Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 1
fHtfgmiHflM* MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992 BLAÐn Vilhjálmur Bergsson myndlistarmaður: ÍSLAND ER EINS OG KOSMÍSKT MÁLVERK „Ég kalla þetta „samlífnenar víddir,“ segir Vilhjálmur Bergs- son myndlistarmaður sem í dag opnar^ sýningu í Norræna hús- inu. A myndflötunum sveima form sem eiga sér ekkert skil- greiningarhólf í huga manns. Þau eru á hreyfingu, sjálfstæð og óháð, en á milli þeirra eru sterk tengsl, stundum sýnileg, stundum ekki — meira gefin í skyn; ferðast um ljós og skugga. Eg byijaði að þreifa mig áfram með þetta árið 1964,“ bætir Vilhjálmur við, þegar ég stend og bíð eftir að óskilgreindu formin breyti um lögun í myndun- um. Hvers vegna? „Fram að þeim tíma hafði ég málað ýmsar stíltegundir; ég fylgdi straumnum — synti í heims- listinni. Þá var svipað ástand og nú, stöðugt skipt um stefnur og stíla sem voru í tísku. Ég sá einfaldlega fram á að geta ekki staðið í þessu, tísku- sveiflurnar myndu halda áfram endalaust og ég yrði að fínna mína eigin stefnu. Þessar tískusveiflur eru mjög tengdar listfræðingunum. í Þýska- landi, þar sem ég bý, hafa þeir tekið völdin. Enda er stöðugt verið að ráðast á listfræðinga og kenna þeim um þær ógöngur sem mynd- listin er í. En ástandið er ekki ein- göngu listfræðingum að kenna. Eg spyr: Hver er ábyrgð lista- mannanna sjálfra? Ef þeir væru ekki svona ósjálfstæðir, tækju list- fræðingar sér ekki þetta vald. Þjóðverjar hafa mikið verið að velta því fyrir sér, hvers vegna maðurinn hverfur alltaf aftur að myndinni, því nú hefur framúr- stefnan verið mjög ráðandi þar í landi og í þeim hræringum og sveiflum hefur hið sígilda, góða málverk alveg dottið út. Ég held að ástæðan fyrir því að þessi fram- úrstefna hefur verið svo sterk í Þýskalandi sé sú að það tekur mjög langan tíma að mála góða mynd.“ Ertu þá að segja að öll þessi þýska framúrstefnulist, sem svo mikið hefur verið hampað, sé augnablikslist; einhvers konar list Vilhjólmur Bergsson sem verður til í samfélagi hraða og þenslu? „Já, hún er ákaflega sálarlaus framleiðsla. í þessari framleiðslu er skortur á einstaklingshyggju. Þetta er einhver hóphyggja sem er alveg yfirgengileg í Þýskalandi; enn verri en hér heima. Þetta er ekkert óeðlileg þróun í Þýskalandi, vegna þess að þar er búið að rjúfa sambandið milli manns og náttúru. Það er ekki hægt að komast í samband við náttúruna, nema leggja á sig margra klukkutíma ferðalög. Það er líka oft sagt að þetta þjóðfélag — eins og það er byggt upp — eyðileggi einstaklinginn, mann- eskjuna. Þetta hrikalega iðnaðar- þjóðfélag." Er hægt að starfa þar sem myndlistarmaður? „Ef einhver ætlar að gera veru- lega góða hluti, verður hann að ná að standa utan við það sem er að gerast. Listamenn verða að passa sig að láta ekki teyma sig hvert sem er eftir stefnum, straumum eða pólitík. Sérstaklega þar sem það hefur verið að koma mjög skýrt upp á yfirborðið á sein- ustu árum, hversu iangt bilið er á milli kenninga og framkvæmda í pólitík." Finnst þér þá allt sem hefur verið að gerast í þýskri myndlist seinustu áratugina, vera ónýtt? „Það má segja að þetta hafí haft þýðingu. Málverkið hefur ver- ið ráðandi í margar aldir. Það var orðið tímabært að fá eitthvað nýtt, til dæmis til að hafa áhrif á mál- verkið. Mér finnst bara verst hvað þau áhrif hafa verið lítil. Núna í vetur hefur verið mikil vakning í Þýskalandi þar sem allt konseptið og framúrstefnan hefur verið yfír- lýst „til einskis". Kenningar þess- arar vakningar eru: Málverkið er það sem blífur. Það var gamall svissneskur málari sem kom með ágætis rök fyrir því. Hann sagði: „Fólk finnur frið í málverkinu. Það nær eintali við myndina.“ Ekki veit ég hvernig Þjóðveijar ætla að snúa aftur til málverks- ins. Þessi augnablikslist er alveg í takt við hugsunarhátt þeirra. Þýskaland er gríðarlegt neyslu- land og þeir henda öllu eftir að hafa notað það einu sinni. Ef list- in á að vera til á þeim forsendum, þá er öllu lokið.“ Blífur kannski ekkert nema málverkið? „Jú, virkilega. Núna er til dæm- is að þróast ein tegund listar sem býður upp á ótrúlega möguleika. Það er tölvulistin, sem ungir myndlistarmenn hafa mikinn áhuga á. Úti í Þýskalandi er þetta kallað „cyberspace". Ég hafði aldrei heyrt talað um þetta fyrr en í vetur. Það er fjöldinn allur af ungu fólki sem gerir þrívíddar- myndir á tölvur; myndir sem hafa mikið listrænt gildi. Þarna held ég að sé að opnast nýr og spenn- andi möguleiki. Þetta er nýr mið- ill sem ég held að eigi eftir að láta að sér kveða.“ Þú virðist ekki hrifínn af þýskri myndlist? „Nei, hún hrífur mig ekki og hefur aldrei gert. Hún er annað hvort of hörð og nakin eða þá að hún er gróf. Mér fínnst Frakkar og Ameríkanar miklu betri.“ Af hveiju heldurðu að þýsk list sé svo köld? „Ég held það liggi fyret og fremst í þjóðfélagsgerðinni. Þjóð- veijar eru ákaflega mikil kerfis- þjóð ... Það er kannski rangt að vera með alhæfingar af þessu tagi, en tilhneigingin er mjög sterk. Svo þegar menn vilja bijóta þetta af sér, verður allt svo krampakennt. Þjóðveijar eru svo formlegir og leggja svo mikla áherslu á kerfíð að þeir leggja mikið upp úr því að þéra. Þegar maður skrifar bréf í Þýskalandi, einhveijum sem mað- ur þekkir ekki þeim mun betur, verður maður að ávarpa hann „háttvirtur,“ en ekki „kæri“ eins og hér. Það er einhver kanselístíll á mannlegum samskiptum.“ Samlífrænar víddir. Hvað áttu við? „Það sem ég á við er túlkun fjölbreytilegra lífssviða og þann streng sem liggur í gegnum allt; lífskeðjuna. Allt líf hrærist í ein- hveijum víddum rúms og tíma, en þó er ekkert alveg sjálfstætt og óháð öllu öðru. Og þræðirnir liggja til allra átta.“ Myndmál þitt og litaval virðist vera að breytast mjög mikið, eftir myndunum á þessari sýningu að dæma. Formin virðast vera að leysast upp, útlínur eru að mást út og þótt litirnir séu meira og minna jarðarlitir, ertu farinn að vinna með form sem maður sér helst í trúarlegum myndum. „Já, nýjustu myndirnar mínar eru jafnvel trúarlegar. Það eru viss form sem tengjast þeim hug- arheimi. En þetta eru ekki endi- laga trúaijátningar hjá mér. Þegar maður velti því alltaf öðru hveiju fyrir sér, hvernig maður tengist æðri máttarvöldum eða yfírskilvit- legum heimi, kemur það fram í myndmálinu sem er að geijast í manni. En ég mundi aldrei vilja fara út í einhæfan frásagnar- kenndan stíl með symbólisma, því þá er ég ekki lengur að vinna með samlífrænar víddir. Það er dálítið furðulegt að Þjóð- veijum finnst litaval mitt mjög íslenskt, en hér fínnst sumum ég vera dálítið þýskur. En ég er ís- lenskur, þótt ég hafi búið í Þýska- landi í nokkur ár og litavalið mót- ast af því. Islensk náttúra er eins og kos- mískt málverk; þessar geysilegu víddir og samspil ljóss og myrkurs — þannig að það er ekkert skrítið að íslendingar séu mikið fyrir málverk og mikla liti. Það er ekk- ert skrítið að málverkið skuli vera svona sterkt hér.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.