Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1992 I BIO Astralski leikstjórinn Bruce Beresford hefur átt tvær bíómyndir í kvikmyndahúsunum í borg- inni þessa dagana, Herra Johnson í Bíóborginni og Kolstakk í Regnboganum. Hann vakti fyrst á sér verulega athygli með „Brea- ker Morant“, sem gerðist í Búastríðinu, en viðfangsefni hans hafa verið mjög fjöl- breytileg. Herra Johnson gerist í nýlendu Breta í Afr- íku og segir frá svertingja sem er gagntekinn af öllu því sem breskt er en á erfitt með að fóta sig f tveimur ólíkum heimum og hlýtur ill örlög. Kolstakkur er á allt aðra lund, sérstaklega áhrifamik- il saga um jesúitaprest sem heldur langt inn í óbyggðir Kanada til að kristna frum- byggja landsins. Báðar vitna myndirnar um vönduð vinnubrögð leikstjórans, góða frásagnargáfu og til- finningu fyrir mannlegum örlögum í sögulegu um- hverfi. Mikið var rætt um ástr- alska kvikmyndagerð við upphaf síðasta áratugs en nú hefur dofnað mikið yfir henni enda flestir stóru leik- stjórar Ástrala komnir tii Hollywood. Beresford er þó ehh að gera „ástralskar“ myndir þótt hann sé ekki á heimaslóðum. Spennumynd Verhoevens Hollenski leikstjórinn Paul Verhoeven er vanur að lenda í rimmu við kvikmyndaeftirlitið í Bandaríkjunum vegna mynda á borð við „RoboCop" og „Total Rec- all“. Hann hefur þurft að skera niður ofbeldið. Hann lenti líka í vandræðum með nýjustu myndina sína, „Basic Instinct“, með Mic- hael Douglas en í þetta sinn varð hann að klípa af kyn- lífssenum myndarinnar. Verhoeven er sagður fara með kynlífið eins og hann áður myndaði ofbeldi í þessari þriðju mynd sem hann gerir vestan- hafs. Hún er hans fyrsti þriller. Dou- glas leikur lögreglu- mann á höttunum fjöldamorðingja, Fer alltaf yfir strikið; Verhoe- ven leikstýrir Stone í „Basic Instinct". eftir sem allt bendir til að sé kvenmaður. Hann á um leið í tygjum við Sharon Stone, tvíkyn- hneigðan rithöfund og þá sem helst er grunuð um morðin. Það vakti athygli um all- an heim þegar samtök sam- kynhneigðra mótmæltu myndinni við óskarsverð- launaafhendinguna sl. mars vegna þess hversu neikvæða lýsingu hún gef- ur af samkynhneigðum. Douglas er ekki í neinum vafa um ágæti myndarinn- ar. „Hún er góð,“ segir hann ánægður, „sexí og ofbeldis- full“. MÞá er nýjásta mynd Johns Goodmans tilbúin til frum- sýningar, en hún er um ævi hornaboltaleikarans fræga Babe Ruth. Leikstjóri er Arthur Hiller. Mí nýjustu mynd Michelle Pfeiffer leikur hún hár- greiðslukonu frá Dallas sem ferðast til Washington að vera við útför Johns F. Kennedys. Þar hittir hún og verður ástfangin af svert- 4ngja. Leikstjóri er Jonat- han Kaplan. MÞeir sefn nennt hafa að lesa kreditlistann í enda hinnar þriggja tíma löngu KVIKMYNDIR™™™ Hvad gerir Attenborough úr Charlie?/ SAGAN UM CHAPUN Mestur og best- ur; Charlie Chaplin. Breski leikstjórinn Richard Attenborough hóf tökur á mynd sinni Charlie snemma í janúar sl., en hún fjallar um ævi mesta kvikmyndaleikara aldarinnar, Charlie Chaplin. Með hlutverk Chaplins fer bandaríski leikar- inn Robert Downey yngri en á meðal leikara í mynd- inni má nefna dóttur söguheljunnar, Geraldine, sem leikur móður Chaplins, sína eigin ömmu. Myndin rekur ævi Charlie frá því hann er fátækur strákur í London til þess að hann heldur til Hollywood og vinnur þar marga frækilega sigra, sagt er af útlegð hans frá Banda- ríkjunum og því þegar hann sneri þangað aftur í sigurför árið 1972. Hann lést í Sviss árið 1977. „Fyrstu ár Chaplins voru ótrúleg,“ er haft eftir Attenborough. „Hann sá á eftir móður sinni á geð- veikrahæli, faðir hans var að drepa sig á drykkju, hálf- bróðir hans var í breska flot- anum svo strákurinn stóð Eftír Arnald Indriðoson einn uppi. Æska hans var eins og saga eftir Dickens og hún hafði gríðarleg áhrif á líf hans seinna meir. Hann átti það til að vera afar örlát- ur en hann gat líka verið næli. Hann var staðráðinif í því að lenda ekki í sömu kring- umstæðum og á æskuárun- um.“ Dóttir hans, Geraldine, segir frá því þegar hann kom í heim- sókn til London og heimsótti einn sín liðs fátækrahverfin sem hann ólst uppí.„Hann vildi þá vera einn með sjálfum sér. Hann gleymdi aldrei uppruna sínum. Fjölskyld- an hafði átt gott hús en glatað öllu og hræðslan við þetta mikla tap hvarf aldrei úr honum. Hann sagði alltaf við okkur: Lærið, lærið, lærið vegna þess að þið getið átt allan heimsins auð og glatað honum.“ Geraldine leikur Hannah Chaplin en aldrei var talað um veikindi hennar innan Ijölskyldunn- ar og frétti Geraldine ekki af þeim fyrr en Chaplin skrifaði sjálfsævisögu sína árið 1974. Sjálfur kenndi hann næringarskorti um veikindi móður sinnar en dóttir hans grunar að hún hafi þjáðst af geðklofa. Attenborough ætlaði reyndár aldrei að gera mynd um Chaplin heldur frelsishetjuna Thomas Paine en Universal-kvik- myndaverið dró sig úr þriggja milljarða króna verkefninu og leikstjór- inn stóð eftir verkefna- laus. Starfsmaður Atten- borough benti honum þá v á Chaplin sern gott efni í bíómynd. Leikstjórinn hefur verið sérstakur aðdá- andi gamanleikarans frá því hann sá Gullæðið tíu ára gamall og hann sjálfur vildi gerast leikari auk þess sem hann kynntist Chaplin á seinni árum, fjórðu eigin- konu hans, Oonu O’Neill, og börnum þeirra. Það kom sér vel því Oona hafði eng- um leyft að kvikmynda líf Chaplins. En hún var hrif- in af Ghandi, hafði séð hana tíu sinnum, og treysti Attenborough. Hún sagði honum að hann skildi gera mynd- Erfið æska; Richard Attenborough leikstýrir Robert Downey yngri við gerð myndarinnar um Chaplin. ina og hleypti honum í einkabréf Chaplins. Mesti höfuðverkurinn var að finna almennilegan leik- ara til að fara með hlutverk kvikmyndasnillingsins. Sá þurfti að gefa leikið hanrt jafnt sem 17 ára táning og 83 ára gamalmenni. Atten- borough reyndi sjö leikara og sá sem stóð uppúr var Downey yngri, 26 ára gam- all leikari sem aðallega hef- ur farið með aukahlutverk i myndum eins og „Less Than Zero“ og nú nýlega „Soapdish". Handritshöf- undar eru fjórir: Bryan Forbes, William Boyd, Tom Stoppard og William Gold- man. Universal hætti einnig við að íjármagna þessa mynd Attenboroughs en Mario Kassar hjá Carolco- kvikmyndafyrirtækinu reyndist talsverður aðdá- andi Chaplins og bjargaði fjármögnuninni en kostnað- ur við myndina hljóðár upp á um tvo milljarða króna. MAMBOKONGARNIR Eín - af þeim myndum sem- hvað mesta athygli hefur y vakið í Bandaríkjunum upp á síðkastið og það mjög óvænt heitir „The Mambo Kings“ eða Mambókóngarnir, gerð eftir sögu kúbveija að nafni Oscar Hijuelos. Leikstjóri er list- munasáli og kvik- myndaframleiðandi að nafni Arne Glimcher og er Mambókóngamir hans fyrsta mynd. Með aðalhlut- verkin í henni fara Armand Assante og spænski leikarinn An- tonio Banderas. Sögutíminn er öndverður sjötti áratug- urinn en þeir tveir leika kúb- verska bræður, Sesar og Konungar næturlífsins; Armand Assante og Antonio Banderas. Nestor Castillo, sem flytja frá Havana tíl New York og vinna verkamannavinnu á daginn en á kvöldin eru þeir stjörnur mambósveiflunnar. Bókin hlaut Pu- litzerverðlaunin árið 1990 og Warner Bros. kvikmyndaverið keypti kvikmynda- réttinn. Var rætt um Robert De Niro, Jeremy Irons eða Kevin Kline í aðalhlutverkin • áður en Assante og Banderas ■ voru ráðnir. Glimcher segir myndina vera um ameríska drauminn og þeir bræður fá sína fimmtán mínútna frægð þegar þeir köma fram í gam- anþætti Lucille Ball, „I Love Lucy“. Það atriði er klippt með nýjustu tækni saman við raunverulegan þátt um Lucy. Rúm 30.000 séð Börn náttúrunnar Alls hafa nú rúmlega 30.000 manns séð ís- lensku bíómyndina Böm náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson í Stjörnubíói, að sögn Vilhjálms Ragnarsson- ar, framkvæmdastjóra við gerð hennar. Segir Karl Schiöth í Stjömubíói að að- Warren Beatty I Bugsy. sóknin sé mjög góð á mynd- ina, hana sjái alltaf uppund- ir 80 manns á dag. Þá hafa að sögn Karls um 17.000 manns séð gamandr- amað Bilun í beinní útsend- ingu og um 9.000 mjinns myndina Stúlkan mín. Næstu myndir bíósins em ævintýramyndin Krókur eft- ir Steven Spielberg, sem gerð er eftir ævintýrinu um Pétur Pan. Á eftir henni hyggst bíóið frumsýna mynd Barbra Steisand, „The Prince of Tides“ og á eftir henni kemur svo „Bugsy" með Warren Beatty. Af væntanlegum sumarmyndum Stjörnubíós má nefna nýjustu hroll- vekjuna gerða eftir sögu Stephens Kings en hún heitír „Sleepvvalkei-s“ og segir frá blóðsugum utan út geimnum sem koma til jarðar og heija á smábæ í Maine. Einnig boxara- myndina „Gladiator“ og „The Inner Circle“ eftir Tom Hulce, í leikstjórn Andreis Kontsjalovskís, en hún segir frá sýningarstjóra Stalíns gamla í Kreml. myndar Olivers Stones, JFK, hafa sjálfsagt tekið eftir orðunum Naijo No Ko og nafninu á eiginkonu Oli- vers, Elisabeth Stone, í kjölfarið. Þetta ku vera kveðja leikstjórans til konu sinnar. Hún er á japönsku og þýðir bókstaflega: Ég á velgengni mína að þakka mínum betri helmingi. Sömu kveðju er að finna í mörgum öðrum myndum leikstjórans. BWoody Allen er byrjaður á nýrri bíómynd sem hefur vinnuheitið Haustverkefn- ið. Breska leikkonan Einily Lloyd átti að fara með aðal- kvenhlutverkið í myndinni en Allen leist ekki á banda- ríska hreiminn hennar þegar til kom og fékk í staðin leik- konuna ungu, Juliette Lew- is, sem fer á kostum í Víg- höfða. MNýja myndin um Leður- blökuinanninn verður tilbú- in fyrir sumarið, en kostnað- urinn við hana er gífurlegur, eitthvað um 75 milljónir doll- ara eða fjórir og hálfur millj- arður ísl. króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.