslenskrar tækni- og verkkunn- óttu við útfærslu verðlaunatillögunnar. Meðal annars er neðsta plata í bílakjall- ara 2 metrar að þykkt, þar sem hún er þykkust og er það gert til komo í veg fyrir að byggingin fljóti upp. Sér- stök blanda af möl, sandi og sementi var notuð í steypta veggi hússins til að gefa því Ijósgróan lit, sem héldi blæ sínum við veðrun og í rigningu og bleytu. Steypt var svonefnd sjónsteypa til að koma í veg fyrir að fram kæmu steypu- skil og yfirborð allra flata var sandblósið. Fjórir stigagangar sem þessi eru á milli tveggja efstu hæóanna i slcrifstofubyggingu ráóhússins. Gólf og veggefni er jatoba vióur, sem og annarsstaóar í byggingunni. I lýsingu hússins segir að markmið hönn- uðanna sé að skapa eðlileg tengs milli mannlífs í borginni og lífríkis Tjarnarinn- ar. „Vatnið er mikilvægur þáttur í útliti byggingarinnar; það umlykur hana, situr á henni og seytlar yfir hluta hennar." Horntjörn er við mót Tjarnargötu og Vonarstrætis og rennur vatn úr henni austur eftir vatnskerjum, sem skilja að byggingarnar tvær og út í Tjörnina við austurgafl hússins. í Ráðhúsbyggingunni nær samspil steinsteypu og vatns há- marki í mosavegg á lágbyggingu upp af Horntjörn. Er hann gerður úr forsteypt- um einingum með brotnu gljúpu grá- grýti ó yfirborðinu. Stöðugt vatnsstreymi er úr kerjum ofan við vegginn og vatns- úði, sem hvetur mosagróður. Hafa verið gerðar tilraunir með ýmsar mosategund- ir og hefur þeim verið sprautað ó yfir- borðið, en tíminn mun leiða í Ijós hve- nær hann og annar gróður mun þekja allan vegginn. Að austurgafli Ráðhússins liggur göngu- leið yfir bogadreigna brú yfir Tjörnina frá Iðnó. Þegar inn er komið liggur gönguós í gegnum bygginguna og er Tjarnarkaffi á vinstri hönd en upplýs- ingamiðstöð á hægri hönd. Frá göngu- leiðinni er útsýn yfir sýningarsali, Tjarn- arsali og út á Tjörn og gengur Tjörnin að hluta upp að húsinu. Fró gönguleiðin er gengið upp á aðra hæð um fjóra stigaganga. Gönguleiðin endar við Tjarn- argötu, þar sem gengið er út undan húsinu ofan við innkeyrsluna í bíla- geymsluna. Brjóstmyndum af fyrrveranc fyrir framan vió inngang ■ fn Teikning: Guðmundur Ó. Ingvui Ljósmyndir: Þorkell Þorkelsson Texti: Kristín Gunnorsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.