Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 B 9 Flug Gagnrýni á áform SAS VERÐANDI stjórnarformaður SAS, Tage Andersen, setti í ræðu fram harkalega gagnrýni á Jan Carlzon og hugmyndir hans um að gera SAS að einu af fimm stærstu flugfélögum Evrópu í kjöl- far myndunar innri markaðar EB. Tage Andersen, sem tekur við sem stjórnarformaður SAS á næsta ári, sagði í ræðu sem hann flutti á fundi hjá SKÁL-klúbbi Kaupmannahafnar, en það eru samtök forystumanna í ferða- mannaiðnaðinum, að honum þætti yfirlýsingin “One of Five in Ni- netyfive", sem Carlzon hefur ós- part beitt, hreinlega barnaleg. Hann bætti við að allir gætu séð að meginviðfangsefni SAS væri að lifa af þessar breytingar. Andersen sagði það skoðun sína að SAS ætti að halda sig við það sem þeir gerðu vel, og að SAS stæði sig vel í flugi innan Evrópu. Sé ætlunin að auka umfangið eigi ekki að leita til Suður-Ameríku eða annarra fjarlægra staða. SAS hef- ur nú beint spjótum sínum að Austur-Evrópu, en það telur And- ersen vænlega stefnu. Andersen tók þó skýrt fram að SAS stæði styrkum fótum, eigin- fjárstaðan væri jákvæð sem næmi um 100 milljörðum ísl.kr og það þyrfti mikið til að svo traust fyrir- tæki lenti í erfiðleikum. Hann full- yrðir því að SAS eigi sér framtíð, en hún verði erfið vegna stöðugt harðnandi samkeppni sem enn muni harðna við tilkomu innri markaðar EB. Aðspurður sagði Andersen að engar viðræður ættu sér stað milli SAS og KLM um sameiningu, en uppúr viðræðum KLM og British Airways um aukið samstarf slitn- aði í síðasta mánuði. Nýjustu frétt- ir herma þó að einhveijar þreifing- ar séu þar hafnar að nýju. Um daglega stjórnun SAS sagði Andersen að þegar Carlzon tók við hafí staðan verið góð, en nú væri hún erfið. Hann bætti við að það væri margt í framtíð fyrirtækisins sem Carlzon fengi engu um ráðið og er talið að hann hafi átt við gagnrýni Carlzons á afskiptum rík- isvalds landanna sem hlut eiga í SAS. SAS stendur við spá um rekstrarhagnað á árinu OHAGGANLEG STAÐREYND Talsmenn SAS-flugfélagsins hafa vísað á bug fréttum um mikinn hallarekstur á þessu ári en það kom þó ekki í veg fyrir 5% verðfall á hlutabréfum í fyrirtækinu. í yfirlýsingu SAS segir, að ekkert bendi til annars en að spáin frá 5. mars standist en hún gerir ráð fyrir hagnaði á þessu ári en í fyrra nam rekstrartapið um 12 milljörðum ÍSK. Yfirlýsingin var gefin út vegna þeirra fullyrðinga formanns félags danskra flugmanna, að búist væri við rúmlega 15 milljarða ' króna halla á árinu. Sagði hann, að þetta væri byggt á rekstrartöíum fyrir fyrsta ársfjórðung. „Vegna færri farþega á fyrstu þremur mánuðum ársins vantar nærri 3,2 milljarða kr. inn í reksturinn," sagði formað- urinn. Þessi yfirlýsing olli því, að SAS- bréfin féllu um 10% í Noregi og 5,8% í Danmörku en yfirlýsing SAS vó síðan nokkuð á móti og var fallið í Noregi 5,5% en 5% í Danmörku. Engin breyting varð á bréfunum í sænsku kauphöllinni. SAS hefur ekki fyrir sið að birta ársijórðungsuppgjör en talsmaður félagsins viðurkenndi, að farþeg- um hefði fækkað vegna efnahags- Rekstur Gjaldþrot íAust- ur-Þýskalandi Alls var 401 fyrirtæki í Austur-Þýskalandi tekið til gjaldþrota- skipta á síðasta ári að því er segir í skýrslu þýsku hagstofunnar. Um 33% fyrirtækjanna voru í framleiðsluiðnaði, 25% í landbún- aði og 15% í verslun og þjónustu ýmiss konar. Aðeins 7% fyrirtækj- anna voru í byggingariðnaði og skýrist það af hinni miklu upp- byggingu, sem nú á sér stað í austurhlutanum. Hafa langflest austur-þýsku byggingarfyrirtækj- anna fundið sér samstarfsfyrirtæki í vesturhlutanum og verkefnin eru meiri en nóg framundan. Helming- ur fyrirtækjanna, sem urðu gjald- þrota, var stofnaður einhvern tíma á síðustu átta árum og fjórðungur- inn ekki fyrr en í júlí 1990 þegar efnahagslegur samruni þýsku ríkj- anna varð að veruleika. ástandsins. Sagði hann, að far- þegaflutningar í Svíþjóð væru svip- aðir og þeir voru 1987. Hann sagði hins vegar, að formaður félags danskra flugmanna hefði ekkert tillit tekið til niðurskurðar og spamaðar í rekstrinum. Er nú unn- ið að því að skera niður kostnaðinn um nærri 30 milljarða ÍSK. miðað við útgjöldin 1990 en þau voru þá um 210 milljarðar kr. Greint hefur einnig verið frá nokkrum breytingum á stjórn SAS. Tekur Bengt Dennis, seðlabanka- stjóri í Svíþjóð, við af Krister Wick- man, stjórnarformanni eignar- haldsfélagsins, sem fer með hlut ríkisins í SAS, og Bo Berggren, forseti og aðalframkvæmdastjóri Stora AB, tekur við af Curt Nicol- in, fyrrum stjórnarformanni ABB Asea Brown Boveri, sem fulltrúi einkafjármagnsins. Þá kemur Leif Kindert, formaður í félagi flugvall- arstarfsmanna, í stað Ralfs Fricks sem fulltrúi verkalýðsfélaganna. Staðalbúnaður i Saab 9000; 2,01 16 ventla 135 DIN hestafla vét. vökvastýri, rafdrifhar rúður og speglar, samlæsing, málmtitur, upphituð framsœti, hœðaistillt fmmsæti, hvarfakútur og álfelgur. Saab hefúr hlotið eítirsóttustu verðlaunin á kröfúhörðustu bílamörkuðum heims þar sem ströngustu kröfúr eru gerðar til öryggis- og umhverfisþátta; • öruggasti bíllinn, • umhverfisvænasti bíllinn, - í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Saab er hannaður með það í huga að sameina íburð, afköst, þægindi, tými, öryggi og síðast en ekki síst verð. Öryggi og aksturseiginleikar Saab eru og hafa ætíð verið fyrirmynd annarra bílaframleiðenda. Saab 9000 kostar mcð ryðvöm og skráningu frá kr: 1888.000.- Saab setur staðlana 4Ö) p^]G/obus? J 44' -heimur gœða! Lágmúla b simi: 91 - bö ooa Tölvu- og prentaraborð frá SIS Fjármagn til framkvæmda SUÐURLANDSBR. 22 108 REYKJAVIK SÍMI 689050 - FAX 812929 3210 REBHÖ Kr. 16.230,- 3240 Kr. 20.860,- 3230 Kr. 13.140,- Tölvuborðin frá SIS eru létt og meðfærileg á sérlega hagstæðu verði. Borðin henta jafnt til fyrirtækja, stofnana og heimila. Hringið eftir myndalista, eða skoðið borðin í sýningarsal okkar að Hesthálsi 2-4,110 Reykjavik. Við póstsendum samdægurs. GAMLA KOMPANllÐ KRISTJÁN SIGGEIRSSON GKS ht„ Hesthálsi 2-4 110 Reykjavík. Sími 91-672110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.