Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 14
 MORGUNBLADIÐ-SUNNUDAGUR 26; APRÍL 199: 1992 HEIMSOKN I FLOTTAMANNABUÐIR PALESTÍNUMANNA í JÓRDANÍU Tár, bros en engir takkaskór. Fótboltinn á sinn sess í flótt- Mágkona Amers sá ástæðu til að hy 1 jn allt hold í návist „Það er glæpur að vera Palestínumaður í amannabúðum eins og annars staðar. ókunnra gesta. segir Rayef Hussin Amer, sem er hér til bróður sínum og dóttur hans. FLOTTIM ER IIMMUTKIW eftir Ásgeir Friðgeirsson Myndir: Póll Stefánsson IM Kúveit núna," vinstri ásamt er er sama um alla póli- tík. Ég hef bara sjálfs- virðingu og Kúveitar misbuðu mér," sagði Rayef Husin Amer, 28 ára gamall palestínskur flótta- maður í Jórdaníu í viðtali sem ég átti við hann á dögunum í Bacca- flóttamannabúðunum í Amman í Jórdaníu. Hann er einn hinna 300 þúsund palestínsku flóttamanna í Jórdaníu sem ekki eru á flótta undan ísrael- um heldur Kúveitum. Þeir hafa hrökklast frá Kúveit eftir að Persa- flóastríðinu lauk. Palestínumenn, sem er sú þjóð sem mest hefur þjáðst vegna átaka ísraela og araba, eiga nú tvo hatramma óvini að mati Amers. „Ég var í Kúveit á meðan írak- ar voru þar. Þegar Kúveitar komu aftur eftir frelsunina voru þeir miklu verri við okkur Palestínu- mennina en írakar," hélt hann áfram. „Þeir tóku frá mér vinn- una, þeir stoppuðu mig sífellt út á götu og leituðu á mér og niður- lægðu. Þeir óðu oft inn á heimili mitt ogskefldu konuna mína og dóttur. Á endanum handtóku þeir mig og héldu inni í þrjá klukku- tíma." Amer var reiður. Hann sagðist hata Kúveita. „Það er glæpur að vera Palestínumaður í Kúveit núna," sagði hann biturlega. Hann sagðist kjósa frelsið í flóttamanna- búðunum frekar en að lifa við ógn- anir og niðurlægingu í Kúveit þar sem hann bjó í 24 ár. Frá unglings- árum hafði hann verið banka- starfsmaður. Þegar ég spurði hann af hverju Kúveitar hefðu snúist svona gegn Palestínumönnum benti hann á frænda sinn Jamal A. Qassem sem sat þarna með okkur á heimili Amers í Bacca-flóttamannabúðun- um. „Jamal var í fangelsi í fimm mánuði," sagði Amer. „Þegar hann var handtekinn sagði einn kú- veisku hermannanna við hann: „ír- akar drápu átta frændur mína. Ég ætla að drepa þig," og svo spark- Glaðværð er ávallt skammt undan í þröngum húsagörðum flóttamannabúðanna. aði hann í mig." Á Amer var það helst að skilja að reiði Kúveita út í íraka, vegna hernámsins, beindist að Palestínu- mönnum og Jórdönum, en sem kunnugt er tóku þessar þjóðir ekki þátt í frelsun Kúveits með herjum bandamanna í Persaflóastríðinu á siðasta ári. Kynslóðir á flótta en ekki alitaf sami óvinur Foreldrar Amers flúðu einnig frá Kúveit. Þau eru flóttanum kunn, því þau flýðu frá landsvæðum sem nú tilheyra ísrael, árið 1948 þegar ríki gyðinga var stofnsett. Móðir hans er frá Jaffa við Miðjarðar- hafsströndina en faðir hans frá smábæ skammt frá Tel Aviv. Paiestínskar fjölskyldur hafa í fjóra áratugi, kyn- slóö fram af kynslóó, veriö áI lólla - lengst af undan ísraelum en nú einnig 14 úvcitmn Þau settust strax að í flótta- mannabúðum í Jórdaníu en fluttu 16 árum síðar eða þremur árum fyrir sex daga stríðið 1967, til Kúveit. Það er ekki laust við að Amer fyndist það vera óumflýjan- leg örlög sín og fjölskyldu sinnar að vera á flótta. Flóttinn var hans arfur og þegar ég spurði hann um framtíð dóttur hans varð honum svarafátt. Hann kvartaði ekki en sagði að veturinn sem var kaldari en nokkru sinni í manna minnum og snjó- þungur með eindæmum, hefði ver- ið erfiður fyrir fjölskylduna. Hann býr ásamt eiginkonu og dóttur, foreldrum, bróður, mágkonu og barni og tveimur systrum í tveimur svefnherbergjum, einni stofu og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.