Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 ATVIN WnMAUGL YSINGAR Matreiðslumaður Veitingahús í Reykjavík óskar eftir að ráða matreiðslumann. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. apríl 1992 merktar: „V - 14353". Sölumaður Sölufólk óskast í skemmtilegt hálfs dags starf hjá fyrirtæki sem framleiðir heilsufæði. Um- sækjendur þurfa að hafa bíl til umráða og vera heilsuhraustir, snyrtilegir og dugmiklir. Vinsamlega leggið inn umsóknir á auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „Sölumaður-7951". Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðing vantar að hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hraunbúðum, Vestmanna- eyjum, sem fyrst eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 98-11915. Ritari Fasteignasala óskar eftir að ráða ritara til starfa. íslenskukunnátta nauðsynleg sem og tölvukunnátta. Umsækjendur leggi inn umsóknir á auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „Ritari - 11264“ fyr- ir 1. maí nk. Sölumaður - fasteignasala Rótgróin og umsvifamikil fasteignasala óskar eftir sölumanni til starfa. Við leitum að duglegum og áræðnum sölu- manni sem hefur til að bera frumkvæði. Umsóknir með ítalegum upplýsingum um aldur, menntun, fyrri störf og annað er máli skiptir óskast sendar á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Fasteignasala - 6868“. Iðjuþjálfi - sjúkraþjálfari Iðjuþjálfi eða sjúkraþjálfari óskast til starfa í Hjálpartækjabanka RKÍ og Sjálfsbjargar í fullt starf. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða. Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Ingólfs- dóttir í Hjálpartækjabankanum, Hátúni 12, 105 Reykjavík í síma 623333. Skrifstofustarf Skrifstofa Landlæknisembættisins óskareft- ir skrifstofumanni frá og með 1. júní nk. Starf- ið felst í símavörslu og almennum skrifstofu- störfum. Eiginhandarumsókn, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf ásamt meðmæl- um, sendist skrifstofu landlæknis, Laugavegi 116, 150 Reykjavík fyrir 1. maí nk. Landlæknir. Enskur hraðritari (Shorthand/typist) Umboðssölufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða ritara nú þegar eða sem allra fyrst. Starfið felst í almennum einkaritarastörfum, ritvinnslu, telefaxsendingum, símavörslu og öðrum skrifstofustörfum. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi full- komið vald á enskri tungu og hafi reynslu og leikni í ritvinnslu. Kunnátta í enskri hraðrit- un æskileg. Vinnutími er frá kl. 9-13. Umsóknarfrestur ertil og með 30. apríl nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Atvinna í sumar Okkur vantar starfsfólk vant snyrtingu og pökkun í sumar. Upplýsingar í síma 97-81200. Forstöðúmaður - íbúðir aldraðra Forstöðumaður óskast til starfa á Hlíf - íbúð- um aldraðra ísafirði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til félagsmálastjóra ísa- fjarðarkaupstaðar, Hafnarstræti 1, 400 ísafirði. Nánari upplýsingar gefur félagsmálastjóri í síma 94-3722 eða formaður félagsmálaráðs í sínria 94-4368 eftir kl. 17.00 á daginn. Umsóknarfrestur til 15. maí. Félagsmálastjóri. Markaðsfulltrúi - tölvur Varnarliðið á Keflavíkurfiugvelli óskar eftir að ráða menn í sumaraf- leysingar hjá slökkviliði varnarliðsins Umsækjendur hafi iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu. Umsækjendur verða að vera á aldrinum 20-28 ára, reglusamir, háttvísir og heilsuhraustir. Æskileg reynsla við slökkviliðsstörf. Meirapróf skilyrði. Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg. Nánari upplýsingar veittar í síma 92-11973. Umsóknir sendist ráðingarskrifstofu varnar- máladeildar, Brekkustíg 39, 260 Njarðvík eigi síðar en 6. maí 1992. Verslunarstörf HAGKAUP óskar eftir að ráða nú þegar starfsfólk í eftirtalin störf í verslun fyrirtækis- ins í Hólagarði. Svæðisstjóri í kjötdeild í starfinu felst verkstjórn ásamt umsjón með pöntunum og vöruframsetningu. Krafist er menntunar og/eða reynslu af starfi við kjöt- vörur. Starfið er heilsdagsstarf. Afgreiðslustörf Afgreiðsla á kassa og uppfylling í matvöru- deild. Um er að ræða hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Nánari upplýsingar um störfin veitir verslun- arstjóri á staðnum (ekki í síma). Eldri um- sóknir þarf að endurnýja. HA6KAUP Skólavörðustlg la - 101 Reykjavlk - Slmi 621355 Frá Flensborgarskólanum lausar kennarastöður Flensborgarskólann vantar kennara í stærð- fræði og eðlisfræði frá og með næsta skóla- ári. Einnig vantar stundakennara í mynd- mennt (12 kennslustundir) skólaárið 1992- 1993. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skólanum fyrir 22. maí nk. Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 650400. Skólameistari. Afgreiðslustörf Ný verslun HAGKAUP óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf í nýrri verslun sem fyrirtækið opnar í næsta mánuði í Grafarvogshverfi. Afgreiðsla í kjötdeild. Hlutastarf frá kl. 13.00. Afgreiðsla í ávaxta- og grænmetisdeild. Heilsdagsstarf og hlutastarf frá kl. 13.00. Umsjón með mjólkurvörum. Heilsdagsstarf. Afgreiðsla á kassa. Heilsdagsstarf og hluta- starf frá kl. 13.00. Uppfylling í matvörudeild. Hlutastörf fyrir hádegi. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds HAGKAUPS, Skeifunni 15. HAGKAUF Virt fyrirtæki á sviði tölvusölu óskar eftir markaðsfulltrúa. Starfið felst í markaðssetn- ingu og sölu þekktum á vél- og hugbúnaði. Viðkomandi þarf að fullnægja eftirfarandi skilyrðum: ★ Hafa þekkingu á tölvum. ★ Hafa reynslu af sölumennsku. ★ Geta unnið sjálfstætt. ★ Vera hugmyndaríkur og geta lagast að breyttum markaðsaðstæðum. ★ Vera vel skipulagður. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast skilað á auglýsingadeild Mbl. merktum: „T - 3457“ fyrir 4. maí nk. Fóstrur athugið! Leikskólinn Sólvellir í Neskaupstað auglýsir eftir fóstrum til starfa eftir sumarleyfi heimilisins um miðjan ágúst nk. Á leikskólanum eru 3 deildir þar sem að jafn- aði dvelja um 80-90 börn. Á Sólvöllum eru nú starfandi 5 fóstrur ásamt mörgu öðru góðu fólki. í ráði er að taka upp sveigjanleg- an vistunartíma á næstunni og hópastarf er blómstrandi. Við bjóðum ykkur velkomnar til Neskaupstaöar þar sem íbúarnir eru u.þ.b. 1800 og veöursæld og náttúrufegurö er mikil. Stutt er i eitt besta skíða- svæöi landsins yfir vetrarmánuðina og möguleikar til þess aö njóta náttúr- unnar yfir sumariö óþrjótandi. Við útvegum ykkur að sjálfsögðu húsnæöi á staönum. Ef þið hafið hugsað ykkur til hreyfings á komandi hausti því þá ekki að hafa sam- band við okkur. - Leikskólastjóriísíma 97-71485 eða félagsmálastjóri í síma 97-71700.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.