Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGÁRsÚnNÚDAGI QIG/ SUNNUÐAGUR-26.-APRIL 1992 ss 23 Jónína Þorfinns- dóttír - Kveðjuorð Fædd 16. september 1921 Dáin 10. apríl 1992 Síðdegis 10. apríl sl. hringdi sím- inn og mig setti hljóðan því röddin tjáði mér að Jónína Þorfinnsdóttir hefði látist þá um morguninn. Sím- talið var stutt. Ég sat og hugurinn reikaði. Sá sem öllu ræður hafði haft betur, Jónína var öll og gengin á vit feðra sinna. Jónína fæddist í Reykjavík 16. september 1921 og var því rúmlega sjötug þegar hún lést. Hún lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands 1939. Hún kynntist ung að árum og giftist heiðursmanninum Ragnari Edvardssyni og eignuðust þau sex mannvænleg börn. Þegar börnin stálpuðust settist hún í 3. bekk Kennaraskóla íslands árið 1961 með Ebba syni sínum sem hafði lokið 1. og 2. bekk og Iuku þau saman kennaraprófi 1963. Jón- ína var ekki í vandræðum með að fá kennarastöðu í Reykjavík, en á þeim tíma var ekki hlaupið í stöðu við skóla borgarinnar. Barnaskólar voru þá sjö en nú eru tuttugu og sjö grunnskólar reknir af Reykjavík- urborg. Hinn mikli skólamaður og skáld Hjörtur Kristmundsson sá strax að þar fór góður starfskraftur þar sem Jónína var og réð hana að skóla sínum Breiðagerðisskóla strax að loknu prófi. Þar starfaði Jónína við góðan orðstír í tvö ár. Ég þekkti Jónínu ekki þegar hún hóf störf þar. Álfta- mýrarskóli tók til starfa 1964 og var nemendafjöldi þar mjög ört vax- andi og var vandi minn að ná í sem besta kennara því metnaðurinn var mikill. Ég hafði spurnir af Jónínu og hennar ágæti sem kennara. Ég átti tal við hana á vordögum 1966 og 'reyndi að fá hana að skólanum en hann hafði allt að bjóða á þeim tíma, það væri styttra fyrir hana að fara frá heimili sínu og að öllu leyti þægilegra fyrir hana sjálfa. Hún sagði í fyrstu nei. Ég bað hana hugsa sitt ráð og láta mig vita innan viku. Hún talaði við mig fyrir tilsettan tíma og sagðist vera tilbúin ef ég skýrði tilflutninginn fyrir Hirti Kristmundssyni, en ég sagði henni að það væri hennar en ekki mitt því skólastjórar tældu ekki kennara hver frá öðrum. Jónína hafði þá tekið ákvörðun og sagði auðvitað geri ég það. Vinur minn Hjörtur sagði eftir samtal þeirra: „Djöfuls grikk ert þú að gera mér strákur, en auðvitað set ég ekki fót fyrir afbragðskenn- ara.“ Málið var útrætt. Jónína hóf störf við Álftamýrar- skóla haustið 1966 og ég tók þá ákvörðun að hún myndi kenna m.a. 4. - K. Sem traust mitt á hæfileik- um Jónínu vil ég geta þess að ég átti sjálfur tvö börn í þeim bekk, en bekkurinn var stór, aðeins 36 böm, sem ekki þýddi að bjóða kenn- urum í dag. Jónína kenndi þessum bekk í þijú ár eða þar til þau fóm í unglingadeild. Sem dæmi um kappsemi og áhuga fyrir velgengni nemenda sinna kom hún eitt sinn til mín og sagði: „Ragnar, það eru svo margir með 10 í einkunn að ég verð að fá að gefa 10+.“ Þú verður, svaraði ég, þá að lækka einkunnirnar þann- ig að þeir sem þú vilt gefa plúsinn verði með 10. Það er útilokað sagði hún, ekki hægt. Ég lét mig í það skiptið sem oftar en sagði henni að slíkt kæmi ekki oftar til greina og 10++ myndi ég aldrei samþykkja. Þetta lýsir best harðfylgni hennar og metnaði fyrir nemendum sínum. Nemendur hennar stóðu við sínar einkunnir þegar til framhaldsnáms kom. Gamlir nemendur hafa oft sagt við mig: „Hún var kröfuhörð Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð peuan sími 620200 t Móðir okkar, MARGRÉT DUNGAL, lést i Borgarspítalanum 25. apríl. Sigrún Dungal, Gunnar B. Dungal, Páll Halldór Dungal. t Innilega þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar, bróður, mágs og frænda, MAGNA MÁS MAGNASONAR, Akurgerði 15, Akranesi. Steinunn Jónsdóttir, Steinn Bragi Magnason, Inga Birna Magnadóttir, Þröstur Haraldsson, Sunna Björk Þórarinsdóttir, Birgir Baldursson, Oddbjörg Jónsdóttir, Freydís Frigg Guömundsdóttir, Steinunn Hlín, Elvar Árni og Jón Ingi. Lokað Einkaleyfastofan verður lokuð frá kl. 13.00 þriðjudaginn 28. apríl vegna útfarar HANNESAR MAGNÚSSONAR, tæknifræðings. en síðar kunnum við að meta það og skynjuðum að það var fyrir okk- ur.“ Jónína tók mikinn þátt í félags- störfum og var þá oft valin til for- ystu. Má þar nefna störf fyrir Sjálf- stæðisflokkinn en þar var hún m.a. formaður Hvatar og í flokks- og fulltrúaráði um árabil. Öll þau félagasamtök sem Jónína starfaði fyrir kann ég ekki að nefna. Þegar börnin voru uppkomin ákváðu hún og Ragnar að slíta sam- vistir. Jónína eignaðist 1982 sinn síðari mann Svein Sæmundsson hinn ágætasta dreng sem reyndist henni frábærlega ekki síst nú í þeim veikindum sem hún hefur átt í. Jónína lét af störfum við Álfta- mýrarskóla um sl. áramót fyrir ald- urssakir. Ég veit, þó hættur sé við skólann, að ég mæli fyrir hönd skólastjóra, kennara og alls starfs- fólks skólans, þegar ég óska henni velfarnaðar á þeim brautum sem hún hefur nú lagt út á. Manníjöldi sá sem fylgdi Jónínu síðasta spölinn bar vott um virðingu og vinsældir sem hún naut meðan hún var og hét. Megi sá sem öllu ræður hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar vaka yfir henni og þeim sem henni voru kærastir. Fari hún í friði. F.h. samstarfsfólks við Álftamýrarskóla, Ragnar Júlíusson, fv. skólastjóri. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöf ða 4 — sími 681960 armarai jan Legsteinagerð Höfðatúni 12, SEmi 91-629955 S.HELGASONHF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48-SlMI 76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.