Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 —Tijáiji r. n ];»;■ i.r;kA1 '»V'-K-4j*-)W-11 að halda mætti að hún hefði ekki verið í ríkis- stjórn síðastliðið ár. Það vakti athygli mína þegar hún lýsti því yfir á fundi Alþýðuflokksfélagsins í Reykjavík að það hefði verið Sjálfstæðisflokkur- inn sem gaf það kosninga- loforð fyrir alþingiskosn- ingarnar í fyrra, að skatt- ar yrðu ekki hækkaðir. Alþýðuflokkurinn hefði aldrei gefið slíkt loforð. Ekki gat ég skilið ráðherr- ann öðru vísi en svo, að fyrst þannig væri í pottinn búið, þá væri allt í lagi að hækka skatta, hvað svo sem kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins liði. Hafi þetta verið réttur skilningur hjá mér, tel ég að félagsmálaráðherra geri sér aðr- ar hugmyndir en fólk flest um það hvað felst í stjórnarsamstarfi tveggja stjórnmálaflokka. Reynist spá mín um nokkuð frið- samlegt flokksþing krata rétt, vaknar upp spurningin hvað taki við að þinginu loknu. Hér er stóra spurningin hvað verður úr stjórnar- samstarfí Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks í kjölfar flokksþings- ins. Svo kann að fara að ráðherrar Alþýðuflokksins verði svo niður- njörfaðir af félagshyggjuvelferðar- samþykktum krata að stjórnarsam- starf flokkanna reynist mjög erfítt og allt undirhúningsstarf vegna fjárlagagerðar næsta árs sigli í strand. Hinn möguleikinn er sá að flokksþingið fínni einhveija mála- miðlun, sem geri félagsmálaráð- herra kleift að halda andlitinu án þess að þurfa að standa við stóru orðin. Við það að magna upp úlfúð og deilur innan Alþýðuflokksins hefur Guðmundur Árni dygga hauka í horni, þar sem kvenpeningur Nýs vettvangs er. Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi hefur verið iðin við kolann, en enn iðnari hefur Ragn- heiður Davíðsdóttir verið, með dyggri aðstoð fjölmiðlanna þar sem stormurinn í vatnsglasinu um keis- arans skegg, Menntamálaráð og formann, ekki formann, aðalmann, ekki aðalmann, varamann, ekki varamann, hefur verið magnaður upp í einn allsheijar hvirfilbyl. Meira að segja Rithöfundasam- band íslands hefur ályktað um þetta efni Ragnheiði Davíðsdóttur til stuðnings! Hún hefur ekki spar- að stóryrðin í garð formannsins og talið jafnaðarstefnuna í útrýming- arhættu hér á landi undir hans forystu. Því hefur þessi fyrrum umferðarlögreglumaður og bráðum tvíburaamma lýst því yfir að hún voni að Alþýðuflokkurinn beri gæfu til þess að skipta um formann á flokksþinginu. Þrátt fyrir ástar- játningar Ragnheiðar í garð jafn- aðarstefnunnar hefur aldrei farið orð af pólitískum afrekum hennar í þágu þeirrar stefnu, enda er hún nýgengin til liðs við Alþýðuflokkinn samkvæmt blaðafregnum. Hún er á hinn bóginn flestum landsmönn- um kunn vegna ötullar baráttu sinnar fyrir bættri umferðarmenn- ingu. En kratar geta bara ekki eignað sér slíkt baráttumál og sett á það flokkspólitískan stimpil, vegna þess að slíkt baráttumál er þverpólitískt og yfir flokkaþref hafíð. Ragnheiður verður því að skoðast afrekalaus 1 politik, a.m.k. enn um hríð, nema úrsögn hennar og hennar fjölskyldu úr Alþýðu- flokknum geti flokkast sem afrek. Annars fæ ég ekki betur séð en vopnin hafi snúist í höndum þeirra Jóhönnu og Guðmundar Árna upp á síðkastið. Kjördæmisráð flokksins í Reykjanesi, höfuðstöðvum bæjar- stjórans í Hafnarfirði, samþykkti einarða stuðningsyfirlýsingu við formanninn, og það sem vakti mesta athygli við þá samþykkt var sú staðreynd að Guðmundur Árni undirritaði hana ekki. Örfáum dög- um síðar voru ungkratar með auka- þing sitt, þar sem var borin upp sérstök stuðningsyfirlýsing við Jó- hönnu Sigurðardóttur og henni þökkuð vel unnin störf. En þrátt fyrir að ákveðnir ungkratar hefðu farið mikinn í ijölmiðlum og margtíundað leiðtogahæfileika og ágæti þeirra Guðmundar Árna og Jóhönnu fóru leikar svo að stuðningstillögunni var vísað frá. Auðheyrt var á Sigurði Péturssyni formanni ungkrata í fjölmiðlum, eftir að þessi niðurstaða varð ljós, að hún var honum vonbrigði og það var aumt að hlýða á hann lýsa því yfír að ungkratar stæðu sem einn maður á bak við félagsmálaráð- herra og hennar störf og stefnu, en meirihlutinn hefði einfaldlega vísað stuðningstillögunni frá þar sem kannski hefðu einhveijir lesið í slíka yfírlýsingu að hún væri jafn- framt vantraust á einhvern annan. Nema hvað! Auðvitað var það ætlan flutningsmanna tillögunnar að með samþykki hennar fylgdi áskorun á varaformanninn að skella sér í for- mannsslaginn, en frávísun tillög- unnar gerði þessa ætlan einfaldlega að engu. Þetta gat formaður ung- kratanna ekki viðurkennt og ég ímynda mér að það verði nú ekki hátt risið á honum þegar kemur að flokksþingi. Forsetinn og næsta kjörtímabil Loks ætla ég að fara nokkrum orðum um frétt þá sem lítið er rædd opinberlega, en mönnum hef- ur hins vegar orðið tíðrætt um í fermingar- og stúdentsveislum nú í vor, en það er sú ákvörðun for- seta íslands, Vigdísar Finnboga- dóttur að gefa kost á sér í embætt- ið eitt kjörtímabilið enn. Fréttin er að vísu næstum ársgömul, því for- setinn tilkynnti um ákvörðun sína á kvennadaginn í fyrra, þann 19. júní. Fréttin varð nokkuð ný aftur nú um daginn þegar ljóst varð að framboðsfrestur hafði runnið út, án þess að nokkur byði sig fram á móti forsetanum og forsetinn er því sjálf- kjörinn næsta kjörtímabil. Þegar forsetinn ákvað að sækjast eftir kjöri þriðja tímabilið voru skipt- ar skoðanir um ágæti þeirrar ákvörðunar, en fátt eitt var svo sem hægt að gagnrýna þá, þar sem Sigrún Þorsteinsdóttir úr Vestmannaeyjum bauð sig fram á móti forsetanum og varð að kjósa á milli kvennanna tveggja, þar sem Vigdís fór með nokk- uð glæstan sigur af hólmi. Forsetinn sagði m.a. á blaðamannafUndinum á Bessastöðum í fyrra: „Þjóðin hefur treyst mér til að gegna starfí forseta undanfarin ár og stutt mig ötullega til góðra verka. Margvísleg áform mín í embætti eru ekki öll komin í höfn og ýmsum þeirra verkefna sem ég hef einsett mér að vinna að er enn ólokið." Forsetinn fer sjálfsagt ekki með neinar ýkjur'þegar hún segist hafa unnið góð verk, en ég hefði nú talið eðlilegra að sú einkunn hefði komið frá kjósendum hennar en ekki henni sjálfri. Forsetinn var spurður á fundin- um í fyrra hvað tæki við að ijórum árum liðnum og svaraði hún þann- ig: „Þá held ég nú að verði komið nóg. Ég lít svo á, eins og ég hef tekið til orða, að það er talsvert eftir af sumrinu í mér, en ég held, án þess að ég viðurkenni að farið sé að hausta eftir fjögur ár, að þá verði ég komin á þann aldur sem eðlilegt er að menn dragi sig í hlé frá annaríkum störfum í íslensku þjóðfélagi." Ég veit að ég er síður en svo ein um þá skoðun að telja að 12 ár í embætti forseta Islands séu yfrið nóg, bæði fyrir persónuna sem gegnir embættinu og þjóðina í hverrar umboði forsetinn gegnir sínu embætti. Ég hugsa að engin manneskja þoli að sitja í embætti sem þessu svo árum og áratugum skipti. Við lifum á fjölmiðlaöld, þar sem útvarp, sjónvarp, dagblöð og tímarit reyna að gera sér mat úr öllu því sem forsetinn tekur sér fyrir hendur. Það væri ofurmann- legt að rísa undir þeim kröfum sem gerðar er.u til þeirra sem í sviðs- ljósi fjölmiðlanna standa áratugum saman. Því fínnst mér ekki úr vegi að við íhugum alvarlega hvort breyta beri lögum um embætti for- seta Islands á þann veg að sami maður megi ekki gegna embættinu nema í tvö eða hæsta lagi þtjú kjör- tímabil. Auk þess teldi ég ekki úr vegi að breyta lagaákvæðinu um lágmarksaldur forseta íslands. For- setaframbjóðandi í dag þarf að vera 35 ára, en ég tel að hækka mætti aldursmörkin til muna, þótt ég hafi ekki ákveðinn árafjölda í huga. Þannig væri komið í veg fyrir að það gæti verið lífsstarf að gegna forsetaembættinu, auk þess sem viðkomandi hefði þá væntan- lega sýnt það með lífsstarfi sínu, að hann væri verðugur fulltrúi þjóðarinhar til þess að sitja á forset- astól í nokkur ár. Höfundur er blaðnnuuhir á Morgunblaðinu. Þann 1. ágúst næstkomandi hefur fru Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands sitt fjórða kjörtímabil. Fyrir skömmu rann út framboðsfrestur til forseta íslands, þar sem skýrðist að enginn bauð sig fram gegn forsetanum, og er hún því sjálfkjörin næstu fjögur árin. Á fjölmiðlaöld finnst mér ekki úr vegi að íslendingar íhugi hvort breyta beri lögum á þann veg að sami maðurinn megi ekki gegna embætti forseta íslands lengur en tvö eða þijú kjörtímabil. Auk þess tel ég að við ættum að íhuga hvort ekki beri að hækka aldurslágmark forset- aframbjóðenda til muna en það mið- ast nú við 35 ára aldur. Sumarstarfið hafið í Viðey SUMARSTARFIÐ er nú hafið í Viðey. Reglulegar bátsferðir eru alla daga úr Sundahöfn. Mánudaga til miðvikudaga er farið til Við- eyjar kl. 14 og 15 en frá Viðey kl. 15.30 og 16.30. Fimmtudaga til sunnudaga eru ferðir á klukkutíma fresti frá kl. 13 til 17.30 á heila timanum til Viðeyjar en hálfa tímanum úr eynni. Auk þessa eru kvöldferðir og sérferðir fyrir hópa. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu er opið á kaffitímum fímmtudaga til sunnudaga. Sömu daga er opið þar fyrir kvöldverðargesti og önnur kvöld einnig fýrir hópa. Þá daga sem ekki er opið fyrir kaffí í Viðeyj- arstofu er selt vöfflukaffí í Viðeyj- amausti. Messur í Viðeyjarkirkju verða reglulega aðra hveija helgi í sum- ar. Þær hefjast með hátíðarmessu sem sr. Þórir Stephensen fiytur annan hvítasunnudag kl. 14. Helgina þar á eftir hefjast göngu- ferðir með leiðsögn. I nokkrum þeirra ferða verða náttúrufræðing- ar með í för. (Fréttatilkynning) LA GEAR DAGAR 1 - 6 JUNI Húfa oq bolur á 1 kr. Á La Gear dögum gefum við viðskiptavinum okkar sem kaupa skó tækifæri á aS tryggja sér húfu og bol á aðeins 1 krónu Opiö laugardag 10-16 getffl GEflR LA. Laugavegi 62 Sími 13508 ESTEE LAUDER - HÚÐGREINING - Húðgreining og ráðleggingar um rétt val á ESTEE LAUDER snyrtivörum ídag milli kl. 14-18. Snyrtivöruverslunin Evita, Eiðistorgi □ m 1 2 SEM SLÁ ALLT ÚT J LAWN-E30Y hentar alls staöar ! Stórir garöar - Litlin ganöar Öflugir 4-5 HP mótorar - 48-52 cm sláttubreidd pÞÓR ÁRMÚLA 11 Sírvll 681500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.