Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 Morgiinblaðið/Júlíus Tætti upp flöt til að fegra garð Vegfarendur við Lokinhamra í Grafarvogi urðu vitni að því í gær hvar stórum tíu hjóla vörubíl var, með þeim afleiðingum sem sjá má á myndinni, ekið yfír grasflöt og síðan eftir göngu- stíg með fullfermi af jarðvegi. Vörubíllinn staðnæmdist svo við garð í hverfínu sem verið var að fegra og sturtaði þar af sér farminum. Verið að leita nýrra leiða til að fjármagna hjartaaðgerðir: Hugmyndir um að inn- heimta þjónustugjöld - segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir að verið sé að leita nýrra leiða til að fjármagna hjartaaðgerðir hér á landi og hafi þjónustu- gjöld verið nefnd í því sambandi. Hann segir að þau myndu felast í því að þeir sem fengju þjópustu hjá hinu opinbera greiddu fyrir hana að einhverju marki ef þeir hefðu efni á því þannig að hægt yrði að afla fjár til að standa straum af kostnaði við þjónustuna fyrir þá sem helst þyrftu á henni að halda. „Mér sýnist að fjármagn sé tryggt til að gera rúmlega 200 hjartaaðgerðir á yfirstandandi ári og ég minni á að það eru helmingi fleiri aðgerðir en ráðgert var að þyrfti að framkvæma hér á landi þegar ákveðið var að hefja hjarta- skurðlækningar við Landspítal- ann,“ segir Friðrik. Hann segir að íslendingar hafí ekki efni á því frekar en aðrar þjóð- ir að gera allar aðgerðir sem tækni- lega sé hægt að gera. „Þess vegna höfum við verið að leita nýrra leiða VEÐUR Helmlltf: Veðurstola lílantfs / (Byggt á veðurspá kl. 16.1S í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 5. JÚNÍ YFIRLIT: Vtð hvarf a Grænlandi er vaxandi og víðóttumikil 990 mb lægð sem þokast austur og síðan norðnorðaustur en 1.029 mb hæð yfir Skot- landi og hafinu norðvesturundan. SPÁ: Suðvestlæg átt, víðast kaldi eða stinningskaldi. Rigning og síðar skúrir vestanlands. rigning og súld sunnanlands, en norðaustanlands verður urkomulítið. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Sunnan- 09 suðveEtanátt skurtr vestanlands, rrgnrng sunnanlands, en norðanlands verður skýjað en úrkomulítið. Hiti á bilinu 7 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. Svarsfmí Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. 0 Heiðskírt Alskýjað * V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstetnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.( 10° Hitastig y Súld = Þoka stig.u FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30ígær) Allir helstu þjóðvegir iandins eru nú færir utan einstaka vegarkaflar sem lokaðir eru vegna aurbleytu s.s. Þorskafjarðarheiði á Vestfjörðum. Vegna aurbleytu eru sums staöar sérstakar öxuiþungatakmarkanir á vegum á sunnanveröum Vestfjörðum og austan Þórshaínar á Norðausturlandi og eru þær tilgreindar með merkjum ó viökomandi vegum. Allir hálendis- vegir landins eru iokaðir vegna aurbleytu og snjóa. Vegagerðln. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 11 hálfskýjað Reykjavfk 8 þokumóða Bergen 17 alskýjað Helsinki 20 léttskýjað Kaupmannahöfn 25 hálfskýjað Narssarssuaq 2 rigning Nuuk 0 skýjað Ósló 26 skýjað Stokkhólmur 24 léttskýjað Þórshöfn 12 skýjað Algarve 23 léttskýjað Amsterdam 13 rigning Barcelona 21 skruggur Berlín 28 léttskýjað Chicago 18 rigning Feneyjar 23 þokumóða Frankfurt 17 skýjað Glasgow 14 skýjað Hamborg 25 skýjað London 17 rigning LosAngeles 17 þokumóða Lúxemborg 16 hátfskýjað Madrid 17 skýjað Malaga 24 léttskýjað Mallorca 24 iéttskýjað Montreal 17 Bkýjað New York zi léttskýjað Oriando 23 þokumóða Paría 19 skýjað Madeira 20 hálfskýjað Róm 18 rignlng Vín 20 skýjað Washington 17 alskýjað Winnipeg 11 rigning til að fjármagna þessar aðgerðir og í því sambandi hefur verið rætt um þjónustugjöld." Sú hugmynd segir hann að feli ekki í sér að greitt yrði fyrir jafn stórar aðgerðir og hjartaaðgerðir heldur að greitt yrði t.d. fyrir fyrstu legudaga á sjúkrahúsi. Jafnframt segir hann að til greina kæmi, að hans áliti, að nýta þá getu sem til staðar sé á stóru sjúkrahúsunum fyrir erlenda sjúkl- inga og fá að fullu greitt fyrir það. „Það er ekkert óeðlilegt að slíkt sé gert jafnvel þó hér séu biðlistar vegna viðkomandi aðgerða þegar tillit er tekið til þess að íslenskir sjúklingar eru í stórum stíl sendir til útlanda til læknisverka sem skattgreiðendur greiða að lang- mestu leyti.“ Friðrik segir að það sé síður en svo óþekkt fyrirbæri að íslendingar greiði verulegan hluta læknisverka erlendis, t.d. í tilvikum þegar þeir hafi valið dýrari sjúkrahús en Tryggingastofnun hafi boðið upp á °g því greitt mismuninn sjálfír. „Ef fólk ætlar að bæta læknis- þjónustuna með því að gefa fleiri sjúklingum kost á dýrari aðgerðum verður það ekki gert nema nýtt fjár- magn fáist til slíkra hluta. Þess vegna hljótum við að þurfa að svara þeirri spurningu hvort ekki sé eðli- legt að þeir sem meiri hafi efnin og erú jafnvel á fullum launum í veikindum sínum taki meiri þátt í kostnaðinum en hingað til hefur tíðkast. Að öðrum kosti verðum við að sætta okkur við biðraðirnar,“ segir Friðrik. Morgunblaðið spurði Grétar Ól- afsson, yfirlækni á handlæknisdeild Landspítalans, hvort læknar á sjúkrahúsinu væru tilbúnir að gera hjartaðgerðir á sjúklingum sem greiða vildu fyrir þær fullu verði. Grétar segir að slíkt myndi ekki koma til greina. „Við búum í þjóð- félagi sem við höfum viljað kalla velferðarþjóðfélag. Almenningur hefur byggt þetta þjóðfélag og það væri hart ef einhver sem ekki hefur komið nógu vel út fjárhagslega ætti að gjalda fyrir það með því að vera ýtt til hliðar á meðan þeir sem ættu fé gætu látið gera aðgerð- ir á sér. Það væri ekki hægt að mismuna þegnunum með þeim hætti,“ segir Grétar. Varað við eftirlíking- um af Lacoste-bolum UNDANFARIÐ hefur borið á eftirlíkingum á Lacoste bolum á mark- aðinum að sögn Guðmundar Ólafssonar umboðsmanns franska vöru- merkisins Lacoste á íslandi. Guðmundur hefur vakið athygli neyt- anda á þessu með auglýsingu til þess að þeir kaupi ekki óekta vöru í góðrí trú. að Guðmundur Ólafsson sagði álíka mál hefði komið upp síðastlið inn vetur og hefði þá Rannsóknar- lögreglan aðstoðað hann til að koma í veg fyrir þessa sölu og gert óekta vóruna upptæka. Að sögn Guðmund- ar eru eftirlíkingar aftur komnar á kreik. Það eru aðallega bolir sem eru boðnir til sölu á vinnustöðum og heimahúsum viða um land. Guðmundur kvað mjög erfitt að meðhöndla svona eftirlíkingarmál þar sem þeir aðilar sem selja eftirlík- ingarnar geti borið það fyrir sig að hafa keypt vöruna í góðri trú. Þegar sú staða kemur upp þarf að hafa samband við framleiðanda vörunar erlendis og fá það staðfest að varan er ekki upprunin frá honum en slík athugun getur verið mjög tímafrek. Guðmundur benti á að auðveit væri að þekkja eftirlíkingamar frá ekta bolum. Hann sagði að það hafi t.d. borið á því að vörumerkið væri staðsett á ermi og tölum á eftirlík- ingunum en það væri aldrei á þessum stöðum á ekta vörunni. Einnig eru ekta vörurnar eingöngu seldar í viðurkenndum verslunum en ekki gengið með þær í hús. Hvítasunnan: Tjaldstæði víða lokuð HELSTU tjald- og útivistarsvæði verða lokuð eða aðgangur takmarkaður að þeim um Hvítasunnuhelgina. Ekki er kunnugt um auglýstar hvítasunnusamkomur nema hvað dansleikir verða haldnir í Logalandi í Borgarfirði um helgina og verða sætaferð- ir á þá frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík, Akranesi, og Borg- arnesi. Á Laugarvatni, í Húsafelli og í Þórsmörk er bannað að tjalda um Hvítasunnuhelgina. Opið verður í Þórsmörk en eingöngu fyrir fólk er gistir í skálum þar sem enn eru tjaldsvæði sem þarf að hvíla. Gistiskálarnir eru öllum opnir meðan pláss leyfir og eru Austurleiðir, Utivist, og Ferðafé- lag íslands með skipulagðar ferð- ir um helgina. Hjá Þórunni Þórð- ardóttur hjá Ferðafélagi íslands fengust þær upplýsingar að góð aðsókn væri í ferðir Félagsins, enn er þó rúm fyrir um 30 manns í skála Félagsins. tjalda þar um Hvítasunnuhelg- Þjóðgarðurinn í Skaftafelli hefur þegar verið opnaður og að sögn Stefáns Benediktssonar, þjóðgarðsvarðar, er heimilt að í Logalandi í Borgarfirði verða tveir dansleikir um helgina. Hljómsveitin Nýdönsk spilar föstudagskvöldið 5. júní og hefst sá dansleikur kl. 23.00. Á seinni dansleik helgarinnar spilar hljómsveitin Stjórnin en sá dans- leikur er á sunnudagskvöldið 7. júní og hefst hann kl. 24.00. Miðasala á dansleikina hefst klukkutíma' fyrir opnun hússins, þ.e. kl. 22.00 á föstudagskvöld og kl. 23.00 á sunnudagskvöld. Magnús Magnússon, húsvörður Logalandi, .sagðist búast við góðri aðsókn en þetta er níunda árið sem dansleikir eru haldnir í félagsheimilinu um Hvítasunnu- helgi. I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.