Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 1
MJÓLKURSAMSALAN: Uppbygging stórveldis í skjóli einkaleyfis /4-5 FJARSKIPTI: Samkeppni i símaþjónustu á eftir aö aukast /6-7 pltiirgunMaííií* VIÐSKHTIAIVINNULIF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1992 BLAÐ B Fyrirtæki Glóbus með hlutafjár- útboð upp á 72 milljónir Ákveðið hefur verið að bjóða lokuðum hópi hlutabréf á genginu 2,12 GLÓBUS hf. hefur efnt til lokaðs hlutafjárútboðs þar sem boðin eru út hlutabréf að nafnvirði 72 milljónir króna. Reiknað gengi bréfanna er 2,12 og markaðsverðmæti útboðsins því 152,6 milljón- ir eða 21,77% af heildarhlutafé. Handsal hf. sér um hlutafjárútboð- ið fyrir hönd Glóbus. í útboðslýsingu segir að vaxandi umsvif fyrir- tækisins undanfarin misseri hafi leitt af sér þörf fyrir aukið rekstr- arfjármagn. Núverandi eigendur hafi gert sér ljóst að breyttar aðstæðúr hafi gert fýsilegt að opna fyrirtækið og breyta því úr fjölskyldufyrirtæki í almenningshlutafélag og með þessu lokaða útboði væri verið að stíga fyrstu skrefin í þá átt. Á síðasta ári var heildarvelta Glóbus hf. 1.838 milljónir króna samanborið við 1,248 árið áður. Um er að ræða 52,3% aukningu milli ára, en rekstrartekjur fyrir- tækisins hafa vaxið til muna síð- usiu ár. Eigið fé var um 276 millj- ónir í árslok 1991 og eiginfjárhlut- fall 29%. Að loknu útboði gera áætlanir ráð fyrir að eiginfjárhlut- fallið verði 37%. Hagnaður Glóbus á síðasta ári var 23 milljónir króna, 46,8 millj- ónir 1990, en tvö árin þar á undan var tap af rekstrinum. í útboðslýs- ingu segir að ástæðuna fyrir hlut- fallslega lakari afkomu 1991 mið- að við 1990 megi að meginhluta rekja til mikiila breytinga á starf- semi fyrirtækisins á sl. ári þar sem mikið fé var lagt í þjálfun starfs- manna og annan kostnað samfara skipulagsbreytingum. Var kostn- aður af breytingum gjaldfærður á sl. ári að svo miklu leyti sem mögu- legt var. Skv. útboðslýsingunni fór þá einnig fram veruleg hreinsun i afskriftum ótryggi'a skulda frá fyrri árum og þá m.a. með tilliti til þeirra breytinga sem nú eru að verða á félaginu. Áætlaður hagnaður Glóbus á þesSU ári er tæpar 62 milljónir króna. Að loknu hlutaijárútboðinu verður markaðsverð hlutabréfa fyrirtækisins 701 milljón og V/H hlutfallið sem sýnir markaðsvirði hlutabréfanna í hlutfalli við hagnað fyrirtækisins 11,4. Pálmi Kristinsson hjá Handsali sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir aðilar sem hefðu fengið boð um að kaupa hlutabréf i Glóbus væru stærri lífeyrissjóðir, trygg- ingarfélög og aðrir stórir fjárfest- ar. Þegar væru komin loforð um kaup á um helmingi þess hlutafjár sem boðið er út eða um 80 milljón- ir að markaðsvirði. Glóbus jnf. annast heildsöludreif- ingfu á neysluvörum, innflutning á bifreiðum, innflutning búvéla, lyft- ara fyrir sjávarútvegs- og iðnaðar- fyrirtæki og innflutnings járð- vinnsluvéla fyrir byggingariðnað og verktaka. Fyrirtækið saman- stendur af fjórum meginrekstrar- þáttum, heildsöludeild, bifreiða- deild, véladeild og þjónustudeild. I útboðslýsingu segir að þar sem Glóbus sé í beinni samkeppni á öllum sviðum starfseminnar og samkeppnisaðilar í langflestum til- vikum fjölskyldufyrirtæki, muni Glóbus skera sig úr með því skrefi sem nú er stigið þ.e. að opna fyrir- tækið og gera það að almennings- hlutafélagi. Samkeppnishæfni þess muni styrkjast með þessari ákvörð- un. Glóbus er nú í eigu stofnandans Árna Gestssonar, eiginkonu og barna sem áður skipuðu stjórn fyr- irtækisins. Nú hefur ný stjórn ver- ið skipuð, m.a. til þess að stað- festa stefnubreytinguna, og sitja í henni ásamt Árna Gestssyni, Pétur Guðmundarson formaður og Árni Vilhjálmsson. Tveir af þremur stjómarmönnum eru sjálfstæðir og að sögn Pálma er það til að skapa traust á þeirri breytingu sem þama á sér stað. irrmi it urm DCIfOTIID flD innLii inn iiciioiuii uu EFNAHAG SPARISJÓDA1991 þús. kr. Vaxtatekjur og þóknanir af útlánum 5.332.876 vaxxagjoia O. IDO.tWÖ Vextir nettó 2.167.028 Aðrar tekjur 968 338 Önnur gjöld -2.101.066 Framlag í afskriftareikning útlána -348.029 Reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga -121.240 Hagnaðurfyrirskatta 565,031 Tekjuskattur og eignarskattur -226.751 Hagnaðurársins 338:280 Sjóður, bankainnistæður og rikisvíxlar 5.271.214 Útlán 26.130.415 Ýmsir eignarliðir 2.222.954 Varanlegir rekstrarfjármunir 1.562.310 Heildareignir 35.186.893 í Veltiinnlán 3.858.069 Spariinnlán 20.159.990 Innlendir gjaldeyrisreikningar 675.804 Heildarinnlán 24.693.863 Verðbréfaútgáfa 3.317.348 Annað lánsfé 1.544.604 Ýmsar skuldir 1.367.076 Skuldir alls 30.922.891 Eigið fé 4.264.002 Skuldir og eigiö fé samtals 35.186.893 Veittar ábyrgðir 947.476 SAMANLAGÐUR hagnaður sparisjóðanna nam aits um 338,3 milljónum króna á sl. ári, samkvgemt samantekt Sambands spari- sjóðanna. Þetta er svipuð afkoma og árið áður þégar hagnaðurinn nam alls tæpum 314 milljónum. Aftur á móti varð lítill hagnaður hjá viðskiptabönkunum. mz *Tilboð þetta gildir til 31. maí og á hótelum scm Flugleiðir hafa samning við. EITT FARGJALD FYRIRBÆÐI SAGA Ánægjunnar, sem þú nýtur á Saga Business Class, nýturðu best með BUSINESS !,VI'^t1^1 henni með þeim sem þér þykir vænst um. Þess vegna ,—\ C'C' hjóða Flugleiðir farþegum, sem greiða fullt Saga Business Class far- —-lYvAA gjaid; sérstök vildarkjör: frímiða fyrir maka til New York og Balti- more og til allra áfangastaða í Evrópu utan Norðurlanda og 90% afelátt af fargjaldi til áfangastaða á Norðurlöndum. Auk þess bjóðum við á Norðurlöndum 8QD0 kr. upp í hótelkostnað í somu ferð.* - Gefðu maka þfnum tækifæri til að kynnast kostum þess að fljúga með Saga Business Class. Breyttu venjulegri viðskiptaferð í einstaka upplifun fyrir ykkur bæði. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi . > .........................: til New York og allra áfanga- staða í Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.