Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 3
""1...^— ¦".'". MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992 B 3 liði í kjölfar væntanlegra brúðhjóna og sérkennilegra fjölskyldna þeirra. Borgardómaraembættið hefur geng- ið í Iið með leikhópnum og Lista- hátíð og einn dómaranna frá embætt- inu mun gefa brúðhjónin saman. Upphafið að öllu þessu tilstandi er brúðkaup yngstu barna úr tveimur fjölskyldum; brúðurin Odile af Chata- igners-ættinni og brúðguminn Philippe af Bellonættinni. Odile eng- ist af ófullnægðri ástarþrá og henni áhangandi eru Pierre frændi hennar og fjárhaldsmaður, sjóarinn Momo, Robert mágur hennar sem er rudda- legur kvennabósi og amman gamla sem er óseðjandi átvagl en bundin við hjólastól — og loks pönkarinn, vinur Odile. Bellonarnir eru síst betri; brúðguminn er sannkallaður mont- rass og móðir hans siðspillt aðalsfrú og hávaðaseggur hinn mesti. Uppákomurnar sem þessi litríki hópur stendur fyrir þykja engu líkar og hugmyndirnar fæðast af þeim stöðum sem staldrað er við á leið- inni. Til dæmis gefur dómari frá borgardómaraembættinu hjónaleysin saman en strax í kjölfarið fylgja hjónabandserfíðleikar með óvæntum afleiðingum. Ertu svona kona? er dansverk sem Auður Bjarnadóttir sýnir á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins 14. júní, klukkan 17.00 og 15.00, 18.00 og 19. júní, klukkan 20.30. Auður er sjálf höfundur dansverkanna en að baki sýningunni er hópur sem nefnir sig Svöluleikhúsið. Fyrra verkið nefnist Þær gætu lifnað við og hið síðara Heilagur andi í rólunni. Hið fyrra er sólóverk sem fjallar um konu í leit að hlut- verki og fullnægjú í lífi sínu. Leiðin reynist krókótt og tekist er á við karlaveldið, togstreituna við að gef- ast öðrum, kynnast sér og týna. Heilagur andi í rólúnni fjallar á ljóð- rænan hátt um æsku og elli, tíma og tóm, kyrrsetu og ferðalag. Þar kemur Herdís Þorvaldsdóttir leik- kona fram ásamt Auði. Tónlist við bæði verkin samdi Hákon Leifsson í spuna og samráði við danshöfundinn, Elín Edda Árnadóttir hannar leik- mynd og búninga og lýsingin er í höndum Björns Bergsteins Guð- mundssonar. íslenska óperan efnir til tveggja sýninga á Rigoletto í tilefni Lista- hátíðar, þar sem aðalhlutverkin verða í höndum þeirra Kristins Sig- mundssonar, Sigrúnar Hjálmtýsdótt- ur og Ólafs Árna Bjarnasonar. Efnt er til þessarar sýningar til að veita óperuunnendum tækifæri til að sjá og heyra tvo af okkar fremstu óperu- söngvurum sem ' starfa erlendis; Kristin og Ólaf Árna. Báðir hafa sungið þessi hlutverk við mikla hrifn- ingu í óperuhúsum í Þýskalandi á 'síðustu misserum. í hlutverki Gildu er svo Sigrún Hjálmtýsdóttur, sópr- ansöngkona, sem fékk framúrskar- andi móttökur fyrir túlkun sína á Gildu, þegar Rigoletto var sýndur í Óperunni á síðasta ári. Maguy Marin er vafalaust einn þekktasti danshöfundur Evrópu um þessar mundir. Dansflokkur hennar hefur farið víða um lönd með sýning- ar og Marin sjálf er eftirsótt sem danshöfundur af öllum helstu ballett- flokkum beggja vegna Atlantsála. Cortex er nýjasta verkið úr smiðju Maguy Marin og var frmsýnt á síð- astliðnu hausti við framúrskarandi viðtökur. Undirtitill verksins er: Þeg- ar skilningarvitin fimm vakna til lífs- ins. Cortex er stílfærð rannsókn á mannlegu eðli, á ferð einstaklingsins í gegnum lífíð, frá vöggu til grafar. Maðurinn býr yfir fímm skilning- arvitum til þess að nálgast umheim- inn. Marin hefur, auk framúrskar- andi kunnáttu í dans- og sviðsetning- arlist, til að bera meinhæðna kímnig- áfu og einnig — sem ef til vill er sjaldgæfara — væntumþykju gagn- vart samferðamönnum sínum. I Cortex birtast þeir í öllum sínum fjölbreytileika; þeir sjá ekki aðeins, heldur horfa, þeir heyra ekki ein- göngu heldur hlusta líka. Þeir tala einnig í fyrirfram mótuðum setning- um og auðvitað dansa þeir. Hreyfing- ar þeirra eru fyrst í stað klunnalegar en verða smám saman fínlegri. Lík- amar þeirra færast hægt úr stað, reyna að standa á fætur og skríða á fjórum fótum. Þarna sést þróunin, frumeðlið og svo fóstrið sem verður að manni og þessi maður gengur, hleypur og stekkur. Hann uppgötvar kynfæri sín og Evudætur bíta í eplið og falla í faðm drengjanna undir setningum úr frægum ástarsenum bíómyndanna. Maguy Marin hóf dansnám í To- ulouse undir handleiðslu ballerínunn- ar Ninu Vyroubovu. Að formlegu dansnámi loknu hóf hún feril sinn sem klassískur sólódansari við bal- lettflokk Strasborgaróperunnar. Hún gekk síðan til liðs við Mudra, ballett- skóla sem hinn þekkti danshöfundur Maurice Béjart stofnaði. Hún fylgdi Béjart síðan er hann stofnaði baílett- flokk sinn Ballets of the Twentieth Century og sökkti sér í hugmyndir Béjarts um dansleikhús þar sem tón- list, hreyfingu og rödd er beitt til að skapa heildstæða upplifun jafnt flytjenda sem áhorfenda. Á þessum árum starfaði Marin einnig með öðr- um danshöfundum, svo sem Carolyn Carlson og sýndi þar svo ekki varð um villst að fram var kominn nýr danshöfundur sem væri í senn frum- legur, sjálfstæður og persónulegur. Eftir að hafa unnið fyrstu verðlaun sem danshöfundur tvö ár í röð, 1977 og 1978, á alþjóðlegu danshátíðunum í Nyon og Bagnolet, stofnaði Marin eigin dansflokk, Ballet Tétre de PArche, í samvinnu við danshöfund- inn Daniel Ambash. Verk þeirra vöktu fljótt slíka athygli að franska menningarmálaráðuneytið styrkti flokkinn með árlegu framlagi. Þekkt- asta verk Marín, May B, var frum- sýnt 1981, en sama ár var dans- flokknum boðið að taka upp fast aðsetur í bænum Cretéil, utan við París, og hefur svo verið síðan. Árið 1984 tók flokkurinn upp nú- verandi nafn, Compagnie Maguy Marin, og hefur farið víða um lönd og álfur og hvarvetna safnað að sér verðlaunum og viðurkenningu. Marin hefur einnig hlotið æðstu viðurkenn- ingar franska ríkisins fyrir framlag sitt til franskra lista og menningar. Sýningin á Cortex verður á Stóra sviði Borgarleikhússins, þriðjudaginn 16. júní, klukkan 20.00. Á Listahátíð fáum við einnig tæki- færi til að bera hið fræga dansverk May B augum. Verkið var frumsýnt árið 1981 og hefur síðan verið sýnt nærri 300 sinnum og hlotið fádæma góðar viðtökur. Það er talið eitt af merkari yerkum dans- og leikhúslist- arinnar sem komið hafa fram á síð- ari árum. Verkið er byggt á skrifum írska skáldsins Samuels Becketts og titillinn sjálfur er leikur að orðum, hljóðum, í anda skáldsins. Orð banda- ríska gangrýnandans þykja lýsa þessu verki (og öðrum eftir Maguy Marin) einna best, þar sem hún seg- ir: Líkt og margir franskir danshöf- undar hefur Marin auðugt ímyndun- arafl, hún hefur unun af fáránleikan- um og í leikritum Becketts hefur hún fundið fullkomna sýn á fáránleika tilverunnar. Eins og Beckett vinnur Marin með frumpersónur — persónur hans reyndar — og með því að beita almennum vísunum tekst henni að gera aðstæður mannskepnunnar býsna sérstakar. En krafturinn í May B er auðvitað fólginn í því að Marin eignar sér ekki texta Becketts, heldur túlkar hann snilldarlega í öðrum miðli — dansinum. Sýningin á May B verður á Stóra sviði Borgarleikhússins sunnudaginn 14. júní, klukkan 20.00. ssv ROBERT A. OTTOSSON ATTATIU ár eru liðin frá fæð- ingardegi hans. Sá dagur rann upp í Berlín 17. maí árið 1912 og 17. maí á þessu ári er liðin hálf öld frá brúðkaupsdegi þeirra Guðríðar Magnúsdóttur og Róberts Abrahams Ottóss- onr. Íttatíu ár og hálf öld eru þó nokkurt skeið, þegar ungur horfir fram, varla nema ör- skotsstund, þegar horft er um öxl og speki Jónasar skálds var íslend- ingum hugstæð: Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóva, alefiing andans og athöfn þörf. margoft tvítugur meira hefur lifað svefnugum segg er sjötugur hjarði Dr. Róbert átti raunar hvorki bernsku né æsku á íslandi, nema í anda sínum. Og fæstir vina hans eða kunningja munu kunna margt að segja frá uppvexti hans. Einni og einni endurminning skaut þó upp \ samræðum á góðum stund- um. í ágúst sumarið 1963 komu þau hjónin, Guðríður og dr. Ró- bert, austur í Tungur, boðin í fagn- að með Skálholtskór. Þá voru varla liðnar þrjár vikur frá vígslu Skál- holtskirkju. Róbert lék á als oddi, gáskinn og og gleðin sindruðu af honum, svo að enginn sat ósnort- inn. Kvöldið varð eitt hinna beztu og fegurstu, sem orðið geta á ævi manns. Þá vildi hann láta syngja ljóðið um kanónuna. Sá söngur var auðheyrilega í dáleikum hjá hon- um. Og hann sagði frá því, hvern- ig hann hefði nauðað í móður sinni um að fá að heyra þetta fallbyssu- kvæði: „Mutti, spiel Mal das Lied von der Kanone." Og Margrét á Miðhúsum, sem ættuð var sunnan af Lúnuborgar- heiði, varð að koma upp á sviðið og syngja, því að hún kunni söng- inn. Hún var enn ung og hafði heillandi þýða altrödd. En þar var raunar engin fallbyssa í söngnum góða, þótt verið hefði í hugarheimi lítils snáða, heldur var þar angur- vær og fagur kvöldsöngur: Goldne Abendsonne wie bist du so schön Nie kann ohne Wonne deinen Glanz ich sehn. Orðin „kann ohne" urðu að kan- ónu. Þegar heimsstyrjöldin dundi á meginlöndum, var drengurinn Róbert löngu orðinn útlagi og flóttamaður. Svo fjarri var hann, að eyru hans þurftu ekki að venj- ast fallbyssudrunum eða sprengj- ugný. Faðir hans, Ottó Abraham, læknir og hámenntaður tónlistar- fræðingur, hafði verið gyðinga- ættar. Hann var að vísu fallinn frá er nazistar komust til valda í Þýzk- alandi, en fjölskyldu hans var ekki lengur vært heima. Sumarsetur hafði hún átt á Borgundarhólmi. Frá Danmörku tókst Róbert að komast til íslands í tíma. Og hér gerðist hann landnemi liðlega tví- tugur, árið 1935. Má fara nærri um, að hann hafi þá þegar verið lífsreyndur nokkuð. Hér yarð hann svo að hefja nýtt líf, yrkja ónum- inn akur, verða íslendingur. Hvar varð atvinna fundin á slíku landi í kreppu og stríði, atvinna fyrir ókunnan tónlistarmann, sem þó hafði numið hjá beztu kennurum í heimsborgunum Berlín og París? Hann fór norður, í höfuðstað Norðlendinga. Þar stritaði hann og barðist, stóð þannig að verki, að virðing hans óx með hverjum degi. Þár nyrðra fann hann þá gæfu sem honum varð æ síðan drýgst og bezt. Guðríður var þar Dr. Róbert Abraham Ottósson Collegium Musicum í Skálholti efnir til minn- ingarhátíðar um Róbert A. Ottósson söngmála- stjóra og frú Guðríði Magnúsdóttur sunnudag- inn 17. maí. Hátíðin hefst klukkan 14.00 með söng Hamrahlíðar- kórsins undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur. Klukkan 16.00 leikur Marteinn Hunger Frið- riksson dómorganisti og klukkan 17.15 verður aftansöngur undir stjórn Hilmars Arnar Agnarsson- ar organista í Skálholts- kirkju. í sumarvinnu. Þau urðu vinir, felldu hugi saman og bundust heit- um. Hún gerðist bakhjarl hans, traust og skörp, heillynd og hug- rökk, meira að segja gædd hinu bezta eyra og ágætri söngrödd. Þegar suður kom, urðu verkefn- in ærin, sum að vísu lýjandi og helzt til fjarri sinni hans. Önnur voru stærri. Einna fyrst sá ég hann og heyrði, er hann stjórnaði Árstíðunum eftir Haydn. Þá hefur hann varla verið kominn langt yfír þrítugt. En unglingur hreifst svo af honum, að Róbert varð einn af vormönnum íslenzkrar listar, æ síðan. Enn lifa hendingar og stef í hugskotinu, og ómur er þar af stefjum sem Guðmundur Jónsson söng, þá varla kominn heim frá söngnámi. Seinna lágu leiðir saman í há- skólanum. Hann bauð guðfræði- stúdentum, sem áhuga kynnu að hafa, leiðsögn í gregórskum söng. Þar var hann einnig heillandi, sjór af fróðleik og lærdómi. Meira að segja fjallaði hann þar um íslenzka tungu, orð og málfar, með þeim hætti, að ekki líður úr minni. Þar voru tekin af öll tvímæli um mun þess sem fagurt er eða einungis fallegt. Og enn var hann ekki nema lið- lega fímmtugur, þegar fundum bar saman hér eystra. Vegur hans hafði vaxið til muna. Hann hafði lokið doktorsritgerð sinni um Þor- lákstíðir, var orðinn söngmála- stjóri Þjóðkirkjunnar og kennari við Háskólann. En nú var að því komið, að vígja skyldi Skálholts- kirkju með helgum og fagnandi söngvum og tónum. „Séra Guðmundur," kallaði hann — og síðan kom höndin heit og þétt ellegar faðmurinn opnað- ist, breiður og traustur. Eins heils- aði hann Önnu: „Anna mín," sagði hann. Þannig kom hann fagnandi í hvert sinni, fyrst að Torfastöðum, síðan að Skálholti, árum saman, — eins og skólapiltur, sem væri að koma heim og nyti af hjarta endur- fundanna við allt og alla. Ætíð sama hýran og gáskinn í augum og munnvikjum. hann var svo barnslegur og ljúfur að ylur og hátíð færðust um allt húsið. Því voru kveðjur hans eins og klukknahringing í eyrum sveita- prests. I kirkjunni voru veðrabrigðin meiri. Þau minntu á Árstíðirnar forðum. Stormar og sterkviðri andans skullu á, þótt hvergi virtist blika. Þá hrikti í hurðum og stoð- um. En fyrr en varði, bærðist svo blíður blærinn einn, og bros voru sótt í vasa. Um margt var hann öðrum ólík- ur, en bamslund hans og heitar kenndir hans og ljúflyndi gleymast seint. Og svo vandur var hann að virðing sinni og heillyndur að hann gat ekki kastað höndum til nokk- urs verks. Því vann hann hvert stórvirkið öðru meira og lækkaði aldrei segl. Því var það svo einnig, að hann vildi ekki flana að neinu. Svo miklar mætur sem hann hafði, bæði á Beethoven og Bach, vildi hann þó enn geyma sér átökin við mestu verk þeirra, taldi naumast tímabært að ráðast í þau, fyrir átján árum. Á átján árum er mikið vatn til sjávar runnið. Bylting hefur orðið í íslenzkri menning, e.t.v. hvergi fremur en í kirkjutónlist þó. Sá er þetta ritar, trúir því, að dr. Róbert Abraham Ottósson hafi verið gjöf Guðs til þjóðar og kirkju á íslandi, en ekki vogrekið sprek af hending. Og væri hann enn meðal vor, væri ljúflyndið samt, og þá kynni hann enn að bjóða námfúsum lærisveinum í félag það, sem þeir Magnús, tengdafað- ir hans, stofnuðu með sér og köll- uðu SSM, Samtök sjálfumglaðra mikilmenna. Guði einum sé dýrð. Texti: Guðmundur Óli Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.