Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 Tölvur * KOS hyggurá sölu tölvudeildarinnar KRISTJÁN Ó. Skagfjörð hf. (KÓS) hefur að undanförnu þreifað fyrir sér með sölu á tölvudeild fyrirtækisins sem hefur umboð fyrir Digital tölvur. Viðræður hafa m.a. átt sér stað við nokkra sljórnend- ur deildarinnar sem fengið hafa Þróunarfélagið til liðs við sig vegna hugsanlegrar fjármögnunar á því verkefni. HLUTABRÉF — Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambands ís- lenskra samvinnufélaga og stjórnarformaður Samskipa, kynnti áformaða sölu Sam- bandsins á hlutabréfum í Samskipum á blaða- mannafundi í vikunni. Við hlið Guðjóns situr Ragnar Pálsson, skrif- stofustjóri Samskipa, Ómar Hl. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samskipa og Davíð Björnsson, deildarstjóri hjá Landsbréfum. Fyrirtæki Hlutabréf Sambandsins í Samskipum seld á genginu 1,12 100 milljónir fara á markað í fyrsta áfanga SALA Sambands islenskra Samvinnufélaga á hlutabréfum í Samskipum hf. hófst í gær. Eins og áður hefur komið fram áformar Sambandið að selja 400 milljóna króna hlut í hlutafjáreign sinni í Samskipum og stefnir að því að selja þau á markað í fjórum áföngum. I fyrsta áfanga er áætlað að selja 100 milljónir á genginu 1,12. Guðjón B. Ólafsson, forsljóri Sambandsins og sljórnarformaður Samskipa hf., sagði á blaða- mannafundi þar sem málið var kynnt, að þessi ákvörðun Sambandsins væri tekin í samræmi við þá hugmyndafræði sem varð ofan á þegar ákveðið var að skipta deildum Sambandins upp í sjálfstæð hlutafélög. Morgunblaðið/Sverrir Aðalsteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri KÓS, staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið að fyrirtækið hefði að undanförnu hugað að sölu á tölvudeildinni en málið væri frem- ur skammt á veg komið. Hins veg- Sjóðir Hagnaður Hlutabréfa- sjóðsins 25 milljónir HAGNAÐUR varð af rekstri Hlutabréfasjóðsins hf. upp á 25,1 milljón króna á sl. ári samanbo- rið við 6,8 milljóna hagnað árið áður. Eignir sjóðsins voru um síðastliðin áramót um 650 millj- ónir króna. Markaðsverð hluta- bréfaeignar Hlutabréfasjóðsins lækkaði um 18,3 milljónir á árinu 1991 í samræmi við almennar verðlækkanir urðu hérlendis. Hlutafé félagsins var í árslok að nafnvirði 403,6 milljónir króna. Hlutafé var aukið um 35 milljónir með útgáfu jöfnunarhlutabréfa og nýir hlutir í félaginu að nafnvirði 18,6 milljónir voru seldir fyrir 32,3 milljónir króna. Hluthafar í árslok voru 2.245 samanborið við 2.414 hluthafa í ársbyrjun. Aðalfundur Hlutabréfa- sjóðsins verður miðvikudaginn 6.maí og mun stjórn félagsins gera tillögu um að greiddur verði 8% arður til hluthafa. Félög Nýjir í stjórn Bí Á AÐALFUNDI Bifreiðaskoðun- ar íslands hf. var skipt um tvo menn í sljórn félagsins. Þeir Guðmundur Ágústson og Júlíus Vífill Ingvarsson taka nú sæti í stjórninni í stað þeirra Frið- jóns Guðröðarsonar og Björns Óm- ars Jónssonar. Auk þeirra sitja í stjórn Þorsteinn Geirsson stjórnar- formaður, Stefán 0. Magnússon, Ingi R. Helgason, Einar Sveinsson og Guðmundur Hilmarsson. ÍRAnONALl sem meistaramii votja Hverfisgötu 39, Rvk. sími: 91-613333 RATIONAL] »■»i .......þai sem meistararnir vaija I ar hefði Digital í Danmörku síðasta orðið um söluna þar sem væntan- legur kaupandi yrði að geta sýnt það fyrirfram að hann hefði bol- magn til að starfrækja umboðið með viðunandi hætti. Hann sagði fyrirhugaða sölu á tölvudeildinni gera KÓS betur kleift að einbeita sér að rekstri annara deilda svo sem matvæla- og veiðar- færadeilda en einnig væri þetta lið- ur í fjárhagslegri endurskipulagn- ingu. Gunnlaugur Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélagsins hf., sagði að til félagsins hefðu leitað nokkrir stjómendur tölvudeildar- innar um svokallað „Management buyout" eða fjármögnun á kaupum stjórnenda. Málið hefði verið til skoðunar hjá félaginu og viðræður átt sér stað við Kristján Ó. Skag- fjörð. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins voru fulltrúar Þróunar- félagsins í Danmörku fyrir skemmstu í tveggja daga heimsókn hjá Digital. Mun þar hafa komið fram að vilji Digital stendur til þess að KÓS hafí umboðið áfram. Hins vegar mun Digital ekki verið þvi andsnúið að stjórnendur tölvudeild- arinnar ásamt Þróunarfélaginu taki við rekstrinum. í máli Guðjóns kom fram að Sam- skip hf. munu stefna að því á næstu misserum að auka hlutafé félagsins um 300 milljónir króna, enda liggur fyrir heimild hluthafafundar til þeirr- ar aukningar. Sambandið á nú um 98% af 900 milljóna hlutafé Sam- skipa. Eftir áætlaða hlutabréfasölu verður eignarhluti Sambandsins tæp- lega 55%, en eftir fyrirhugaða hluta- fjáraukningu verður hann 41% vegna þess að fyrir liggur að Sambandið hyggst ekki nýta forkaupsrétt sinn þar. Hagnaður Samskipa á síðasta ári var 20,5 milljónir króna. Miðað við þá tölu er svokallað V/H hlutfall hjá Samskipum 49, en talan sýnir mark- aðsvirði hlutabréfa í hlutfalli við hagnað fyrirtækisins. Áætlaður hagnaður Samskipa í ár er 125,5 milljónir og áætlað V/H hlutfall því mun hagstæðara en hlutfall sl. árs eða 8. Ömar Hl. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samskipa, sagði rekstrartölur það sem af ef árinu benda til þess að áætlanir um hagn- að ársins næðu fram að ganga, en von er á milliuppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung í byijun maí. Eignir Samskipa skv. ársreikningi nema tæpum 3,4 milljörðum króna og eigið fé félagsins er 973 milljón- ir. Árið 1991 var metár hjá Samskip- um hvað varðar heildarveltu og flutningsmagn. Heildaraukning í flutningum varð 5%, en alls voru flutt 552 þúsund tonn á síðasta ári. Áætl- un þessa árs gerir ráð fyrir að heild- arflutningar nemi 625 þúsund tonn- um. Davíð Bjömsson, deildarstjóri hjá Landsbréfum, sem annast hlutafjár- söluna fyrir hönd Sambandsins, sagði að miðað við áætlaðan hagnað Sam- skipa á þessu ári væri ljóst að um hér væri um að ræða mjög góðan fjárfestingarvalkost enda væri hér um að ræða nýtt öflugt fyrirtæki á hlutabréfamarkaðnum. Þá gerði al- menn vaxtalækkun skuldabréfa það að verkum að hlutabréf væru fýsi- legri valkostur en áður í augum fjár- festa og sama vaxtalækkun lækkaði ljármagnskostnað fyrirtækja og hefði jákvæð áhrif á afkomuna. Þannig ættu nýlegar breytingar á ytri aðstæðum að leiða til þess að hlutabréfamarkaðurinn tæki við sér að nýju. Iðnaður Tap Goða hf. 4 7 milljónir SALA hjá Goða hf. drógst saman um 20% á sl. ári og var heildar- veltan 3.315 milljónir króna. 47 miiyón króna tap varð á rekstri fyrirtækisins samanborið við 7 milljón króna hagnað Búvöru- deildarsambandsins árið 1990. Á aðalfundi Goða var ákveðið að ganga í hagræðingaraðgerðir í kjölfar þessa. Heildareignir Goða er rúmlega 1,1 milljarður en þar af eru viðskiptakr- öfur um 440 milljónir. Eigið fé fyrir- tækisins er 270 milljónir. Hlutafélagið Goði var stofnað í desember 1990 og eru eigendur þess 26 sláturleyfishafar og kaupfélög ásamt Sambandi ísl. samvinnufé- laga, sem á 49,4% hlutafjár. Goði hf. yfirtók rekstur Búvörudeildar Sambandsins frá 1. janúar 1991. Á aðalfundinum sem haldinn var 27. apríl voru eftirtaldir kosnir í stjórn: þorgeir B. Hlöðversson, Guð- jón B. Ólafsson, Sigrún Magnúsdótt- ir, Guðsteinn Einarsson og Þorsteinn Sveinsson. Stoðtæki • • A Ossur hf. hlaut Utflutnings- verðlaun forseta Islands ÖSSUR hf. hlaut Útflutnings- verðlaun forseta Islands þegar þau voru veitt í fjórða sinn í síðustu viku. Forsetaverðlaunin eru veitt í samráði og samvinnu við Útflutningsráð íslands í við- urkenningarskyni fyrir mark- vert framlag til eflingar út- flutningsverslunar og gjaldeyr- isöflunar íslensku þjóðarinnar. Tekið er mið af verðmætis- aukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, mark- aðssetningu á nýjum mörkuð- um o.fl. Össur hf. er fyrirtæki sem sér- hæfir sig í smíði á stoðtækjum, en það er samheiti yfir gervifæt- ur, gervihendur, spelkur o.fl. í frétt frá Útfiutningsráði íslands segir að stjórnendum fyrirtækis- ins og starfsfólki hafí tekist að að hanna, þróa og framleiða vörur sem séu einstæðar í veröldinni. Þar beri hæst silíkon-hulsu, sem tengdi stúf við gervilim, og gervi- ökkla sem gerði notendum kleift að ganga íjaðurmögnuðum skref- um. Tryggvi Sveinbjömsson, fram- kvæmdastjóri Össurar, sagði í samtali við Morgunblaðið að við- urkenningin væri fyrst og fremst staðfesting á því að fyrirtækið væri á réttri braut. „Þetta er merki þess að sú vinna sem hefur verið unnin af hendi hér er að skila sér og því er hér um að ræða mikla hvatningu fyrir starfs- menn fyrirtækisins. Þá höfum við leyfi til þess að nota merki for- setaverðlaunanna við markaðs- setningu framleiðslunnar bæði hér heima og erlendis næstu fímm árin,“ sagði Tryggvi. Nokkur ár eru liðin frá því að Morgunblaðið/KGA VERÐLAUN —- Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, veitti Össuri hf. Útflutningsverðlaun forseta íslands á Bessastöðum í síð- ustu viku. Jónas G. Rafnar, stjórnarformaður Össurar, veitti verðlaun- unum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins. Össur hf. hóf að hasla sér völl erlendis. Nú er svo komið að um 95% af hulsuframleiðslunni fer á erlenda markaði og að sögn Tryggva verður gerviökklinn sett- ur á markað á Norðurlöndum á næstu vikum. Útflutningsverð- mætið hefur margfaldast á und- anförnum árum. Arið 1990 flutti Össur út fyrir rúmar 22 milljónir krónar, í fyrra var heildarsalan um 50 milljónir og í ár er áætlað að hún verði um 140 milljónir. Salan það sem af er árinu bendir að sögn Tryggva til að þess að sú áætlun standist og jafnvel gott betur. Þá hefur fyrirtækið áhuga á að flytja út þekkingu í formi þeirr- ar reynslu sem það býr yfi/ í stoð- tækjagerð og er Össur Kristins- son, stofnandi og aðaleigandi Ös- surar hf. eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnun víða um heim. Jónas G. Rafnar, stjórnarform- aður Össurar veitti verðlaununum viðtöku. Um var að ræða skjal og sérhannaðan verðlaunagrip sem gerður var af Helga Gísla- syni. Líkt og áður var merki Út- flutninsverðlaunanna hannað af Hilmari Sigurðssyni. í úthlutunar- nefnd sátu Brynjólfur Sigurðsson, prófessor við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla íslands, Ólafur B. Thor frá landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins, Þórunn Svein- björnsdóttir frá Alþýðusambandi Islands, Sveinn Bjömsson frá embætti forseta íslands og Ingj- aldur Hannibalsson, framkvæmd- astjóri Útflutningsráðs íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.