Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 ---,■> >.*i" ■ ■i- •••—- ......— 17 Rautt sparnaðarlj ós eftir Ómar Smára * Armannsson Ganga má út frá því sem vísu að flestir þeir, sem hafa ökurétt- indi, eigi að gera sér grein fyrir því að rauða ljósið á umferðarvitunum táknar að ekki megi aka inn á gatn- mótin á meðan ljósið logar. Það er þó staðreynd að þeir eru til sem ekki virðast gera sér grein fyrir merkingu umferðarljósanna. Á síðasta ári þurfti lögreglan í Reykjavík að kæra fleiri en 1.700 ökumenn fyrir það að aka inn á gatnamót á móti rauðu ljósi. Yfir- leitt brugðust þessir kærðu öku- menn vel við afskiptum lögreglu, viðurkenndu „mistök“ sín og greiddu sektina, kr. 7.000. Fyrir þessi mistök þurftu ökumennimir í sameiningu að greiða rúmlega tólf milljónir króna í sektir. Á sama tíma greiddu tæplega 1.800 ökumenn, sem kærðir voru fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu, tæplega tótf og hálfa milljón króna fyrir sín mistök. Fjöldi umferðarlagabrota, sem kærð voru af lögreglunni í Reykja- vík á síðasta ári, voru 16.722, þar af vom 6.500 ökumenn kærðir fyr- ir að aka of hratt. Af því má sjá að ökumennirnir, þ.e. í flestum til- vikum hinn almenni launamaður, hefðu getað sparað sér sem nemur hátt í eitt hundrað milljónum króna með því einu að aka samkvæmt umferðarlögum. Athuganir hafa sýnt að ökumenn þekkja nær und- antekningalaust þessi ákvæði um- ferðarlaganna og vita hverjar skyld- ur þeirra em og hver ábyrgð þeirra er. Þrátt fyrir það eru samt alltaf einhveijir er nýta sér ekki þessa þekkingu sína. Þeir misbjóða þann- ig sjálfum sér og stofna um leið öryggi og lífi vegfarenda í hættu. Lögreglan hefur til reynslu tekið myndbandstæknina í þjónustu sína. Umferðarlagabrot eru tekin jafnóð- um upp á myndband og sýnd um- ferðarafbrotamönnum, ef ástæða þykir til. Það er stutt síðan lögreglu- menn á ómerktri lögreglubifreið búinni upptökuvél voru við eftirlit við umferðarljósagatnamót þegar þeir veittu athygli brúnni fólksbif- reið sem var ekið að gatnamótun- um. Þeir sáu að ökumaðurinn dró úr hraða er umferðarljósin skiptu af gulu ljósi yfir á rautt þegar hann átti skammt eftir ófaeið að gatna- mótunum. Lítil umferð var um gat- namótin, ökumaðurinn sást líta í kringum sig og aka síðan hiklaust áfram. Hann varð undrandi á því að vera stöðvaður af lögreglunni skammt frá gatnamótunum. Að- spurður sagði hann lögreglumenn- ina ljúga því að hann hefði ekið inn á gatnamótin á rauðu ljósi. Hann hefði tekið greinilega eftir því að gult ljós hefði logað á gatnamótun- um og hann treysti betur sínum eigin augum en fullyrðingum ein- hverra misviturra lögreglumanna. Hann væri gætinn ökumaður, hefði aldrei lent í umferðaróhappi og að lögreglumönnum væri nær að snúa sér að einhveiju öðru en að ónáða heiðvirða borgara. Hann skyldi sko skrifa í lesendadálk eins dagblað- anna og láta almenning í þessu landi vita um vinnubrögð lögregl- unnar og í hvaða ónauðsynlega hluti hún væri að veija tímanum og um leið peningum skattborgaranna. Þegar hér vai; komið sögu töldu lögrelumennirnir ráð að bjóða öku- manninum upp á að skoða mynd- bandsupptökuna af akstri hans og í framhaldi af því væri hægt að ákveða hver færi með rétt mák Ökumaðurinn sættist á það þó svo að hann teldi að lögreglumennirnir gætu alveg eins beðið hann strax afsökunar á því ónæði, sem hann Ómar Smári Ármannsson „ Af því má sjá að öku- mennirnir, þ.e. í flest- um tilvikum hinn al- menni launamaður, hefðii getað sparað sér sem nemur hátt í eitt hundrað milljónum króna með því einu að aka samkvæmt umferð- arlögum.“ hefði orðið fyrir af þeirra hálfu. Á myndbandinu sást hvar brúnni fólksbifreið, alveg nákvæmlega eins og hans og með sama skráningar- númeri, var ekið eftir akbrautinni í sömu átt og hann hafði ekið. Sást hvar dregið var úr hraða bifreiðar- innar þegar hún nálgaðist gatna- Kvennahlaup eftir Sigrúnu Stefánsdóttur Ég var búsett erlendis, var ein- mana og leið illa. Þegar mér fannst allt orðið vonlaust og svart í kringum mig ákvað ég að reyna að hressa upp á sjálfa mig með því að fara út í gönguferð. Næsta dag fór ég aftur og smám saman fór að glaðna yfir sálartetrinu. Á þessum gönguferðum þar sem enginn þekkti mig fór ég að taka smáspretti, bara til þess að prófa. Smásprettirnir urðu lengri og lengri og ég fór að hafa gaman af því að skokka. Æ síðan hef ég notað skokkið sem lyf gegn þungum hugsunum og svartsýni. Á þessum stundum er ég ein með sjálfri mér og það truflar mig ekkert. í kaupbæti fæ ég aukið þrek og heilbrigða matarlyst. Það er líka stórkostleg tilfínning að finna að maður hefur þann styrk að geta sprett úr spori, þó maður fari hvorki sérstaklega hratt yfir eða hafi hlaup- astíl gasellunnar á sléttum Afríku. Eftir skokk í hálftíma fínnst mér ég vera sterkari og yngri en þegar ég var að skríða út úr menntaskóla fyrir tuttugu og fimm árum. Á undanförnum árum hefur orðið bylting í sambandi við almennings- íþróttir hér á landi. Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að íþróttir eru fyrir alla, karla og konur, börn og gamalmenni. Síðastliðið sumar vann ég mikið með fólki sem stundar al- menningsíþróttir vegna sjónvarps- þáttanna Hrístu af þér slenið. Þetta fólk átti það sammerkt að vera lífsgl- att og bjartsýnt. Því fannst það vera að gera sjálfu sér gagn. Á kreppu- tímum eins og íslenska þjóðin er að ganga í gegnum veitir manni ekki af að gera allt sem mögulegt er til þess að halda í bjartsýnina og vinnu- þrekið. Besta leiðin til þess að ná þessu marki er líkamsrækt. Hún „Kvennaíþróttir hafa ekki sama sess og karlaíþróttir í fjölmiðl- um og það getur dregið úr áhuga kvennanna sjálfra að stunda íþrótt- ir.“ stendur okkur öllum til boða og þarf ekki að kosta neitt. Áhorfendur þurfa ekki að hlusta lengi á íþróttaumfjöllun ljósvaka- miðlanna til þess að átta sig á því að þar eru karlarnir settir í önd- vegi. Könnun sem ÍSÍ lét gera á dögunum staðfesti þetta. Könnunin sýndi að þáttur kvenna í íþróttaum- Qöllun Qölmiðlanna var rýr og það sama gilti um þátt almennings- íþrótta borið saman við keppnis- íþróttirnar. — Ég hef stundum verið KVENNAHLAUP ÍSÍ GARÐABÆ 20.JÚNI að vorkenna litlum stelpum sem sitja fyrir framan sjónvarpið við hlið bræðra sinna. Hvað eiga þær að halda? Eru íþróttir ekki fyrir þær? Er kvenfólk ekki að gera neitt á sviði íþrótta sem er í frásögur fær- andi? Oft má draga þá ályktun eftir að hafa horft og hlustað á íþrótta- þættina. — Sem betur fer er þetta að byija að breytast en betur má ef duga skal. Fjölmiðlar geta haft mjög mótandi áhrif á afstöðu fólks. Kvennaíþróttir hafa ekki sama sess og karlaíþróttir í fjölmiðlum og það getur bæði dregið úr áhuga kvenn- anna sjálfra að stunda íþróttir og orðið til þess að konum eru ekki sköpuð sömu skilyrði og körlum til Sigrún Stefánsdóttir þátttöku. Stundum hrósa ég happi yfir því að vera alin upp á sjónvarps- lausum árum — og þar með laus undan því að þurfa að sitja sem stelpa við hlið minna bræðra og horfa á breskan fótbolta og annað sambærilegt sjónvarpsgóðgæti. Því miður eiga kvennaíþróttir enn á brattann að sækja. Á meðan svo er þurfum við á kvennahlaupum að halda og öllu öðru því sem vekur fólk til umhugsunar um gildi hreyf- ingar fyrir andlega og líkamlega heilsu fólks. Kvennahlaup er orðið árlegur viðburður og það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með því frá ári til árs hvernig þátttakan hefur aukist og jafnframt breiddin í hópn- um. Þarna fer hver á sínum hraða. Skeiðklukkan skiptir ekki máli. Þær spræku spretta úr spori meðan mömmurnar láta litla barnsfætur ráða ferðinni. Aðalatriðið er að vera með. Þátttakan í kvennahlaupinu gæti orðið upphafíð að öðru og meiru í sambandi við líkamsrækt. Höfundur cr formaður samtakanna íþróttir fyrir alla. mótin og síðan hvar henni var ekið hiklaust áfram, á móti rauðu ljósi. Ekki fór á milli mála að ökumaður- inn átti eftir 5-6 bíllengdir ófarnar að gatnamótunum þegar umferðar- ljósin skiptu af gulu yfir á rautt. Okumaðurinn sagðist í fullri ein- lægni vera þess fullvis að gult ljós hefði logað á umferðarljósunum þegar hann ók inn á gatnamótin, en hann þyrfti greinilega að endur- skoða þátttöku sína í umferðinni. Hann bað lögreglumennina afsök- unar á framkomu sinni. Það er stutt síðan alvarlegt um- ferðarslys varð á umferðarljósa- gatnamótum. Allharður árekstiír varð þar með tveimur bifreiðum og slasaðist farþegi í annarri þeirra mikið. Þó er vitað að hann var með öryggisbelti, ökuljós voru tendruð á báðum bifreiðunum áður en óhapp- ið varð og báðir ökumennirnir höfðu meiraprófsréttindi. Bifreiðunum var ekið úr gagnstæðum áttum, en öku- mennirnir fullyrtu að þeir hefðu ekið inn á gatnamótin á grænu ljósi. Annar hlaut að segja ósatt. Sjónar- vottar að óhappiTiu voru sammála um hvor ökumannanna hafði ekið inn á gatnamótin á rauðu ljósi þrátt fyrir fullyrðingar hans. Við nánari viðræður viðurkenndi hann að hafa verið annars hugar við aksturinn. og því í raun ekki gert sér grein fyrir stöðu umferðarljósanna áður en óhappið varð. Þessir ökumaður þekkti reglurnar ágætlega. Hann var bara annars hugar við akstur- inn og þess vegna ók hann inn á gatnamótin á rauðu ljósi. Það var ekkert sagt frá slysinu í fjölmiðlum, enda virðist ekki vera mikill áhugi á umfjöllun og umræðu um umferðarmál um þessar mund- ir, þrátt fyrir umtalsverða fjölgun umferðarslysa og -óhappa. Hver og einn virðsit bera harm sinn í hljóði. Líklega er talið að kostnaður vegna umferðaslysa í Reykjavík nemi meira en þremur milljörðum króna á ári. Það er alltaf erfiðara að vekja athygli fólks á tilteknu vandamáli þegar allt virðist í sæmilega góðu lagi. Og þá eru meiri líkur á því að afleiðingamar verði enn verri þegar upp er staðið og almenn við- urkenning fæst á vandamálinu. Mestu máli skiptir að almenningur geri sér grein fyrir nauðsyn þess að hver og einn, ekki bara flestir, heldur allir, virði umferðarreglurn- ar. Því fleiri sem taka hlutverk sitt í umferðinni alvarlega, því meiri lík- ur á fækkun umferðaróhappa. Lyk- illinn að lausninni liggur því ekki síst hjá einstaklingnum. Lögreglan mun halda áfram að reyna að hjálpa einstaklingnum við að snúa lyklin- um, en honum verður ekki snúið nema með samstilltu átaki. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. ^>í(a*a(oH Ford Bronco II XLT ’85, sjátfsk., allsk. bún., tvfl. grár, plussklæddur. Einstakurskrautvagn. Kr. 880 þús. Volvo 740 GLX ’90, sjálfsk., 27 þ.km., blár, v+s-dekk, ál+stálfelgur. Kr. 1.650 þús. Audi 100 CC '88, hvítur, 62 þ.km., sjálfsk., sparifatabfll. Kr. 1.290 þús. Chrysler New Yorker '83, svartur eðalvagn m/öllum búnaði, leðurkl., 93 skoðun. Frábært verð. Kr. 630 þús. Saab Sonnet II '74, safngripur, 12 dús. bílar smíðaðir - eini bfllinn á slandi - Ijósblár, ’93 skoðun, eftir- sóttur um allan heim. Kr. 460 þús. olla tílo Lancer GLX '91, hvítur, 4 þ.km. Kr. 980 þús. Chryster Saratoga '91, blár, 7 þ.km. Kr. 1.380 þús. Peugeot 205 GL '90, rauður, 38 þ.km. Kr. 650 þús. Buick Skylark Ltd. '88, rauður, einkab., skipti á nýrri US bfl + pen. Skoda Favor'rt '90,14 þ.km., 5 dyra Kr. 350 þús. Opel Station Kadett GLS '87, 52 þ.km., blár. Kr. 630 þús. Eitt hundrað bílar á svæðinu. Dýrir og sáraódýrir bílar. Elsta bílasalan í borginni, v/Miklatorg, símar 15014 og 17171 Gódon doginn! HVÍTASUNNUHELGI í HVERAGERÐI Ársafmæli Hússins d sléttunni Taktu þútt og njóttu afmælistilboðsins Rjómasúpaogostgljáösléttubrauð, kr. 950 HúsfreyjusúpaoghveraeldaÖurreykturísfugl, kr. 1490 Afmdispizza hestamannsins, 12tommur, kr. 750 Maturinn hennar mömmu með súpufrá, kr. 990 AfmœliskaffihlaÖborÖ heimabakað ogsúkkulaÖi, kr. 850 laugardag, sunnudag og mánudagfrá kl. 15.00. <> <> <> <> <► <► <> <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► LU HVERAGERÐI LLil <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► <► 4 <► <► <► <► <► >»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.