Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 1
ISLANDSGLIMAN pitrgamlíliiilítö 1992 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI BLAÐ Guðbjörg bætti met sittí kúluvarpi Guðbjörg Gylfadóttir frá Skaga- strönd bætti tveggja vikna íslandsmet sitt í kúluvarpi á móti í Alabama um helgina. Guðbjörg kastaði kúlunni 15,96 m, en fyrir tveimur vikum bætti hún 10 ára met Guðrúnar Ingólfsdóttur, er hún kastaði kúlunni 15,75 m á móti í Alabama. Gunnar þjálfar Stjömuna Gunnar Einarsson var ráðinn þjálf- ari 1. deildarliðs Stjörnunnar í handknattleik um helgina og er samn- ingurinn til tveggja ára. Gunnar stjórnaði ÍR-ingum upp í 1. deild í vetur og tekur við af Eyjólfi Bragasyni. Gunnar var áður þjálfari Garðbæinga í þijú ár. Að sögn Kristjáns Guðjónssonar, nýkjörins formanns hándknattleiks- deildar Stjörnunnar, var ákveðið að breyta til, en Eyjólfur Bragason hefði engu að síður unnið mjög gott starf undanfarin tvö ár. BADMINTON Morgunblaöið/Jón Svavarsson Glímukóngarnir Ólafur H. Ólafsson og Jóhannes Sveinbjörnsson með Grettisbeltið, sem Jóhannes varðveltir næsta árið, en Ólafur H. hefur varðveitt sl. þrjú ár. Broddi og Ámi Þór á ÓL BADMINTONMENNIRNIR Broddi Kristjánsson og Árni Þór Hallgríms- son hafa öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Barcelona i' sumar. Samkvæmt styrkleikalista Alþjóða bandmintonsambandsins sem kom út á laugardag eru þeir Broddi og Árni Þór inni ítvfliðaleik og fá sjálfkrafa keppnisrétt í einl- iðaleik. Broddi var mjög ánægður og sagði að þessar fréttir væru mikill léttir fyrir þá. „Þetta er búið að vera langt og strangt síðustu 18 mánuði hjá okkur. Við höfum tekið þátt í um tuttugu mót- um erlendis á þessum tíma. Spennan hefur verið mikil síðustu daga meðan við vorum að bíða eftir styrkleikalistan- um,“ sagði Broddi. 40 keppendur fá þátttökurétt í einliða- leik í kvenna og karlalfokki og_ 28 pör í tvíliðaleik. Þar sem Boddi og Arni Þór eru einu keppendur íslands í badminton- keppni leikanna fá þeir einnig að taka þátt í einliðaleiks keppninni. En hvernig verður undirbúningi þeirra háttað fram að leikum? „Við reiknum með að taka þátt í port- úgalska meistaramótinu í bytjun júní. Okkur hefur verið boðið að taka þátt í æfingabúðum Norðurlandanna til Kan- aríeyja í byijun júli. Það er nauðsynlegt að komast þangað, en þetta er alltaf spurning um peninga," sagði Broddi. Broddi er að ljúka námi í Iþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni í lok maí. „Það er ljóst að þrotlausar æfingar taka við þegar skólinn er búinn. Þar sem tímabil badmintonmanna hér á landi er nú búið erum við þeir einu sem æfum á þessum tíma. Því verðum við að fara erlendis og spila,“ sagði Broddi. SPEIMIMAIM MAGIMAST í ÞÝSKALAIMDI / B5 Jóhannes var 96 sek. að vinna Grettisbeltið ÞAÐ tók Jóhannes Sveinbjörnsson, HSK, aðeins 96 sek. að tryggja sér Grettisbeltið og sæmdarheitið Glímukóngur íslands. Hann glímdi sjö glímur og sú glíma sem tók skemmstan tíma stóð yfir í þrjár sek., en sú lengsta í 50 sek. — það var glíma hans gegn Arngeiri Friðrikssyni. Ólafur Haukur Ölafsson, sem hefur varð- veitt Grettisbeltið þrjú síðustu ár, skilaði beltinu vel fægðu, en það tók hann tvo tíma að fægja skildina á beltinu. Á beltinu eru silfyrskildir með nöfnum þeirra 27 glímu- kappa, sem hafa unnið beltið, en alls fylgja 81 skjöldur beltinu. Nýr skjöldur bætist nú við - með nafni Jóhannesar Sigurbjörnsson- ar. „Það er sárt að horfa á eftir beltinu," sagði Ólafur Haukur, sem er hættur keppni. Þess má geta að þegar Ólafur Haukur vann beltið 1991 tók það hann samtals 81 sek. að leggja sjö glíinukappa að velli. ■Umsögn og úrslit / B4,B6 HANDBOLTI FRJALSIÞROTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.