Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 37
a§ 37 seei, i bm ,as auoAayMvroa qiíAWioi3\q«A\rru aiQAjawuoaoM MÖRGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJOINIVARP SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 SVARTNÆTTI Höfundur þáttanna Sonny Grosso og félagi hans í fíkniefnadeild lögreglunnar Svartnætti er nýr kanadískur spennumyndaflokkur sem nú er á dagskrá Stöðvar 2. Svartnætti er raunsær myndaflokkur sem ijallar um líf og starf lögreglumanna í stórborginni, um erfiðleika, sigra og ósigra og um vináttu þeirra sem starfa í svarnættinu. í Svartnætti er fjallað um starf lögreglumanna í veröld þar sem reglur ganga ekki alltaf upp eða sýnast skynsamlegar. Veröld þar sem sakamál eru ekki snyrtilega leyst eða þar sem eðlisávísun lög- reglumannsinns dugar betur en aðferðir þjóðfélagsins í baráttunni við glæpi. Þarna eru lögreglumenn ekki ofurmenni heldur venjulegir einstaklingar sem hafa sína mis- munandi kosti og galla. Hugmyndin að Svartnætti var sköpuð af Sonny Grosso, sem starfað hafði í rúm 20 ár í lögregl- unni í New York. Hann og félagi hans í fíkniefnadeildinni leystu hið fræga sakamál sem nefnt hefur verið Franska sambandið, og fjall- að var um í frægri kvikmynd, „The French Connection", þar sem Grosso var leikinn af Roy Scheider og félagi hans af Gene Hackman. Með helstu hlutverk í Svart- nætti fara Scott Hylands, sem leik- ur Kevin O’Brien, Jeff Wincott, sem leikur Frank Giambone, og Allan Royal sem fer með hlutverk Tom Kirkwóods, lögreglufrétta- mannsins sem skrifar undir þætt- inum Svartnætti í blaði sínu. Scott Hyland Scott Hylands hefur skipt 20 ára löngum leikaraferli sínum jafnt milli leikhúss, sjónvarps og kvik- mynda. Ferill hans hófst á sviði í New York. Hann gerðist því næst einn af stofnendum hins fræga leikhóps American Conservatory Theatre, og ferðaðist víða með honum. Síðar hélt hann til Holly- wood þar sem hann hefur fengið fjöldann allan af hlutverkum í kvikmyndum, ýmiss konar sjón- varpsþáttum og myndum. Hann hefur þó alla tíð farið reglulega frá Hollywood og haldið til Kanada, heimalands síns, til að leika á sviði. Jeff Wincott Jeff Wincott hefur verið líkt við persónuna sem hann leikur í Svart- nætti. Frank Giambone lögreglu- maður er ungur, tilfinninganæmur og uppátækjasamur. En ólíkt Giambone er Jeff Wincott enginn nýgræðingur. Hann fæddist í Kanada og þar hófst ferill hans, þar sem hann lék bæði á sviði og í sjónvarpi. Fyrir nokkrum árum Allan Royal (t.v), Scott Hyland sitjandi og Jeff Wincott leika aðalhlutverkin í Svartnætti. fluttist hann tii New York og hóf nám í leiklist í Juilliard. Hann hef- ur leikið í fjöldamörgum kanadísk- um sjónvarpsþáttum og nokkrum kvikmyndum. Ailan Royal Allan Royal er einnig fæddur í Kanada. Hann hóf leikferill sinn þar aðeins 18 ára gamall. Síðan fluttist hann til New York þar sem hann stundaði nám í leiklist. Þaðan hélt hann tii Englands og að lokum aftur til Kanada. Á ferli sínum hefur Allan Royal prófað allar teg- undir leiklistar. Hann hefur leikið á sviði, í sjónvarpi og í kvikmynd- um, jafnt í klassískum verkum sem gamanverkum og söngleikjum. Framleiðandinn, leikstjórinn o g leikarinn Linda Lavin Linda Lavin leikur aðalhlutverk- ið í framhaldsþættinum Mæðgur í morgunþætti, „Room For Two“, sem nú er á dagskrá Stöðvar 2. Hún leikur hlutverk Edie Kurland, nýorðinnar ekkju sem boðið er starf í morgunþætti í sjónvarpi sem dóttir hennar framleiðir. Auk þess að leika aðalhlutverkið er Lavin einnig framleiðandi þáttana. Lavin lék einnig móðurina í bíómynd Stöðvar 2 laugardaginn 25. apríl, sem bar nánast sama heiti og framhaldsflokkanir, eða Mæðg- urnar (Like Mom, Like Me), þó þáttaröðin og myndin tengist á engan hátt. Mæðgur í morgunþætti er fyrsta sjónvarpsþáttaröðin sem Lavin tekur þátt í síðan hinum vinsælu þáttaröðum hennar, „Alice“, lauk árið 1985. Eftir að „Alice“ lauk 9 ára sigur- göngu sinni hef- ur Lavm einkum haldið sig við að leika á sviði í Broadway, og hefur sankað að sér ijölda verð- launa fyrir leik sinn þar. Hún hefur einnig leikið í nokkrum sjón- varpsmyndum og framleitt og leik- stýrt ýmsum verkefnum á vegum eigin fyrirtækis, Big Deal Inc. Hóf feril sinn 1959 Linda Lavin hóf feril sinn í skemmtanaiðnaðinum í New York árið 1959. í fyrstu fékk hún fjöl- mörg smærri hlutverk, einkum í söngleikjum, í litlum leikhúsum utan Broadway. En eitt leiddi af öðru og fljótlega var hún orðin þekkt leikkona á Broadway og vann sér inn fjölda verðlauna og viðurkenninga á næstu árum. Árið 1970 flutti hún til Los Angeles og þar hófst ferill hennar í sjónvarpi. Framan af lék hún einkum í sjónvarpsmyndum og stuttum þáttaröðum. Árið 1976 hóf „Alice“ svo göngu sína. Þátta- röðin varð mjög vinsæl og Linda fékk fjöldamörg verðlaun fyrir leik sinn. Á þessum árum stofnaði Linda sitt eigið framleiðslufyrirtæki og hefur allar götur síðaruunnið mörg verkefni á vegum þess, bæði sem framleiðandi, leikstjóri og leikari. Linda Lavin Sjónvarpið: Ástarstraumar ■■H Sunnudagsdagskrá Sjónvarpins hefst á bandarískri bíó- 1 fr 00 mynd sem er í lengri kantinum. Þetta er áhugaverð mynd sem ijallar um systkinasamband annars vegar og ástarsam- bönd hins vegar. Tilfinningatengsl, frelsi, ást og skuldbindingar eru m.a. til umræðu. Systkynin Sara og Robert eru á miðjum aldri þeg- ar einkalíf þeirra beggja hrynur. Eiginmaður Söru skilur við hana og allt útlit er fyrir að hún missi forræðið yfir einkabami sínu. Ro- bert hefur aftur á móti verið laginn við að sveigja hjá öllum skuld- bindingum og tilfinningasamböndum og er svo komið að hann er engum mikilvægur og nýtur hvorki hlýju né ástar. í raunum sínum leita þau ásjár hvort hjá öðru, því þrátt fyrir elsku þeirra hvort á öðru geta þau verið fijáls, óeigingjörn og viðurkennd. NÆTURÚTVARP 1.00 Næturtónar. 2.00 Fréttir. Næturtónar - hljóma álram. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Næturtónar. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.05 Næturtónar. - hljóma áfram. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. Ljúf lög i morgunsárið. AÐALSTÖÐIN FM 90,9/103,2 9.00 Úr bókahillunni. Umsjón Guðríður Haralds- dóttir. Endurtekinn þáttur frá sl. sunnudegi. 10.00 Reykjavíkurrúnturinn. Umsjón Pétur Péturs- son. Endurtekinn þáttur frá 18. apríl. 12.30 Hádegisverðartónlist. 13.00 SUS menn. Þáttur í umsjón ungra sjálfstæð- ismanna. 14.00 Túkall. Böðvar Bergsson og Gylfi Þór Þor- steinsson. Endurtekinn þáttur frá sl. fimmtudags- kvöldi. 15.00 í dægurlandi. Islensk dægurtónlist í umsjón Garðars Guðmundssonar. 17.00 í lífsins ólgu sjó. Umsjón Inger Anna Aik- man. Endurtekinn þáttur frá sl. miðvikudegi. 19.00 Úr heimi kvikmyndanna. Umsjón Kolbrún Bergþórsdóttir. Endurtekinn þáttur frá sl. þriðju- degi. 21.00 Úr bókahillunni. Umsjón Guðriður Haralds- dóttir. 22.00 Tveir eins. Umsjón ólafur Þórðarson og Ólaf- ur Stephensen. Endurtekinn þáttur frá sl. fimmtu- dagskvöldi. 24.00 Ljúf tónlist. BYLGJAN FM 98,9 8.00 í býtið á sunnudegi. Umsjón Björn Þór Sig- urðsson. 11.00 Fréttavikan með Hallgrími Thorsteinssyni. 12.00 Fréttir. 12.15 Kristófer Helgason. 14.00 Perluvinir fjölskyldunnar. Skemmtiþáttur í umsjón Sigmundar Ernis Rúnarssonar. Magnús Kjartansson sér um hljómsveit þáttarins. Stjórn útsendingar er i höndum Sigurðar Hlöðversson- ar. Fréttir kl. I5. 16.00 Ingibjörg Gréta Gisladóttir. Fréttir kl. 17. 18.00 Páll Óskar Hjálmtýsson. 19.09 Fréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00 Páll Óskar Hjálmtýsson. 21.00 Pálmi Guðmundsson. 24.00 Næturvaktin. STJARNAN FM 102,2 9.00 Toggi Magg. 11.00 Samkoma frá Veginum kristið samfélag. 13.00 Guðrún Gísladóttir. 14.00 Samkoma frá Orði lífsins kristilegt starf. 16.30 Samkoma Krossinn. 18.00 Lofgjörðartónlist. 24.00 Dagskrárlok. Bænastund kl. 9.30, 13.30, 17,30 og 23.50.Bæna- linan s. 675320. EFFEMM FM 95,7 9.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. Tónlist. 13.00 Ryksugan á fullu. Umsjón Jóhann Jóhanns- son. 16.00 Vinsældalisti islands. Endurtekið frá sl. föstu- degi. 19.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. Óskalagasiminn 670957. 22.00 Sigvaldi Kaldalóns. 1.00 Inn í nóttina. Haraldur Jóhannsson. 6.00 Náttfari. SÓLIN FM 100,6 10.00 Jóhannes Ágúst Stefánsson. 14.00 Karl Lúðvíksson, 17.00 Vilhelm Gunnarsson, 19.00 Hallgrimur Kristinsson. 22.00 Inga Gunnarsdóttir. ÚTRÁS FM 97,7 12.00 MS. 14.00 MH. 16.00 Breski listinn. Arnar Helgason. 18.00 Framhaldsskólafréttir. 18.15 FB. Örvar Stones. 20.00 Kvennaskólinn. 22.00 Úr iðrum. Umsjón: Halldór Harðarson, Krist- ján Eggertsson og Kristján Guy Burgess. 1.00 Dagskrárlok. STÓRSAMKOMA Stórsamkoma í nýbyggingu KFUM og KFUK við Holtaveg í dag, sunnudag, kl. 16.30. „Ef Drottinn byggir ekki húsið ..." Upphafsorð og bæn: Anna Hilmarsdóttir. Ræðumaður: Ragnar Gunnarsson, kristniboði. Barnasamkoma á sama tíma. Húsið opið frá kl. 15.30. Léttar veitingar fyrir samkomuna. Allir velkomnir. KFUK, KFUM, SÍK, KSH. Ódýr og spennandi sumarfargjöld með SAS SUMARLEYFISFARGJÖLD SAS 15. apríl - 30. september 1992 Reykjavík - Kaupmannahöfn ..20.900,- Reykjavík - Gautaborg ..20.900.- Reykjavík - Osló ..20.900.- Reykjavík - Stokkhólmur ..24.900.- Reykjavík - Helsinki ..24.900.- Reykjavík - Hamborg ..24.900.- Lögmarksdvöl 7 dagar, hámarksdvöl 1 mánuöur. Barnaafsláttur er 20%. Tll sölu fram aö 1. maí 1992. Bókunarfyrlrvarl er 4 vlkur. 1250 kr. Innlendur flugvallarskattur er ekkl innlfallnn i uppgefnu veröl auk 600 kr. á fargjald tll Kaupmannahafnar. Haföu samband við söluskrifstofu SAS eöa feröaskrifstofuna þína. ff/i/SAS SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.