Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.04.1992, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MYIMDASOGUR SUNNUDAGUR 12. APRIL 1992 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú kannt að eyða heldur miklu í dag, en þú gleðst yfir því sem er að gerast heima fyrir. Þú ert að endurmeta fjárhags- stöðu þína. ------|----------------- Naut (20. apríl - 20. maí) Leggðu ekki í framkvæmdir vegna endurbóta nema þú megir til. Þið hjónin eruð að skipuleggja sumarfríið og það svífur rómantík yfir vötnunum. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú ferð seint af stað í dag og þarft því að halda vel á spöðun- um til að komast yfir það sem gera þarf. Þróunin heima fyrir er jákvæð. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú eyðir of miklu núna og ert allt of flott á því. Þér tekst að komast að góðu samkomulagi við nákominn ættingja eða vin. Samvera er mottó dagsins hjá þér. Ljón (23. júli - 22. ágúst) Þú kannt að fá gesti þegar óheppilega stendur á hjá þér í dag. Það eru tímamót fram- undan í starfínu og þú tekur mikilvæga ákvörðun varðandi heimilið. Meyja (23. ágúst - 22. sentemberl <^t'L Einum vina þinna hættir til að ýkja talsvert í dag. Þú kemst að málamiðlunarsamkomulagi við maka þinn. Andinn kemur yfir þig og auðveldar þér skap- andi starf. (23. sept. - 22. október) 2$*© Viðræður sem þú tekur þátt í vita á gott fyrir þig, en þú ættir að halda vel utan um budduna þína í dag. Þú finnur lausn á vandamáli sem þú hef- ur lengi átt við að glíma heima fyrir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Gakktu rækilega úr skugga um að áætlanir þinar séu raunhæf- ar. Þú blómstrar í félagsstarfi núna. Vináttusamband þitt við ákveðinn aðila kann að þróast í ástarsamband. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Pjölskylda þín ræðir mikiivæg mál í dag. Fjármálahorfumar hjá þér fara batnandi. Þú ert sammála maka þínum um mik- ilsvert mál sem snertir heimilið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert skapandi í hugsun núna og ræðst í ný viðfangsefni. Þú ættir að ræða við aðila sem þú treystir vel. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Breytingar kunna að verða i vinnunni hjá þér bráðlega. Þú færð fjárhagsstuðning til að ljúka ákveðnu verkefni. Stattu við öll loforð sem þú gefur þín- um nánustu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ’Sí Annað hvort eignastu nýjan vin í dag eða stofnar til ástarsam- bands. Þú færð áhuga á heim- spekilegu málefni. Taktu þátt i félagslífi í kvötd. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DYRAGLENS ' /iRMBevsjoe eííogöoasA FVRK? ÞI6, GlZETTiie! ) o o ® r1 HVERN ER ^ > HANN AB> _ \ 1 RL.ekJC7Aff 0 O ÞAVfí 3-7 8 TOMMI OG JENNI ■/IFjþMRjO ' rr/nefz- TTA EFDdl cyRA. r LJOSKA ( HUM S4GE>! ADþAÐ V/E& \ —.AFþt/i /O EtCKERT _____l i/e/z/ L/eGrz/) FERDINAND SMAFOLK I SUPP05E I 5H0ULP TELL Y0UTHI5RI6HT N0U)...IN 0UR H0U5E, ANIMAL5 ARE NOT Allowep ON THE COUCH... Ég ætti víst að segja þér þetta strax, í okkar húsum leyfist dýrum ekki að liggja uppi í sóffa. Þú verður að koma þér héðan! Hver, ég? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Deyr fé, deyja frændur," o.s.fi'v. Og nú er Blackwood all- ur, 89 ára að aldri. Orðstír hans deyr hins vegar aldrei í hugum bridsspilara, enda spyrja menn ekki svo um ása að Blackwood komi þar ekki við sögu. Blackwood hefur skrifað nokkr- ar bridsbækur á löngum ferli sínum. Sú fyrsta kom út árið 1949, en hin síðasta - 500 blað- síðna doðrantur um útspil - árið 1983. Lítum á dæmi úr þeirri bók: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ 1073 ¥1098653 ♦ G10 + K8 Vestur ♦ DG6 ¥Á ♦ 42 ♦ G1097432 Austur ♦ Á8542 ¥ KG742 ♦ 85 ♦ 6 Suður ♦ K9 ¥D ♦ ÁKD9763 ♦ ÁD4 í bókinni er að finna fjölda raunverulegra dæma úr alþjóða- mótum. Spilið að ofan kom upp í ólympíumótinu í tvímenningi árið 1978. Við borðið stitja ijór- ir fræknir Frakkar: Vestur Norður Austur Suður R.nesco Perron Stoppa Mauri Pass 1 spaði 3 grönd 4 lauf Pass Pass 4 grönd Það er góð og gild regla að leggja niður ás gegn langlitar- þremur-gröndum, enda þykist sagnhafi stoppa lit makkers. En það er sjaldgæft að gera slíkt með ás blankan. Roudinesco fann þó það útspil. Hann þekkti Mauri í suður og vissi að hann var agaður spilari og ætti því sínar fyrirstöður bæði í spaða og laufi. Austur komst síðan inn í næsta slag á spaðaás og gat tekið tvo slagi á hjarta. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í deildakeppni Skáksambands- ins um helgina kom þetta enda- tafl upp í viðureign þeirra Arin- björns Gunnarssonar (2.095) og Jóns Garðars Viðarssonar (2.215), Skákfélagi Akureyrar, sem hafði svart og átti leik. Síð- asti leikur hvíts var afar slæmur, með 38. Hb2 - b6?? setti hann á svarta peðið á c6, en yfirsást öflugt svar svarts. Eftir 38. Kc2 hefði jafntefli verið líklegustu úr- slit. 38. - Bd8!, 39. Hxc6 (Mannstap var einnig óumflýjanlegt eftir 39. Hb2 - Ba5, 40. Hc2 - d5 og hvítur á ekki vörn við d5-d4) 39. - Ba5, 40. c5 - Bxc3+ og svart- ur vann. Jón G. Viðarsson varð skákmeistari Norðlendinga um daginn með því að vinna allar skákir sínar sjö að tölu. í lokaum- ferðum deildakeppninnar býrjaði hann á því að vinna tvær skákir til viðbótar. Það var ekki fyrr en í úrslitaviðureigninni gegn Garðabæ að þessi langa sigur- ganga var stöðvuð af 'Elvari Guð- mundssyni, sem tryggði félagi sínu þar með sigur í keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.