Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 23 UMHVERFISRÁÐSTEFNAN f RÍÓ Leiða gróðurhúsaáhrif til góðs eða glötunar? SÁTTMÁLINN um verndun andrúmsloftsins, sem nú er rætt um á umhverfisráðstefnunni í Ríó, hefur verið gagnrýndur fyrir að vera máttlaus viljayfirlýsing. Að kröfu Bandaríkjanna var fallið frá að setja bindandi þak á útblástur koltvísýrings, sem talinn er helsti valdurinn að hinum svokölluðu gróðurhúsaáhrifum. Vís- indamenn eru þó ekki sammála um hve mikið veðurfar muni hlýna af manna völdum og þeir eru til sem segja að það kunni að verða mjög lítið og þá jafnvel til góðs, því það auki matvælaframleiðslu. Gróðurhúsakenningin byggir á þeirri einföldu staðreynd að mann- kynið dælir vaxandi magni af kol- tvísýringi út i andrúmsloftið með brennslu kola og olíu. Koltvísýring- ur hleypir sólargeislum til jarðar, en stöðvar hitageislun til baka út í geiminn, svo með aukinni mengun ætti lofthjúpur jarðar að hitna. Tölvur með dómsdagsspár Islendingum finnst kannski erf- itt að sjá hvers vegna slíkt er talið vandamál, en ekki guðs blessun, en tiltölulega litlar hitabreytingar geta valdið gífurlegri röskun á gróðurfari og lífríki jarðar, sem leiddu til hungursneyðar, flótta- mannastraums og upplausnar. Sjávarborð kann að hækka með bráðnun jökla um tugi sentimetra og jafnvel fáeina metra, og tíðni ofviðra og fellibylja gæti aukist. Tölvulíkön víða um heim hafa spáð hitaaukningu um 1,5-5 gráð- ur á Celsíus næstu hundrað árin. Sérfræðinganefnd Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem í áttu sæti 300 veðurfræðing- ar, spáði árið 1990 að það yrði 1 gráðu á Celsíus hlýrra árið 2025 en í dag, en jafnvel svo lítil hita- aukning gæti leitt til óæskilegrar hækkunar á sjávarborði. asti á jörðinni síðan mælingar hóf- ust um 1880 og ýmsir hafa orðið til þess að segja að það sé gróður- húsaáhrifunum að þakka eða kenna. Aðrir telja að þetta sé auð- veldlega hægt að skýra á náttúru- legan hátt, líkt og fyrri veðurfars- sveiflur. Það var ekki mengun af mannavöldum að þakka að íslensk- ir landnámsmenn gátu ræktað korn og ekki samdráttur í orkuf- rekum iðnaði sem olli „litlu ísöld- inni“ um 1500, sem eyddi byggð norrænna manna á Grænlandi. Hitaaukningin eftir 1980 var að- eins um 1/6 úr gráðu á Celsíus og virðist vera hætt í bili vegna kælandi áhrifa ösku úr Pinatubo-eldfjallinu á Fiiippseyjum, sem dregur úr sólarljósi til jarðar. Tölvulíkönin eru ófullkomin, því meira að segja öflugustu reikni- heilar verða að vinna með mjög einfaldaða mynd af hitabúskap lofts og lagar. Þá hefur sumum forsendum verið breytt í ljósi nýrra athugana og í einu tilviki breytti tölvulíkan hjá bresku veðurstof- unni spá sinni um væntanleg gróð- urhúsaáhrif úr 5 gráðum í 1,5 gráður eftir að tölvan var mötuð á nýrri og nákvæmari upplýsing- um. Hlýjasti áratugur frá upphafi mælinga Síðastliðinn áratugur er sá hlýj- Er mengunarskattur besta lausnin? Á fyrstu valdaárum George Bush Bandaríkjaforseta reiknuðu aðstoðarmenn hans út að aðgerðir til að koma í veg fyrir gróðurhúsa- áhrif kynnu að kosta allt frá 6.000 milljörðum ÍSK upp í 36-falda þá upphæð. Þar sem vísindamenn geta ekki spáð með neinni vissu um væntanlegar veðurfarsbreyt- ingar eða afleiðingar þeirra vaknar sú spurning hvort verið væri að kasta stjamfræðilegum upphæð- um á glæ með slíkum aðgerðum. Tölur ráðgjafa Bush þykja nú mjög ýktar, því þar var reiknaður kostnaður við mengunarvarnir og þróun nýrra orkugjafa, en betri orkunýting og sparnaður af orku- kaupum ekki dreginn frá. Margir hagfræðingar telja að hægt væri að draga töluvert úr útblæstri kol- tvísýrings í iðnríkjunum með betri orkunýtingu og hagræðingu. Svo- kallaður falinn kostnaður vegna mengunar og jafnvel herkostnaðar við að verja oh'ulindir í Persaflóa kemur ekki fram í verðinu. Hugmyndir um svokallaðan mengunarskatt á olíu og kol hafa notið vaxandi fylgis og hafa leiðar- ar í blöðum eins og The New York Times og The Economist bent á hann sem hagkvæmustu leiðina til að bæta nýtingu orkugjafa og draga úr hugsanlegum gróður- húsaáhrifum í leiðinni. Slíkur skattur hefur verið settur á í Hol- landi og Norðurlöndunum utan ís- lands og Evrópubandalagið hefur uppi svipaðar hugmyndir. Tals- menn skattsins segja hann hag- kvæmari lausn én lögbundin þök á koltvísýringsútblæstri, sem yrði framfylgt með tilheyrandi skrif- ræðisbákni. ÞANNIG EYKUR MANNKYNIÐ GROÐURHUSAÁHRIFIN GROÐURHUSAAHRIF NÁTTÚRUNNAR Koltvísýringur og aðrar lofttegundir halda lífvæn- legum hita á jörðinni eins og gler í gróðurhúsi Stuttbylgju- geislun frá sólinni er endurkastað sem lang- bylgjugeislun frá jörðinni Sum geislun endurkastast til jarðar Loftmólikúl drekka í sig langbylgjugeislunina Koltvísýringur í and- rúmsloftinu eykst með brennslu á kolum, olíu og gasi Klórsambönd í úða- brúsum og ísskápum geta leitt til hitaaukningar jafnt og ósoneyðingar Búpeningur og hrís- grjónarækt eykur magn metans í lofthjúpnum Til að stöðva aukningu koltvísýrings í andrúmsloftinu þyrfti að minnka útblástur um 60% REUTER ÁHRIF MANNSINS magn koltvísýrings stöðvar í auknum mæli útgeislun frá jörð, og hitinn hækkar ^0RGUN4^ ISLANDSMEISTARAMOT LAUGARDAGINN 6. JÚNÍ1992 KL. 14,00 SÆTAFERÐIR FRA B.S.I. KL 12.30 MIÐAVERÐ KR. 800,00 FRÍTT FYRIR 12 ÁRA OG YNGRI í FYLGD MEÐ FULLORÐNUM AUKAHLUTIR • VARAHIUTIR • SERPANTANIR ÞAR SEM ALLT FÆST í jEPPANN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.