Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRETTUM SUNNUDAGUR 12. APRIL 1992 SÝNING Trúin og kirkjan við- fangsefni sýningar á dagblaðaauglýsingum Sýning á dagblaðaauglýsingum var opnuð í gær í Galleríi G15 á Skólavörðustíg 15. Það er Félag íslenskra teiknara sem stendur fyr- ir sýningunni og voru auglýsingam- ar sérstaklega unnar fyrir þessa sýningu. Viðfangsefni auglýsing- anna er trúin og kirkjan og gefa auglýsingarnar hugmyndir um hver útkoman gæti orðið ef kirkjan not- aði þessa miðlun til að breiða út boðskapinn. Björn Brynjúlfur Björnsson, for- maður Félags íslenskra teiknara, segir að hugmyndin að þessu við- fangsefni hafi orðið til vegna pásk- anna. „Það má í raun segja að þessi sýning sé blanda af gamni og al- vöru. Þetta er ekki alltof hátíðlegt heldur eru höfundar auglýsinganna einnig að leika sér svolítið að efn- inu. Þetta er alls ekkert níð um kirkjuna og er reyndar mjög langt frá því. Þar sem þetta er páskasýn- ing þótti okkur við hæfi að vinna þemasýningu í kringum þetta,“ seg- ir Björn. Hann segir að hugmyndin að baki þessari sýningu hafi verið að nota þá tækni og þá boðmiðlun sem auglýsingar séu fyrir efni sem aldr- ei sé auglýst á þennan hátt. Því gefi sýningin skemmtilega sýn bæði inn í trúnað og kirkjuna og í fagið sjálft. „Þetta er svolítið öðruvísi sýning en við sjáum venjulega. Að auki eru þetta öðruvísi auglýsingar en við eigum að venjast í blöðunum og fjallar um annað efni,“ segir hann. Tuttugu auglýsingar eru á sýn- ingunni og lýkur henni 30. apríl næstkomandi. Björn Brynjúlfur Björnsson við nokkrar af auglýsingunum sem eru á sýningunni. Morgunblaðið/Þorkell Umsóknir um Sumardvöl í Orlofshúsum VR Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum VR sumarið 1992. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu VR, þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð í síðasta lagi fimmtudaginn 30. apríl 1992. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: Húsafelli í Borgarfirði Svignaskarði í Borgarfirði Stykklshólmi Akureyri lllugastöðum í Fnjóskadal Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu Kirkjubæjarklaustri Flúðum, Hrunamannahreppi Miðhúsaskógi í Biskupstungum Ölfusborgum við Hveragerði Húsin eru laus til umsóknar á tímabilinu 29. maí til 18. september. BREYTTAR ÚTHLUTUNARREGLUR. Fram að þessu hefur tölva dregið úr öllum fullgildum umsóknum. Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar á félagsaldri í VR, að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari uþplýsingar um úthlutunarreglur fást á skrifstofu VR og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu. Leigugjaldið er Kr. 8.500.- til 9.500,- á viku. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir verða að berast skrifstofu VR í síðasta lagi 30. apríl n.k. Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi munu liggja fyrir 8. maí n.k. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda má útfyllt umsóknareyðublöð í myndrita númer 678356. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Morgunblaðið/Júlíus Vala Baldursdóttir og Jón Yngvi Jóhannsson unnu ljóða- og smásagnasamkeppni framhaldsskólanna. FRAMHALDSSKOLAKEPPNI Vala og Jón Yngvi unnu í ljóða- og smásagnagerð Ljóða- og smásagnasamkeppni var nýlega haldin á vegum útgáfufélags framhaldsskólanna og eru báðir sigurvegararnir nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Vala Baldursdóttir vann í smá- sagnasamkeppninni með söguna Kóngulóarsokkabuxur og ' Jón Yngvi Jóhannsson vann í ljóðasam- keppninni með ljóðið í afa og ömmu húsi. „Ég segi það eitt um efni sögunn- ar að hún gerist eina kvöldstund á kaffihúsi í Reykjavík. Hún er um dulúð hversdagslegra atburða," segir Vala um smásöguna sína og bætir því við að sagan komi út i sögu- og ljóðabók útgáfufélags framhaldsskóla á næstunni. Vala segist hafa gaman af því að skrifa en að þetta sé enn á til- raunastigi hjá sér en þrátt fyrir það sé þetta ekki fyrsta sagan hennar. Hún er á félagsfræðibraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð og útskrifast næsta vor. „Framtíðin er alveg óráðin en mig langar til að skrifa meira,“ segir Vala. Jón Yngvi segir ljóðið sitt vera mynd af kvöldverðarborði í húsi hjá gömlu fólki. „Ég hef verið að dútla heillengi við að skrifa ijóð en þau hafa nú bara farið niður í skúffu," segir Jón Yngvi. Hann er í stjórn skólablaðsins í MH og segir að nokkrir félagar sín- ir í stjórninni hafi tekið sig saman og ákveðið að senda efni í keppnina og að ljóðið sem bar sigur úr býtum hafi þess vegna komið úr skúff- unni. „Ég skrifa ekki ljóð í skóla- blaðið heldur skrifa ég margt ann- að. Það gæti að vísu verið skemmti- legra að skrifa í skólablaðið ef maður hefði meiri tíma,“ segir hann, en hann útskrifast nú í vor og ætlar að fara í bókmenntafræði og heimspeki í Háskóla íslands i haust. Bæði segjast þau hafa haft gam- an af því að taka þátt í keppninni og sérstaklega gaman að vinna hana. í verðlaun fengu þau hvort sínar 40 þúsund krónurnar og auk þess fékk Vala bókina Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness og Jón Yngvi fékk Ljóðasafn Steins Stein- ars. Bæði vita þau nákvæmlega hvernig þau ætla að eyða peningun- um. „Þeir fara í ferðasjóð því að ég ætla til Bandaríkjanna og Mex- íkós í sumar,“ segir Vala. Jón Yngvi segist hins vegar þurfa að borga ýmsa reikninga og auk þess á hann kött sem hann segist þurfa að fæða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.