Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 16.04.1992, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1992 * Ast er... . . . þegar litlir angar koma fagnandi. TM Reg U.S Pat Off — all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Hvað langar þig hels' aö sjá í bænum okkar: Sundlaug- ina, íþróttavöllinn eða fæð- ingardeildina? HÖGNI HKEKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Guðsríki á jörðu Frá Þorsteini S. Thorsteinssyni: í greininni eftir Sr. Frank M. Halldórsson sem heitir „Hann er vor friður“ í tímaritinu Bjarmanum segir, „að friðþæging merkir sama og sáttargjörð. Með dauða Jesú er efnt til friðar 9g sáttar milli Guðs og heimsins. I stað óvináttu kemur vinátta. í stað ófriðar kemur friður.“ Ég er ekki alveg sammála þessu, því a6 allur undirbúningurinn sem Guð framkvæmdi, er hann sendi hvern spámanninn á fætur öðrum, hafði þann tilgang að byggja upp sterka trú á Guð og sáttmálann hjá ísraelsþjóðinni er tæki síðan við Kristi þegar hann kæmi, en ekki til þess að fólkið Iífléti Krist á krossi sem „sáttargjörð milli Guðs og heimsins“. Þegar Jesús sagði „að hann myndi verða píndur og krossfestur og gefa líf' sitt fyrir marga (Mt 20,28)“, er ekki þar með sagt að Jesús Kristur hafi komið í þeim tilgangi að verða píndur og kross- festur, heldur að vantrú fólksins á Jesú sem Kristi var svo mikil að það var ekki hægt að byggja Guðs- ríki á jörðu. Kristur varð því að fara hina sorglegu þjáningarleið á krossinn, leiðina sem að faðirinn (Guð) hafði fyrirhugað Jesú ef fólkið myndi afneita honum eins og það gerði. Svarið við spurningu sr. Franks: Hvort englunum urðu á einhver mistök er þeir boðuðu fjárhirðunum með lofsöng „fögnuð sem veitast muni öllum lýðnum"? Englalofsöngurinn var spádóms- orð um Guðsríki og frið á jörðu sem hefði getað ræst ef lýðurinn hefði tekið við Kristi. I tímaritinu Huiinn heimur er grein eftir sr. Karl Sigurbjörnsson sem heitir „Sorgin gleymir engum“ en þar fer hann með „frásögn í 11. kafla Jóhannesargúðspjalls er sagt að Jesús táraðist, Jesús grét. Og þegar hann sjálfur horfðist í augu við sinn eigin dauða, í Getse- mane, skelfdist hann og Iét hugfall- ast. Hann skynjar dauðann sem óvin og ógn, röskun á lögum Guðs.“ Sr. Karl orðar það þannig að hann grét yfir sjálfum sér er í raun og veru að gera Jesú rangt til, eða öllu heldur mikil móðgun gagnvart Guði og Jesú. Hann hefði þess vegna dáið 10.000 sinnum fyrir heiminn eða oftar ef það hefði orðið til þess að frelsa allan heiminn. Ef hermenn geta dáið fyrir þjóð sína án þess að gráta, hversu mörg- um sinnum eða oft gæti þá ekki Jesús Kristur dáið fýrir heiminn án þess að gráta? Fólkið vildi ekki taka við Kristi. Kristur bað því þrisvar sinnum, ef það væri einhvern veginn hægt að byggja Guðsríki á Jörðu, „þó Frá Árna Helgasyni: Akaflega eiga þeir bágt sem ánetjast vímuefnum. Það sjáum við daglega. Þeir eru ótaldir sem eyði- Ieggja líf sitt í samfélagi Bakkusar og verða eins og rótarslitin jurt. Þeir sem áttu að verða máttarstólp- ar þjóðfélagsins og vormenn íslands eru margir hveijir orðnir leiksoppar eiturefna og baggar á þjóðfélaginu. Hvað skyldu þeir vera margir í dag með glataðar vonir, eyðilögð mark- mið og reiðulausir, jafnvel heimilis- lausir. Það verður ekki tölum talið og nú er það upplýst sem allir vita að þjóðin — ríkissjóður — verður að greiða meira með bölinu, en sal- an er á ölinu. Og er það ekki undarlegt að meðan svo horfir við sem horfir skuli þær tilhneigingar meðal ráða- manna þjóðarinnar að koma þessu böli lengra inn í þjóðfélagið, gera allt sem hægt er til að spenna þess- ar áfengisgildrur svo að segja við hvert fótmál og meira að segja og það í alvöru að koma með inn á hið háa Alþingi löggjöf um að heim- ila sölu á flugvélum (líklega smáum sem stórum) og flóabátum svo sem Heijólfi o.fl. og hvert er svo næsta skrefið? Verður það ekki að hringja í allar áttir eins g bókaseljendur og bjóða þennan „dauða“ til kaups og upp á visakort. Það skyldi engan undra eftir allt sem á undan er gengið og hversu langt er þá eftir að bjóða þetta í rútur og bíla? svo ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt“ Faðir. Eða. hversu erfitt eða þjáningar- fullt sem það kynni að vera, þá vildi hann framkvæma það ætlun- arverk fyrir föður sinn, ef það væri hans vilji. Jesús var grátandi yfir því er hann sá fram á að Guðsríki yrði ekki byggj; á jörðu, en ekki yfir sjálfum sér. Ég hugsá að menn almennt aðr- ir en sr. Karl hafi einfaldlega ekki heyrt þetta áður og ekki ástæða til þess að áfellast menn um túlkan- ir í þessu sambandi, hins vegar hef ég heyrt margt gott frá sr. Karli. ÞORSTEINN S. THORSTEINSSON, Kaplaskjólsvegi 53, Reykjavík. eitthvað sé nefnt. Sem sagt það áfram hvað svo sem manndómi og heiðarleika líður. Ég ræddi örlítið um þetta við lögregluþjón og með tilliti til þess að við eigum hér góða feiju yfir Breiðafjörðinn. Hann kvaðst vera undrandi yfír því ef stjórnvöldum þætti það biýnasta nauðsyn að koma áfengi þar inn til sölu, freist- ingum jafnvel fyrir þann sem væri með bílinn sinn með í ferðinni. Mín reynsla er sú af starfi mínu, sagði lögregluþjónninn, að um 90% af starfi mínu snýst í kringum áfengisneytendur og afleiðingar drykkju og eftir því sem á líður, er það skoðun mín að við þyrftum lítið á lögreglu að halda ef hægt væri að reka áfengið burt úr þjóðfé- laginu. Ef til vill eru fleiri á þess- ari skoðun og hvað skyldi ríkið græða á því ef við gætum fengið heilbrigt þjóðfélag í stað helsjúks. Um það þarf ekki blöðum að fletta. Ég sé það alltaf betur og betur að allar takmarkanir og allar skorð- ur í þessum efnum hafa stórkost- lega mikið að segja og erum við ekki alltaf vitni að því að allar til- slakanir í hveiju sem er geta leitt og leiða vanalega til bölvunar? Og hvers vegna er alltaf verið að rífa niður í stað þess að byggja upp? ÁRNI HELGASON, Neskinn 2, Stykkishólmi. Bölvun Bakkusar „ÉG Æm KANNSK! AÐ ÚTSKÝfFA FYR/R þéR /SMAÐ X /)£> <3E&4 l//£> Kló>/ZUF>R.I/< ..." Víkverji skrifar Skíðavertíðin hér sunnanlands fór ekki vel af stað, eins og kunnugt er, og þeir voru ekki marg- ir dagarnir í janúar og febrúar sem vel viðraði til skíðaiðkunar, hvorki á Bláflallasvæðinu né í Skálafelli. í marsmánuði varð hins vegar breyting til hins betra, svo um munaði, en þá gerðist það að skíða- iðkendur létu undir höfuð leggjast að skreppa til ijalla, viðra sig og renna sér á skíðum. Víkveiji minn- ist þess ekki að jafnfáir hafi sótt fólkvanginn í Bláfjöllum heim á undanförnum árum, þegar nægur snjór hefur verið í Bláfjöllum og veður sæmilegt eða gott. Helgi eft- ir helgi hafa nokkur hundruð skíða- iðkendur getað rennt sér daglangt niður hlíðar Bláfjalla án þess að þurfa nokkurn tíma að bíða í lyftu- biðröð. Pálmasunnudagur var í raun og veru fyrsti dagurinn þar sem raunverulegar biðraðir mynduðust um miðjan dag við lyfturnar í Blá- fjöllum. Nú er það í sjálfu sér alltaf fagnaðarefni að þurfa ekki að verja dijúgum tíma í biðröð, en það verð- ur að segjast eins og er að Vík- veiji telur það vera með ólíkindum hversu fáir hafa undaiifarnar vikur notfært sér það að hafa þessa dá- samlegu aðstöðu beinlínis við bæj- ardyrnar - aðstöðu sem mikið hef- ur kostað að byggja upp og mikið kostar að reka. Það er varla hægt að gera kröfu til þess að allar lyft- ur Bláfjallasvæðisins séu í gangi daglangt, þegar á annað borð er opið, ef aðsókn að svæðinu er ekki meiri en hún hefur verið að undan- förnu. xxx Víkveiji hefur aðeins reynt að spyijast fyrir um það meðal starfsmanna í Bláíjöllum, hveijar skýringarnar séu á því hvers vegna svæðið er ekki betur sótt en raun ber vitni. Þeir telja sig kannski ekki hafa einhlítar skýringar á mannfæðinni, en þó er á ákveðnum lyftuvörðum að heyra að þeir telji að ef jörð hefur verið auð um nokkra hríð á sjálfu Stór-Reykjavík- ursvæðinu eins og hefur verið að undanförnu, að menn líti þá þannig á að skíðavertíðinni sé þar með lok- ið. Menn garigi frá skíðaútbúnaði sínum innst í geymslum og bílskúr- um og hyggist ekki hreyfa þann útbúnað á nýjan leik fyrr en að ári. Einn lyftuvörðurinn sagði að Bláfjöll væru ekki lengur í tísku. Skíðaferðir til Austurríkis væru það á hinn bóginn. Fólk færi í tveggja vikna skíðaferð til Austurríkis og hreykti sér af, en liti svo ekki við skíðaparadísinni sem það hefði við bæjardyrnar. Þetta eru sjálfsagt ékki lakari skýringar en hveijar aðrar, en því verður nú ekki trúað að óreyndu að skíðamenn bregðist Bláfjöllum á aðalskiðahátíð ársins, páskunum, nema veður og snjóleysi komi í veg fyrir að hægt verði að skutlast á skiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.