Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNELÍF PIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 Fjarskipti Samkeppni í símaþjónustu á eftir að aukast hratt - segir Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri en hann bendir á að tækninýjungar og aukið frjálsræði í símaþjónustu muni í vaxandi mæli hafa áhrif á samkeppnisstöðu og rekstrarumhverfi Pósts og síma BÚAST má við að starfsemi Pósts og síma eigi eftir að taka mikl- um breytingum á næstu árum eftir því sem frjálsræði og sam- keppni eykst á fjarskiptasviðinu. Sérstök nefnd sem samgönguráð- herra skipaði til að gera stjórnsýsluúttekt á Pósti og síma hefur látið í ljós það álit að breyta eigi stofnuninni í sjálfstætt hlutafélag í eigu ríkisins. Þá eru settar fram hugmyndir um að aðskilja eigi símaþáttinn frá póstþættinum. Hagnaður Pósts og síma á sl. ári varð alls um 373 milljónir króna og heildartekjur alls tæpir 7,2 milljarðar. Markmið fjárlaga í rekstri stofnunarinnar náðust og raunar urðu tekjur hærri og gjöld lægri en gert hafði verið ráð fyrir. Auknar byrðar hafa hins vegar verið lagðar á Póst og síma af hálfu ríkisins og er stofnunin krafin um 940 milljónir á þessu ári í arðgreiðslur samanborið við 500 milljónir árið áður. Þetta hefur m.a haft í för með sér að ekki hefur reynst unnt að framkvæma þá stefnu að Iækka gjaldskrá vegna utanlandssímtala. Ólafur Tóm- asson, póst- og símamálastjóri, situr hér fyrir svörum um einkavæð- ingu stofnunarinnar, gjaldskrármál, nýjungar o.fl. Hann var fyrst spurður um þessar auknu greiðslur til ríkisins. „Allt fram til ársins 1988 greiddi Póstur og sími ekki arð til ríks- ins,“ segir Ólafur. „Það ár var greiddur arður að fjárhæð 250 milljónir og síðan var hann hækk- aður í 500 rnilljónir árið 1990. Árið 1991 greiddum við 550 millj- ónir í ríkissjóð. Fyrir árið 1992 er áætlað skv. fjárlögum að stofnunin greiði 940 milljónir þannig að þetta hefur stöðugt aukist. Við höfum ekki séð beinar forsendur fyrir þessum greiðslum á sama hátt og önnur fyrirtæki greiða arð eða skatta. Það var sagt fyrir tveimur árum að viðmiðunin væri 5% af eigin fé stofnunarinnar og miðað við það hefðum við greitt um 500 milljónir. Með 940 milljónum eru greiðslur komnar út úr þessu sam- hengi þannig að forsendur eru allt aðrar. Hjá Reykjavíkurborg er miðað við 2-3% arðgreiðslur hjá fyrirtækjum borgarinnar. Ég vil hins vegar taka fram að mér finnst eðlilegt að ríkisfyrirtæki greiði arð til ríkisins." Einkavæðing á að styrkja stofnunina Nefnd sem samgönguráðherra skipaði til að gera stjórnsýsluút- tekt á Pósti og síma skilaði fyrir skömmu vinnuskýrslu sinni til ráð- herra. Nefndin er skipuð tveimur fulltrúum Pósts og síma, þ. á m. Póst- og símamálastjóra, og tveim- ur fulltrúum ráðuneytisins ásamt Lárusi Jónssyni, formanni. „Við höfum skilað vinnuskýrslu til ráð- herra fyrir hann til að byggja á við áframhaldandi ákvarðanir,“ segir Ólafur. „Nefndin telur að Póstur og sími sé eitt af þeim fyrir- tækjum sem lendir skyndilega í alþjóðlegri samkeppni og það þurfi að skapa stofnuninni ákveðnari og betri aðstöðu að taka ákvarðanir. Það er ekki hægt að keppa við erlend símafyrirtæki með því að þurfa að bíða eftir ákvörðunum Alþingis við afgreiðslu fjárlaga sem gerist einu sinni á ári. Hins vegar þarf að skilgreina nokkuð betur hvað felst í einkavæðingu Pósts og síma. Hér er ekki átt við að brjóta stofnunina niður í smá- parta og selja til Péturs og Páls heldur yrði þetta gert til að styrkja stofnunina vegna væntanlegrar samkeppni sem kæmi erlendis frá. Það verður síðari tíma ákvörðun Alþingis hvort að selja eigi hlutafé í væntanlegu ríkisfyrirtæki eða ekki. Mín hugmynd er sú að Pósti og síma verði breytt í hlutafélags- form sem ríkið ætti alfarið í fyrst áfanga. Nefndin gerir sér ljóst að rann- saka þarf vel þær skyldur sem stofnunin og ríkið hefur gagnvart starfsmönnum áður en lengra er haldið. Hún vill að hagur þeirra sé tryggður ef einhverjar breyting- ar verða gerðar. Ríkisstarfsmenn hafa sérstakan lífeyrissjóð og það má ekki gleyma starfsöryggí starfsmanna. Ég tel að ef af þess- ari breytingu verður, verðí starfs- mönnum betur borgið á eftir en áður.“ Rætt um að skipta Pósti og síma í tvær einingar Nefndin hefur samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins reifað þá hugmynd að skipta Pósti og síma upp, þ.e. í póstfyrirtæki ann- arsvegar og símafyrirtæki hins vegar. Ólafur Tómasson var spurð- ur álits á þessari hugmynd. „Við höfum nú þegar, án tillits til einkavæðingar, skipulagt yfir- stjórn Pósts og síma í þá veru að póstþjónusta og símaþjónusta eiga að vera fjárhagslega aðskildar. Þessar þjónustugreinar eiga að mestu eða öllu leyti að standa undir sér sjálfar. Það er einhver peningalegur flutningur þama á milli en það er stefnt að því láta þær standa alfarið undir sér sjálf- ar. Við sjáum ýmsa kosti við það að reka póstinn og símann undir einni stjórn vegna sameiginlegs bókhalds, starfsmannahalds o.fl. Ef óskað verður eftir því í framtíð- inni er hægt að aðskilja þessar einingar. Sumstaðar eru þessar greinar skildar alfarið í sundur en í öðrum tilfellum eru þær reknar af einu eignarhaldsfélagi." Póstur og sími hefur hlotið veru- lega gagnrýni fyrir að annast eftir- lit með innflutningi fyrirtækja sem flytja inn notendabúnað, t.d. sím- tæki. Um margra ára skeið hefur verið bent á að þannig sé stofnun- inni sköpuð óeðlileg samkeppnisað- staða í sölu á búnaði. En nú hillir undir breytingar í þessum efnum. í reglugerð sem gefin var út í maí 1991 var kveðið á um að aðskilja ætti eftirlitsþátt Pósts og síma með samkeppnisaðiltim í innflutningi frá annari starfsemi. Eftirlitið hef- ur nú að miklu leyti verið flutt frá stofnuninni í nýja deild. Deildin er að flytja úr húsakynnum Pósts og síma þessa dagana og hefur Guðmundur Ólafsson verið ráðinn forstöðumaður Hún mun heyra undir stjórn sem samanstendur af tveimur fulltrúum Pósts og síma, tveimur fulltrúum samgönguráðu- neytisins og tveimur fulltrúum frá samtökum iðnaðar og verslunar. Innan skamms verður deildin sennilega færð alfarið frá stofnun- inni og verður sérstök deild í sam- gönguráðuneytinu eða sérstök stofnun. Þetta vekur hins vegar upp þá spurningu hvort fyrirhugað sé að Póstur og sími dragi sig út úr innflutningi og sölu á notenda- búnaði. „Nei, við ætlum að græða á honum eins og aðrir og erum ekk- ert að draga okkur í hlé,“ segir Ólafur. „Eðlilega minnkar þáttur Pósts og síma í heildarsölu í land- inu eftir því sem nýir aðilar koma inn á markaðinn. Það er ekkert athugavert við þessa starfsemi en henni er ekkert blandað saman við aðra starfsemi stofnunarinnar. Hún verður að standa undir sér sjálf sem árangurseining.“ Stefnt að því að gjaldskrá endurspegli tilkostnað Fyrirtæki greiða sömu símgjöld og einstaklingar þannig að enginn magnafsláttur er veittur stórum viðskiptavinum Pósts og síma. Ólafur var spurður hvort ekki væri eðiilegt að stórnotendur greiddu lægri gjöld fyrir t.d. umframskref. „Það sýnist eðlilegt að gefinn verði magnafsláttur af símanotkun eins og í ýmsum öðrum viðskiptum. Hins vegar hefur það ekki verið sótt harkalega og pólitískur vilji hefur ekki verið til þess að gefa slíkan afslátt. Við erum með af- slátt af póstburðargjöldum sem byggist á magni. í heild er'stefnt að því að gjaldskrá endurspegli tilkostnað og vissulega kæmi til greina að gefa afslátt af magni síðar meir en gjaldskráin er flókið mál og vandmeðfarið. Við höfum getað lækkað gjöldin hér innan- lands niður í helming af því sem þau voru árið 1984 og búum við einhveija lægstu gjaldskrá sem um getur í heiminum. Gjöld fyrir langlínusamtöl hafa lækkað niður í 20% af því sem þau voru árið 1984, innanbæjarsamtöl hafa nokkurn veginn staðið í stað og fyrir dæmigerðan notanda er kostnaðurinn aðeins helmingur af því sem var árið 1984. Hins vegar var ætlunin að lækka gjaldskrá fyrir talsamband við út- Iönd í framhaldi af lækkuninni inn- anlands sem gekk fyrir í samráði við stjórnmálamenn. Þegar að því kom var stofnuninni gert að greiða arð í ríkissjóð þannig að okkur hefur ekki verið gert það kleift ennþá að lækka gjöldin. Ég tel að veruleg lækkun verði að verða á gjaldskrá fyrir talsamband við út- lönd og vona að ekki líði langur tími þangað til af því verður. Þetta er ekkert séríslenskt fyrir- brigði. Frakkar hafa t.d. lækkað utanlandssímtöl um 20-30%. Svíar hafa verið að lækka utanlandssam- töl og hækka verulega samtöl inn- anlands. Við náðum hins vegar að lækka samtöl innanlands og greiða í ríkissjóð án þess að til hækkunar kæmi á gjaldskrá.“ Ólafur segir að gjaldskráin sé farin að nálgast mjög að endur- spegla tilkostnað innanlandssím- kerfisins. Hann viðurkennir hins vegar að mikill hagnaður sé af talsambandi við útlönd og enn- fremur eigi það við um farsíma- kerfið. „Eg tel að það verði að lækka gjöld vegna talsambands við útlönd og það mun fylgja í kjölfar samkeppninnar. Það er gróðinn af talsambandi við útlönd sem gengur til þess að greiða arðinn í ríkis- sjóð.“ Ljósleiðaralögn allan hringinn Póstur og sími fjárfesti fyrir um 1.200 milljónir á sl. ári sem felst að mestu í áframhaldandi upp- byggingu stafræna kerfins. Hins vegar er hlutfall fjárfestingar af veltu lægra hér á landi en hjá síma- félögum í vestrænum ríkjum, skv. yfirliti sem birtist í Financial Ti- mes í október á sl. ári. Ólafur Tómasson telur þó að íslendingar standi vel miðað við aðrar þjóðir hvað tækni og nýjungar snertir. „Um 40% af símnotendum eru þegar tengdir stafrænum síma- stöðvum sem gefa nýjar þjónustu- greinar og eiga eftir að gefa fleiri innan skarnms," segir hann. „Langlínunetið erum við að endur- byggja með ljósleiðurum. Við mun- um ljúka við ljósleiðaralögn hring- inn í kringum landið þar með talið til Isafjarðar í ár og þeir staðir sem eru inn á þessum svæðum verða tengdir á þessu og næsta ári. Við opnuðum nýlega Ijósleiðarasam- band við Egilsstaði og það er af allt öðrum gæðaflokki en gamla „radíókerfið“. Þegar hringurinn hefur lokast mun skapast meira öryggi og þá getum við rekið langl- ínuna í hvora áttina sem er auk þess sem gamla radíóleiðin verður notuð til vara. Ljósleiðarinn hefur gífurlega mikla flutningsgetu og getur flutt boð (144 Mb/s_, innsk. blm.) sem samsvarar tvö'þúsund símarásum eða tveimur sjón- varpsrásum á hveiju ljósleiðarapari sem eru þijú talsins. Þá er hægt að fjórfalda flutningsgetuna með nýjum endastöðvabúnaði. Auk þess erum við að að byggja varajarðstöð fyrir utanlandssamböndin austur í Höfn í Hornafirði en hún verður tekin í notkun í haust. Einnig er verið kanna möguleika á að tengj- ast sæstreng sem verður lagður frá Kanada til Danmerkur, Þýska- lands og Bretlands. Tenging við hann þýðir gífurlega aukningu á flutningsgetu gagnvart öllum fjar- skiptum. Við teljum að góð íjar- skiptaþjónusta sé ein af forsendum fyrir öllum viðskiptalegum og menningarlegum framíörutn." Ný þjónusta fyrir Bandaríkjamenn Póstur og sími hóf nýlega að bjóða Bandaríkjamönnum sem staddir eru hér á landi nýja síma-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.