Morgunblaðið - 26.04.1992, Side 1

Morgunblaðið - 26.04.1992, Side 1
96 SIÐUR B/C 94. tbl. 80. árg.________ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Afganistan; Skæruliðar Hekmatyars hernema forsetahöllina Kabúl. Reuter. SKÆRULIÐAR Gulbuddins Hekmatyars, heittrúaðs múslima, hertóku í gær for- setahöllina í miðborg Kabúl og sögðust vera að undirbúa komu leiðtoga sins til höfuðborgarinnar. Aður hafði Hekmatyar hafnað samkomulagi afganskra skæru- liðahreyfinga um myndun nýs ráðs til að stjórna landinu til bráðabirgða. Einmana alba- trosi í norðrinu ÁSTSJÚKUR albatrosi hefur verið að leita að maka vitlausum megin á jörð- inni undanfarin tuttugu ár. Hann er nú enn einu sinni kom- inn til Herma- ness, nyrst á Hjaltlandseyj- um, og byijað- ur að fara á fjörurnar við súlur, sem vijja auðvitað ekkert með hann hafa. Fuglinn er með rúmlega tveggja metra vænghaf en hann kemst samt ekki frá Norður-Atlantshafinu yfir á næstu varpstöðvar albatrosa, sem eru á Falk- landseyjum í um 12.000 km fjarlægð. Hann hefur því leitað til Hermaness á hveiju vori frá 1972. Fuglafræðingar telja hugsanlegt að annar albatrosi af sömu tegund sé á norðurslóðum en segja það nánast útilokað að þeir myndu þá hittast í víðáttu hafsins. Krabbameins- varnir og kaffiböð HEILSUBÖÐ eru mikið í tísku hjá ný- ríkum Kínverjum og vinsælast að baða sig upp úr sjóðheitu kaffi. Á það að bæta blóðrásina og yngja húðina en auk þess er boðið upp á bað í mjólk, te, ediki og alls konar krúsarlegi, til dæm- is hrísgijónavíni. Kostar hvert bað um 600 ISK., sem þykja góð vikulaun hjá flestum Kínveijum. Almenningur á þess líka kost að yngja sig upp fyrir lítinn pening, til dæmis með því að nota kin- verska tannkremið SOD en það hreinsar ekki aðeins tennurnar, heldur sér það til þess, að Elli kerling gerist ekki of nærgöngul. Þá má nefna sígaretturnar frá Yunnan. Þær koma beinlínis í veg fyrir, að fólk fái krabbamein. Ilmurinn skipt- ir líka máli BARÁTTAN milli bílaframleiðenda er hörð og nú er svo komið, að það eru ekki aðeins kostir bílsins sem bíls, sem máli skipta, heldur einnig hvaða lykt fylgir honum. Nissan-verksmiðjumar og aðrir japanskir framleiðendur hafa sút- að sætisleðrið þannig, að það er lyktar- laust en það gengur ekki lengur, að minnsta kosti ekki í Bandaríkjunum. Þar vilja menn sína lykt og langvinsælust er lyktin af nautshúð. Hún fellur best að kúreka- og karlmennskuhugmyndum Bandaríkjamanna. Nissan ætlar að sjálf- sögðu að verða við þessum óskum. „Við höfum allt svæðið á okkar valdi, forsetahöllina og innanríkisráðuneytið," sagði einn af foringjum skæruliðanna. Hann sagði að liðsmenn sínir hefðu fengið skipun um að beita ekki skotvopnum og þeir her- tóku forsetahöllina án bardaga. Hermenn stjómarinnar flúðu eða gáfu sig á tal við skæruliðana. Forsetahöllin er geysistór og hýsir einnig miðstjórn Föðurlandsflokksins, sem hafði stjórnað landinu með harðri hendi í fjórtán ár. Annað veifið mátti heyra hleypt af byss- um í grennd við höllina og greina mátti spennu á milli skæruliða Hekmatyars og liðsmanna keppinauts hans, Ahmads Shah Masoods, sem höfðu tekið sér stöðu við eitt af hliðum byggingarinnar. Áður höfðu skæruliðar Hekmatyars náð á sitt vald herstöð innanríkisráðuneytisins, um fimm km frá miðborginni. Svo virtist sem skyndileg framrás þeirra hafi komið öðmm skæruliðahreyfingum í opna skjöldu. Hekmatyar var staddur um 20 km frá Kab- úl og var sagður á leiðinni til borgarinnar. Stjómin í Kabúl skoraði á skæmliðahreyf- ingarnar að sýna stillingu og kvaðst reiðubú- in að afsala sér völdum með friðsamlegum hætti. Hún fagnaði samkomulagi, sem hreyfingamar náðu í pakistönsku borginni Peshawar á föstudagskvöld. „Skæruliða- hreyfingarnar hafa gefið til kynna að þær virði heiður og stolt Afgana,“ sagði Abdul Wakil, utanríkisráðherra Afganistans, er hann var spurður hvort hann óttaðist að skipulagslaus valdataka skæruliða myndi leiða til gripdeilda og stjómleysis á götum höfuðborgarinnar. í samkomulagi skæmliðahreyfinganna felst að myndað verður 50 manna ráð til að stjórna landinu undir forystu Sibghat- ullah Mojadidis, fýrrverandi trúfræðipró- fessors við Kabúl-háskóla. Gert er ráð fyrir að ráðið fari með völdin í tvo mánuði og þá taki við ríkisstjórn, skipuð fulltráum allra hreyfinganna. Talsmaður Hekmatyars sagði að samkomulagið í Peshawar væri of flókið, vitlegra væri að sleppa ráðinu og mynda ríkisstjórn þegar í stað. Auk hreyfingar Hekmatyars er flokka- bandalag shíta-múslima andvígt samkomu- laginu. Bandalagið nýtur stuðnings írans- stjórnar og hefur krafist þess að fá að minrista kosti fjórðung ráðherraembætta í nýrri stjórn. Súnní-múslimar eru í meiri- hluta í landinu. Magnús Gunnarsson formað- ur Samstarfsnefndar atvinnu- rekenda í sjávarútvegi I Iagneóing alltaf lausnaroröið Við Grunda- skóla á Akra- nesi hefur verið unnið þróunar- starf, sem miðar að breyttum kennsluháttum á unglingastigi SKÁKRI 16 SK0LI ~ FLÓTTra ER EMARFIim 14 HEIMSÓKN í FLÓTTAMANNABÚÐIR PALESTÍNUMANNA í JÓRDANÍU yíkingarnir komnir tilparísar BLAÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.