Morgunblaðið - 26.04.1992, Page 2

Morgunblaðið - 26.04.1992, Page 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 EFNI Lögreglumenn handtaka árásarmennina um borð í Hilmi SU. Morgunblaðið/Ingvar Blóðug slagsmál í Hilnii SU Tveir fóru á slysadeild og tveir settir í fangageymslur BLÓÐUG slagsmál urðu um borð í Hilmi SU i Reybjavíkurhöfn aðfaranótt laugardagsins. Lögreglunni var tilkynnt um slagsmálin um klukkan 4 um nóttina og voru menn þá að berjast með rörbút- um um borð. Fór svo að tveir voru fluttir á slysadeild og tveir gistu fangageymslur lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var ekki um skipverja af Hilmi að ræða heldur aðkomu- menn. Tildrögin voru sú að hópi manna sinnaðist eitthvað í mið- bænum og var einn úr hópnum eltur um borð í Hilmi af þremur öðrum sem ætluðu sér að lúskra á honum. Höfðu þeir útvegað sér rörbúta í þeim tilgangi. Lögreglu- maður á vakt heyrði öskrin í þeim sem barið var á og kallaði hann til liðsauka. Tókst fljótlega að skakka leikinn en sá sem barinn var mun töluvert slasaður eftir átökin og var hann fluttur á slysa- deild. Einn árásarmannanna fór einnig á slysadeild. Tveir voru hinsvegar teknir í vörslu lögregl- unnar og fengu að gista fanga- geymslur það sem eftir lifði nætur. Háskóli íslands: Nýstúdentum verði boðið upp á 1 árs almennt nám PÁLL Skúlason, prófessor, hefur stungið upp á því að bjóða fyrsta árs nemum í Háskóla íslands upp á eins árs nám, sem veiti almenna þjálfun fyrir störf í tæknivæddu upplýsingaþjóðfélagi, áður en þeir gera upp hug sinn um störf eða framhaldsnám. Eftir námið ættu nemendur þess kost að fara í framhaldsnám sem hugur þeirra stæði til eða huga að starfsvettvangi í þjóðfélaginu. Hugmyndin hefur verið kynnt í háskólaráði og má búast við því að hún verði rædd meðal háskólamanna á næstu mánuðum. Mjólk dreift í verslanir á S V-landi HJÁ Mjólkursamsölunni er gert ráð fyrir að unnið verði við vinnslu og pökkun á 90 þúsund lítrum af mjólk í dag, til dreifingar í Versl- anir á höfuðborgarsvæðinu á mánudag en þann dag hafa mjólk- urfræðingar boðað verkfall. I gær, laugardag, var dreift 90 þús- und lítrum í verslanir en á föstu- dag var einungis hægt að dreifa um 65 þúsund lítrum, þar sem mjólkurfræðingar efndu til vinnu- staðafundar og hættu vinnu fyrr en ráðgert var, að sögn Péturs Sigurðssonar framkvæmdasljóra framleiðslu- og tæknisviðs Mjólk- ursamsölunnar. „Við vitum ekki hvemig samn- ingaviðræður ganga en við gerum ráð fýrir að verkfallið verði ekki leyst innan sólarhrings," sagði Pétur. Á þriðjudag og miðvikudag verður aft- ur unnið og er gert ráð fyrir að þá verði hægt að dreifa 90 þús. lítrum hvom dag en á fimmtudag er á ný boðað verkfall. „Við emm búnir að kalla mjólkurfræðinga til vinnu 1. maí, og þá verður unnið við vinnslu og pökkun ef útlit er fyrir að verkfall- ið dragist fram til mánudagsins 4. maí,“ sagði Pétur. Sagði hann að óvenjulega mikil sala hafi verið undanfama daga á unnum mjólkurvömm og em sumar tegundir uppseldar. -----♦ ♦ ♦----- Borgarráð: Sorpílát fyrir 17,5 milljónir BORGARRÁÐ hefur að tillögu Innkaupastofnunar samþykkt taka 17,5 milljóna króna tilboði Höfner & Krullmann, umboðsaðili Flutningstækni sf., í sorpílát úr plasti fyrir Hreinsunardeild Reylqavíkurborgar. Leitað var til fjögurra aðila og barst tilboð frá einum þeirra, það er Flutningatækni sf. Við afgreiðslu til- boðsins í borgarráði óskaði Elín G. Ólafsdóttir eftir að bóka tilmæli til embættis borgarverkfræðings um að athugaðir verði möguleikar á að kaupa sorptunnur í öðmm lit en nú er. Það yrði gert til að auðveida flokkun sorps í heimahúsum. 7. sæti í þolfimi Á heimsmeistarakeppninni í þol- fimi sem haldin var í Japan nýlega náðu Magnús Scheving og Anna Sigurðardóttir 7. sætinu í para- keppni. Alls tóku 27 þjóðir þátt í keppninni. Magnús náði síðan 8. sæti í ein- staklingskeþpni karla og vakti þessi árangur íslendinga mikla athygli enda í fyrsta sinn sem þeir keppa í þessu móti. „Ég vil ekki sjá fyrirtækin verða gjaldþrota upp á það að þeim verði haldið áfram í rekstri. Þessi gjald- þrotaleið, sem menn hafa verið að boða, gengur ekki upp ef lánastofn- anir og sveitarfélög koma til bjarg- ar, og er til þess eins að lengja í hengingarólinni. Hagræðingin í sjávarútveginum verður að gerast á skipulegan hátt þannig að um raunvemlega hagræð- ingu sé að ræða. Það að fjármála- .stofnanir afskrifi lítið eða ekkert af skuldum eftir gjaldþrot og selji fyrir- tækin síðan strax aftur í hendumar Páll hefur nefnt námið Almenna sérhæfingu eða AS-nám til bráða- birgða. Byggist það upp á 15-20 eininga vali og 15-20 eininga kjarna. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að kenna námskeið í gagn- rýninni hugsun, lestri fræðibóka, ensku og íjalla um sögulegan að- draganda að nútímaþjóðfélagi, á nýjum aðilum, sem síðan sprengja upp markaðinn, hvort sem um er að ræða vinnumarkað eða hráefnis- markað fyrir þeim sem fyrir em, leysir ekkert af þeim vandamálum, sem Við emm að glíma við. í Ijósi þess mikla samdráttar, sem átt hefur sér stað í veiðiheimildum á síðustu ámm, er óumflýjanlegt að afkasta- getan í sjávarútveginum dragist saman, hvort sem það gerist með fækkun fyrirtækja eða sameiningu þeirra,“ segir Magnús. Sjá grein á bls. 10-12, „Hagræð- ing er ekki alltaf lausnarorðið. vandamálum þess og viðfangsefn- um. Miðað er við kennslu í stómm hópum með mikilli vérkefnavinnu ásamt viðtölum við kennara. Hug- myndin er sú að veita nemendunum sem besta þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum. Páll sagði að í upphafi væri ekki gert ráð fyrir að Almenna sérhæf- ingin yrði skyldunám heldur yrði um ákveðinn kost að ræða. Að- spurður sagði hann að hugsanlegt væri að meta námið inn í nám þeirra sem héldu áfram háskólanámi. „Annars verður eiginlega að kom í ljós í samráði við deildimar hvernig þær myndu vilja meta námið. Þann- ig er um að ræða róttæka breytingu sem yrði fyrst og fremst að líta á sem eins konar tilraun til að taka öðruvísi á móti nemendunum heldur en gert er í deildunum og veita annars konar menntun sem snýst fyrst og fremst um þarfir nemand- ans en ekki fræðanna,“ sagði Páll og bætti við að þessi hugmynd væri alls ekki ný á nálinni. Hún hefði skotið upp kollinum öðru hvoru undanfarin 10 ár, „vegna þess,“ segir Páll, „að það er alltaf stór hópur sem leitar hingað og veit kannski ekki nákvæmlega hvað hann vill en vill þó fá ákveðna þjálf- un sem getur nýst til ólíkra hluta.“ Hann sagði að hugmyndin kæmi inn í víðari umræðu um framtíð háskólans og menntunarhlutverk hans. „Spumingin er sú hvort há- skólinn ætlar að mennta fólk á ein- stökum fræðilegum sérsviðum aðal- lega eða freista þess að veita vissum hluta nemenda trausta menntun sem getur nýst honum til ýmissa starfa í þjóðfélaginu," sagði hann. Nær 1400 at- vinnulausir í Reykjavík í Reykjavík voru 1.376 skráðir atvinnulausir á föstudag, 843 karl- ar og 533 konur. Það er meira en tvöfalt meira atvinnuleysi en var í Reykjavík á svipuðum tíma í fyrra, en 19. apríl 1991 voru 599 skráðir atvinnulausir, 360 karlar og 239 konur. Atvinnuleysi í Reykjavík hefur verið svipað allan aprílmánuð. Þann- ig voru 1.417 skráðir atvinnulausir um mánaðamótin mars/apríl, 873 karlar og 544 konur, og 15. apríl voru 1.344 skráðir atvinnulausir hjá Ráðningastofu Reykjavíkurborgar, 823 karlar og 521 kona. -----» ♦ ♦--- Kvosin: Samningur við ístak hf. BORGARRÁÐ hefur staðfest 47,6 milljón króna samning gatnamála- stjóra við Istak hf., um fram- kvæmdir í Kvosinni í sumar. í bréfí gatnamálastjóra til borgar- ráðs kemur fram, að samningurinn nær til jarðvegsskipta í Kvosinni og að verulegu leyti til endurnýjunar á lögnum. Þá segir, að einingaverð séu áþekk og í sambærilegum samningi er undirritaður var síðastliðið sumar en hagstæðari sem nemur verðbólgu milli ára eða um það bil 5%. Hagræðing ekki alltaf lausnarorðið ►Magnús Gunnarsson, formaður samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi, ræðir meðal annars um hagræðigu í sjávarútvegi og segir að með auinni samþjöppun fyrirtæjanna í greininni muni byggðaþróunin breytast, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. /10 Flóttinn er eini arfur- inn ►Heimsókn í flóttamannabúðir Palestínumanna í Jórdaníu./14 Skárri skóli ►- kallar á samvinnu kennara og nemenda. Við Grundaskóla á Akranesi hefur verið unnið þróun- arstarf, sem miðar að breyttum kennsluháttum á unglingastigi. /16 íþróttir á sunnudegi ►Landslið kvenna í handknattleik hefur verið verkefnalaust {nær 15 mánuði./ 34 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-28 íbúðarbyggingar aldr- aðra ►Fyrir skömmu var boðin út bygging tveggja sjö hæða fjölbýlis- húsa á Akureyri./14 Víkingarnir komnir til Parísar ►Víkingarnireru í París. Á árinu 885-86 hafa þeir komið siglandi upp Signu, íbúunum til mikillar skelfingar. Nú eru þeir komnir aftur til Parísar með umfangsm- ikla sýningu á menningarstraum- um víkingaaldar./l og 4-5 Rithöfundur af guðs náð ► Undanfarin mánudagskvöld hafa þeir Jeeves og Wooster haft ofan af fyrir íslenskum sjónvarpsá- horfendum í þáttaröðinni Ráð und- ir rifi hveiju. Hér segir frá skap- ara þeirra P.G. Wodehouse, sem skipar dálítið sérstakan sess í breskum bókmenntum. /2 Óperustjórar eiga að fljúga ►ólöf Kolbrún Harðardóttir hefur nú tekið við starfí óperustjóra hjá íslensku óperúnni./6 Andspænis Angkor Wat ►Jóhanna Kristjósdóttir blaða- maður skrifar um ferðir sínar í Austurlöndum fjær./12 ► FASTIR ÞÆTTIR Fréttir I/2/4/6/bak Kvikmyndir 17c Skooun 18 Fólk I fréttum 18c Leiðari 20 Myndasögur 20c Helgispjall 20 Brids 20c Reykjavíkurbréf 20 Stjömuspá 20c Minningar 22 Skák 20c Útvarp/sjónvarp 36 Bíó/dans 21c Gárur 39 Bréf til blaðsins 24c Mannlífsstr. 8c Velvakandi 24c Dægurtónlist 16c Samsafnið 26c INNLENDAR FI .ÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4 Gjaldþrotaleið skil- ar engi"i hagræðingu - segir Magnús Gunnarsson MAGNÚS Gunnarsson, formaður Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi, segist vera ósammála þeim, sem vilja fara gjaldþrotaleið til hagræðingar í sjávarútveginum. „Dæmin sanna að gjaldþrotaleiðin, eins og hún hefur verið farin, skapar ekkert hagræði í sjávarútvegin- um. Ég leyfi mér að nefna uppgjörið í Ólafsvík og rækjuiðnaðinn á ísafirði,“ segir Magnús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.