Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1992 Miólkursamsalan Uppbygging stórveldis ískjólieinkaleyfis Eignir Mjólkursamsölunnar eru 3,3 milljarðar og fara vaxandi Ásdísi Höllu Bragadóttur eftir MJÓLKURSAMSALAN skilaði hagnaði upp á tæpar 60 milljónir króna á sl. ári. MS er samvinnu- fyrirtæki og hagnaður hefur aldrei verið greiddur út í því. Þrátt fyrir geysilega sterka eig- infjárstöðu samsölunnar er mjólkurverð hérlendis hærra en í nágrannaríkjum okkar. Mjólk- ursamsalan (MS) hefur á undan- förnum árum byggt upp stór- veldi með nýjum byggingum og tækjabúnaði fyrir hundruð millj- óna króna. Auk þess hefur MS m.a. aukið hlut sinn í Osta- og smjörsölunni sf. og einnig á fyrir- tækið hlutabréf í Tollvöru- geymslunni hf. Af samkeppnisað- ilum er MS sökuð um að beita óheiðarlegum og jafnvel ólögleg- um vinnubrögðum í skjóli einka- sölunnar, til að stunda sam- keppni sem fyrirtækið á jafnvel ekki að fá að taka þátt í. Aðrir segja MS vel rekið fyrirtæki, sem mæti aukinni samkeppni í sjón- máli af forsjálni og skynsemi. Sitt sýnist hverjum en það sem flesta fýsir að vita er hver á Mjólkursamsöluna og alla millj- arða hennar? Með mjólkursölulögunum frá 1934 fengu mjólkurbúin einkaleyfi til að selja mjólk, rjóma og skyr og afmörkuð voru sérstök verðjöfn- unarsvæði sem mjólkurbúin áttu að sinna. Tilgangurinn með lögunum frá var m.a. að draga úr sölu- og dreifingarkostnaði og tryggja neyt- endum sem besta vöru og öryggi gegn smitunarhættu með því að gerilsneyða alla neyslumjólk. í kjölfar mjólkursölulaganna var Mjólkursamsalan stofnuð árið 1935. Stofnaðilar voru mjólkursam- lögin á verðjöfnunarsvæði Reykja- víkur og nágrennis. Samsalan er því sölusamlag mjólkursamlaganna á Suður- og Vesturlandi: Mjólkur- bús Flóamanna, Mjólkursamlags Kaupfélags Borgfirðinga, Mjólkur- samlagsins í Búðardal, sem MS á reyndar sjálft og rekur og Mjólkur- samlags Kjalarnesþings, sem er félag bænda sem framleiða mjólk á Kjalarnesi. Þeir senda MS mjólk- ina beint en eru ekki sjálfir með aðskilið eigið mjólkursamlag. Alls standa um 1.000 bændur á Suður- og Vesturlandi að_ rekstri þessara mjólkursamlaga. Úr þeim hópi er stjórn Mjólkursamsölunnar kosin; Auk hefðbundinna mjólkurafurða framleiðir MS mikið úrval af ís og brauði. Hlutafé í Tollvörugeymslunni og fleiri nýbyggingar á döfinni Fjárhagslega staða Mjólkursam- sölunnar er sterk og að sumra mati jafnvel of sterk. Hagnaður af starfseminni í fyrra voru tæpar 60 milljónir króna samanborið við framreiknaðan tæplega 40 milljóna hagnað árið 1990. I árslok 1991 voru eignir MS alls tæplega 3,3 milljarðar. Meðal annars á MS eignarhluta í Osta- og smjörsölunni upp á 35 milljónir króna og hlut í Tollvörugeymslunni fyrir um 1,3 milljónir. Skuldir fyrir- tækisins voru í árslok 1991 um 900 milljónir. Eigið fé Mjólkursamsöl- unnar er tæplega 2,4 rnilljarðar, þ.a.l. er eiginfjárhlutfall rúm 70% sem er betra en flest íslensk fyrir- tæki geta státað af. Mjólkursamsalan flutti starfsemi sína .í nýtt húsnæði á Bitruhálsi árið 1986 sem hafði þá verið 5 ár '—;— ; EStSlBSBBgBiBZatfiSiæ Morgunblaðið/Emilía MJÓLKURSAMSALAN — Deilur um starfsemi MS hafa risið hátt. Fyrirtækið hefur m.a. verið gagnrýnt fyrir byggingu þessa húss sem sumir segja einn af orsakavöldum hærra mjólkurverðs hér en í nágrannalöndunum. En aðrir segja lið í eðlilegri uppbyggingu fyrirtækis sem rekið hafí verið af skynsemi og fyrirhyggju í áratugi. í byggingu. Kostnaður við bygging- una og nýjan tækjabúnað þar mun hafa verið alls um 800 milljónir króna á núvirði. í lok sl. árs flutti Brauðgerð Mjólkursamsölunnar frá Skipholti í nýtt húsnæði að Lynghálsi sem keypt var af Búnaðarbanka íslands. Auk þess var keyptur nýr tækja- búnaður fyrir Brauðgerðina sem rekin hefur verið frá árinu 1946. Alls mun kostnaður við hið nýja húsnæði vera um 300 milljónjr. Mjólkursamsalan hyggst ekki láta staðar numið heldur er ætlunin að byggja við húsnæðið á Bitru- hálsi nýja aðstöðu fyrir MS ísgerð- ina. I harðri samkeppni við einkarekin fyrirtæki Mjólkursamsalan stendur í harðri samkeppni við einkarekin fyrirtæki víðsvegar um landið og beitir að mati samkeppnisaðila óeðlilegum vinnubrögðum til að markaðssetja sína vöru, ekki síst í ljósi þess að fyrirtækið hefur einkaleyfi á mjólk- urframleiðslu, sölu og dreifíngu hennar á Suður- og Vesturlandi. Svo virðist sem MS leggi æ meiri áherslu á aðra þætti en beina mjólk- urframleiðslu. Starfsmönnum í mjólkurvinnslunni hefur fækkað á undanförnum árum og stafar það m.a. af æ fullkomnari tækjabúnaði. Árið 1988 voru þeir 156 en á síðast- liðnu ári voru þeir orðnir 134. Þró- unin í starfsmannafjölda ís- og brauðgerðar er hins vegar öfug. A þessu fjögurra ára tímabili fjölgaði starfsmönnun ísgerðarinnar úr 31 í 37 og brauðgerðarinnar úr 42 í 51. Hvort fyrirtækið um sig veltir um 300-400 milljónum króna á ári. Þegar litið er á þessa þróun virðist sem MS sé að auka umfang þeirra þátta starfsemi sinnar sem eru í beinni samkeppni við einkarekin fyrirtæki. Þetta er í samræmi við þá ímynd sem fyrirtækið hefur fengið á sig í fjölmiðlum að undanförnu. Talað er um að verð á ýmsum afurðum sé fyrirtækisins ekki raunhæft held- ur sé það selt undir framleiðslu- kostnaði til að standa betur að vígi gagnvart öðrum framleiðendum. í skjóli þess veldis sem fyrirtækið hafí byggt upp fyrir tilstuðlan eink- aleyfis og niðurgreiðslna geti það auðveldlega gert keppinautum erf- itt fyrir og jafnvel komið í veg fyr- ir áframhaldandi starfsemi þeirra. Þórður Ásgeirsson framkvæmda- stjóri Baulu hf. sem er í samkeppni við Mjólkursamsöluna segir það sjálfsagða kröfu að fyrirtæki sem er með ríkisstyrkta einokun sé ekki heimilt að vera í samkeppni með aðrar óskyldar vörur sem fram- leiddar séu innan sömu veggja. Samkeppnisvörurnar verði að vera framleiddar í sérstöku hlutafélagi til að koma í veg fyrir að þær njóti þeirra ríkisstyrkja sem veittir eru. „Vegna einkaleyfis samsölunnar verður að gera ríkari siðferðislega kröfu til hennar en annarra fyrir- tækja, en undir þeim kröfum hefur fyrirtækið ekki staðið. Því er ekki einungis við kerfið að sakast fyrir að veita slík einkaleyfi heldur einn- ig samsöluna sem ekki kann með það að fara," segir Þórður. Jafn- framt segir hann óeðlilegt að eig- infjárstaða mjólkurbúa «sé jafn góð og hún í raun er, þegar þau séu oft á tíðum rekin með miklu tapi. „Þeg- ar fyrirtækin eru rekin með tapi fá þau greitt úr verðmiðlunarsjóði en þegar hagnaður er af rekstrinum er hann lagður í byggingasjóð eða annað til að styrkja veldi þeirra." Líkt og Þórður segir Kolbeinn Kristinsson framkvæmdastjóri Myllunnar samkeppnina við Mjólk- ursamsöluna vera haroa og algengt að MS sé með undirboð. „Aðstöðu- munur til samkeppni er mikill. Sam- salan hefur nægilegt fjármagn og getur því undirboðið okkar vöru, t.d. var hún með 50% afslátt af brauðum nýlega," segir Kolbeinn. „Við erum orðnir langþreyttir á ástandinu en það virðist ekki hafa verið hljómgrunnur á að bæta það, nema e.t.v. fyrst núna þegar MS hefur teygt anga sína mjög víða." Á hver kúabóndi 2,4 milljónir í MS? Mjólkursamsalan er samvinnufé- lag. Lög sem sett voru árið 1937 Hlynntur afnámi einka- leyfis Mjólkursamsölunnar Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir aðstandendur hennar ekki sækjast ekki eftir einkaleyfinu heldur þvert á móti styðji þeir aukna samkeppni. „Þó að allir séu sammála um að það megi lækka verð á mjólkurvörum með því að leggja af rekstur mjólkurbúa víða um landið þá hefur komið í Jjós að framkvæmdin er mjög erfið þar sem mjólkurbú gegna oft þýðingarmiklu hlutverki í at- vinnulífi viðkomandi byggðalags," segir Guðlaugur Björgvinsson. Guðlaugur segir aukna sam- keppni líklega leiða til aukinnar hagræðingar innan mjólkuriðnað- arins. Fyrirtækin séu þar of mörg með of lítil verkefni og hagræðing sé forsenda verðlækkunar á mjólkurafurðum. „Einkaleyfíð er bundið í lögum af stjórnvöldum og í staðin fyrir leyfíð eru ýmsar kvaðir á herðum fyrirtækisins," segir Guðlaugur. „T.d. ber okkur skylda að taka við allri mjólk af mjólkurframleiðendum á okkar svæði óháð því hvort við getum selt hana eða ekki. Þá er samsöl- unni einnig skylt að hafa alltaf nóg af mjólkurvörum á boðstóln- um." Rekstrargjöld MS námu alls um 4,4 milljörðum á sl. ári. Þar af var mjólk frá bændum lang stærsti hlutinn en alls var vöru- og umbúðanotkun fyrirtækisins 2,8 milljaðrar króna. „Verð til bænda fyrir mjólk er hærra hér- lendis en annars staðar og munur- inn er töluverður. Það skýrir að stórum hluta hærra verð hérlendis á mjólkurafurðum í smásölu en margir þættir spila þarna inn í," segir Guðlaugur. Það að MS taki við niðurgreiðsl- um fyrir mjólkina sem milliliður fyrir bændur segir hann einungis það fyrirkomulag sem stjórnvöld hafí kosið og sé það síður en svo til góða fyrir samsöluna. „I sjö- mannanefnd hefur verið rætt um að niðurgreiðslurnar fari beint til bænda og ráðamenn Mjólkursam- sölunnar styðja þá aðgerð heils- hugar. Þar með erum við hreins- aðir af þeim orðrómi að misnota þessa peninga í rekstur sem sé í beinni samkeppni við önnur fyrir- tæki. Einnig myndi umsýsla með peninga minnka hjá samsölunni og það er af hinu góða." Til að svara ásökunum um óeðlilegar fjárfestingar sagði Guðlaugur m.a. að Brauðgerðin hefði lagt nægjanlega mikið í sjóð til að byggja upp hið nýja hús- næði en í gegn um tíðina hefur Brauðgerðin nær undantekninga- laust verið rekin með hagnaði þó að vísu hafí verið tap í fyrra. Hann segir það sama gilda um ísgerðina en fyrirhugað er að flytja starfsemi hennar frá Skip- holti að Bitruhálsi þar sem ætlun- in er að byggja nýtt húsnæði fyr- ir ísgerðina. En hann segir rekst- ur ísgerðar og brauðgerðar algjör- lega vera aðskilinn frá mjólkur- framleiðslunni. „Sterklega kemur til greina að stofna sérstök hlutafélög um FORSTJORINN — Guðlaugur Björgvinsson vill aukna samkeppni og hagræðingu. rekstur ísgerðar og brauðgerðar. Reksturinn er núna mjög vel að- greindur en til að losna við ásakn- ir um fjármagnstilfærslur á milli deilda þá er líklega best fyrir okkur að sérstök hlutafélög séu stofnuð," segir Guðlaugur Björg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.