Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 14
r 14 MORGUNBI^AÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 í fréttum var þetta helst eftirAgnesi Bragadóttur MYND sú sem fjölmiðlaneytandinn fær af þjóðfélagslegri umræðu hveiju sinni hlýtur að vera mismunandi og taka mið af því frá hvaða sjónarhóli myndin er skoð- uð. Undanfarnar vikur hef ég hug- leitt fréttir líðandi stundar úr ákveðinni fjarlægð frá mínum vinnustað, Morgunblaðinu, en ekki þeirri nálægð við fjölmiðlana sem ég á að venjast. Mynd mín úr fjar- lægð er um margt ólík þeirri mynd sem ég hef sem daglegur þátttak- andi í fjölmiðlaleiknum. Vinnuveitendur og eindrægnin Undanfam- ar vikur hafa svo sem ekki einkennst af miklum tíð- indum hér á landi, ekki fremur en svo oft áður. Fyrir nokkrum vikum varð ljóst að bjarg- vætturinn frá Flateyri, Einar Oddur Kristjánsson, væri staðráðinn í að hætta sem formaður Vinnuveit- endasambandsins og ekkert og enginn gæti fengið hann til að hætta við að hætta. Þá gerðist það, að því er virtist alveg uppúr þurru, að Gunnar Birgisson, vara- formaður VSÍ, lýsti því yfir hér í Morgunblaðinu að hann gæfi kost á sértil formanns. Mikið var hvískr- að og pískrað um þetta framboð varaformannsins, en opinber um- ræða varð engin. Eftir á að hyggja tel ég einsýnt að Gunnar hafí þama ætlað sér að hrifsa til sín for- mennskuna í VSÍ, „shanghaia" hana á þeim einföldu forsendum að _það hefur aldrei gerst í sögu VSI að kosið væri á milli manna. Gunnar var enda orðinn formaður í blaðaviðtölum talsvert fyrir aðal- fund, þar sem hann var farinn að lýsa því að í formannstíð sinni yrði sömu stefnu fylgt og mörkuð hefði verið í formannstíð Einars Odds. Þetta var látið gott heita og varaformaðurinn gekk sjálfsagt um í eina viku eða tvær sannfærður um að hann myndi hreppa hnossið. En ekki er nú allt sem sýnist. Þótt hljótt væri um það, þá voru víðtæk samráð meðal atvinnurekenda þar sem sjávarútvegurinn og stór hluti iðnaðarins reyndi að koma sér sam- an um kandídat og fá kandídatinn til þess að fallast á framboð. Magn- ús Gunnarsson var lengi tregur til, en mikil samstaða var um að reyna að fá hann til verksins. Magnúsi var eins farið og öðrum innan VSÍ: kosning á milli manna á aðal- fundi var ekki álitlegur kostur í hans augum. Það væri nú meiri skelfingin að það fengi að gerast fyrir opnum tjöldum að lýðræðisleg kosning um formann VSÍ færi fram! Það var því ekki fyrr en sama dag og framboðsfrestur rann út, þ.e. kl. 15 daginn fyrir aðalfund VSÍ sem dró til tíðinda í formanns- slagnum, sem aldrei á að hafa átt sér stað. Þá fékk Gunnar sannfær- ingu fyrir því að hann hefði ekki nægan stuðning til þess að beijast við Magnús um formannsembættið. Hann fékk vitneskju um að sjávar- útvegurinn eins og hann leggur sig, svo og iðnaðurinn myndi styðja Magnús. Gunnar dró við svo búið framboð sitt til baka. En ekki er brandarinn búinn enn, því hann skýrði þá ákvörðun sína í íjölmiðlum ^ þann veg að hann hefði ekki viljað láta kjósa á milli manna. Slíkt kynni að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar ! Ja, hérna, hugsaði ég. Hvað er svona skelfilegt við að leyfa Iýðræðisleg vinnubrögð og hveijar gætu svo sem orðið afleiðingarnar af því að kjósa á milli manna? Þetta er hreint ótrúlegur tepruskapur og þessi ein- drægni út á við, sem felst í því að samstaða hafi verið um frambjóð- andann eina, verður ekkert nema hlægileg, þegar fyrir liggur að slagsmálin á bak við tjöldin voru nánast blóðug og höfðu þær afleið- ingar, að varaformaðurinn sem hafði sóst eftir formennskunni allt fram til kl. 15 degi fyrir aðalfund, gaf ekki kost á sér til varaform- anns á ný og varð skyndilega svo störfum hlaðinn að hann komst ekki á aðalfundinn vegna anna! Raunar munu ýmsir fulltrúar á aðalfundi VSl hafa verið ósáttir við þessa niðurstöðu og látið í ljós þá skoðun að þeir sæju ekki hvaða hætta fælist í því að kjósa á milli manna fyrir opnum tjöldum. Stormurinn í vatnsglasi krata Þá hefur mér þótt heldur skondið að fylgj- ast með fjölmiðl- afárinu í kring- um krata vegna komandi flokks- þings þeirra. Stöð tvö hefur verið hvað iðn- ust við að magna upp hvers konar drauga sem ógna eiga veldi Jóns Baldvins á flokksþinginu og því héfur verið fleygt oftar en einu sinni að sam- kvæmt heimildum Stöðvar tvö verði ASTRO- tjaldvagnar 50 ÞUS UT 255.000 Vönduð regnföt PVC húðað nylonefni Loftöndun á baki Sterkur rennilás Límdir saumar Margir litir Allar stærðir Hetta í hálsi Sendum í póstkröfu BYLTING I TJALDVOGNUM BREMSUBÚNAÐUR 13" FELGUR STERK GALVANISERUÐ STALGRIND MÁ BREYTA í BÍLAKERRU EINFÖLD UPPSETNING 4 STOLAR + BORÐ 4.360.- SUMARHUSGOGN TRÉHÚSGÖGN MIKIÐ ÚRVAL LOKAÐ SUNNUDAG OPtD MÁNUDAG KL.14-17 UMAR TILB0Ð SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7 • REYKJAVÍK • S. 91 - 621780 mjög mjótt á munum á milli fylk- inga á flokksþinginu þar sem tak- ast munu á tveir armar flokksins: Annar er kenndur við félags- hyggjufólk þeirra Jóhönnu Sigurð- ardóttur og Guðmundar Árna Stefánssonar en hinn við ftjáls- hyggjuarm Jónanna Hannibals og Sigurðar. Svona fréttamennska er að mínu mati skýrt dæmi um ein- földun, slagorðasmíð og alhæfíng- ar, sem eiga sér litla eða enga stoð í raunveruleikanum - aðeins í hug- arheimi fréttamannsins. Guðmundur Árni hefur notið þess að fá að baða sig í sviðsljósi íjölmiðlanna, með véfréttarbros á vör, þar sem hann hefur svarað sömu spurningunni á sama hátt, að það skýrist á næstu dögum hvort hann muni fara í formannsslag gegn Jóni Baldvin. Ég hallast að því að það væri hið mesta þarfa- þing fyrir Alþýðuflokkinn að Guðmundur Árni tæki nú af skarið og lýsti því yfir að hann sæktist eftir formannsstólnum. Þannig hygg ég að meirihluti krata á flokksþinginu fengi kærkomið tæk- ifæri til þess að losa sig í eitt skipti fyrir öll við bæjarstjórann úr Hafn- arfirði úr forystusveit flokksins. Hans stjórnmálaþátttaka hefur mjög einkennst af því að hann vel- ur að kynda undir illdeilum innan flokksins og magna upp persónuleg átök. Þar sem ég hef ekki komið auga á að málefnalegur ágreining- ur hafi verið undirrót þessarar bar- áttuaðferðar hans, hlýt ég að gruna hann um að kynda undir ófriði, sjálfum sér til persónulegs fram- dráttar. Augljóslega gerir Guðmundur Árni sér grein fyrir því að líkurnar á því að hann hlyti kosningu sem formaður eru minni en hverfandi. Hann hefur því valið að reyna að spyrða sig við Jóhönnu Sigurðardóttur varaformann flokksins, sem iðulega hefur tekist á við formann sinn og síðustu dæg- ur við ríkisstjórnina alla. Væntan- lega hefur Guðmundur Árni lengi gert sér vonir um að takast mætti að brýna varaformanninn til þesS að fara fram gegn formanninum, og hann yrði þá varaformann- skandídat hennar. Jóhanna hefur kosið að svara slíkum spurningum út og suður; hún hefur sagt að hún hugleiði forystumálin ekki, aðeins málefnalegan undirbúning. Sjálf- sagt er það pólitískt klókt hjá Jó- hönnu að leika þennan leik á þann hátt sem hún gerir, en mér býður í grun að fiokksþingið verði mun friðsamlegra og málefnalegra en fjölmiðlar hafa látið í veðri vaka að það yrði, og mig grunar einnig að flokksforystan verði endurkjörin óbreytt, meira að segja án mót- framboða. Það eina sem ég tel að geti kom- ið í veg fyrir það, er sá möguleiki að Jóhanna kjósi að varpa stríðs- hanskanum á flokksþinginu með þeim hætti að gefa ekki kost á sér til varaformanns á nýjan leik. Þannig gæti hún nánast dæmt flokksþingið til þess að kjósa Guðmund Árna sem varaformann flokksins og þannig gert flokksfor- ystuna svo gott sem óstarfhæfa. En þar sem mig grunar að Jó- hanna sé ekkert á leið út úr póli- tík, þá finnst mér rökrétt að álykta sem svo að hér sé þessi ákveðna valkyija að beita þeirri baráttuað- ferð sem henni hefur hingað til reynst ærið dijúg; þ.e. hún veifar refsivendinum og krefst ákveðinnar hlýðni af flokksbræðrum sínum, einkum Jónunum, ella falli vöndur- inn. Jóhanna hefur farið geyst að undanförnu og komið fram sem svo eindreginn stjórnarandstæðingur, Grillveisla fyrir 16 maiuis 1 einum poka af lambakjöti á lágmarksverbi áabeins 187 kr. fyrir mannirm. / / / ^ / / ■ /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.