Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIDSIUPTI/ATVINNULÍF fimmtudagur 30. APRIL 1992 B 7 þjónustu. í henni felst að Banda- ríkjamenn geta hringt í sérstakt númer hér á landi og komist þann- ig þannig sjálfkrafa í samband við afgreiðslustað AT&T símafélags- ins í Bandaríkjunum. Þaðan geta þeir hringt í hvaða númer sem er innan Bandaríkjanna og látið síðan færa símkostnaðinn á eigin síma- reikning þar í landi eða sérstakt símakort frá félaginu. Þetta felur jafnframt í sér að miðað er við bandarískan símtaxta. Sá taxti er verulega lægri en taxti Pósts og síma á símtölum til Bandaríkjanna og geta t.d. varnarliðsmenn og bandaríska sendiráðið hér á landi sparað sér umtalsverðan símkostn- að með þessum hætti. Norðmönn- um stendur nú einnig til boða þessi þjónusta og á sama hátt er fyrir- hugað að bjóða íslendingum í Bandaríkjunum og Evrópu aðgang að sérstöku símanúmeri sem kem- ur þeim sjálfkrafa í samband við íslenskan talsímavörð. Sím- kostnaðurinn er þá færður á þeirra eigin símreikning á íslandi og þannig má komást hjá að greiða hin háu símgjöld sem mörg hótel krefja gesti sína um. „Hótel erlend- is leggja mjög mikið á símakostnað og það er mjög algengt að þau þrefaldi, fjórfaldi eða jafnvel fimm- faldi símakostnaðinn," segir Ólaf- ur. Erlend símafyrirtæki með skrifstofu hér á landi? Á næstu árum má búast við að Póstur og sími muni standa and- spænis aukinni samkeppni frá er- lendum símfélögum. Raunar hefur þegar örlað á þessu þar sem banda- ríska símafyrirtækið IDT býður nú þegar þjónustu sína til íslenskra fyrirtækja. Ólafur var spurður hvað væri framundan í þessum efnum. „Evrópubandalagið hefur gefið tilskipanir sem verða ráðandi um alla Evrópu hvort sem ríki eru í EB eða ekki. Ef EES verður stofn- að munu meira og minna gilda þar sömu reglur um fjarskiptaþjónustu eins og í Evrópubandalagslöndun- um. Það verður eingöngu veitt einkaleyfi til byggingar og rekst- urs grunnkerfanna og í talsíma- þjónustunni. Hins vegar verður öll virðisaukandi þjónusta gefin frjáls, þ.m.t. öll gagnaþjónusta. Þess vegna verður gerð krafa til þeirra símafyrirtækja sem hafa einkaleyfi að þau muni veita öðrum aðilum, jafnvel samkeppnisaðilum, aðgang að kerfunum. Eg sé t.d. fyrir mér að erlend símafyrirtæki setji hér upp skrifstofu til að seíja aðgang að símakerfum um heim allan jafn- vel þó við legðum þeim til sam- böndin. Þróun fjarskiptatækni í heimin- um er ótrúlega ör. Samtímis þeirri tæknibyltingu hefur dregið úr veit- ingu einkaleyfa og fijálsræði auk- ist hröðum skrefum á þessu sviði. Hvort tveggja, tækniþróunin og aukið fijálsræði, hefur stóraukið samkeppni milli stofnana og fyrir- tækja sem veita símaþjónustu bæði innan viðkomandi landa og í al- þjóðaviðskiptum. Fyrirsjáanlegt er að þessi samkeppni á eftir að auk- ast hratt á næstunni, ekki síst vegna tækninýjunga, sem eru á döfinni. Þessi þróun hefur þegar haft og mun í vaxandi mæli hafa áhrif á rekstrarumhverfi og sam- keppnisstöðu Pósts og síma hér á landi,“ sagði Ólafur Tómasson. KB jCaunafox rilkiA ERASTUS ‘Linfddkga þczgitegra • ‘fCóvettt gSaaBsa ■Huqbi'madarbjónnsta 985 30347 Húsavík Hagnaður og tap AÐALFUNDUM útgerðarfélaganna Höfða hf. og íshafs hf. á Húsavík er nýlokið, og var annað þeirra rekið með hagnaði en hitt með tapi. Höfði hf., sem gerir út togarann Júlíus Havsteen og rekur jafnframt netagerð, var rekið með 8 millj. króna hagnaði, sem að miklum hluta var af netagerðinni. Rekstur félagsins var áfallalaus og aflabrögð góð, en togarinn var eingöngu á rækjuveiðum og aflaði um 840 tonn, en kvótaskipti á rækju og bolfiski voru á milli Júlíusar og Kolbeinseyjar. Togarinn frystir meg- inhluta aflans um borð fyrir Japans- markað. íshaf hf. gerir út togarann Kol- beinsey, og landaði hann mestum hluta aflans í heimhöfn eða 2.724 tonnum og seldi í Þýskalandi afla úr einni veiðiferð, um 160 tonn. Heimalöndunin gaf meðalverð rúmar 56 krónur, sem er nokkuð lægra en fengist hefur í erlendum höfnum eða á mörkuðum sunnan heiða og varð tap félagsins 13,6 millj. en stór hluti þess var vegna gjaldþrots Húsvískra matvæla eða 6,5 millj. og vegna skerts kvóta, en félagið keypti kvóta fyrir 5,7 milljónir króna. Fram- kvæmdastjóri er Kristján Ásgeirsson. ■ CÓ> # 4» / / / / v <$? </ JV .ví' xj5’ x/ Viðskiptavinirnir segja heilmikið um Örtölvutækni! Tengsl til langs tíma er besta auglýsingin Örtölvutækni er eitt af stærri sölu- og þjónustu- fyrirtækjum á tölvusviði hér á landi. Velgengni sína á fyrirtækið að þakka mikilli tækniþekkingu starfsmanna sinna, þróun á sér- hæfðum, tæknilegum lausnum, auk þeirrar áherslu sem lögð hefur verið á góða þjónustu. Með því að bjóða heildarlausnir með áherslu á net- og samskiptabúnað ásamt kapalkerfúm hefúr Örtölvutækni eignast marga kröfuharða við- skiptavini. Þess sjá^t víða merki í atvinnulífinu að tölvur, prentarar og annar búnaður frá Örtölvutækni létta störfin og auka afköstin. Þetta á við um stofnanir jafnt sem fyrirtæki um allt land. \ Á liðnum mánuðum hefur Örtölvutækni enn frekar sannað sig og orðið hlutskarpast í öllum stærri útboðum á sínu sviði. Þrátt fyrir að stóru fyrirtækin séu áberandi í hópi viðskiptavinanna verður einstaklingurinn ekki útundan því þúsundir einmenningstölva frá Örtölvutækni eru nú á heimilum landsmanna. Ný símanúmer - bœttþjónusta Á skrifstofutíma: Utan skrifitofutíma: Skiptiborð ..687220 SkrÍfstofa ...680961 Símbréf (fax) ..687260 Verslun ...680963 Rekstrarvörur... ..687229 Rekstrarvörur.. ...687861 Þjónusta ..687221 Þjónusta ...687641 Sterkari i harðri samkeppni! = ÖRTÖLVUTÆKNI M Skeifunni 17 sími 687220 Þekking, þróun, þjónusta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.