Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 26
jMwjptnMbifrife ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR l AUGL YSINGAR Sölumaður Fasteignasala í góðum rekstri óskar eftir reyndum sölumanni. Farið verður með allar upplýsingar sem trún- aðarmál. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. maí merktar: „1992 - 9844“. Skrifstofustjóri lcepro-nefndin, EDI-félagið og EAN á íslandi óska eftir að ráða sameiginlegan skrifstofu- stjóra. Markmið starfsins er bætt verklag í viðskiptum. Verkefni skrifstofustjóra er að sjá um ýmsa þætti í starfsemi félaganna. Umsækjandi þarf að hafa áhuga á pappírs- lausum viðskiptum, viðskiptaþekkingu og tölvukunnáttu. Hann þarf einnig að hafa reynslu af útgáfustarfsemi, vera ritfæf og geta starfað sjálfstætt. Skriflegum umsóknum skal skilað til Verslun- arráðs íslands eigi síðar en 30. apríl 1992. Atvinnurekendur athugið! Atvinnumiðlun námsmanna hefur hafið starf- semi sína. Fjöldi námsmanna er á skrá, með margvíslega menntun og starfsreynslu að baki. Skrifstofan er opin frá kl. 9-18 alla daga. Vanti ykkur starfskraft í sumar, þá eru þeir hjá okkur!. ATVINNUMIÐLUN NÁMSMANNA, Stúdentaheimilinu v/Hringbraut sími 621080 og 621081. SUÐUREYRARHREPPUR Hjúkrunarfræðingur Hvernig væri að breyta til? Hvernig væri að komast í þægilegt umhverfi, úr ys og þys borgarlífsins í rólegheit sjávarþorpsins, þar sem náttúran er hinum megin við garðvegg- inn, þar sem tíminn er afstætt hugtak, þar sem börnin geta leikið sér án allrar áhættu, þar sem ...? Ef þú er hjúkrunarfræðingur og ef þú hefur áhuga á því sem hér er talið að ofan, þá höfum við Súgfirðingar áhuga á þér. Við erum tilbúin að bjóða þér ýmislegt til að láta drauminn rætast. Þorpið okkar hefur upp á ýmislegt að bjóða sem þér kemur á óvart. Hafðu samband og skoðaðu málið, það kost- ar ekkert. Upplýsingar veitast hjá eftirtöldum: Suðureyrarhreppur, sveitarstjóri í vs. 94-6122 og hs. 94-6123. Heilsugæslustöð ísafjarðar, framkvæmda- stjóri í vs. 94-4500. Lopapeysur Vegna góðrar sölu vantar okkur duglegar prjónakonur. Upplýsingar í síma 621426. Hárgreiðslustofan Hjá Stellu og Krosshamar, heildverslun, Bolholti 6, Reykjavík óska eftir að ráða: 1. Hárgreiðslusvein frá kl. 13.00-18.00. 2. Hárgreiðslunema sem lokið hefur fyrsta ári Iðnskóians. 3. Sölumann í hlutastarf. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. apríl merktar: „H - 9676“. Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með upp- eldismenntun óskast til starfa á neðan- greinda leikskóla: Brekkuborg v/Hlíðarhús, s. 679380. Heiðarborg v/Selásbraut, s. 77350. Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 78230. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. m BORGflRSPÍTALINN Hjúkrunarfræðingar Vegna aukinnar starfsemi á hjartadeild Borg- arspítalans getum við boðið hjúkrunarfræð- ingum störf nú þegar eða eftir nánara sam- komulagi. Vinsamlega leitið upplýsinga hjá Dagbjörtu Þyrí Þorvarðardóttur, deildarstjóra, í síma 696600. Stárfsmaður óskast Á hjartadeild Borgarspítalans vantar starfs- mann sem m.a. mun sinna rúmaþvotti. Um er að ræða 50% starf. Nánari upplýsingar veitir Dagbjört Þyrí Þor- varðardóttir, deildarstjóri, í síma 696600. Læknaritari óskast sem fyrst á skurðlækningadeild. Um er að ræða afleysingastöðu a.m.k. til ára- móta. Upplýsingar veitir læknafulltrúi í síma 696468 milli kl. 10.00-12.00. Aðstoðarlæknir Staða reynds aðstoðarlæknis við endurhæf- inga- og taugadeild er laust til umsóknar. Upplýsingar gefur yfirlæknir í síma 696710. ra Hjúkrunarfræðingur Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöð Kópavogs er laus til umsóknar. Um er að ræða hlutastarf. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 40400. Það er vor í lofti! Heildverslun með örugga söluvöru óskar eft- ir góðu sölufólki. Reynsla æskileg en ekki skilyrði. Við bjóðum upp á námskeið. Ert þú: Jákvæð(ur), úrræðagóð(ur) og drífandi? Vilt komast áfram? Vilt skammta þér laun eftir afköstum? Hefur þú bíl og síma? Getur þú ráðið tíma þínum sjálf(ur)? Hringdu þá í síma 91-653087 mánudag og þriðjudag frá kl. 12.00 til 17.00. Heildverslun Þ. Kristjánsson sf. Röntgentæknir Röntgentækni vantar til starfa við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs frá 1. sept. nk. Um er að ræða 80-100% vinnu með bakvöktum. Á deildinni eru ný röntgentæki og ágæt vinnuaðstaða og framkvæmdar eru um 4.000 skoðanir á ári. Allar upplýsingar veita deildarröntgentæknir eða undirritaður í síma 92-14000. Framkvæmdastjóri. ISAL Bifvélavirkjar -vélvirkjar Óskum eftir að ráða bifvélavirkja og vélvirkja til starfa á fartækjaverkstæði og vélaverk- stæði okkar í sumar. Um er að ræða sumarafleysingastörf tímabil- ið 15. maí til 15. september 1992, eða eftir nánara'samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir ráðningarstjóri í síma 91-607000. Umsóknum óskast skilað í pósthólf 244, Hafnarfirði eigi síðar en 8. maí 1992. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavík, og Bókabúð Olivers Steins, Hafn- arfirði. íslenska Álfélagið hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.