Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 4
4 B Georg Guðni í Nýhöfn: MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992 r VEIT HVAÐAN EG KEM, EKKI HVERT ÉG FER Nafnið Georg Guðni klingir fjöllum í huga margra, myndir af Snæfell- sjökli, Skjaldbreið og Esjunni koma upp í hugann. Nú eða mynd af hlíð sem ber við himin, kletti sem nær út í haf. Það eru fimm ár síð- an Georg Guðni var síðast á ferðinni hér heima með einkasýningu og margt hefur breyst. Fjöllin eru horfin en landslagið hefur þó sterk tök á málaranum. Á sýningu Georgs Guðna í Nýhöfn, sem hefst í dag, verða á ferðinni sjötíu vatnslita- og blýantsteikningar sem ná yfir tímabilið 1986-1991. Það gefst því gott tækifæri til þess að kynna sér hvað Georg Guðni hefur verið að taka sér fyrir hendur á þessum tíma og hver þróunin er í verkum hans því teikningarnar kallast á við málverkin, í þeim fikrar hann sig áfram og gerir tilraunir. Georg Guðni er með vinnu- stofu í gömlu húsi sem er í eigu Kópavogshælis. Rýmið er talsvert meira en það sem hann átti að venjast á gömlu vinnu- stofunni sinni í Hafnarstræti, en það skrýtna er að verkin eru öll minni núna en áður. Þetta hús á sér marg- víslega sögu, hér hefur verið berkla- veikt fólk og holdsveikt, þroskaþjálf- askólinn var hér til húsa sem og eldhús hælisins og hér fær Georg Guðni að vera þar til að gert verður við húsið. Hann lætur ágætlega af veru sinni í húsinu en hann þarf þó að gæta sín á því að hafa málverkin á réttum stöðum því vætan á sum- staðar greiðan aðgang inn og stund- um er erfitt að ná upp nægjanlegum hita þannig að málverkin þoma hreinlega ekki. Á kaffistofunni eru nokkrar teikninganna sem verða á sýning- unni í Nýhöfn, hógværar og hljóðlát- ar samanborðið við appelsínugula litinn á veggjunum. Þegar litið er nær sést að þær hafa mikið að segja, einkum er gaman að skoða teikning- ar frá ólíkum árum. Þarna eru fjöll- in sem við þekkjum, þröngur dalur en svo líka teikningar þar sem geó- metrísk hugsun virðist ríkja. Georg Guðni segir að hann hafi verið nokk- uð upptekinn af formpælingum um tíma og geometrísk form tóku við af fjallinu. Meðan við erum að ræða þessa þróun sýnir Georg Guðni mér mynd af málverki þar sem rauði iiturinn og krossformið eru áberandi. Þessa mynd málaði hann fyrir rúmu ári og ætlaði að setja á sýningu en eft- ir nokkurn tíma tók hann sig til og málaði yfir hana og nú ræður blái liturinn óg léttleikinn ríkjum. „Það var, skal ég segja þér, einhver lands- lagsþrá í mér síðasta haust,“ segir Georg Guðni um leið og hann virðir fyrir sér bláu myndina. En landslag- ið sem Georg Guðni sér fyrir sér núna hefur breytt um svip frá því sem áður var, það er léttara og loft- kenndara. Það er úti við sjóndeildar- hring. „Já, ég er kannski kominn út í þetta ósýnilega núna, þess sem er á milli manns og þess sem maður er að reyna að horfa á, sem er kannski bara í manni sjálfum eftir allt. Ég er að reyna að gera sjón- rænt það sem maður sér í raun ekki. Þetta er eins og þegar maður horfír langt út í buskann og skilin milli jarðar og himins verða óljós og erf- itt verður að greina hvort er meira loftkennt, loftið eða jörðin." Fletir mætast í verkum Georgs Guðna, hvort sem það eru himinn og fjall, fjall og haf, fjall og fjall, loft og jörð. „Ég er mikið að reyna sameina hluti; lóðrétt og lárétt, jörð og himinn, einfalt og flókið. Það sama á oft við þegar ég nota liti, þá reyni ég kannski að gera lit dökk- an en hafa hann samt ljósan, eða bláan lit sem er líka kannski gulur. Ég er að reyna að vefja þetta allt saman þannig að það geti ekki losn- að í sundur og þetta á sinn þátt í því, held ég, hvað ég vinn hægt og lengi.“ Meðan við röbbum saman situr Georg Guðni í heljarmiklum hægind- Jgg ‘ '";7' "'SMÉMM , .......<....................... „Ég hef alltaf veriÓ hrifinn af þessari," sagói Georg Guðni um þessa teikningu sína af Helgafelli sem er fró 1987. Morgunblaðið/Emilía Georg Guðni i hægindastólnum góða með eina af teiknibókunum sínum. astól og þar situr hann einmitt oft með teiknibókina á hnjánum. Hann grípur kannski í teikninguna þegar hann tekur sér kaffipásu frá mál- verkinu, eins er þægilegt að hafa bókina með sér á ferðalögum erlend- is. Uppi í hillu eru bækur fullar af teikningum liðinna ára en á sýning- unni verða um 70 myndir. Georg Guðni segist ekki endilega hafa ver- ið að velja þær teikningar sem hann taldi bestar, fremur þær sem honum fannst gefa sem bestar vísbendingar um það sem hann hafði verið að fást við á undangengnum árum. Hann bendir á teikningu frá árinu 1986 og segist fínna í henni teng- ingu við léttleikann sem hann sé að fást við í málverkinu um þessar mundir. „Oft er það þannig að mað- ur er að vinna við eitthvað sem er manni nýtt en svo fínnur maður að það tengist á einhvern hátt gömlu verki. En í teikningunum prufa ég mig áfram, revni hvað ég get kom- ist langt og það er mikilvægur þátt- ur þess að geta gert eitthvað nýtt, öðruvísi en áður.“ Hluti af teikningunum á sýning- unni var á sýningu í Stokkhólmi fyrir ári og í vetur sýndi Georg Guðni 37 teikningar í Slunkaríki á Isafírði og hann segir ástæðuna fyr- ir sýningunni nú meðal annars vera þá að hann hafi viljað sýna teikning- arnar hér svo þær færu ekki allar til útlanda. Það er hins vegar stað- reyndin með stóran hluta af mál- verkunum að þau eru í eigu útlend- inga og hafa aldrei verið á sýningu hér og segir Georg Guðni það aldrei hafa verið ætlun sína í upphafí. „Það eru mörg verk sem ég vildi gjarna að væru frekar í eigu í íslendinga." Af hveiju hefur Georg Guðni þá ekki verið með einkasýningu hér á landi í fimm ár? Fjögur ár hafa liðið frá síðustu samsýningu. Hefur hann ekki áhuga á því að sýna hér? „Jú, jú. Á tímabili, svona frá ’87 til ’89, langaði mig reyndar ekkert að sýna hér. Mér fannst ég vera búinn að sýna allt sem ég var að gera. Svo var það líka að ekki var mikið um almennilega sýningarsali. Nýlistasafnið var lokað um tíma og Kjarvalsstaðir eru svo stórir. Síðan hefur það bara verið þannig að ég hef fengið boð frá erlendum gallerí- um um að þau væru tilbúin að halda sýningu og þá hef ég farið á fullt með mála á hana og ég geri bara ekki meira en að anna um það bil einni sýningu á ári.“ En nú er komið að sýningu hér heima sem Georg Guðni opnar í Nýhöfn í dag og stendur til 3. júní og allt bendir til þess að á næsta ári verði hann hér með sýningu á málverkum. Hann heldur einnig áfram að sýna á Norðurlöndunum eins og undanfarin ár og þarf ekki að kvarta undan aðgerðaleysi. Hann neitar þó alfarið að frægð og frami í útlöndum séu eitthvað sem hann sækist eftir en eftir hveiju sækist þá Georg Guðni og hvað býr í fram- tíðinni? Ég vil mála mínar myndir og sýna svona einu sinni ári, sem ég get með góðu móti annað. Aðalmálið er að búa til hlutina og leyfa sér að sýna þá. Hvað tekur við núna? Ég held áfram þar sem frá var horfið í því að fást þetta loftkennda, það verður upphafspunkturinn. Ég veit hvaðan ég kem en ekki hvert ég fer. Ég veit hvert mig langar en það er ekki víst að ég komist þangað. Maður verður að hafa eitthvað til að stefna á, teygja sig hingað.og þangað og athuga hvert maður kemst.“ Guðrún Þóra MÁLAR Á ZINKPLÖTUR Finnska myndlistarkonan Nina Roos sýnir um þessar myndir verk sín í Gallerí 11 á Skólavörðustíg. Nina fer ekki troðnar leiðir í verk- um sínum en allar myndirnar á sýningunni eru málaðar á zinkplöt- ur. Nina er fædd 1956 og býr og starfar í Helsinki. Morgunblaðið/Júlíus Finnska listakonan Nina Roos fyrir framan myndaröðina Ógegnsæi. Málverk Ninu Roos eru ekki abstrakt (sem sam- kvæmt skilgreiningu er eitthvað sem ekki er hægt að skynja með skynfærunum). Ekki eru þau heldur viðfangsefni sem nýtur þeirra forréttinda að geta kallast fyrirmynd. Þess vegna fáumst við við hið ímyndaða ástand, eitthvað „fyrir" og „milli“. Þessa skilgrein- ingu á verkum Ninu er að fínna í sýningarskrá hennar og er eftir tvíburasystur hennar, Ritu Roos. Sú staðreynd að Nina er tvíburi speglast á tíðum í verkum hennar en þar er oft að fínna tvöföldun eða speglun af einhveiju tagi. Nina fer þó sérstæðar leiðir í málverki sínu en fyrir fjórum árum hóf hún að þróa þá aðferð sem hún notar núna það er að mála á zinkplötur. Með því móti hefur hún fært málverkið nær tækni ljósmyndarinnar. Þegar myndir Ninu á sýningunni eru skoðaðar er augljóst að þar ráða tveir litir ferðinni, fjólublár og grár. Nina segist gjarnan vinna með einn eða tvo liti í einu og litinn noti hún til þess að framkalla ákveðnar hugmyndir. Hún vill leggja áherslu á það að liturinn sé eilífur en formið geti breyst, hafí einkenni stundarfyrirbrigðis. Nina segist hafa hrifist mjög af fjólubláa litnum einkum fyrir þá sök að hann hafi í raun eðli negatífunnar, sé nokkurs konar ekki litur. í fram- haldi af því ræðir hún hvernig hlut- urinn verði til í gegnum fjarveru sína á negatífunni og á röntgen- mynd. Þessi áhugi á fjarvistinni er áberandi í myndum Ninu og minnir á kenningar Lacans og fleiri um að tungumálið verði til vegna skorts. Á sama hátt og Nina leitast við kanna eðli hlutarins í gegnum fjarveru hans gerir hún tilraun til þess að upphefja allar fjarlægðir, þannig að erfitt er að átta sig á því hvort málverkið sé séð úr fjar- lægð eða nálægð, utan frá eða inn- an frá, sé hluti eða heild einhvers. í myndaröðinni „Ógagnsæi" sjáum við hnakkann á tveimur innpökkuð- um höfðum og þar er Nina meðal annars að leika sér að útilokun heyrninnar sem skynfæris, sjón- skynjunin breytist þegar maðurinn heyrir ekki. En hins vegar er ekk- ert í málverkinu sem segir okkur að þessi tvö höfuð geti séð því áhorfandinn sér einungis hnakkann og þá værum við kominn út í skynj- un án sjónar og heyrnar sem væri þá enn ný upplifun í fjarveru þess- ara skynfæra. Það er sterkur ljóðrænn blær yfir öllum myndum Ninu og tengist kannski helst því óræða, Ljóðrænan er á tíðum óljós, vekur upp kenndir fremur en að gefa svör og það er einmitt það sem Nina vill forðast í lengstu lög, að gefa svör. Að henn- ar mati er hægt að leysa hlutina á svo margvíslegan hátt að við getum aldrei vitað hvort okkar lausn er sú rétta. Þannig er aldrei hægt að negla niður eina merkingu fremur en aðra og segir hún að sér fínnist mest gaman þegar hlutirnir séu sí- fellt að breytast og vekji þannig upp nýjar spurningar. Nina hefur verið með einkasýn- ingar í Helsingfors og Stokkhólmi undanfarin ár en einnig hefur hún sýnt í Búdapest. Auk þess hefur hún tekið þátt í þó nokkrum sam- sýningum í Finnlandi en einnig í Rússlandi, Kóreu og Svíþjóð. Þetta er í fyrsta skipti sem Nina sýnir hér á landi og sýning hennar stend- ur til 24. maí. gþg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.