Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 21 Skipti endurupptekin í þrotabúi Ólafs Laufdals: Sagðist eignalaus en reyndist eiga í 11 íbúðum á Spáni SKIPTI í þrotabúi Ólafs Laufdals veitingaraanns hafa verið endur- upptekin eftir að í Ijós hefur komið að Olafur átti ásamt eiginkonu sinni helmingshlut í 11 íbúðum í íbúðarhótelinu Benal Beach við Torremolinos á Costa del Sol á Spáni. Ólafur Laufdal lýsti því yfir í skiptarétti eftir að bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta í septem- ber 1991 að hann væri eignalaus en í febrúar varö bústjóri í þrota- búi hans, Þorsteini Einarssyni, hdl, áskynja um eignirnar á Spáni. Þetta mál hefur verið til rannsóknar hjá RLR ásamt atriðum er varða gjaldþrot þeirra félaga um veitinga- og útvarpsrekstur sem Ólafur Laufdal rak en eru nú til gjaldþrotameðferðar. í skýrslu bústjórans til skipta- réttar er einnig lagt til að höfðað verði riftunarmál til að fá rift, sem gjafagerningi ógjaldfærs þrota- manns, kaupsamningi frá í júní 1990 milli Ólafs, sem seljanda, og sonar hans, sem kaupanda, um sölu á 54 fermetra sumarbústað á '/3 hektara eignarlandi við Álfta- vatn í Grímsnesi fyrir 1,5 milljónir króna. í skýrslu bústjórans segir að íbúðimar á Spáni hafi verið keypt- ar á árinu 1985 fyrir 34,3 milljón- ir peseta, sem í dag jafngildir um 19,5 milljónum króna en bústjóri telur ekkert óhætt að fullyrða um verðmæti hluta þrotabúsins í þeim nú. Kaupsamningnum um íbúðirn- ar hefur ekki verið þinglýst á nafn Ólafs og eiginkonu hans og eru þær enn skráðar á nafn seljanda þeirra. Til að gæta hagsmuna þrotabúsins vegna þessara eigna hefur verið ráðinn lögmaður í Malaga. Hvað varðar sumarbústaðinn við Álftavatn kemur fram að Ólafur hafi afsalað sér honum til sonar síns í júní 1990, 15 mánuðum fyr- ir gjaldþrotið, og samkvæmt skatt- framttali Ólafs sé söluverð fast- eignarinnar, 1,5 milljónir króna að fullu greitt. „Þrátt fyrir áskoranir hafa engin gögn komið fram sem styðja þá fullyrðingu að kaupverð hafi verið greitt, auk þess sem bústjóri telur söluverð fasteignar- innar vera óeðlilega lágt,“ segir í skýrslu bústjórans. Ennfremur segir að bústjóri hafi rift þessari sölu með bréfi en riftuninni hafi verið mótmælt og hafi bústjórinn nú ráðið dómkvadda matsmenn til að meta söluverð eignarinnar. Bú- stjórinn lítur svo á að um gjöf hafi verið að ræða og sé hún riftan- leg þar sem Ólafur hafi ekki verið gjaldfær á þeim tíma. Um skuldir þrotabúsins kemur fram að þegar skiptum hafi verið lokið í fyrra skiptið, áður en þau voru endurupptein hafi verið lýst kröfum að upphæð 83,4 milljónir króna. Skiptum var lokið án þess að greitt væri upp í kröfur enda ekki vitað um eignir en þau voru tekin upp eftir að greiðsla barst frá þrotabúi Hljóðvarps hf., vegna krafna er Ólafur hafði lýst í það þrotabú. I skýrslunni kemur einnig fram að einbýlishús Ólafs hafi ver- ið selt á 33 milljónir króna sem talið sé viðundandi verð. Ólafur búi enn í húsinu og hlutafélag barna hans greiði af veðskuldum og hafi fengið heimild til að veð- setja fasteignina, Yfirlitssýning á verkum Hjörleifs Sigurðssonar í TENGSLUM við Listahátíð í Reykjavík 1992, standa Nor- ræna húsið og Félag íslenskra myndlistarmanna sameiginlega að yfirlitssýningu á verkum Hjörleifs Sigurðssonar listmál- ara. Verður hún á tveimur stöð- um, í FÍM-salnum við Garða- stræti og i sýningarsal Norræna hússins. Sýningin verður opnuð á báðum stöðum, laugardaginn 6. júní og stendur til 5. júlí. Gefst listunnend- um þar með tækifæri til að kynn- ast verkum Hjörleifs þar sem elstu verkin á yfirlitssýningunni eru frá 1949 en þau nýjustu frá þessu ári. Hjörleifur er fæddur í Reykjavík 1925. Hann stundaði nám í mynd- list og listasögu í Stokkhólmi, París og Ósló á árunum 1946- 1952. Hann hefur tekið þátt í íjöl- mörgum sýningum hér heima og erlendis og haldið margar einka- sýningar. Hann er einn af frumheijum íslensks módernisma í myndlist og tók þátt í þeim sýningum í upp- hafi sjötta áratugarins sem mörk- uðu tímamót í myndlistarsögu Is- lands, segir í fréttatilkynningu frá FÍM. Hjörleifur skrifaði um myndlist í tímaritið Birting og Vísi um ára- Hjörleifur Sigurðsson, bil. Hann var forstöðumaður Lista- safns ASÍ og gegndi því starfi frá 1969-1979. Einnig hafði hann með höndum listfræðslu í skólum á vegum ríkisins og Reykjavíkur- borgar á árunum 1961-1968. Hjörleifur var formaður FÍM frá 1974-1979. Hann sat í fyrsta ráði og vann að undirbúningi að stofn- un listmiðstöðvarinnar á Sveaborg ásamt fulltrúum hinna Norður- landanna. Rekin smiðshöggin Breska þungarokkhljómsveitin Iron Maiden var væntanleg til landsins seint í gærkvöldi, en hljómsveitin leikur í Laugardalshöll í kvöld. Mikið umstang er jafnan í kringum aðra eins tónleika og undanfarið hefur verið unnið myrkranna á milli við að búa Laugardalshöllina undir tónleikana. Alls verður hljóðkerfið 100 kW (100.000 W) og til skrauts verða 400 tölvustýrð ljós m.a. GriHkótUettur, Hytop maískorn 480 g. Kók, Fanta, Sprite, 2i Lasagne, beint í ofninn kg. Súkkulaaihúðaðkex, Milk/Plain 200 gr. íslenskir tómatar Grilikol 2,26 kg. KologríU 3.955. Ferðogas gritt W* KAUPSTADUR ALLAR BÚÐ/R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.