Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 að þegar úrelding fiskiskipa á sér stað er það greinin sjálf sem borgar brúsann, en ekki einhveijir aðrir. Mönnum í fiskvinnslunni finnst það ef til vill ekki jafn sjálfsagt að greiða fyrir úreldingu fiskvinnslu- húsa. Menn hafa velt vöngum yfír ýmiss konar útfærslu á einhvers konar úreldingu fiskvinnsluhúsa | sem ekki eru enn fullmótaðar. Ljóst ‘ er hinsvegar að það er gífurlega mikilvægt fyrir fyrirtæki, sem hafa h sameinast eða hugleiða sameiningu * að þau geti á einhvern hátt losnað við það húsnæði, sem fyrirtækin | þurfa ekki að nota eftir samein- * ingu. Ég geri jafnframt ráð fyrir því að ef um einhveija slíka mögu- leika væri að ræða, mundi það verða til þess að enn fleiri hugleiddu kosti samstarfs eða sameiningar en gert hafa fram til þessa. Eg sé fyrir mér að þau fiskvinnsluhús, sem þannig væru tekin úr rekstri, gætu þjónað þeim bæjarfélögum í nýju hlutverki, sem húsnæði fyrir ann- arskonar starfsemi en hlutverk þeirra hefur verið fram til þessa.“ - En svo við vindum okkur í annað. í allri þeirri sameiningarum- ræðu, sem átt hefur sér stað að undanförnu hafa bæjar- og sveita- sjóðir oftar en ekki verið kallaðir I til. Hvert er þitt álit á ágæti þess? „Sjávarútvegsfyrirtækin um- hverfis landið eiga nú í miklum p rekstrarerfiðleikum. Nýlegar út- Morgunblaðið/Júlíus MAGNÚS GUNNARSSON FORMAÐUR SAMSTARFSNEFNDAR ATVINNUREKENDA í SJÁVARÚTVEGI í SAMTALI VIÐ MORGUNBLAÐIÐ eftir Jóhönnu Ingvorsdóttur. „Hagræðingin í sjávarútvegin- um verður að gerast á skipuleg- an hátt þannig að um raunveru- lega hagræðingu sé að ræða. Það að fjármálastofnanir af- skrifi lítið eða ekkert af skuld- um eftir gjaldþrot og selji fyrir- tækin síðan strax aftur í hend- urnar á nýjum aðilum, sem síð- an sprengja upp markaðinn hvort sem um er að ræða vinnu- markað eða hráefnismarkað fyrir þeim sem fyrir eru, leysir ekkert af þeim vandamálum, sem við erum að glíma við. I ljósi þess mikla samdráttar, sem átt hefur sér stað í veiði- heimildum á síðustu árum er óumflýjanlegt að afkastagetan í sjávarútveginum dragist sam- an, hvort sem það gerist með fækkun fyrirtækja eða samein- ingu þeirra. „Hagræðingin“ verður að vera hagræðingar- innar virði,“ segir Magnús Gunnarsson, formaður Sam- starfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi. Magnús segist ekki vera í nokkrum vafa um að sú hagræðing, sem þegar hefur átt sér stað innan sjávarútvegsins með sameiningu fyrirtækja og fækkun fískiskipa skili sér í aukinni hag- kvæmni í rekstri, ekki sfst vegna þess hversu kvótamir hafa minnkað ár frá ári. „Hagkvæmni næst í sam- bandi við yfirstjóm fyrirtækjanna, samræmingu veiða skipanna og nýtingu allra véla og tækja. Mikil- vægt er að hægt sé að losa um þá fjárfestingu, sem ekki nýtist, en vandamálið er óneitanlega það að hvorki er mikil eftirspum eftir þeim fiskvinnsluhúsum, sem losna, né þeim fiskiskipum, sem ekki er þörf fyrir eftir að kvótar hafa verið sam- einaðir á skipum fyrirtækja, sem sameinast. Sjávarútvegurinn vinnur nú markvisst áð því að aðlaga flot- ann þeim veiðiheimildum, sem fyrir hendi eru. Með úreldingarsjóðnum er skipulaga unnið að því að úrelda þau fiskiskip, sem menn hafa ekki þörf fyrir. Jafnframt er í gangi könnun á möguleikum þess að selja íslensk fiskiskip úr landi eða útvega þeim veiðiheimildir á erlendum mið- ura.“ - í hveiju er hagræðingin fólgin? „Hún felst í því að losa um eign- ir eins og kostur er. Heildarstjórn- unarkostnaður lækkar þegar til lengri tíma er litið og betri nýting næst með þeirri fjárfestingu, sem stofnað hefur verið til, bæði hvað varðar hús og skip.“ - Nú bíða menn ekki í röðum eftir að fá að kaupa fiskvinnsluhús. Hvernig hefur gengið að koma þeim í verð? „Nei, það er alveg rétt. Mjög erfiðlega hefur gengið að selja fisk- vinnsluhús. Fyrst og fremst hefur hagræðingin innan sjávarútvegsins legið í sölu á skipum, úreldingu skipa og minnkandi útgerðarkostn- aði, þar sem hún leiðir til þess að færri skip eru gerð út. Það er spurn- ing hversu mikil hagræðing felst í því að vera að selja fiskvinnsluhús til einhverra annarra, sem hyggja á vinnslu físks við hliðina á þeim, sem fyrir eru. En aftur á móti með sameiningu tveggja fiskvinnslufyr- irtækja hefur gjarnan verið horft til aukinnar sérhæfingar þannig að húsin hafa fengið nýtt hlutverk. Annað húsið hefur t.d. verið sér- hæft í vinnslu á ákveðinni fiskteg- und eða þá að eitt húsið hefur ver- ið nýtt sem frystihús á meðan salt- fískvinnsla hefur farið fram í hinu.“ - Hefur þá ekkert komið til tals að stofna til úreldingarsjóðs fiskvinnsluhúsa líkt og úreldingar- sjóður fiskiskipa nú starfar? „Jú, það hefur vissulega komið til tals, ekki síst vegna þess að fyrir- sjáanlegt er að á næstu árum muni enn meiri áhersla verða lögð á hreinlætis- og heilbrigðisreglugerð- ir, bæði í Bandaríkjunum og í Evr- ópu. Og til þess að geta uppfyllt þau skilyrði, þarf fiskvinnslan að leggja út í töluverða íjárfestingu. Þó íslensk fiskvinnsluhús séu til- tölulega vel í stakk búin miðað við önnur erlend, hljóta menn að spyija sig hvort það sé þess virði að fara í endurbætur á húsum, sem þurfa töluverða vinnu til þess að uppfylla fullkomnu'stu gæðakröfur. Það seg- ir sig sjálft að betra er að nýta þau hús, sem þegar uppfylla gæðakröf- ur, heldur en hin sem ekki gera það og þarfnast verulegrar íjárfestingar til þess að uppfylla kröfurnar." - Og hafa þá úreldingarstyrki fyrir önnur hús? „Eins og ég sagði, hafa menn verið að ræða það, en í sjálfu sér hafa slíkir styrkir ekkert verið út- færðir frekar. Rætt hefur verið um úreldingarstyrki fyrir fiskvinnsluna líkt og gerist nú með úreldingu fiskiskipa. Rétt er þó að minna á tektir á stöðu sjávarútvegsins, bæði } útgerð og fiskvinnslu, hafa sýnt að á undanförnum 10 árum hefur sjáv- arútvegurinn á engan hátt skilað | nægilegum arði. Staðan er nú þann- ig að greinin skuldar um 95 millj- arða króna, en heildartekjur sjávar- ) útvegsins á síðasta ári voru um 75 milljarðar. Ef litið er til síðustu mánaða síð- asta árs, hjálpar það ekki að um verulegan samdrátt á magni var að ræða í flestum fisktegundum og haustmánuðirnir reyndust sjávarút- vegsfyrirtækjunum mjög erfiðir. Þetta lýsti sér meðal annars í því að síldveiði og loðnuveiði var mjög lítil á síðustu þremur til fjórum mánuðum ársins ásamt því að þorskveiði brást algjörlega. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki voru því á haustmánuðum ársins 1991 fyrst og fremst að veiða og vinna karfa sem í raun skilar ekki neinni fram- legð. Þessir vaxandi erfiðleikar ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja á síðustu mánuðum síðasta árs hafa leitt til þess að fyrirtækin hafa, hvert á fætur öðru, verið að kynna reikninga, sem sýna mikið tap á árinu 1991. Jafnframt er fyrirsjáan- legt að þau munu mörg lenda í verulegum rekstrar- og greiðsluerf- ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.